Tíminn - 28.08.1991, Qupperneq 2

Tíminn - 28.08.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn Miðvikudagur 28. ágúst 1991 Starfsmannafélag ríkisstofnana mótmælir fyrirhugaðri fækkun ríkisstarfsmanna Enn ein aðför að velferðarkerfinu Á trúnaðarmannaráðsfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana sem haldinn var í gær voru samþykkt mótmæli við áform ríkisstjórnar- innar um að fækka opinberum starfsmönnum. í ályktun fundaríns segir m.a.: „Trúnaðarmannaráð minnir á að nú þegar er veruleg starfsmannaekla á ýmsum stofnunum, og telur að fækkun starfs- manna muni einungis leiða til verri þjónustu. Slík ráðstöfun yrði enn ein aðförín að velferðarkerfinu." Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR, sagði aðspurð í samtali við Tímann í gær að félagið hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá fjár- málaráðherra um umfang íyrirhug- aðrar fækkunar ríkisstarfsmanna. Einu upplýsingarnar sem félagið hefði væru úr fjölmiðlum eins og t.d. úr Morgunblaðinu um helgina þar sem fjármálaráðherra segir að fyrirliðum opinberra starfsmanna verði gerð grein fyrir niðurskurðin- um þegar ákvörðun liggi fyrir. „Það þykja okkur ekki lýðræðisleg vinnu- brögð hjá þessum yfirlýstu lýðræð- issinnum í ríkisstjórninni," sagði Sigríður. Hún sagði SFR þó ekki síður hafa áhyggjur af þeirri skerðingu á þjón- ustu sem fækkun ríkisstarfsmanna hefði í för með sér en starfsaðferð- um ríkisstjórnarinnar í málinu. „Okkur hefði nú fundist að það hefði þurft að fjölga fólki á mörgum stöð- um frekar en að fækka því, enda há- ir mannekla mörgum ríkisstofnun- um. Þannig er okkur sagt að ekki sé hægt að halda gangangi sjúkrahús- um vegna þess að ekki fáist þangað starfsfólk. Satt best að segja fæ ég ekki séð hvaða þjónusta er óþörf og ég vil fullyrða að enginn félagi í SFR megi missa sín, enda hef ég ekki heyrt að það sé verkefnaskortur hjá þessu fólki," sagði Sigríður Kristins- dóttir, formaður SFR. fleygir Um þessar mundir ero 17 amarungar að verða fleyglr úr 15 hrelðram. Auk þess er vitað um 21 par sem hafa tekið sér ððal, en varp misfórst hjá þeim. I fréttatilkynningu frá Fugla- vemdarfélagi íslands segir að þegar stofnlnn sé lítill, elns og nú er, þá pari emir sig jafnvel með ókynþroska maka og þá geta liðið nokkur ár þar til varp hjá þeim heppnlst. Jafnframt eigi það fóik sem stuðii að frið- un amarins þakkiæti skilið. rrVn Aðalfundur Byggðahreyfingarinnar w Útvarðar: Ahyggjur vegna byggðaröskunar Aðalfundur Byggðahreyfingarinnar Útvarðar var haldinn að Hvoli á Hvolsvelli laugardaginn 24. ágúst síðastliðinn. í einni af ályktun fund- arins er minnt á tillögur og álit tveggja nefnda, er menn frá öllum þingflokkum skipuðu. í febrúar komu frá þessum nefndum bæk- lingarnir „Tillögur og greinargerð byggðanefndar“ og „Nýjar leiðir í byggðamálum, tillögur og greinar- gerð“. í ályktuninni lýsir aðalfund- urinn stuðningi við meginniður- stöður nefndarálitanna en leggur á það áherslu að kosið verði beinni kosningu til byggðaþinga og að byggðarstjórn fái sérstakan tekju- stofn með lögum. Ennfremur segir að einnig þurfi að ákveða með skýr- um hætti hvaða verkefni verði flutt til þeirra frá ríkisvaldinu. Þá taldi fundurinn það brýnt að starfi þess- ara nefnda verði haldið áfram og að í kjölfar þess fylgi tilsvarandi laga- setning og stjórnvaldsaðgerðir. Aðalfundurinn lýsti jafnframt yfir áhyggjum sínum vegna stöðugrar og vaxandi byggðaröskunar í land- inu. í ályktun fundarins um þetta mál segir að aðgerðir stjórnvalda til þessa hafi ekki dugað til að stemma stigu við þeirri óheillaþróun. Bent er á, að á undanförnum árum hafi ít- rekað komið fram tillögur frá nefnd- um allra stjórnmálaflokka um aðrar leiðir í byggðamálum. Þessar tillög- ur feli í sér réttarbót til handa al- menningi, til ráðstöfunar eigin mála með stofnun millistjórnstigs á grundvelli landshlutanna og með valddreifingu frá ríkinu. Jafnframt telur aðalfundurinn nú mjög brýnt að Alþingi setji lög þar sem þessar nýju leiðir verði farnar. -UÝJ Hátíðarhöld á Selfossi dagana 1. til 8. september. Ölfusárbrú á: 100 ÁRA AFMÆU Kennarasamband Islands mótmælir ákvörðunum stjórnvalda: Sýna afstöðu til kennaramenntunar Kennarasamband íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun mennta- málaráðherra að lenging kennara- náms við Kennaraháskóla íslands komi ekki til framkvæmda í haust. í tilkynningu frá Kennarasamband- inu segir að frá upphafi hafi Kenn- arasambandið í skólastefnu sinni lagt á það mikla áherslu að efla beri kenn- aranámið og bent á nauðsyn þess að iengja námið í 4 ár. Með frestun á lengingu námsins, svo skömmu fyrir upphaf skólaárs og eftir að nemend- ur hafa verið innritaðir, er vegið að starfsemi Kennaraháskólans, svo mjög að afleiðingarnar verða ekki séðar fyrir. Jafnframt segir að með þessari ákvörðun sé einnig að engu höfð undirbúningsvinna við skipulag náms og samningu námsskrár fyrir hið nýja kennaranám, sem staðið hefur yfir undanfarin 2 ár. í samþykkt fulltrúaþings Kennara- sambands íslands, sem haldið var 1. til 4. júní si., segir meðal annars: „Fulltrúaþingið telur að fjárfesting í menntun íslensku þjóðarinnar muni Þann 8. september næstkomandi era liðin 100 ár frá vígslu Ölfusárbrúar. Bygging brúarinnar markaði tímamót í sögu samgangna hér á landi og með henni var erflður farartáimi gerður auðveldur yflrferðar. Jafnframt er brú- in talin marka upphaf þéttbýlismyndunar á Selfossi. skila sér margfalt í framtíðinni. Þing- ið beinir þeim tilmælum til stjórn- valda að veita auknu fé til menntun- ar kennara." Þá segir Kennarasambandið að með þessari frestun hafi stjórnvöld sýnt í verki hver afstaða þeirra sé til kenn- aramenntunar, á sama tíma og skóla- menn hérlendis og erlendis leggi mikla áherslu á að framfarir í kennslu hvíli fyrst og fremst á starf- andi kennurum og bætt menntun kennara sé því lykill að framþróun í skólastarfi. -UÝJ Sérstök nefnd var skipuð til að sjá um dagskrá í tilefni vígsluafmælis- ins. Afmælisdagskráin hefst 1. sept- ember næstkomandi. Þá verður sögusýning um Ölfusárbrú opnuð í Tryggvaskála. Skátafélagið Fossbúar mun opna sérstakt leiksvæði við Sigtún og brúðubíllinn kemur í heimsókn. Þá verður Selfossmynd Marteins Sigurgeirssonar frumsýnd í sal Barnaskólans en myndin segir frá þróun bæjarins fram til dagsins í dag. Þriðjudaginn 3. september verða orgeltónleikar í Selfosskirkju undir stjórn Glúms Gylfasonar. Fimmtudaginn 5. september verður haldið Selfossmót í hjólaralli fyrir börn og fá sigurvegararnir vegleg verðlaun. Einnig verða haldnir kór- tónleikar í Selfosskirkju þar sem Samkór, Karlakór og Kirkjukór Sel- foss koma fram auk þess sem Lúðra- sveit Selfoss mun leika. Föstudag- inn 6. september kl.14 mun póst- og lestarferð í stíl fyrri ára leggja af stað frá Reykjavík til Selfoss. Lestarferð- in kemur síðan til Selfoss 8. septem- ber. Efnt verður til sérstakrar ör- nefnagöngu utan Ölfusár og göngu- stjóri verður Guðmundur Kristins- son en hann er vel kunnur staðháttum og örnefnum. Jafnframt verður unglingadagskrá á vegum fé- lagsmiðstöðvarinnar og djasskvöld verður haldið á Hótel Selfossi. Þann 7. september verður aftur haldið í örnefnagöngu en þá verður gengið um sunnanverðan bæinn. Jafnframt fer Brúarhlaup Selfoss fram þennan dag og Höfn hf býður upp á grill- veislu í tilefni afmælis brúarinnar. Selfossmyndin verður endursýnd og að kvöldi þessa dags verður Brúar- dansleikur á Hótel Selfossi. Afmæl- isdag brúarinnar, sunnudaginn 8. september, hefst dagskráin með guðsþjónustu í Selfosskirkju. For- seti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, verður þá heiðursgestur há- tíðarhaldanna en auk hennar verða samgönguráðherra, menntamála- ráðherra og fulltrúar vinabæja Sel- foss sérstakir gestir þennan dag. Um kl. 13 verður farið í skrúðgöngu frá Hótel Selfossi og endað á planinu við brúna fyrir neðan hótelið. Þar fer fram dagskrá og hefst hún með ávarpi forseta bæjarstjórnar. Leikfé- lag Selfoss mun flytja þátt úr brúar- leikritinu eftir Jón Hjartarson og samgönguráðherra flytur ávarp. Sameinaður kór Selfoss syngur brú- arlagið en það var einnig flutt fyrir 100 árum við vígslu brúarinnar þá. Jafnframt mun forseti íslands ávarpa viðstadda. Að lokinni dagskrá gróðursetur forseti íslands og gestir vinabæja Selfoss tré í lundi við norðurbakka brúarinnar. Þá verður gestum einnig boðið að bragða á af- mælistertu í Gagnfræðaskólanum og henni verður hægt að renna nið- ur með brúardrykk sem blandaður verður í Mjólkurbúi Flóamanna. Dagskránni lýkur síðan með mikilli flugeldasýningu við Ölfusárbrú um kl.22. -UÝJ Forseti Finnlands og fylgdarlið koma í óopinbera heimsókn til ísiands: Ferðast um landið og ræðir við stjórnvöld Mauno Koivisto, forseti Finnlands, kernur í óopinbera heimsókn tii ís- lands flmmtudaginn 29. ágúst. í fylgd með forsetanum verður eiginkona hans Teiiervo Koivisto, ásamt dóttur og tengdasyni, Assi og Jari Komulain- en. Koivisto og fylgdarliö hans koma í boði Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands. Forsetinn mun ræða við Davíð Odds- son forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra með- an á íslandsdvölinni stendur. Ráðgert er að forsetinn og fylgdariið heimsæki Vestmannaeyjar, Mývatn, Höfn í Homafirði og skoði auk þess Vatnajökul. Forsetinn mun einnig fara til Þingvalla. Heimsókninni lýkur mánudaginn 2. september. -js

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.