Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. september.1991 Tíminn 7 verður aftur hugsað til mæði- veikinnar sem einskonar við- miðunar, þegar landbúnaðar- málin eru rædd. Landbúnaðar- málin hefðu ekki vamað Al- þýðuflokknum svefns, hefði mæðiveikin fengið að grassera hér í sauðfé bænda án nokk- urra aðgerða. En forystumenn þjóðarinnar voru ákveðnir í að bjarga atvinnuveginum. Nú er hins vegar svo komið, að sumir leiðtogar þjóðarinnar sjá kjöt- fjöll alls staðar. Þeir yrðu manna glaðastir ef innflutn- ingur á landbúnaðarvörum yrði til þess að valda sauðfjár- ræktinni sömu búsifjum og mæðiveikin á sínum tíma. Þannig breytast tímamir. Það, sem einu sinni þótti þjóðarvá, þykir kannski í dag við hæfi að boða sem stjómmálastefnu. Sé litið til annars atvinnuvegar, sjávarútvegsins, þá hafa skyn- samir menn reynt að hafa ein- hverja stjóm á fiskveiðum, til að tryggja að fiskifang nýttist okkur um aldur og ævi. Við þessa stjómun er stuðst við til- tækar vísindalegar rannsóknir, sem samkvæmt eðli málsins skammta þjóðinni lífskjör. Erf- itt hlýtur að vera að mæla fisk- inn í sjónum, og valda niður- stöður Hafrannsóknarstofnun- ar sífelldum deilum, einkum vegna þess að það hefur komið í hennar hlut að leggja til sí- fellt minnkandi þorskafla. Hluti af þrýstingnum á Haf- rannsóknarstofnun er allt of stór fiskiskipafloti og stöðugt aukin eftirspum eftir fiskaf- urðum, eftir því sem afli minnkar á miðum annars stað- ar. Hvar eyðast físki- ________stofnar?__________ Fiskútflutningur er stærsta tekjulind landsmanna. Ekkert, sem haft er um hönd, jafnast á við fiskveiðar hvað tekjur snertir. Oft hefúr verið hamrað á því, að vera svo háð fiskveið- um einum sé alltof fábrotin framleiðsla. Á seinni ámm hef- ur því verið lögð áhersla á að gera útflutningin fjölbreyttari. Utflutningur á landbúnaðar- vömm hefur ekki gengið sem skyldi. Það er vegna þess að landbúnaðarvörur erlendis er niðurgreiddar og því erfitt að keppa um verð á þeim vett- vangi. Auk þess að framleiðsla á landbúnaðarvörum hér er dýr vegna þess hve landið liggur norðarlega. Hér þarf að byggja yfir húsdýr og heyja handa þeim. í helstu kjötframleiðslu- löndum fást afurðirnar af úti- göngufénaði. í fiskveiðum er- um við hins vegar í farar- broddi. Hér fiskast meira á sjó•• mann en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. En það kemur okkur að litlu gagni, þegar mælingar á fiski- stofnum sýna að ekki má veiða nema takmarkað magn. Spumingin er hvort hræðslan við sfldarhmnið 1967 hefur ekki hrakið okkur út í öfgar hvað takmörkun á veiðum snertir. Hafið er stórt. Hingað upp að landinu ganga fiski- stofnar og valda miklum sveifl- um á veiðanlegum fiski. Mæl- ingar á slíkum stofnum hljóta að vera takmörkunum háðar. Við höfúm alltaf búið við afla- leysisár og jafnvel aflaleysis- tímabil. Hvað sfldina snertir, er alveg eins mögulegt að hún hafi verið ofveidd við Norður- Noreg eða í Barentshafi, en ekki eyðilögð á íslandsmiðum. Fleiri möguleikar en fiskur Skilyrðislaust ber að líta svo á, að hverskonar vemdun sé af því góða. Hinsvegar verður ekki komist hjá því, þar sem um helstu lífsbjörg okkar er að ræða, að sigla verði djarft, þeg- ar ákvarðanir um hámarks- veiðar em teknar. Þróun liðins tíma hefur sýnt okkur, að þótt fiskveiðar hafi lengi verið helsti atvinnuvegur landsmanna, hefur nútíminn fært okkur aðra möguleika, sem við emm nú að nýta. Við höfum ekki síðri auðlindir upp á að hlaupa en þorskinn, þar sem em fall- vötn landsins. Hingað til hefur hugur okkar beinst að stóriðju til að koma rafmagni í verð. Framundan er möguleiki á að flytja rafmagn út með kapli um Atlantshaf. Miðað við slíka möguleika og aðra, sem fram- tíðin ber í skauti sínu, þarf að endurskoða, hvort einmitt í þeim tímapunkti, sem við lif- um nú, sé ekki of mikil áhersla lögð á verndun fiskistofna. Við emm altekin af mælingum Hafrannsóknarstofnunar og efnahagslíf okkar líka. Spurn- ingin er hvort eðlilegt sé að við tökum á okkur einmitt núna þann sífellda niðurskurð á fisk- veiðum, sem vísindin boða okkur. Það er líka hægt að friða fisk með takmörkuðum fiski- skipaflota og skömmtuðum veiðitíma, sem markast af heppilegum mörkuðum er- lendis. Það er líka hægt að taka mið af einskonar veiðigjaldi með álögum á aflaverðmæti. Við viljum bæði hafa fisk í sjónum og veiða hann. Þess vegna er spurning hvort ekki er kominn tími til að setja ver- tíðarlög um leið og veiðiflotinn er takmarkaður. Þeir glöddu Jóhönnu En á meðan menn berjast við að samsama rekstur útgerðar- innar síminnkandi kvótum, og taka við árvissri skerðingu á afla, situr ríkisstjórn að völd- um í landinu, sem er svo við- kvæm fyrir peningum, að held- ur leggur hún hönd dauðans á atvinnuvegina en eiga það á hættu að þeir eflist þrátt fyrir skuldir. Við fjárlagagerðina að þessu sinni hefur orðið ljóst, að í augum stjórnarinnar eru peningar gildismeiri en þorsk- ur og uppgreiddar langtíma- skuldir vænlegri en atvinna fjöldans. Lengi var það stefna ríkisstjórna að haga málum þannig, að fólk gæti treyst því að næg atvinna væri fyrir hendi. Nú eru þessar ríkis- stjómir sakaðar um skulda- söfnun. Langtímaskuldir em tíundaðar og látið sem svo að þær verði að borga á stundinni. Tveir milljarðar í flugstöð Mat- hiesens er dæmi um þetta. Fleiri skuldir hafa stjórnvöld fundið til að gera dæmið sem hrikalegast, þótt engum hafi dottið í hug að þær þyrfti að borga samdægurs. Þessi stefna óttans að viðbættum skertum fiskveiðum eitt árið enn vekur aðeins ugg hjá fólki og dregur úr því kjark. Sé nóg af slíku gert getur það jafnast á við versta frostavetur eða aðrar náttúruhamfarir. Þingmenn Alþýðuflokksins höfðu einhver viðbrögð uppi við fjárlagagerð- ina. Andstöðu þeirra linnti, þegar Davíð Oddsson og Jón Baldvin kölluðu Jóhönnu Sig- urðardóttur á fund til sín og glöddu hana. Nú segir hún sjálf að hún hafi tekið sönsum. Þeir eru mjúkir, ráðherrastólarnir. En sess Alþýðuflokksins verður ekki jafnmjúkur að lokinni þessari stjórnarsetu. Það eiga þeir Alþýðuflokksmenn eftir að sanna, sem létu það átölulaust þegar Alþýðuflokkurinn gekk í peningabjörgin til íhaldsins til að fremja einhver tilbúin skuldaskil á þjóðinni, sem ósk- ar einskis frekar en að fá að stunda iðju sína í friði fyrir peningaglönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.