Tíminn - 28.08.1991, Side 5

Tíminn - 28.08.1991, Side 5
Miðvikudagur 28. ágúst 1991 Tíminn 5 Kostnaður við Perluna hefur aukist um tæpar 300 milljónir síðan í apríl sl. eða um 2 milljónir á dag. Perlan snýst einn hring um sjálfa sig á klukkutíma og því má til sanns vegarfæra að: Kostnaðurinn eykst um 83 þúsund með hverjum hring Samkvæmt greinargerð frá hitaveitustjóra hefur kostnaður við framkvæmdir við Perluna, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð, farið rúmlega 100% fram úr endurskoðaðri fjárhags- áætlun sem birt var í apríl sl. Áætlað var að veija 280 milljónum í framkvæmdir á þessu ári, en áætluð raunveruleg útkoma er 576 milljónir. Kostnaður hefur því aukist um 296 milljónir, eða um tvær milljónir á dag síðan í apríl. Fram kemur í bréfí hitaveitustjóra til borgarstjóra að heildarkostnaður við byggingu Perlunnar verður samkvæmt þessari áætlun 1.600 milljónir króna, eða um 23% hærri en áður var gert ráð fyrir. Borgarstjóri lagði fram fyrirspum á borgarráðsfundi í síðustu viku um hversu mikill þessi aukni kostnaður væri og af hverju hann stafaði, og stöðvaði hann um leið framkvæmdir við Perluna. Ekki náðist í borgarstjóra í gær til þess að spyrja hann út í hvert næsta skref yrði í málinu. Alfreð Þorsteinsson, varaborgarfull- trúi Framsóknarflokksirts, sagði að það væri ótrúlega sóun á skattfé Reyk- víkinga hvemig á málum væri haldið í sambandi við byggingu útsýnishúss- ins. „Borgarfúlltrúar og borgarbúar hafa verið blekktir í þessu máli og vandamálum Hitaveitunnar sópað undir teppi. Upplýsingum um raun- verulegan kostnað við þetta mann- virki hefúr verið haldið leyndum og því haldið fram að hitaveitan þyrfti ekki að taka nein lán vegna þessara framkvæmda. Hið rétta erað Hitaveit- an hefúr tekið má segja dulið lán hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur upp á 300 milljónir. Hún skuldar Rafmagnsveit- unni 300 milljónir króna sem er árs raforkunotkun hitaveitunnar. Það er mjög athyglisvert að Hitaveita Reykja- víkur, sem hefur verið eitt traustasta fyrirtækið í landinu, er komin með slæma greiðslustöðu vegna þessa máls, og verður að láta ýmis brýn verkefni, eirts og viðhaldsverkefni og framkvæmdir í dreifikerfi, sitja á hak- anum,“ sagði Alfreð. Aðspurður sagði Alfreð að gerð fjár- hagsáætlana hefði alfarið verið á könnu Hitaveitunnar og sérstakur verkefnisstjóri, sem reyndar er fyrrum hitaveitustjóri, hefði haft með þetta verk að gera. „Það er eiginlega fúrðu- legt hvemig ýmislegt þama hefúr ekki verið tekið inn í reikninginn. Mönn- um blöskraði kostnaðurinn við þetta hús áður en þetta kom til. Hann var í apríl sagður 1300 milljónir en nú koma skyndilega í ljós 300 milljónir til viðbótar sem er hækkun upp á 23%. Þetta er alveg ótrúleg sóun á skattfé Reykvíkinga." Alfreð sagði að Hitaveita Reykjavíkur heyrði undir stjóm veitustofnana. „Stjóm veitustofnana hefur mjög tak- markað fengið að fylgjast með þessum framkvæmdum og þetta sem kemur fram núna hefúr ekki verið með vit- und eða vilja stjómar veitustofnana. Þetta virðist alfarið vera ákveðið af embættismönnum og meirihlutanum í borgarstjóm, án þess að minnihlut- inn hafi nokkuð fengið að vita um þetta," sagði Alfreð Þorsteinsson. f bréfi Gunnars Kristinssonar hita- veitustjóra til borgarstjóra segir að rekja megi verulegan hluta umfram- kostnaðar til þess að veitingarekstur í húsinu varð mun umfangsmeiri en gert hafði verið ráð fyrir í kostnaðar- áætlun. í áætlun var ekki gert ráð fyr- ir umfangsmiklum veitingarekstri á 4. hæð, kaffiteríunni á útsýnishæðinni og veitingaaðstöðu að 1. hæð. Ákvörð- un um þessa veitingaaðstöðu leiddi einnig til kostnaðarsamra breytinga á öðmm hæðum húsins, að sögn hita- veitustjóra. „Þá hefúr kostnaður við hin ýmsu kerfi hússins verið verulega vanáætl- aður. Hér er m.a. um að ræða hljóð- kerfi, brunaviðvörunarkerfi, þjófavið- vömnarkerfi, ljósastýrikerfi, vaktkerfi og stjómkerfi fyrir hita og loftræst- ingu,“ segir í bréfi hitaveitustjóra. Fram kemur í bréfinu að hann telji þetta tvennt skýra frávik frá kostnað- aráætlun ársins að mestu leyti. Við samanburð á kostnaðaráætlun frá því í apríl og raunvemlegum kostnaði kemur í ljós að mismunur í sambandi við liðinn verkfræðingar er 31,8 milljónir króna. Arkitekt hússins fékk 13,5 milljónir króna á þessu ári í staðinn fyrir 6 milljónir eins og áætl- að var. Þá hafði láðst að setja gatna- gerðargjöld í kostnaðaráætlunina í aprfl, hækkun á kosínaði vegna magnaukningar er um 15 milljónir, efniskaup fóm 32,8 milljónir fram úr áætlun, tæki og búnaður urðu 61,1 milljón dýrari en gert hafði verið ráð fyrir og svo bættust við útgjöld vegna kaupa á flygli, gerðar kvikmyndar um Perluna og prentunar á upplýsinga- bæklingum og fleira, samtaJs upp á tæpar 19 milljónir. Alls jókst kostnað- ur um 296 milljónir við framkvæmd- imar við Perluna frá því að endur- skoðuð áætlun fyrir árið 1991 var birt í apríl sl. Allir fúlltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjóm hafa tekið undir þá ákvörðun borgarstjóra að stöðva framkvæmdir við Perluna. í bókun fulltrúa Alþýðubandalagsins og Nýs vettvangs segir að bygging Perlunnar hafi reynst þungur baggi, þannig að greiðslustaða hennar sé nú verri en verið hefur í marga áratugi. Fulltrúi Kvennalistans óskaði bókað að fram- kvæmdir við þessa skrautbyggingu hefðu verið með þeim endemum að fáheyrt væri. Kostnaðurinn væri far- inn fram úr öllu hófi og nánast engar áætlanir hefðu staðist aðrar en vígslu- dagurinn. Fulltrúi Framsóknarflokksins, Alfreð Þorsteinsson, lét bóka eftirfarandi vísu: Sópað teppið imdir er oftar en merm töldu. Dermi lék og Davíð sér drýgðar syndir foldu. Aðspurður sagði Alfreð að þessi óvenjulega bókun væri dómur um þá hræsni sem viðhöfð væri í íslenskri pólitík þessa dagana. —SE Dreifibréf hafnarstjórans í Reykjavík: Bannað að losa sorp í fjörur Hafnarsfjórinn í Reykjavík hef- um komi það fyrír að einstak- ur sent ýmsum flutningafyrir- lingar losi sorp í og við fjörur tækjum á höfuðborgarsvæðinu Reykjavíkurhafnar. Með tilkomu dreifíbréf þar sem skorað er á Sorpu ætti slikt að heyra sög- alla að taka nú höndum saman unni til, en eins og fíestum er við að halda strandlengjunni i kunnugt er sorpmóttökustöð við Reykjavík hreinni. f bréfínu seg- Grandagarð. Þá hefur hópur ir m.a.: „Að gefnu tilefni er hér skólafólks unnið við Qöru- og með bent á að 511 iosun úrgangs lóðahrelnsun hjá Reykjavíkur- í fjörur við strandiengju Reykja- hðfn nú f sumar. Grænu svæðin vfkur er bönnuð. Móttökustöðv- á hafnarsvæðinu hafa verið í um- um hefur verið komið upp víða hirðu vinnuhópsins og hefur um borglna auk aðalstöðva hópnum tekist vei við að hlúa að Sorpu i Gufunesi og ber að fíytja gróðri við Reykjavíkurhðfn. í alian úrgang þangað. Orfirisey hefur verið unniö við Samkvæmt lögum um varnir útívistarsvæðið Eyjaslóð, sáð í sjóvar er hafnarstjóra og lög- biómabeð og bekkjum komið fyr- reglustjóra heimilt að beita þá ir við malbikaða gangstiga. Með- aðíla sektum, sem vísir verða að fram göngustígunum hefur nú því að iosa úrgangsefni í sjó og verið komið fyrir ijósum og er krefjast greiðsiu af öllum kostn- þetta svæði hið ákjósanlegasta aði sem hlýst af hreinsun". fyrir þá sem vilja njóta útivistar í fréttatilkynningu frá hafnar- við fjörukamb Reykjavíkurhafn- stjóra segir að í einstaka tiifell- ar. 'ÚU SKATTLAGNING FARMANNA RÆDD Stjómir Norræna vélstjórasam- bandsins og Samtaka norrænna skipstjómarmanna ræddu skattlagn- ingu farmanna á sameiginlegum fundi sem haldinn var á Akureyri 16. ágúst síðastliðinn. Á fundinum var því slegið fostu að stjómir Norður- landa hafa frá lokum sjötta áratugar- ins verið á sömu skoðun varðandi skattlagningu farmanna á norræn- um kaupstdpum. í yfirlýsingu til ríkisstjóma Norður- landa bendir fundurinn á að stór hluti kaupskipaflota heimsins sigli undir fánum sem heimili undanþágu frá tekjuskatti og sama gildi um launa- tengd gjöld til fánalandsins. Segja þeir að þetta hafi að sjálfsögðu áhrif á samkeppnisaðstöðuna. Auk þess vill fundurinn vekja athygli ríkisstjóma Norðurlanda á því, að framkvæmda- stjóm EB hefur í tillögum um að- gerðir í siglingamálum lýst sig fylgj- andi þeim aðgerðum sem geri efna- hagsleg skilyrði siglinga í EB- ríkjun- um jöfn þeim sem gilda í samkeppnislöndunum. Meðal þeirra aðgerða sem framkvæmdastjómin leggur til og getur stutt er lækkun skatta á skipaútgerðir, skattaundan- þágu áhafna, styrkur eða undanþága frá launtengdum gjöldum áhafna og aðrar stuðningsaðgerðir. Yfirmenn á norrænum kaupskipum Ieggja ein- dregið til að bæði tekjuskattskerfi og launatengd gjöld verði notuð sem tæki til þess að styrkja samkeppnis- hæfni norrænna siglinga á heims- markaði. Þeir segja að slíkar aðgerðir megi þó ekki hafa í för með sér að borgaraleg, félagsleg eða Qárhagsleg réttindi einstaklinga glatist eða versni. Jafnframt vill fundurinn benda sérstaklega á, að komið hefur verið á fót nettókerfi fyrir áhafhir skipa sem skráð eru samkvæmt al- Samkvæmt upplýsingum starfs- manns Slökkvistöðvarinnar í Reykjavík var slökkviliðið ansi mik- ið á ferðinni um hádegisbilið í gær. Eldboðunarkerfi Landspítalans fór í gang að ástæðulausu um hádegið, þá fór kerfi Hótel Esju í gang út af vatnsleka. Skömmu síðar voru þeir þjóðaskráningu í EB-ríkinu Dan- mörku. Þar að auki hefur verið komið á kerfi sem lækkað hefúr launatengd- an kostnað, án þess að það hafi í för með sér skert réttindi einstakra áhafnarmeðlima. í yfirlýsingu fundarins segir að fund- urinn vilji leggja á það áherslu að þær aðgerðir sem lagðar eru til, komi til framkvæmda hið fyrsta. Samkeppnis- staða norrænna skipa með norræn- um áhöfnum versni mjög hröðum skrefúm vegna aðgerða annarra þjóða í siglingamálum. Hætt sé við því að dráttur á aðgerðum hafi það í för með sér að norræna farmannastéttin heyri bráttsögunnitil. -lÍYJ kallaðir upp í Mosfellssveit þar sem eldur var laus í bifreið. Þá var haldið inn á Kleppsveg þar sem pottur gleymdist á eldavél. Síðan um kl. 14 fór eldboðunarkerfi Hrafnistu í gang, en þar var verið að hreinsa með vatnsúða og það setti kerfið í gang. -js Annriki hja slokkviliðinu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.