Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu tS 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga | 91 SIMI -676-444 Tíminn LAUGARDAGUR 7. SEPT. 1991 Undir læknum komiö hvort sýklalyfin kosta 100 eða 1000 m.kr. „Með tilkomu nýrrar reglugerðar um greiðslu almannatrygginga á lyfjakostnaði, þurfa sjúklingar að greiða sýklalyf að fullu. Það er því enn mikilvægara en áður að gera sér grein fyrir verði sýkla- Iyfja,“ segir Karl G. Kristinsson á sýklalyfjadeild Landspítalans m.a. í samantekt um verð sýklalyfja í Læknablaðinu. í Ijós kem- ur að verðmunur getur verið meira en tífaldur á sambærilegum sýklalyfjum. Verðið er gjarnan einhversstaðar á bilinu frá 50 til 500 krónur fyrir venjulegan dagsskamt sýklalyfja (í töflum eða hylkjum). Sala sýkla- lyfja í landinu er a.m.k. tvær og hálf milljón dagsskammtar á ári. Það virðist því velta á vali lækn- anna hvort verð á „ársskammti" þjóðarinnar er nær 100 milljón- um eða 1.000 milljónum króna á ári. Það val virðist þó geta verið snún- ara fýrir lækna en leikmenn kynnu að ætla. „Erfitt hefur verið fyrir lækna að þekkja öll sýklalyf, verkunarsvið, lyfjahvarfafræði og helstu aukaverkanir þeirra. Auk þess eru á skrá fjöldi lyQa með mjög líka eiginleika, sem lítið skil- ur að annað en verðið," segir Karl G. Kristinsson. Og síðan, sem telja verður sér- lega athyglisverðar upplýsingar: „Upplýsingar um verð hafa ekki verið aðgengilegar fýrir Iækna.“ Hrósar Karl þess vegna framtaki þeirra, sem stóðu að útgáfu heftis- ins Lyfjaverð, júlí 1991. En þrátt fýrir að upplýsingar séu þar að- gengilegar, segir hann tímafrekt að gera verðsamanburð á sam- bærilegum sýklalyfjum. Vegna þess ákvað Karl að gera saman- burð þann sem hann birtir í Læknablaðinu, enda ekki ólíklegt að fleiri hafi áhuga á þeim saman- burði. { verðsamanburðinum er alltaf miðað við verð á lyfjaskammti fýr- ir einn sólarhring, þótt lyfin séu yfirleitt gefin í 3-14 daga. Mis- munur á verði lyfjanna margfald- Gífurlegur verðmunur er, sem glöggt má sjá, á þeim lyfjum sem mikið eru notuð við þvagfærasýkingum. Venjulegur dags- skammtur getur kostað allt frá því í kringum 30 krónur (Nítróf- úrantóín frá Delta) og upp í 470 krónur (Negram). En virk efni, sem þessi lyf innihalda, eru samt þau sömu í þeim báðum. ist því með þeim dagafjölda sem lyfið er notað. Jafnframt bendir Karl á að oft séu ekki til lyfja- pakkningar með hæfilegum fjölda taflna/hylkja fýrir fýrirhugaða meðferð. Sjúklingur getur því þurft að borga fýrir töflur/hylki sem honum nýtast ekki. í samanburði, sem Karl gerir á sex flokkum sýklalyfja, kemur í Ijós að lítill verðmunur er á þeim fjórum nöfnum penisillínlyfja, sem auk þess eru meðal ódýrustu sýklalyfja. í öðrum lyfjaflokkum er algengt að dagsskammturinn kosti frá 40-70 kr. og upp í 400- 450 kr. Og dæmi eru um lyf (Fuc- idin) sem fer í allt að 1.300 krónur fýrir dagsskammtinn. - HEI — STATION 1.8DL4WD Valkvætt fjórhjóladrif Hátt og lágt drif Vökvastýri Samlæstar hurðir Rafstillanlegir speglar Þriggja ára ábyrgð Hreint frábært verð kr. 1. 222.000,- Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sími 91-674000 V—■ <7 ✓ -s <r?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.