Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.08.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. ágúst 1991 Tíminn 7 Frá David Keys fornleifafræðingi, fréttaritara Tímans í London: Fornleifafræðingar rannsaka morð á breskum aröbum fyrir 1500 árum Svona leit Arbeia-virkið út þegar Rómverjar hersátu þaö. Þá var þaö notað sem birgðastöð hersins áður en arabísku liðssveitirnar voru sendar þangað. Rústir birgðastöðvarinnar hafa líka verið grafnar upp. Breskir fornleifafræðingar eru að rannsaka morð á tveim körlum — sennilega aröbum — sem voru drepnir í Norður- Englandi fyrir 1500 árum. Fórnarlömbin tvö létust seint á fímmtu öld eftir Kristsburð af völdum fjöl- margra sverðstungna, og fengu að rotna þar sem þeir voru komnir í nokkrar vikur áður en þeim var kastað á ruslahaug án frekari viðhafn- ar. Þetta hefur nýleg sjúk- dómafræðileg rannsókn á beinum fómarlambanna leitt í ljós. Vegnu mennimir tveir, sem fúndust innan veggja rómversks vígis í South Shields á norðaust- urströnd Englands, kunna að hafa verið kristnir arabar af mesópót- amiskum uppruna, en banamenn þeirra hafa mjög líklega verið eng- ilsaxneskir ræningjar frá norður- hluta Þýskalands eða suðvestur- hluta Danmerkur. Á fjórðu og trúlega fimmtu öld e. Kr. hélt herská liðsveit arabískra sjómanna til í virkinu og er álitið að verkefni þeirra hafi verið að hafa eftirlit með siglingum á ánni Týne sem rennur um svæðið og aðrar skyldur. Virkið var nefnt Ar- beia sem á arameísku þýðir „stað- ur araba“. Upphaflega var það rómverska heimsveldið sem setti þá þar nið- ur. Álitið er að sjómennimir hafi verið kristnir — þar sem sérfræð- ingar hafa nýlega skorið úr um að steinborð úr víginu sé altari krist- inna manna frá fjórðu eða fimmtu öld, það elsta sem vitað er um í Bretlandi. Hópur staðarmanna undir stjórn Nicks Hodgson fornleifafræðings hefúr grafið upp virkið, 14 her- bergja híbýli yfirliðsforingja sem byggt var í Miðjarðarhafsstíl með inngangi afmörkuðum pílámm, baðherbergi, röð hesthúsa og tveim borðstofum — annarri til sumarbrúks og hinni til íveru á vetmm. Arbeia var í notkun a.m.k. í 60 ár eftir að Bretland hafði komist undan yfirráðum rómverska heimsveldisins árið 410 e. Kr. og vom m.a.s. varnir virkisins styrkt- ar einhvern tíma um 440 e.Kr. Fornleifafræðilegar og geisla- kolarannsóknir til tímasetningar leiða í ljós að fómarlömbin tvö mættu dauða sínum seint á fimmtu öld — þegar verið var að rýma vígið, sennilega vegna árása engilsaxneskra barbara. Yngri maðurinn, u.þ.b. 18 ára að aldri, var drepinn með þrem sverðshöggum í hnakkann og tveim skurðum á hægri kjálka, að því er Richard Grove, fornaldar- meinafræðingur sem hefur rann- sakað beinin, segir. Eldri maðurinn, um 22 ára, dó af völdum þriggja djúpra sverð- stungna í höfuðið. Einnig hafa fúndist sjúkdóma- fræðileg gögn sem sýna að lagt hafði verið til annars fórnarlamb- anna með hnífi. í holunni sem líkunum var loks hent í var líka að finna dauðan hund, hluta annarra dauðra dýra og heilmikið magn af sorpi. Einhvern tíma eftir dráp mann- anna tveggja kann að vera að Eng- ilsaxar hafi náð virkinu á sitt vald — vegna þess að skv. miðaldaarf- sögn fæddist stjórnandi enska konungdæmisins Deira — Oswin kóngur — í Arbeia um 600 e. Kr. Kauphöllin í London Viðskiptalegar og tæknilegar breytingar knúðu fram upp- stokkunina á kauphöllinni í London 1986 (hvellinn mikla). Tilkoma sk. evró- markaðar vó hvað þyngst, því að kauphöllin varð að mestu leyti utan hans. Og þótt London yrði miðstöð hans varð markaðshlutdeild borgarinnar að stórum hluta hjá útlendum bönkum. í London létu 163 bankar til sína taka á evrómarkaði 1970, en 403 ár- ið 1984 og nám þá upphæð útgef- inna evróverðbréfa þeirra 460 millj- örðum dollara. Þá færðist sala verð- bréfa frá London sakir skorðaðra og tiltölulega hárra umboðslauna. Undan því kvartaði Office of Fair Trading (Embætti sanngjamra við- skiptahátta). Hótaði ríkisstjórnin málssókn og féll kauphöllin í júní 1983 frá skorðun umboðslauna. Fyrir hina 4.495 meðlimi kauphall- arinnar voru 4. júní 1985 lagðar tvær tillögur: Bönkum og öðrum peningastofnunum yrði heimilað að eiga að fullu aðildarfyrirtæki að kauphöllinni í stað 29,9% og eignar- halda á kauphöllinni gengi frá ein- stökum meðlimum til meðlimafyr- irtækis. Fyrri tillagan var samþykkt en hin síðari hlaut ekki tilskilin 75% atkvæða. En að nýjum landslögum um fjársýslu var kauphöllinni látið eftir að setja sér reglur og gat stjórnarnefnd (council) hennar þá veitt stofnunum aðild frá mars 1986. í London höfððu þá fjársýslufyrir- tæki utan kauphallarinnar tekið upp viðskipti með alþjóðleg verðbréf (um 400 stórfyrirtaekja við um 80 stórar stofnanir) og nutu til þess tölvubúnaðar og fjarskipta. Höfðu þau með sér samtök, Intemational Securities Regulatory Organization (ISRO). Tóku þau 12. nóvember 1986 boði kauphallarinnar um sam- einingu. Tók kauphöllin þá upp heitið International Stock Exchange of The United Kingdom and Nort- hern Ireland. Upp úr þessari breytingu keyptu út- lendir bankar og fjársýslufyrirtæki margar verðbréfamiðlanir. Barclays Bank keypti hina stóm verðbréfa- miðiun De Zoete and Bevan og verð- bréfasöluna Wedd, Durlacher & Mordaunt (sem flest ríkisskuldabréf seldi); ásamt þremur fyrirtækjum, verðbréfamiðlun og verðbréfásöl- um, setti S.G. Warburg & Co upp Mercuryhópinn; svo að einungis tvær samfellingar séu nefndar. f þessum umskiptum hurfu skil á milli miðlara (brokers) og verð- bréfasala (jobbers), sem tölvuvæð- ing viðskiptanna á vegum verslunar- banka, Ariel, hafði þá skarðað. Kauphöllin var tölvuvædd að bandarískri fyrirmynd, National As- sociation of Securities Dealers Auto- matic Quotation System (NASDAQ), sem sex þúsund verðbréfafyrirtæki höfðu komið upp. Uppsetta tölvan var nefnd Exchange Automated Qu- Einkavæðing breskra jámbrauta hefur verið á dagskrá undanfarin ár. Síðustu ár, 1971-1990, hafa þær verið reknar með allmiklu tapi þótt sjö þeirra hafí hallalausar verið. Af þeim sökum þykir útboð þeirra ekki álitlegt. Að auki þarfnast jámbraut- irnar mikillar fjárfestingar á næstu árum: London (Euston) — Glasgow brautin 750 milljón sterlingspunda endurnýjunar, brautakerfið í Eng- landi suðaustanverðu 700 milljóna sterlingspunda og brautarlagnir og vagnar vegna Ermarsundsganganna 1,1 milljarðs sterlingspunda út- lagna. HRAÐLESTAFERÐIR MILLI BRÚSSEL OG KÖLNAR Ríkisstjórnir Þýskalands og Belgíu hafa samið um upptöku hraðlesta- ferða á járnbraut á milli Brússel og Kölnar. Hámarkshraði lesta verður otation System (SEAQ) og tekin í notkun 27. október 1986. í kaup- höllinni þurftu kaup og sala ekki lengur að fara fram á gólfi hennar; þau urðu fyrirtækja á milli að raf- eindaboðum og jafnharðan skráð á öllum skjám tengdum SEAQ. í öndverðu tók SEAQ til liðlega 3.500 verðbréfa. Vegna tilfærslu 300 km á klst. en aðeins á 54 km kafla. Vænst er að EBE styrki undir- búningsframkvæmdir með 46 millj- ón dollara framlagi. FORD OG VOLKSWAGEN REISA BÍLASMIÐJU í PORTUGAL Ford og Volkswagen hafa samið um að segja upp bílasmiðju í Portú- gal, í Setubal rétt sunnan Lissabon. Smiðjunni er ætlað að framleiða margs konar ökutæki (multi-pur- pose vehicle project) og bílahluta. Upp komin mun smiðjan kosta um 2,8 milljarða dollara. Nær öll fram- leiðsla hennar verður flutt út, vænt- anlega fyrir um 12 milljarða þýskra marka 1994-2001. Til framkvæmd- anna leggur Portúgal fram 350 milljónir sterlingspunda sem búist er við að EBE leggi því til að sjö tí- undu hlutum. Fastir starfsmenn við bílasmiðjuna verða 4.7000 en verðbréfa á milli kaupenda og selj- enda og greiðslna þeirra í milli var upp settur annar tölvubúnaður, TYansfer Accounting Lodgement for Investors,; Stock Management for jobbers (TALISMAN) í tengslum umskráningar- og millistigs eignar- haldsfélags kauphallarinnar, Sepon Ltd. óbeinlínis mun hún einnig leggja 10.000 mönnum til atvinnu. TATARAR TAKA TIL VIÐ TÖLVUSMÍÐI International Computers (ICL), tölvugerð á Bretlandi sem Fujitsu á í 80% eignarhluta, er að setja upp tölvugerð í Kazan, höfúðborg sjálfs- stjómarlýðveldi tatara, í félagi við Kazan Manufacturing Enterprise of Computer Systems (KMECS) sem er í eigu sovéska samríkisins. í tölvusmiðjunni verður eignarhluti ICL 60% en sovéska samríkisins 40%. í upphafi leggur ICL þó aðeins fram eina milljón sterlingspunda. Fyrst tölvugerða á Vesturlöndum fékk ICL athafnaleyfi í Ráðstjórnar- ríkjunum. í samstarfi við þau setti það upp siglingatækjagerð þarlend- is árið 1968. Tormerki á einkavæö- ingu breskra járnbrauta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.