Tíminn - 21.08.1991, Page 13

Tíminn - 21.08.1991, Page 13
Miðvikudagur 21. ágúst 1991 Tíminn 13 STEFNA '91 Fræðsluráðstefna SUF Fræösluráðstefna Sambands ungra framsóknarmanna „Stefna '91 ‘ veröur haldin I Fjölbrautaskólanum á Sauöárkróki 31. ágúst nk. Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: 10.00-10.10 Setningarávarp Siv Friöleifsdóttir, formaður SUF 10.10-11.00 Tækifæri ungs fólks í breyttri Evrópu Tryggvi Glslason, rektor Menntaskólans á Akureyri 11.00-11.50 Tækifærí ungs fólks á landsbyggðinnl Jón Þórðarson, deildarstjóri Hl, Akureyri Umræður 11.50-13.00 Hádeglsverður 13.00-13.50 Stefnir EB f að verða Bandarfkl Evrópu? Andrés Pétursson blaöamaöur Umræður 13.50-14.05 Ávörp Páll Pétursson, Elln Lfndal 14.10-15.00 Jöfnun atkvæðisréttar Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðingur Umræður 15.00-15.50 Stjómmálaviöhorfið Steingrlmur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins Umræður 16.00 Kaffi Fótbolti — sund — gönguferðir, möguleikar á hópvinnu Hvlld 19.00-20.30 Kvöldverður 21.00- Héraðsmót framsóknamianna 1 Skagafirði haldið I Mið- garði. Dansleikur, hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur. Ráðstefnustjóri verður Guðrún Benný Finnbogadóttir, formaður FUF við Djúp. Ráðstefnan er opin öllum ungum framsóknarmönnum alls staðar af landinu og verður ráðstefnugjaldi stillt I hóf. SUF-arar eru hvattir til þess að skrá sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, eða I slma 91- 624480, en þar eru veittar allar frekari upplýsingar. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1991 Dregið varí Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júlí 1991. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 39967 2. vinningur nr. 23913 3. vinningur nr. 38808 4. vinningur nr. 115 5. vinningur nr. 38648 6. vinningur nr. 14889 7. vinningur nr. 22161 8. vinningur nr. 28488 9. vinningur nr. 20036 10. vinningur nr. 36044 11. vinningurnr. 15202 12. vinningur nr. 1ie86 13. vinningur nr. 14713 14. vinningur nr. 15661 15. vinningur nr. 36440 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá út- drætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-624480. Framsóknarflokkurinn. Stefna ’91 — Sauðárkróki Fræðsluráðstefna SUF verður haldin helgina 30. ágúst-1. sept- ember n.k. Ráðstefnan er opin öllum ungum framsóknannönnum alls staðar af landinu og verður ráðstefnugjaldi stillt í hóf. Gist verður í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og fyrirlestrar munu fara fram í sal skólans. Eftir ráðstefnuna verður fjölmennt á héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði, sem haldið verður að Miðgarði og mun hinn þjóðfrægi Geirmundur Valtýsson leika fyrir dansi. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. SUF-arar eru hvatt- ir til að skrá sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafn- arstræti 20, eða i síma 624480. Framkvæmdastjórn SUF Ungt framsóknarfólk í Reykjaneskjördæmi STOFNFUNDUR Kjördæmissambands ungra framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi veröur hald- inn þriðjudaginn 27. ágúst kl. 20.30. aö Digranesvegi 12. Allt ungt framsóknarfólk er hvatt til aö fjölmenna. Dagskrá nánar auglýst sföar. Taktu strax frá tfma þvl til aö af stofnuninni geti orðiö þarft þú aö mæta. Undlrbúningsnefndln 3. miðstjórnarfundur SUF veröur haldinn dagana 31. ágúst kl. 18.00-22.00 og 2. september kl. 10.00-12.00 á Sauöárkróki. Þann 1. september fer fram Stefna 91 á vegum SUF á sama stað. Mlöstjómarmenn eru hvattir tH aö mæta og tilkynna þátttöku til Önnu I slma 91-624480. Fnmkvmmdastjóm SUF SPEGILL Kiefer var búinn að kaupa hús handa Juliu til að gefa henni í brúðkaupsgjöf: Julia komin með nýjan Eins og sennilega flestir vita hætti Julia Roberts við að giftast Kiefer Sutherland á síðustu stundu. Ekki voru nema nokkrir dagar í brúðkaupið og allt tilbúið. Það eina sem átti eftir að gera var að láta prestinn pússa þau Juliu og Kiefer saman. En þá sá Julia eftir öllu, hætti við og segir núna að ef hún hefði gifst Kiefer hefðu það verið mestu mistök lífs síns. Þetta gerðist fyrr í sumar, en Julia var ekki lengi ein á báti. Hún hefur tekið upp samband við ungan mann sem heitir Jason Patric. Heyrst hefur að hann sé gamall kærasti Juliu, en Spegill þorir ekki að fullyrða það og selur ekki dýrar en hann keypti það. Hann á þó að vera leikari, en í hvaða myndum hann á að hafa leikið fylgir ekki sögunni. Jæja, það sást til þeirra Juliu og Jason á írlandi og er jafnvel talið að Kiefer ætli að stefna Juliu fyrir heitrof. Hann er að minnsta kosti ekki sá hressasti í bænum þessa dagana, eins og skiljanlegt er. Hann var meira að segja búinn að kaupa gjöf fyrir væntanlega eiginkonu sína sem hann ætlaði að gefa henni á brúðkaupsdaginn. Kiefer eyddi meira en 10.000 dollurum í að endurgera lítið hvítt skólahús, sem hann hafði látið flytja á búgarðinn sem þau Julia ætluðu að búa á. Og ekki nóg með það, heldur var þetta litla skólahús troðfullt af gjöfum, en það indælasta af öllu var horn- steinn hússins, sem á stóð: Til elskulegrar eiginkonu minnar, Juliu, ástarkveðja Kiefer, 6.14.1991. Skólahúsið átti að notast sem listastúdíó fyrir Juliu. Kiefer hefur nú látið nema burt þennan homstein, sem lýsti svo vel ást hans til Juliu. Vinir Kiefers hafa sagt að þeir séu hræddir um að hann grípi til örþrifaráða, því hann sé niður- brotinn maður eftir að Julia af- lýsti brúðkaupinu. Þeir segja að hann líti ekki sem best út, og það besta sem þeir geti gert sé að fylgjast náið með honum og reyna að vera honum styrkur á þessum erfiðu tímum. „Við vor- um hrædd um að hann myndi gera eitthvað hræðilegt. Hann var alveg miður sín eftir að Julia aflýsti brúðkaupinu. Allt hans líf hefur snúist í kringum hana. Það kom okkur öllum mjög á óvart að hún skyldi hætta við allt saman," segja vinir Kiefers. Þeir segja einnig að allir telji að frægðarsól Juliu skíni skærar en Kiefers, en það sé ekki rétt. „Hann er þegar frægur leikari og vegur hans fer sívaxandi. Það eina sem er aö, er að hann elskar Juliu ennþá." Julia var ekki lengi að ná sér í nýjan. Hér spókar hún sig um á írlandi með Jason Patric, sem er víst líka leikari þó að lítið hafi farið fyrir honum á því sviði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.