Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 7. september 1991 Jóhannes Straumland: Morgunblaðsgrúturinn Um ár og aldir hafa menntaðir hugsjónamenn og kontóristar borgara- stéttarinnar á Vesturlöndum unnið að því baki brotnu að efla hugar- farsmengun, og mun trúin á lýgina þessu Iiði í blóð borin — öfugt við Ara Þorgilsson — og mun þeirra mikla og ötula starf vera unnið í þeirrí góðu trú, að það efli vald og vegsemd kapítalismans, hvað sem haeft er í því. Á því landi íslandi hefur Morgun- blaðið verið burðarásinn í þessari starfsemi lengur en elstu menn muna. í dag, 27. ágúst 1991, eru í þessu nafnkunna blaði allra landsmanna tvær greinar sem bera af. Eðlisbetri dæmi um Morgunblaðsgrútinn hafa ekki nýlega sést. önnur greinin er eftir Bjöm Bjamason, hin eftir Amór Hannibalsson. Hin athyglisverða grein Björns Bjamasonar er á bls. 12 og ber yfir- skriftina: ,£ftir hrun kommúnism- ans.“ Strax við yfirskriftina vaknar hjá mér ný og gömul forundran yfir notkun fréttamanna og pólitískra kjaftaskúma á orðinu kommúnismi. Sú málnotkun, sem þeir temja sér svotil undantekningarlaust, og bygg- ist á hrikalegri hugtakafölsun, er að vísu engin ný bóla, en hefur tútnað mjög sem blásin blaðra síðustu miss- eri. Enn dularfyllra fyrirbrigði, — lík- lega eðlisskylt en þó aukaatriði, — em þau miklu skringilegheit að fréttamenn íslenskra ríkisfjölmiðla einsog Sjónvarpsins, sem á að vera ábyggilegt, — og þykist vera það, — hafa nú í a.m.k. 3-4 ár aldrei getað nefnt stjórnarflokka ákveðinna A- Evrópulanda réttum nöfnum,þessa flokka sem voru að missa völdin síð- ustu misserin, — vonum seinna. Þessi lönd eru A-Þýskaland, Pólland, Ungverjaland og Rúmenía. Sjónvarp- ið kallaði (fyrrverandi) stjómarflokka þessara landa ævinlega Kommún- istaflokka, með stórum staf. En í þessum löndum hafa ekki verið til flokkar með því nafni í 40-50 ár. Fyr- ir stríð voru til í þessum löndum flokkar er svo hétu. í Ungverjalandi, Póllandi og Rúmeníu urðu þeir að starfa að mestu eða öllu leyti leyni- lega vegna þeirrar sérstöku tegundar af mið-evrópskum íhaldsfasisma sem þar ríkti, en Kommúnistaflokkur (með því nafrii) starfaði opinberlega í Þýskalandi fram að valdatöku Hitlers. Hinar undarlegu nafnafalsanir Sjón- varps og annarra fjölmiðla em lítt skiljanlegar, ekki einu sinni fyndnar, — en reyndar algjört aukaatriði. En hins vegar er hin vel skipulagða hugtakafölsun á orðinu kommún- ismi líklega hugsuð þannig, að allar athafnir kommúnista, — pólitískar og ópólitískar, — séu sjálfkrafa kommúnismi, vegna þess líklega að kommúnistar hafa lýst yfir fylgi við hugmyndina um kommúnískt þjóð- félag sem framtíðarmarkmið. Þetta hugtak er komið úr bollaleggingum Karls Marx um mögulega þróun þjóðfélagsins. (Annars var Marxi gamla meinilla við að spá um fram- tíðina í einstökum atriðum. Hann hafði sömu afstöðu og maðurinn sem sagði: „Það er erfitt að spá, einkan- lega um framtíðina.'j Kommúnískt þjóðfélag er ríkis- valdslaust þjóðfélag, — vegna þess að ríkisvald hefur gufað upp sjálf- krafa, — af verkefnaskorti, ef svo mætti segja. En framleiðslunni („at- vinnuvegunum'j stýra „frjáls samtök framleiðenda", eins og Marx orðar það, en sameiginlega félagslega þjón- ustu („velferðina'j annast sveitarfé- lögin ein eða í samvinnu við verka- lýðsfélög eða önnur frjáls almanna- samtök. Ríkisrekstur atvinnuvega og kommúnismi geta því aldrei farið saman (þótt ekki sé nema af því, að ríkisvald sem ekki er til, getur ekkert rekið, hvorki atvinnuvegi né annað). Þetta þjóðfélag, kommúnismirm, taldi Marx að gæti þróast upp úr sósíalismanum, við hagstæðar að- stæður, og tekið við þegar sósíalism- inn hefði runnið sitt skeið — lokið sínu hlutverki. Það mega Sovétmenn eiga, að lengst af kölluðu þeir hlutina sínum réttu nöfnum, kölluðu sósíalisma sósíal- isma og kommúnisma kommún- isma. (Hitt er allt annar handleggur hvers konar „sósíalismi" sósíalismi Stalíns var. Stalín hafði í raun sama skilning á sósíalisma eins og hægri- kratar, en það eru nú lítil meðmæli. Sá skilningur gengur út á það, að sósíalismi sé ríkisrekstur og aftur ríkisrekstur. Lengra náði það nú ekki. Því samvinnuhreyfingin, sem Stalín þóttist hafa mikla trú á, var líka undir stjóm ríkisins, óbeint.) Þótt ráðamenn í Sovétríkjunum og áróðursmenn þeirra væru miklir skrumarar, voru þeir aldrei svo grobbnir eða hringlandi vitlausir að segja að kommúnismi ríkti í Sovét- ríkjunum í hinum marxíska skiln- ingi. í hátíðarræðum var sagt: „Við stefnum í átt til kommúnismans. Lifi kommúnisminnl Lifi Stalín!" Og skálað í vodka. Marxistar víða um heim, — þ.e. þeir sem eitthvað vissu í sinn haus um marxisma, — sáu því miður ekki stór merki um að Sovétríkin „stefndu í átt til kommúnisma", þrátt fyrir hátíðar- ræður og vodka, og fannst sósíalismi þar mjög í skötulíki. Enda ytri að- stæður ekki beint hagstæðar þar fyr- ir sósíalistíska þróun. Nægir að nefna tvær tortímingarstyrjaldir sem riðu yfir Sovétríkin á tveimur fyrstu ára- tugum þeirra, sú fyrri 1918-1922 (undir dulnefninu „borgarastyrjöld", en 16 ríki sendu þá heri „til að berja niður bolsana'j og síðan aftur 1941- 1945. Sumir sögðu: Nokkrir áratugir eru ekki marktækir. Til samanburðar hafa nú tilraunir með kapítalisma staðið í hartnær 500 ár og helftina af þeim tíma hafa kapítalistar ráðið gjörvöllum jarðarhnettinum í meg- inatriðum. Meiri hluti mannkynsins er að borga þann brúsa, einkum fólk- ið í 3. heiminum. En á tímum glasnost voru nokkrir sniðugir menn í austurvegi fljótir að finna hvar feitt var á stykkinu, og í viðskiptum við Vesturlandamenn væri um að gera að taka upp „vest- rænt“ orðbragð, og fóru að tala um „kommúnismann í Sovétríkjunum" þegar vestrænir fréttamenn komu með myndavélar sínar og míkrófóna. Og hafa orðið þar af nokkrar spaugi- legar sögur, — ekki síst fyrir það, að sumt af þessu fólki hæðist að því sín á milli að vestrænir fréttamenn séu fífl. Sem er nú ekki alveg sanngjarnt. Nú má segja að það sé ekki ný bóla í dægurmálablaðri, að allt sem komm- únistar gera — eða láta ógert — sé kommúnismi. En mikill ofvöxtur hefur hlaupið í þetta bull á síðustu misserum. Þar eiga kommúnistar sjálfir og marxistar yfirleitt nokkra sök, í hinu dægurpólitíska þrasi. Frægt er þegar Lenín sagði (af nokk- urri óþolinmæði): Kommúnismi? Það er allsherjar rafvæðing landsins plús vald ráðanna (sovétanna). Jafn- vel Marx brá fyrir sig orðaleik eða myndlíkingu, sem auðvelt væri að snúa útúr í þessa veru, þegar hann í Kommúnistaávarpinu talar í hæðnis- tón um ótta afturhaldsins við „vofu kommúnismans" sem gangi ljósum logum um Evrópu, — og átti þar greinilega við baráttu verkalýðsstétt- arinnar gegn yfirráðum og arðráni kapítalista; það sést af samhenginu. Það einkennir dálítið alla dægurpól- itík, að merking orða er mjög á floti, og menn tala út og suður í hita leiks- ins. Borgarastéttin, sem er klók og hefur lengi sérhæft sig í lygaáróðri, sá í því mikla möguleika að hamra á þessu: allt, sem kommúnistar gera, er þar með sjálfkrafa kommúnismi. Forðuðust sem heitan eld, af ásettu ráði, að nefna raunverulega merk- ingu orðsins. (Hliðstæð fölsun — en reyndar dálítið hlægileg, — er þegar þeir tala um marxismann sem ein- hverja ákveðna þjóðfélagsgerð.) Marxistar á Vesturlöndum — þar með taldir kommamir — brugðust yfirleitt við þessu áróðursbragði af nokkru sinnuleysi; vom of uppteknir af dægurmálabaráttunni til að huga að grundvallaratriðum. Áróður borg- arastéttarinnar á þessu sviði var þó ekki bara lúmskur, heldur líka til- þrifamikill. Hávaðamesti auglýsinga- kontór hennar var um tíma þýski nasistaflokkurinn. En af hverju lagði borgarastéttin of- urkapp á að falsa merkingu orðsins kommúnismi? Það er vegna þess, að þessi hug- mynd Marx um mögulega þróun þjóðfélags yfir í þjóðfélag sem hann kallar kommúnisma: Þjóðfélag án ríkisvalds þar sem „frjáls samtök framleiðenda" stýrðu atvinnuvegum, sveitarfélög og frjáls almannasamtök sinntu velferðinni o.s.frv. (ég nefni hér aðeins það athyglisverðasta) er án efa það skynsamlegasta sem skrifað hefur verið fram á þennan dag um möguleika þjóðfélagsþróun- ar. Hugmynd um þjóðfélag án alræð- is peningavaldsins og án kúgunar- tækis eins og ríkisvalds, er það versta sem borgarastéttin getur hugsað sér. Ekkert hatar hún meira, — nema ef vera skyldi samvinnuhreyfinguna! Þetta er hin raunverulega orsök hinnar algjöru hugtakafölsunar borgarastéttarinnar á orðinu komm- únismi. Þeirri fölsun var upphaflega hrint af stað vísvitandi af mönnum sem sannarlega vissu hvað þeir voru að gera, en núorðið rúllar þetta nokkum veginn af sjálfu sér, enda jarðvegur góður. Það þarf enda ekki pólitík til, hér á íslandi, að merking orða fari fyrir lítið hjá „líttu við“ og „standa sig í stykkinu" menning- armafíunni, sem er nokkurn veginn búin að tína upp hvern einasta ís- lenskan málshátt og hvert einasta ís- lenskt orðtak og búa til úr þeim rass- bögur. Nú, þótt hávaðamesta átakið í „bar- áttunni gegn kommúnismanum", hin mikla auglýsingaskrifstofa borg- aralegra hugsjóna, þýski nasista- flokkurinn, misfærist fyrir klaufa- skap, þá gerði það nú lítið til borgara- stéttinni á heimsmælikvarða. Því þar var nóg af hæfileikaríkum starfs- kröftum til að halda áfram að efla for- dóma og almenna heimsku í þjón- ustu Mammons, hins mikla og veg- lega guðs þessarar stéttar. Nú er þetta þras mitt, framanskráð, í tilefrii af grein Björns Bjamasonar, að því leytinu til út í hött að Bjöm Bjamason fann ekki upp þetta falska kommúnismablaður auðvaldsins og persónuleg ábyrgð hans á því er svo lítil að hún sést ekki einu sinni í smá- sjá. Hann bara hóar í lætin. „Gerir hann sem aðrir gera," stendur þar. Enda er það annað sem er miklu merkilegra í grein hans. Þar stendur orðrétt „Eftir að nasisminn hrundi var lagt höfuðkapp á að uppræta áhrif hans og ítök, ekki aðeins í Þýskalandi heldur um heim allan. Kommúnism- anum þarf að útrýma á svipaðan hátt. Hverjum dytti í hug að nota kermslubók, sem byggðist á kenn- ingagrurmi nasista?“ (Leturbreyting mín, J.S.). Þetta er afar merkileg klausa. Sjálf- stæðisflokkurinn, sem slíkur, hefur að vísu ekki gefið út kennslubækur svo neinu nemi. En kenningagrunn- ur Sjálfstœðisflokksins og þýska nas- istaflokksins er sá sami. Meira að segja höfuðslagorðið í verkalýðsmál- um er orðrétt eins hjá báðum flokk- unum: Stétt með stétt. Sem þýðir, að kapítalistarnir eiga að ráða — sem náttúrlega kemur af sjálfú sér þegar vinnuverðmætiskenningu Marx er hafnað gjörsamlega og sögð lýgi tóm, eins og gert er í sameiginlegum kenningagrunni þýska nasistaflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. Grunnaf- staðan er, að verkalýðshreyfingin sem slík sé byggð á lýgi og því ekki aðeins óþörf heldur einnig þjóð- hættuleg. Með þetta síðasta í sameig- inlegum kenningagrunni beggja flokkanna hefur Sjálfstæðisflokkur- inn reynt að pukrast dálítið á seinni árum, og sýnt mikið fals, en þeir sem muna nokkur ár aftur í tímann þekkja vel kjarna íhaldsins og pólit- íska ofstækistrú þess. Nú veit ég að Bjöm Bjamason er góður, heiðarlegur og velviljaður maður. Og hann er ábyggilega bæði sannleikselskandi, lýðræðissinnaður og frjálslyndur í hjarta sínu, enda þótt hann láti lítið á því bera. Þess vegna hefur mér alltaf þótt skrif hans dálítið sorgleg. Miklu skemmtilegri grein — og reyndar ennþá grútarlegri — er rit- smíð Amórs Hannibalssonar á bls. 12: „Glæpasamtök sundrast.“ Um það bil fyrsti sjöttungur greinarinnar er svotil orðrétt röksemdafærsla uppúr blöðum, bæklingum og kennslubók- um Hitlers og Göbbels um „komm- únismann" og „Sovétrússland", sem em ýmsum læsum mönnum enn í fersku minni. Þvínæst snýr hann sér af þjósti að hinum sérstaka persónu- lega óvini sínum, Mikhail Sergeivitsj Gorbatsjov, og gefur honum gúmor- inn á sömu nótum. Hinn dramatíski ofstækisvaðall Amórs Hannibalsson- ar er að því leyti skemmtilegur að tengsl hans við raunveruleikann — hinn gráa en margslungna raunveru- leika sögunnar - - eru hérumbil ósýnileg. Raunvemleikaskyn hans virðist á sama plani og draumsýnir Göbbels sáluga þegar hann talaði um „Sovétrússland". Allt tilheyrir þetta gömlu dönsunum í pólitík, og rifjar upp „hugljúfar" bemskuminningar, allt aftur til kreppuáranna: Heil Hitl- er! Niður með bolsana! Þeir, sem kynntust nasistunum á 4. og 5. áratug aldarinnar, þekkja svip- inn á Arnóri Hannibalssyni og þann brennandi hugsjónaeld sem logar í augunum. 27. ágúst 1991 Höfundur er Breiðfirðingur. im Slgrún Sturtudóttir Sigrún Magnúsdóttir Sigriður Hjartar Bjarney BJarnadóttir 10ára afmælisþing L.F.K. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldiö I Reykjavik dagana 4. og 5. október nk. að Borgartúni 6. I tilefni af 10 ára afmæli Landssambands framsóknar- kvenna býöur Félag framsóknarkvenna I Reykjavik til skoöunarferöar föstudaginn 4. október. Viö heimsækjum fyrírtæki og stofnanir borgarinnar, sem ekki eru alltaf til Guðrún Svelnsdóttir sýnis almenningi, undir leiðsögn Sigrúnar Magnúsdóltur og Sigriöar Hjartar. Um kvöldiö veröur sameiginlegur kvöldverður i boði FFK. Laugardagskvöldið 5. október er lokahóf Landsþingsins að Borgartúni 6, sem jafnframt veröur afmælishóf meö skemmtidagskrá. Við hvetjum framsóknarkonur um land allt til að fjölmenna á afmælisþingiö. Afmælisnefndln Ólafsvík Aðalfundur framsóknarfélaganna I Ólafsvlk veröur hald- inn fimmtudaginn 19. september kl. 20.30 i Framsóknar- húsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning á Kjördæmisþing. 3. Almennar umræður um málefni bæjarfélagsins. 4. Ingibjörg Pálmadóttir alþingism. ræðir um starfið framundan. Stjómin. Ingibjörg Fulltrúaráð framsóknarfélag- anna í Reykjavík Drætti í skyndihappdrættinu hefur verið frestað. Nánar auglýst síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.