Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.09.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. september 1991 Tíminn 5 „Kúlusukkið" veldur gífurlegri breytingu á Hitaveitu Reykjavíkur: Nióurskurður á öllum sviðum í stað stórhuaa framkvæmda „Þetta er gífurleg breyting sem oröið hefur á rekstri eins fyrirtækis — í stað stórhuga framkvæmda er nú niðurskurður á flestum svið- um,“ segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Á fundi veitustofn- ana borgarinnar í gær kom í ljós að útgjöld Hitaveitu Reykjavíkur fara 410 milljónir kr. fram úr áætlun í ár. Ákveðið var að Hitaveitan taki 450 m.kr. lán til að ná endum saman (hálf nöturleg staðreynd fyrir fyrrverandi borgarstjóra, sem hafði lofað borgarbúum að Hita- veitan þyrfti ekki á lánum að halda til byggingar Perlunnar?). Auk þess að H.R. hefur dregið úr endumýjun og viðhaldi í ár, hefur nú verið ákveðið að fresta og/eða skera niður framkvæmdir á næstu árum. Ný fjárhagsáætlun H.R., dagsett 4. september, sýnir að rekstrartekjur veitunnar eru nær 140 m.kr. minni en upphaflega var áætlað (sem „blessuð sólin“ virðist hafa sparað borgarbúum í upphitunarkostnað í sumar). Rekstr- argjöldin voru hins vegar aðeins 15 m.kr. undir áætlun. Niðurstaðan er 186 m.kr. rekstrarhalli, eða 124 m.kr. umfram áætlun. Þar við bætist að framkvæmdir eru 320 milljónum um- fram áætlun. Lánið er til að brúa þennan halla. Á fundinum kom fram, að af þeim rúmlega 190 milljónum, sem áætlað- ar voru til endumýjunar og viðhalds á þessu ári, hefur aðeins verið unnið fýrir rúmlega 90, þótt komið sé fram á haust. Virðist flest benda til að niður- skurður verði á þessum lið á árinu. Þá er fróðlegt að sjá hve breytingar hafa orðið örar á framkvæmdaáætlun- um vegna 2. áfanga Nesjavallavirkjun- ar. í upphaflegri áætlun 30. nóv. í haust voru 220 m.kr. Þann 31. janúar s.l. var upphæðin komin niður í 170 milljónir og ný áætlun sýnir enn lækkun í 147 milljónir. Fyrirhuguð- um framkvæmdum 1992 hefur jafn- framt verið frestað um ár, og árið 1993 skorið niður um 100 milljónir. „í ljósi þessa fer ekki hjá því að mað- ur velti fýrir sér hvaða hlutverki Hita- veita Reykjavíkur hefur að gegna. Og það hlutverk er að koma heitu vatni vel og örugglega í hús fólks á veitu- svæðinu. En, vegna þess að peningar fýrirtæk- isins eru notaðir í annað, þá verður núna að draga saman í endumýjun á leiðslum og draga úr framkvæmdum, sem áður var talið að þyrfti að flýta — samanber Nesjavelli. Fer maður þá ekki að efast um að Hitaveitan geti lengur sinnt hlutverki sínu með sóma — vegna þess að hún hefur farið í verkefni, sem voru utan við hennar verksvið. Þau hafa orðið Hitaveitunni of mikil blóðtaka, eins og varað hafði verið við, og stöðugt er að koma betur og betur í ljós.“ Sigrún sagðist vissulega vona að ekki þurfi að daga verulega úr þjónustu Hitaveitunnar við borgarbúa af þess- um sökum og að ekki muni koma til verulegra vandamála. En það sé ljóst, að dregið verður úr öllum fram- kvæmdum eins og mögulegt er næstu 2 árin. Það þýði vitanlega samdrátt, sem alltaf geti haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. — En hvemig er hægt að úrskýra það, að eftir að Hitaveitan hefur greitt 157 milljónir króna til arkitekts og verkfræðinga fýrir hönnun, ráðgjöf og eftirlit skuli hún samt sitja uppi með það, að kostnaður við byggingu, sem átti að kosta 900 milljónir (1.044 á verðlagi í ár), skuli á hálfu öðru ári hafa rokið um 600 milljónir fram úr áætlun? Vart er við því að búast að Sigrún hafi Eldsvoði á bænum Vatnsholti II í Villingaholtshreppi: Stórtjón er fjós og hlaða brunnu Mikið tjón varð á bænum Vatns- holti II í Villingaholtshreppi í Flóa í fýrrinótt þegar fjós og hlaða brunnu til kaldra kola. Engir gripir voru í fjósinu utan nokkrar hænur, en í hlöðunni voru 6-7 þúsund heybagg- ar sem eyðilögðust. „Það er ekki mikið hægt að segja,“ Blúsaður skáld- skapur Út er komin Ijóðabók eftir Hrafn Jökulsson og í tilefni af því munu hann, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Kristján Þórður Hrafns- son og Jón Stefánsson lesa upp ljóð á Púlsinum nk. sunnudagskvöld við undirleik blúsbandsins Vinir Dóra. Sérstakur gestur skáldanna verður Hilmar Öm Hilmarsson hljómlist- armaður —tilk. sagði Páll Ámason, bóndi í Vatns- holti, í samtali við fréttaritara. „Það er ómögulegt að segja til um hvem tjónið er mikið og um eldsupptök er ekkert vitað." Tilkynnt var um eldinn um kl. 05:30 í gærmorgun og kom slökkvi- liðið á staðinn nokkm síðar. íbúðar- húsið að Vatnsholti stendur nokkuð frá hlöðunni og fjósinu og varð heimilisfólkið ekki vart eldsins, enda allir í fastasvefni. Það var hins vegar Ásta Ólafsdóttir á Skúfslæk, næsta bæ við Vatnsholt, sem vaknað hafði af tilviljun, sem sá eldinn í fjarska og gerði vart við hann. Slökkviliðsmenn vom um tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins, en þeir vom á vakt fram eft- ir degi í gær. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var aðeins glóð í bygging- unni og mesti eldurinn virtist vera afstaðinn. „Eldurinn gæti þess vegna verið búinn að malla hér í alla nótt,“ sagði einn slökkviliðsmann- anna. Eins og áður sagði var ekkert vitað um eldsupptök og sagði Karl Bergs- son, varaslökkviliðsstjóri á Selfossi, að málið væri í rannsókn. -SBS, SelfoMÍ svör við þessu. í viðtölum við fjöl- miðla hafi Jóhannes Zoéga og Gunnar Kristinsson komið af fjöllum — hönn- uðimir og ráðgjafamir hafi gert þess- ar áætlanir svona. „En ég bara spyr: Er það eðlilegt að enginn hafi eftirlit með þeim hönnuð- um sem Hitaveitan ræður til að gera fjárhagsáætlanir, og/eða því hvemig framkvæmdum miðar? Eða er það eðlilegt að hönnuðimir hafi sjálfir eft- irlit með sínum verkum? Ég get skilið að hönnuðir hafi faglegt eftirlit með því að þeirra hönnun sé framfýlgt En hvað fjárhagshliðina snertir er það alveg út í hött. Þar hlýt- ur verkkaupi að þurfa að hafa sérstak- an eftirlitsaðila. Og ég taldi, í góðri trú, að við hefðum þann eftirlitsaðila. Mann sem stýrt hefur Hitaveitu Reykjavíkur í áratugi, Jóhannes Zoéga, sem varð verkefnis- Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins. stjóri. Hvemig stendur á því að hann fýlgist ekki með, þegar alíar áætlanir virðast fara úr böndum? Hlýtur hann ekki að spyrja þegar eitt- hvað er keypt, sem ekki var áður ráð fýrir gert, hvort þetta rúmist innan áætlunarinnar? Tökum td. barinn niðri á fýrstu hæðinni sem dæmi,“ sagði Sigrún. Um bar þennan vissu borgarfulltrúar þá fyrst þegar þeir sáu hann er þeir gengu inn f húsið við opununina. Sig- rún sagðist heldur hvergi hafa séð hvað hann kostaði, vegna þess að þau kaup em falin í liðnum „tæki og áhöld", sem pöntuð vom af veitinga- manninum. En sá liður hafi einmitt farið 57 milljónir fram úr áætlun, sem Sigrún sagðist enn ekki hafa fengið neina sundurliðun á, þrátt fýrir skrif- lega fýrirspum þar að lútandi. - HEI Flugleiðir: ■ mm | / ii fyrir 1 milliarð Flugleiðir hafa undirritað samn- mg við kanadíska verktakafyrir- tækið Mathews Contracting Inc. um byggingu 12.500 fermetra viðhaldsstöðvar á Keflavíkurflug- velii. Áætlað er að hún kosti um 900 tíl 1.000 milljónir króna. Fyrsta skóflustungan verður tek- in í næsta mánuði og að því loknu hefst jarðvinna. Aætlað er að byggingu verðl lokið fyrir árslok 1992. Þá flyst meginbækistöð viðhaidsdeildar Flugleiða til KeflavíkurflugvaUar og með henni um 140 starfsmenn. Sigurður Heigason, forstjóri Plugleiða, segir að bygging við- haldsstöðvarinnar verði eitt af stærstu framfaraspomm í ís- hafa alltaf lagt áherslu á gott vlð- hald og það endurspeglast í háu endursöluverði Flugleiðavéla. Fé- lagið hefur vel menntaða og reynda flugvirkja og nú fá þeir vinnuaðstöðu við hæfl. Jafnframt skapast möguleikar tíi að bjóða viðhaldsþjónustu á alþjóðlegum markaði í einn tíl elnn og hálfan mánuð á hveiju ári. Vlð höfum nokkra reynslu af viðhaldi fyrir önnur fyrirtæki og teljum okkur þvt ekkert að vanbúnaöi.“ Flugskýlið sjálft verður 8.500 fermetrar, en viðgerðarverkstæði og skrifstofur alls 4.000 fermetr- ar. í skýlinu rúmast hæglega samtímis 5 Flugleiðaþohm 4 Bo- eing 737-400 og ein Boeing 757- á borð við Boeing 767- 300, DC- 10 ogMD-11. Auk þess að skapa Flugleiðum aðstöðu tíl flugvélaviðhaids verð- ur skýlið skjól fyrir nýja Flug- leiðaflotann og ver hann gegn veðrum og seltu á Keflavíkurflug- velli. Með byggingu þess er lotóð 25 milljarða uppbyggingu Flug- leiða á starfl sínu. .. Nýja viðhaldsstöðin rfs vestan við nýtt flughlað, sem gert hefur verið suðvestan við Leifsstöð. Gert er ráð fyrir að verulegur hlutí vinnunnar verði í höndum íslenskra verktaka. Útboð vegna þeirra þátta verkslns, sem Flug-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.