Tíminn - 21.08.1991, Síða 8

Tíminn - 21.08.1991, Síða 8
8 Tíminn Miðvikudagur21. ágúst 1991 Gengi Kjarabréfa og Markbréfa fellt um 4,5% um helgina: Allir raunvextir frá áramótum strikaðir út Fyrsta „gengisfellingin“ á eignum íslenskra verðbréfasjóða var ákveðin um helgina. Gengi hlutdeildarbréfa í tveim stærstu verð- bréfasjóðunum í umsjá Fjárfestingafélagsins, Kjarabréfa og Mark- bréfa, var lækkað um 4,5% með einu pennastriki sl. laugardag. Þessi gengisfelling svarar til þess að þeir sem átt hafa slík bréf frá síðustu áramótum eða lengur hafa nú á einu bretti misst alla raun- ávöxtun bréfanna frá áramótum til þessa dags. Gengi Tekjubréfa var sömuleiðis lækkað um 2,5%. Samanlagðar eignir þessara sjóða eru um 4,4 milljarðar króna. Með gengisfellingunni hafa eignir þeirra verið færðar niður um nær 190 milljónir króna. í frétt frá sjórn sjóðanna eru nefndar þrjár meginástæður fyrir þessari gengislækkun: í fyrsta lagi hækkun markaðsvaxta, sem þýði það að verðmæti eldri skuldabréfa í sjóðunum, einkum ríkistryggðra skuldabréfa, hafi lækkað. I öðru lagi tap á skuldabréfum í eigu sjóð- anna og í þriðja lagi sé nú stefnt að myndun varasjóðs. Þar sem reiknuð ávöxtun sjóða hjá Fjárfestingafélaginu hefúr sl. ár ekki verið hærri en hjá öðrum verðbréfasjóðum vaknar sú spum- ing hvort eigendur bréfa í öðrum verðbréfasjóðum megi kannski líka fyrr en varir búast við fréttum af gengisfellingum hjá þeim? „Við getum alveg fullyrt að fólk þarf alls ekki að búast við lækkun á gengi hjá okkur,“ svaraði Vilborg Lofts, aðstoðarframkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka. í fyrsta lagi sagði hún áhrifin af breyttri ávöxtunarkröfu á mark- aðnum þegar komna fram í gengi bréfa í verðbréfasjóðum VÍB. Iöðm lagi sé vanskilaprósenta á bréfúm í eigu sjóða hjá VÍB mjög óveruleg og gefi enga ástæðu til gengislækk- unar vegna tapaðra krafna. Og í þriðja lagi hafi VÍB byggt upp vara- sjóð inn í gengi sjóðanna, sem svari til sem næst hálfu prósenti af eign- um þeirra hverju sinni. í frétt frá Verðbréfamarkaði Fjár- festingarfélagsins kemur fram að stjórn sjóðanna telur áhrif þessarar gengisfellingar fremur lítil. Þar segir m.a.: „Sem dæmi má nefna að sá sem keypti Kjarabréf fyrir 200.000 kr. í byrjun ársins á nú 212.379 kr. þrátt fyrir lækkun á genginu. En það þýðir að 200.000 kr. hafa haldið verðgildi sínu“. Þetta („hafa haldið verðgildi sínu“) þýðir með öðrum orðum, að sá sem átt hefur Kjarabréf frá síð- ustu áramótum hefur ekki notið neinna raunvaxta af þeirri eign þá rúma sjö mánuði sem síðan eru liðnir. Hafi hins vegar einhver ver- ið svo óheppinn að kaupa Kjarabréf fyrir 200.000 kr. í síðustu viku væru þau nú ekki nema 191.000 króna virði. Gengislækkunin var sem hér seg- ir: Kjarabréf úr 5,749 í 5,490 Markbréfúr 3,074 í 2,936 Tekjubréfúr 2,168 í 2,114 Stjórnendur sjóðanna benda hins vegar á, að gengislækkunin muni tryggja góða ávöxtun sjóðanna í framtíðinni. Á næstunni megi t.d. búast við 8-9% ávöxtun. „Þessi gengislækkun hefur því lítil áhrif á þá sem eiga bréfin til lengri tíma,“ segja stjórnendur verðbréfasjóð- anna. - HEI Fundur sjávarútvegsráðherra á Norðurlöndum: Aukin áhrif Norðurlanda? Hinn 14. ágúst sl. héldu sjávarút- vegsráðherrar Norðurlanda og staðgenglar þeirra fyrsta fund sinn á Grænlandi í Sisimiut/Holsteins- borg. Ráðherrarnir ræddu möguleika á að efla norræna samvinnu m.a. í því skyni að auka áhrif Norðurlanda á þróun sjávarútvegsmála og gera þau markvissari. Menn voru sam- mála um að m.a. með endurskoðun samstarfsáætlunar Norðurlanda á sjávarútvegssviðinu mætti auka áhrif Norðurlanda á stefnumótun í sjávarútvegsmálum í Evrópu jafnt f heild sem á einstökum svæðum. í sambandi við viðræður ráherr- anna um undirbúning að umhverf- isráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á komandi ári samþykktu sjávarút- vegsráðherrarnir sérstaka yfirlýs- ingu um stuðning við það að unnið verði að frekari takmörkun á meng- un sjávar og að því að vernda vist- kerfi sjávar. Varðandi stjórn á nýt- ingu auðlinda voru menn sammála um að SÞ eigi einungis að beina kröftum sínum að sviðum þar sem ekki eru svæðisbundnar stofnanir til að sinna þessum verkefnum. Áhersla var lögð á það að megin- reglan um varanlega nýtingu í sam- ræmi við veiðiþol hljóti að vera grundvallarforsenda fyrir stjóm fiskveiða og veiða á sjávarspendýr- um. -js Hæstiréttur íslands: NÝR DÓMARI Forseti íslands hefur, að tillögu eta, til þess að vera dómari við dómsmálaráðherra, skipað Pétur Kr. Hæstarétt íslands frá og með 1. Hafstein, sýslumann og bæjarfóg- október 1991. Styrkþegar á undirbúnlngsnámskeiði á skrífstofu Menntastofnunar íslands og Bandaríkjanna. Fulbright-styrkir til háskólanáms í Bandaríkjunum: 16 íslendingar styrktir Menntastofnun Islands og Banda- ríkjanna, Fulbríght-stofnunin, var sett á fót með samningi ríkisstjóma landanna áríð 1957, til að auðvelda framkvæmd fræðslustarfsemi sem ríkin komu sér saman um að standa að. Starfsemi stofnunarinnar er nú einkum á sviðum styrkveitinga og upplýsingaþjónustu. Hún styrkir ís- lendinga til náms og rannsóknar- starfa við bandarískar menntastofn- anir, og Bandaríkjamenn til náms og kennslu- og rannsóknarstarfa á ís- landi. Jafnframt hafa yfir 5000 ein- staklingar leitað upplýsinga um skóla, námsbrautir og annað er lýtur að námsmöguleikum í Bandaríkjun- um. Umsækjendur um styrki til fram- haldsnáms á þessu ári voru fjölmarg- ir. íslenskir Fulbright- styrkþegar skólaárið 1991-1992 eru þessir: Am- alía Bjömsdóttir (sálfræði), Anna Mart'a F. Gunnarsdóttir (talmeina- fræði), Anna Sveinbjamardóttir (kvikmyndafræði), Guðmundur Þ. Jóhannesson (tölvufræði), Gunnar Guðnason (eðlisfræði), Jóhanna Ásta Jónsdóttir (þroskaþjálfun), Sif Margr- ét Tulinius (fiðluleikur), Sigurður M. Garðarsson (umhverfisverkfræði), Sigurlína Davíðsdóttir (sálfræði), Guðmundur Guðnason (bygginga- verkfræði), Erla Konný Óskarsdóttir (kerfisfræði), Lárus Guðmundsson (arkitektúr), Jón Sigurðsson (við- skiptafræði) og María Ólafsdóttir (fatahönnun). Umsóknarfrestur um styrki fyrir skólaárið 1992-1993 verð- ur auglýstur síðar og munu um- sóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Menntastofnunarinnar að Laugavegi 59, en þar er opið kl. 13.00-17.00 virka daga. Fundur þingflokks Framsóknarflokksins og landsstjórnarinnar haldinn á Húsa- vík í lok vikunnar: VILJA EFLA TENGSL VIÐ HEIMAMENN Þingflokkur Framsóknarflokks- ins mun halda fund á Húsavík fímmtudaginn 22. og fóstudaginn 23. ágúst. Landsstjóm Framsókn- ' arflokksins verður einnig á fundin- um en í henni eiga sæti fram- kvæmdastjóra flokksins, formenn allra kjördæmissambanda og átta einstaklingar sem kosnir voru á flokksþingi. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar alþingismanns hefur á undanförn- um árum skapast sú venja hjá þing- flokknum að halda að minnsta kosti einn fund á sumri einhvers staðar úti á landi. Fundurinn er haldinn meðal annars til þess að kynnast aðstæðum á þeim stað þar sem fundurinn er haldinn, hitta flokksmenn, skoða athafnalíf og at- vinnumál svo og alla þá þætti sem stjómmálamenn verða að vera vel heima í. Guðmundur sagði að væntanlega myndu flestir koma til Húsavíkur á miðvikudagskvöld því þá væri fyrir- hugaður fundur forystumanna ým- issa málefnahópa, en þessir hópar voru skipaðar af þingflokknum nú fyrr í sumar. Á fimmtudag hefst síð- an fundurinn. Byrjað verður á því að fara t' skoðunarferð um bæinn og einnig verða atvinnufyrirtæki í bænum heimsótt. Um klukkan 15 hefst sjálfur fundurinn. Auk þing- flokksins og landsstjórnarinnar hefur nokkrum tn'tnaðarmönnum í héraði verið boðið taka þátt í fundinum. Er þ bess að skapa betri tengsl við fólkið á svæð- inu þar sem fundurinn er haldinn. Guðmundur sagði að yfirleitt hefðu fundirnir verið vel sóttir af trúnað- armönnum og reynslan af fundun- um verið mjög góð. Á föstudaginn er ekki um nein fundarhöld að ræða því þá verður haldið til Norður-Þingeyjarsýslu og austur á Kópasker. Þar verða m.a. skoðuð kjötvinnsla og ýmis at- vinnustarfsemi. Jafnframt verða fiskeldisstöðvar í Öxarfirði og í Guðmundur BJarnason alþing- ismaður. Kelduhverfi skoðaðar, rætt við heimamenn og ýmislegt annað áhugavert þar um slóðir verður skoðað. -uýj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.