Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 7. september 1991 UTLOND Ríkisráð Sovétríkjanna hefur viöurkennt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna: Eystrasaltsríkin hljóta sjálfstæðisviöurkenningu frá hinu nýja ríkisráði Nýtt rfldsráð Sovétríkjanna hefur viðurkennt sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens. Viður- kenning á sjálfstæði þeirra var fyrsta verk rfldsráðsins, þar sem Gorbatsjov og leiðtogar lýðveldanna eiga sæti. Eystrasaltsríkin voru innlimuð í sovéska ríkjasambandið árið 1940. Þau hafa þrýst á að fá sjálfstæði undanfarin tvö ár. Eystrasaltsríkin urðu fyrst lýðvelda innan Sovét- ríkjanna til að segja sig úr ríkja- sambandinu og lýsa yfir sjálfstæði. Eystrasaltríkin eru mjög háð Sov- étríkjunum fjárhagslega og líklegt er að þau muni halda áfram við- skiptasambandi við Sovétríkin. Eystrasaltsríkin hafa þegar lýst yf- ir að þau óski eftir viðskiptasam- böndum við vestræn ríki hið fyrsta. Dainis Ivans, varaforseti Lett- lands, fagnaði ákvörðun ríkisráðs- ins, og óskaði eftir að sovéskar her- sveitir verði kallaðar til sinna heima innan árs. „Viðurkenning Sovétríkjanna á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sýn- ir berlega að Sovétríkin hafa breyst og að Sovétríkin eru ekki til lengur í þeirri mynd sem þau áður voru,“ sagði Ivans. Hann bætti við að þó væri leitt að Sovétríkin væru einna síðust ríkja til að samþykkja sjálf- stæði landanna. Jolanta Jasovskiene, ráðgjafi Landsbergis, forseta Litháen, sagði að beðið væri eftir frekari fréttum frá Moskvu. Þegar hann var spurð- ur hvort þetta þýddi að barátta Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálf- stæðisviðurkenningu væri nú á enda, svaraði hann: ,Já, það held ég.“ Reuter-SIS Tveir sovéskir blaðamenn týndir í Króatíu: Ekkert tíl þeirra spurst í sex daga Fréttayfirlit MOSKVA • Ákveðlð hefur ver- ið að breyta rtafni Leníngrad á ný f St. Pétursborg. Borgin er önnur stærsta borg Sovétrfkj- anna. Nafnl borgarinnar var breytt f Petrograd árið 1914, og sfðan í Leníngrad áriö 1924, f virðingarskyni við Lenfn. BELQRAD - Ráðamenn f Júgóslavfu hafa ákveðiö að friö- arráðstefna Evrópubandalags- ins um málefnl rfkjasambands- ins verði haldin um helgina. TH- kynnt hefur verið að 6 manns hafi látiö Iffið f austurhluta Króa- tfu (fynrinött. JÓHANNESARBORG - Deii- ur um peninga eru hafnar á miili Israela og Bandarfkjamanna. David Levy, utanrfkisráðherra Israels, hefur sagt að Israefar vilji frekar iifa á vatni og brauði heldur en þlggja öimusur fró Bandaríkjunum. LUNDÚNIR • Varnamnáiaráö- hetra Bretfands tilkynntl f gær að kafbáts frá Hollandi væri saknað. Um borð eru 67 manns. Sfðast heyrðist til þeirra í gærmorgun, þegar kafbóturinn hafði samband við skip frá Kan- ada. Klæddu hús í risasmokk Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann klæddu þak á húsi einu í Arlington í Virginíu, Bandaríkjun- um, með risastórum smokki. Sá, sem í húsinu býr, heitir Jesse Helms og er öldungadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins. Samtökin gripu til þessa örþrifaráðs, því Repú- blíkanaflokkurinn í fýlkinu fýrirhug- ar að hætta greiðslum vegna sjúk- dómsins. Á smokknum stóð: Smokkur, notist til varnar hættulegum stjórnmál- um. Helms er lífshættulegri en veira." Enginn var heima þegar aðgerðirn- ar áttu sér stað. Lögreglan tók smokkinn niður fimmtán mínútum eftir að hann var settur upp. Enginn var handtekinn vegna þessa máls. Reuter-SIS Tveggja sovéskra blaðamanna hef- ur verið saknað í sex daga í Króatíu. Ivan Volinkin, sendiráðsritari í Júgóslavíu, segir að Viktor Nogin, fréttamaður sovéska sjónvarpsins, og Gennady Kurrenoj myndatöku- maður hafi farið til Króatíu sl. sunnudag til fréttaöflunar, en síðan hafi ekkert til þeirra spurst. Hann segir að búið sé að tilkynna Kínversk stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn vændi, en það nýtur stöðugt meiri vinsælda þar í landi. Fréttastofan Nýja Kína hefur til- kynnt að 29.000 manns hafi verið tekin höndum vegna tengsla við vændi, hvort heldur sem vændis- konur eða viðskiptavinir þeirra. Ekki var tilgreint hversu margar af þessum 29.000 eru vændiskonur. Fréttastofan hefúr eftir upplýsing- um frá ráðuneyti öryggismála ríkis- hvarf þeirra til yfirvalda í Króatíu og Serþíu og til sambandslögreglunn- ar, en enn hafa engin merki komið fram sem segja til um afdrif mann- anna. Að minnsta kosti 5 blaðamenn eru á meðal þeirra 400 sem látist hafa í átökunum á milli Króatíu og Serb- íu, frá því hið fyrrnefnda lýsti yfir sjálfstæði sínu í júní sl. Reuter-SIS ins að þennan áratug hafi 580.000 manns verið teknir höndum vegna tengsla við vændisstarfsemi. Þar kemur einnig fram að vændis- starfsemi á hótelum og skemmti- stöðum hafi aukist gífurlega. Ný lög tóku gildi í síðustu viku, þar sem lágmarksrefsing fýrir að neyða konu til vændisstarfsemi eru 10 ár í fang- elsi. Hámarksrefsing er dauðadóm- Rauter-SIS Taelenskt flugfélag vill frekar fegurð Engar flugfreyjur nema fallegar séu „Flugfreyjur eiga heldur að borist vegna útlits flugfreyja vera fallegar en vel gefnar.“ sem starfa þar núna. Þetta segir forstjóri flugfélaga- Rojananil segir það vera vegna ins Thai Airways Intemational. þess að of margar menntaðar „Vel gefnar konur eru yflrleitt konur heföu veríð ráðnar, en ekki fallegar,“ segir Kaset Roj- hér eftir yrðu aðeins fallegar ananil forstjóri. konur ráðnar tll flugfreyju- Hann hefur fyrirskipað að starfa, burtséð frá andlegu at- flugfélagið ráði fallegri flug- gervi. freyjur hér eftir. Kvartanir hafa Reuter-SIS Kínverjar taka hart á vændisstarfsemi: Hórur í steininn Eystrasaltsríkin eru loksins laus undan jámhæl Sovétríkjanna eftir langa og stranga baráttu. Karlmenn í Japan vilja giftast ungir: Konurnar vilja fyrst frama og svo hjónaband Á meðan japanskir karlmenn bíða 28,4 og verður sífellt minni. óþreyjufullir eftir að komast í Japanir segja að konur séu eins og hnapphelduna, vilja japanskar kon- jólakökur, eftir 25 sé ekkert varið í ur frekar seinka giftingu. Þetta eru þær. En þrátt fýrir það eru æ fleiri niðurstöður könnunar, sem gerð var konur sem vilja öðlast einhvern á vegum ríkisstjórnarinnar þar í frama áður en þær ganga í hjóna- landi. band. Meðalgiftingaraldur kvennanna Einnigerauðveldarafyrirkonurað eru 25,3 ár, og hefur hækkað undan- fresta giftingarhugleiðingum, því farin ár. Meðalaldur karla, sem það erú mun fleiri karlar en konur ganga í hjónaband, er hins vegar enn á lausu í Japan. Reuter-SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.