Tíminn - 12.09.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 12. september 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHHU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin (Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guðmundsson
Stefán Asgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideiid 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Sáttin í hættu?
Nýafstaðinn framkvæmdastjórnarfundur Verka-
mannasambands íslands lýsti þeirri meginstefnu
sambandsins að ræða ætti nýja kjarasamninga með
sömu markmið í huga og leiddu til þjóðarsáttar í
febrúar 1990.
Þessi afstaða Verkamannasambandsins þurfti ekki
að koma á óvart. Það hefur ævinlega komið fram af
hálfu forystumanna þess að þeir teldu árangur þjóð-
arsáttarsamninganna það góðan að eðlilegt væri að
hafa uppi sömu markmið og viðmiðanir í komandi
samningum sem við samningsgerðina 1990.
Hitt er annað mál að stjórnmálaástandið í landinu
er ekki hliðhollt þjóðarsáttarsamningum. Það ríkir
allt annað andrúmsloft í samskiptum launþega og
hins pólitíska valds en var. Núverandi ríkisstjórn
virðist ekki gera sér grein fyrir að þjóðarsáttin hefur
fasta merkingu, sem henni er skylt að virða. Þjóðar-
sáttarsamningarnir byggðust á víðtæku samkomu-
lagi ráðandi afla á vinnumarkaði og í stjórnmálum
og fólst í því að stilla saman þróun efnahags- og fjár-
mála og kjarabóta til handa launþegum. Eitt höfuð-
markmiðið var að snúa verðbólguþróuninni við,
gera sameiginlegt átak til þess að verðbólga á íslandi
sé viðráðanleg, að raunhæf gengisfesta ríki í landinu
og íslenska krónan haldi gildi sínu eins og hver ann-
ar alvörugjaldeyrir. Launþegar höfðu áttað sig á
svikamyllu verðbólgunnar og sírýrnandi verðgildi
krónunnar.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, sem sat að
völdum fyrir og eftir þjóðarsáttina, gegndi afarmik-
ilvægu hlutverki í því að leiða það víðtæka samstarf
sem stuðlaði að þjóðarsáttinni. Sú forysta var nauð-
synleg, þótt síst skuli gert lítið úr frumkvæði og
samningsvilja aðila vinnumarkaðarins. Vitanlega
var það sá vilji sem réð úrslitum um að þjóðarsáttin
komst á.
Fráfarandi ríkisstjórn virti auk þess sjónarmið
verkalýðs- og launþegaforystunnar að því er tók til
framkvæmdar þjóðarsáttarinnar. Þetta samstarf um
framkvæmdina var ekki sfður mikilvægt en sjálf
samningsgerðin.
Það sem nú veldur áhyggjum þegar dregur til nýrra
samninga er sú staðreynd að ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar hefur beitt sér fyrir aðgerðum sem eru
fjandsamlegar þjóðarsátt og í andstöðu við vilja og
vonir launþegahreyfingarinnar. Þetta kom fram á
fundi framkvæmdanefndar VMSÍ. Ekki er óeðlilegt
þótt sambandið mótmælti auknum álögum á al-
menning í formi dulbúinnar skattheimtu, ekki síst á
það fólk sem stendur höllum fæti vegna aldurs,
sjúkleika og slysa.
Þess hefur ekki orðið vart að núverandi forsætis-
ráðherra beiti sér neitt í undirbúningi nýrra samn-
inga. Reynslan af Davíð Oddssyni var sú í fyrra að
hann skipulagði andstöðu gegn þjóðarsátt. Spurn-
ing er hvort hann sé þeim vanda vaxinn að stuðla að
áframhaldandi sátt í kjaramálum og efnahagsmál-
um.
GARRI
Blöð
Þeir, sem hafa lengi veriö í blaða-
mennsku, mnna aldrei eftir öðru en
erfiöleikatímum í útgáfu þeirra. Mið-
að við mannQölda þykir næstum
ótrúlegt, að hér skuli gefin út sex
dagblöð, þegar útgáfan i Akureyri er
talin með. Þessi mikla blaðaútgifa
um iratugum saman. En upp á sið-
kastið hafa tvö þeirra bjargast sœml-
lega. Morgunblaðið er ríkt blað og lif-
irágömlum merg, m.a. þeim að hafa
verið fyrst tð að mæta nýjum tíma
upp úr 1945. DV gengur sæmilega
og nýtur þess að vera síðdegisblað Og
langa hrakfallasögu, en virðist hafa
náð sæmliegu jafnvægi f fjórum síð-
um. Engu að stöur hefur það blað
gert nokkur úthlaup á markaðlnn, en
hagnaðurinn af þvt befur ekki varað
nema skamman tíma. Þar hafa tveir
menn komið heist við sögu, þeir
Finnbogi Hútur Valdimarsson og
Gísli J. Ástþórsson, Þjóðviljinn
byggði Iengi vel afkomu sína i
traustu flokksfylgi. Það virðist eitt-
hvað hafa dvúiað hvað blaðið snertir,
enda stundum hægt að láta rfldsút*
varpió duga. Engu að síöur er Þjóð-
vfljinn mikið vinstra blað, sem berst
nú lyrir h'fi sínu á tímum breyttra al-
mennra viðhorfa. Tónninn er þó lík-
ur og hann var, samanber fýrirsögn í
gæn „Rauður meirihluti í Ósló“. Er
þar átt við aó flokkur Einars Ger-
hardsen og Ilalvards Lange stjómi
borginni. Baiáttan fyrir lífl Þjóðvífl-
ans er þessa dagana kennd við fyð-
reeði og eru það mildl ósköp.
Útgáfa og skuldir
Segja má að sögu Tímans, eins og
hann var, hafi lokið með stofnun NT.
Með NT átti að vinna stóra sigra. En
það er nú svo í blaðaútgáfu, að góð-
ur viiji einn og mikfll blaðsíöufjöldi
nægir ekki fil að ná sambandi við
fóltóð í landinu. Tíminn naut hér íö-
ur fyrr starfa nafntogaðra blaða-
manna. Og þelr eru margir, sem ið-
ur unnu i blaðinu, er hafagert það
gott S fjölmiðlun síöan. Fjöldi
manna f fiölmiðlastétt minnist veru
sinnar á Tímanum, og telur sig hafa
fengið þar nokkum þroska. Það má
vera tíl vitnis um frjálslyndi Tímans, :
að blaðamenn skuli telja sig hafa
eitthvaðlærtaf störfum þar. Eftir að
NT bvarf af vettvangi hóf Tfmlnn
göngu sína að nýju. Nú voru ýmsar
aðstæöur breyttar. Samkepprd frá
útvarps- og sjónvarpsstöðvum var
þyngri á metunum en svo, að hægt
væri að auka útbreiðslu dagblaðs
verulega á skömmum tíma. Tnninn :
byrjaði eftir NT með ekkert fé, en
faefur þó gengið síðan án tejjandi
skuldasöfnuuar.
Hins vegar er alveg ijúst, að blöð,
sem safna skuldum, veröa ekki gefln
út lengur. Þetta vtrtist þú hægt hér á
árum áður. Dæmið um fjórar síóur
Alþýðublaðsins og skuldir Þjúðvilj-
ans sýna þetta. Tíminn hefur enn
eldd verið teljandí limlestur vegna
fjárskorts og skuldasöfnunar. En
blaöið getur náttúriega bent á það í
ailri hógværð, að séu einhverjir
menn úti í bæ að beijast fyrhr lýð-
raeðl með því að gerast áskrifendur
að Þjóðvijjanum, mundi Tfminn
geta þegið nokkra áskrifendur án
þess að blaðið telji að lýðræði muni
vaxa almennt við hvern áskrifanda.
Sömu sögu er áreiðanlega að segja
af Alþýðublaðinu.
Trniinn sér á partí
í umræðunni um erfiðleika í
blaöaútgáfu hafa blöðin þrjú, Al-
þýðublaðið, Túninn og Þjúðviýinn,
verið spyrt saman. Þetta er gert þó
blöðin eigi næsta Iftíð sameigin-
legt Sé bægt að segja að þau hafi,
hvert fyrir sig, eittbvert ákveðið
stefnumið, þá fyrirfiruwt ekkert
sameiginlegt stefnumið. Þau eru
eins og þeir þrír flokkar, sem þau
teflast málsvarar fyrir, hvað þetta
snertir. Segja má þó aö þau mætist
í einum punkti, sem er baráttan
fytir framhaldi velferðarstefnu.
Hins vegar eru vinnuaðferðimar
mismunandi, sem sést kaiwslri
gleggst á andófi gegn velferðlnni,
sem kratar stunda í hflj, kúgaðir í
stjómarsamstarfi. Erfiðleikar blað-
anna þriggja eru ekki að neinu leyti
sambærilegir. Samt er látíð svo.
Það er langt frá því að skuldir Al-
þýðublaðsins og Tímans séu ná-
lægt þeim möricum, sem Þjóðvflj-
Inn er að beijast viö. Aftur á mótí
þyldr keppinautum slægur í að
nota vanda Þjóðviljans til að af-
greiða hin tvö blöðín einnig út af
vettvangi, Langt mál þyrfti tfl að
skýra hvaða þarfir valda því, að
blöðin þrjú em spyrt saman bæði
hvað skuidir og stefnumið snertir.
Tíminn télur sig ekki eiga neina
samleið með öðmm í þessum efn-
um. Haiin á langa baráttusögu, og
margir hafa hlaupið til um dagana
tfl að auðvelda honum það hlutverk
að standa vörð um félagshyggju,
fijálslyndi og samvinnu. Svo mun
enn um sinn.
Garri
VÍTT OG BREITT ■ 1:11 H 1 nÉÉill 1 ■ i■ ■ BH11(
Undir þægindafánum
Hinn svokallaði íslenski kaupskipa-
floti siglir einkum undir þæginda-
fánum núorðið. íslenski fáninn
hverfur og flögg þriðja heims ríkja
og einstakra Vesturálfulanda eru
dregin að húni á stönginni í skut
skipanna. Gamli sáttmáli er geng-
inn í gildi og sigla t.d. einhver af
skipum þess nær gjaldþrota Nes-
skips undir norskum fána. Sam-
kvæmt sjálfum framkvæmdastjóra
félagsins fer það á hvínandi hausinn
um leið og skip þess verða skráð á
íslandi og áhöfnin verður mælt á ís-
lenska tungu. Hann segir þetta
stafa af samkeppninni á heimshöf-
unum.
Óskabarn þjóðarinnar varð til með
þeim hætti að önglað var saman fé
inn til dala og úti um nes til að
kaupa haffær skip, svo að siglingar
til landsins og frá því væru í hönd-
um íslendinga og var stofnun Eim-
skips liður í sjálfstæðisbaráttunni.
Þá var fyrst hnekkt þeirri niðurlæg-
ingu og ósjálfstæði í verslunarhátt-
um sem íslenska þjóðin varð að búa
við allt frá dögum Hákonar gamla á
13. öld.
Tiltölulega fáir og forríkir hluthaf-
ar Eimskips heimta nú að íslenski
fáninn sé dreginn niður á hverju
Eimskipafélagsskipinu af öðru og
þau sett undir þægindafána. ís-
lenskir sjómenn eru illa séðir um
borð í þessum útlensku skipum, en
æskilegar áhafnir eru frá fátæktar-
ríkjum.
Hagnaður Eimskipa var 265 millj-
ónir fyrstu sex mánuði þessa árs.
Samt hafa fjármagnseigendur fé-
lagsins ekki efni á að skrá skipin á
íslandi. Sjálfir búa þeir við einstakt
skattfrelsi Mörlandans.
Gæfa og gjörvuleiki
íslenskir sjómenn voru eitthvað
óhressir þegar eitt af útlendum
skipum Nesskips lagði að í Hafnar-
firði og töldu Pólverja taka frá sér
vinnuna.
Þá gaf framkvæmdastjórinn frá sér
yfirlýsingarnar um samkeppnina og
yfirvofandi gjaldþrot sitt. Þeir, sem
sölsað hafa undir sig hlutabréfin í
óskabami þjóðarinnar og fyrrum
tákni sjálfstæðisbaráttunnar, þurfa
ekki að væla á almannafæri um
bága fjárhagsstöðu sína til að afsaka
það að þeir selji hvert skipið af öðru
undir þriðja heims lögsögu og reki
íslenska sjómenn í land til að rýrná
fyrir þegnum fátæktarþjóða. Fyrir
þeim er þetta aðeins þróun alþjóð-
legra viðskiptahátta, og ættu þeir
að fara að halda aðalfundi sína í ein-
hverri Líberíunni, þar sem þeir
kjósa að hreiðra um sig.
Hins vegar þykir þeim sjálfsagt
notalegt skjólið í íslenskri skatta-
paradís hlutabréfa og fjármagns-
gróða. Það er því borin von að hægt
sé að losna við það lið undir þæg-
indafána vinnuþrælkunar og lág-
launa. Hann er einkum ætlaður
áhöfnunum úr fátækralöndunum
að sigla undir.
Framboð og eftírspum
Á sama tíma og íslenskir farmenn
em reknir í landi og þeir mótmæla
að rýrt launaðir útlendingar séu
ráðnir í þeirra stað, neyðast fyrir-
tæki út um allt land að leita til út-
landa eftir vinnuafli til að halda fyr-
irtækjum gangandi.
Stjómmálamenn og framkvæmda-
menn alls konar hamast við að
halda úti atvinnuuppbyggingu og
viðhalda byggð út um allar trippa-
gmndir. Mikil atvinna er sögð und-
irstaða æskilegrar byggðaþróunar.
Þegar til á að taka er svo ekki til
vinnuafl til að manna fyrirtækin og
leyfist kannski að spyrja fyrir hverja
öll atvinnuuppbyggingin sé.
Samkvæmt fregnum em portú-
galska og pólska ein höfuðmálin á
Patreksfirði og vinna mælendur
þeirra tungumála þörf störf þar í
bæ, eins og svo miklu víðar þar sem
enginn vegur er að fá íslenskt fólk til
starfa.
Mikið punt þótti að því að flytja
vinnslu SS austur fyrir fjall og
skipulögð vom ný íbúðahverfi á
Hvolsvelli og áttu íbúar fyrir austan
heldur betur að líta upp úr fásinn-
inu. Megnið af starfsliðinu fluttist
austur frá Reykjavík og síðustu
fréttir herma að fjórðungur starfs-
liðs SS á Hvolsvelli sé fluttur þang-
að ffá Póllandi, því þegar allt kom til
alls virtist enga vinnu skorta fyrir
austan. Þar skortir bara vinnuafl,
sem er leyst með ráðningu útlend-
inga.
Framboð og eftirspum vinnuafls
virðist vera einhvem veginn allt
öðm vísi í laginu en allir em alltaf
að tala um, enda lausnimar óvænt-
ar. OÓ