Tíminn - 12.09.1991, Side 9

Tíminn - 12.09.1991, Side 9
Fimmtudagur 12. september 1991 Tíminn 9 milljörðum rúmmetra af vatni í uppistöðulónið, eins og áætlað hafði verið. Hins vegar er óljóst hvemig löndin þrjú, sem eiga það, eiga að geta útvegað 400 milljónir dollara til viðbótar til að byggja orkuverið og yfir einn milljarð dollara til að veita vatninu á 375.000 hektara lands. Löndin þrjú hafa ekki einu sinni getað greitt fyrir stíflugarðinn. Þýska Ríkisstofnunin til endurbyggingar varð að gefa eftir 166 milljón marka lán, þar sem Afríkumenn- imir gátu ekki staðið í skilum. Borun eftir neðanjarðarvatni er lausn hins olíuauð- uga Gaddafís Gaddafi, leiðtogi Líbýu, ætlar hins vegar ekki að leysa vatns- vanda síns lands með stíflugörð- um, heldur borturnum. Jarðfræð- ingar álíta að undir botni Sahara séu 60.000 rúmkílómetrar af vatni — neðanjarðarhaf, sem jafnvel Nfl sjálf þurfti 2000 ár til að fylla. Þessi neðanjarðarvatnsforði myndaðist fyrir 5000 til 8000 ámm, meðan loftslagið í Sahara var rakara en það er nú. Þessu neðanjarðarhafi ætlar Lí- býa að veita til að gera Iandbúnað landsins óháðan. 1984 hófust stærstu vatnsveituframkvæmdir í Afríku, við „Stóra gervi-fljótið“, og var það fjármagnað með líbýskum olíumilljörðum. 27 milljörðum dollara ætlar Gaddafi að verja til að leggja vatnsleiðslur frá eyðimörk- inni til borganna Bengasi og Tri- poli á ströndinni. Fyrsti áfanginn — 1900 km löng leiðsla — er því sem næst fullgerð- ur. Daglega renna tvær milljónir rúmmetra vatns um steinsteypt rörin, sem em meira en mann- hæðar há. Það er suður- kóreönsk samsteypa sem tekur að sér næsta áfanga verksins fyrir 5,5 milljarða dollara. Suður-Kóreumenn ætla síðan að leggja 1100 kflómetra leiðslu fýrir gervifljótið til viðbótar frá eyðimörkinni til höfuðborgar- innar Tripoli fyrir 1998 — með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir umhverfið. Hætta fyrir umhverfíð? Sumir jarðfræðingar spá því að lí- býskur landbúnaður eigi eftir að verða fýrir stórslysi. Ástæðan er sú að við ströndina er salt gmnnvatn undir þunnu ferskvatnslagi. Gervi- fljótið úr pípulögnunum myndi skola saltinu upp á yfirborðið og breyta ökmnum fyrst í skólpvötn og síðar salteyðimerkur. Margir þróunarhjálparmenn em nú orðnir hógværari en áður. Nú mæla þeir fyrir því að aðeins sé notað það vatn til landbúnaðar sem getur endurnýjað sig, sem sagt fyrst og fremst regnvatn. Það er nefnilega líka úrkoma í eyði- mörkinni. Það fossar niður eftir eyðimerkurdölunum, wadi, í villt- um flóðbylgjum þar til það að lok- um seytlar burt. Því vilja sérfræðingar í Eschborn í Þýskalandi ná tökum á þessum neðanjarðarflóðbylgjum, ekki of- anjarðar. í Tsjad og Níger, þar sem wadi-dalirnir em víðastir, reisa þeir neðanjarðarstíflugarða. Þann- ig á að koma í veg fyrir að vatn, sem hefur seytlað ofan í jarðveg- inn, renni áfram sína Ieið. Sandlög ofan á hlífa neðanjarðamppistöðu- lónunum við uppgufun. Raunar, þegar því er að skipta, dugir ein wadi-stífla til að veita vatni á eina litla vin. ítalska fyrirtækið Bonifica á ekki annað en fyrirlitningu á slíkri bútavinnu. „Enginn getur í alvöm haldið að slíkt framtak sé hróssvert eða bjargi neinu, þó að grípa megi til þess sem neyðaraðgerða," segja þeir hjá Bonifica. „Hins vegar get- ur það aldrei verið lausn til fram- búðar." Risastórar gröfur hafa unnið að gerð Jonglei-skurðarins í Súdan, en hafa orðið að gefa verkið upp á bátinn og fóru þar 200 milljón- ir dollara í súginn. Borgarastyrjöldin í Súdan batt endanlegan enda á verkið. Vatnsleysi í löndum sunnan Sahara veldur þurrkum og hungursneyð: Græni draumurinn hefur enn ekki ræst Þrátt fyrir ótal fyrri mistök ætla evrópskir áætlanasmiðir nú enn einu sinni að færa landsvæðin sunnan Sahara í blóma — með því að gera stíflugarða og risastóra áveituskurði. Frá ýmsum fyrri til- raunum og núverandi hugmyndum segir Der Spiegel nýverið. Stíflugarðar em nú að molna nið- ur undir brennandi sólinni í eyði- mörkinni sunnan Sahara. Við hlið þeirra fellur í rúst verksmiðja sem vinna átti kom úr bómullarfræj- um. Risastórt net áveitutjama, sem grafið var eftir í gegnum jarð- arskelina við Chári- fljótið, hefur þornað upp og er smám saman að fyllast upp. Draugalegt, mannautt mána- landslag breiðir úr sér, þar sem í eina tíð átti að koma upp „kom- búri Tsjad“. Meira en tveir millj- arðar dollara sukku í eyðimerkur- sandinn vegna græna draumsins. Stórbrotnar hugmyndir Evrópu- manna hafa orðið Afríkumönnum dýrkeyptar í upphafi sjöunda áratugarins blekkti breska ráðgjafafyrirtækið Mott MacDonald nýsjálfstæðu rík- in Nígeríu, Níger, Tsjad og Kame- rún með stórkostlegri framtíðar- sýn. Sérfræðingar fyrirtækisins höfðu fengið þá hugmynd að vatn- ið í Tsjadvatni gæti breytt 100.000 hektumm af gresju í bómullar- og hveitiakra. En eftir því sem gröfurnar sóttu fram, hörfaði vatnið. Sahara- eyði- mörkin sótti æ lengra til suðurs. Landsvæðið sunnan Sahara, sem átti að verða kornforðabúr, varð í staðinn þekktast fyrir að vera að- setur þurrka og hungurs. Tsjadvatn, sem í eina tíð var yfir 20 þús. ferkm að stærð, er nú ekki nema um tveir og hálfur ferkfló- metri. Allt að 60 kflómetra frá því sem áður var fjöruborð vatnsins em nú skipsflök í sandinum. Fag- fólk gefur dauðvona Tsjadvatninu ekki nema nokkur ár, þá verður að- rennsli vatnsins, Chári- fljótið, al- veg seytlað burt í skraufþurra eyði- mörkina. Æ ofan í æ hafa áætlanasmiðimir látið leiðast út í snjallar fram- kvæmdir í von um nýjar vatnsupp- sprettur. Þeir hafa borað og borað bmnna í jörðina á svæðinu svo að hún er orðin eins og gatasigti. Hirðingjamir, sem áður fluttu sig um set, í fylgd með gróðrinum, til suðurs á þurrkatímanum, vom nú um kyrrt árið um kring á svæðinu sem hélt áfram að vera grænt með gerviráðum. Nautgripimir þeirra stóðu á beit þar til aðeins dauðir stubbar stóðu upp úr jörðinni. Það, sem þessum hjörðum, sem stóðu á beit árið um kring, tókst ekki að koma í lóg, lagði eyðimörk- in undir sig. „Vantar bara kjarkinn tii að hugsa stórt“ Þrátt fyrir öll mistökin, sem þeg- ar hafa verið gerð, er enn verið að hugleiða stórframkvæmdir í evr- ópskum áætlanagerðum. Stærsta ítalska ráðgjafafyrirtækið, ríkisfyr- irtækið Bonifica, vinnur nú að áformum um framkvæmdir, sem svo sannarlega eru af meginlands- stærðargráðu. Rannsóknaráætlun þess, „Transaqua", er aflestrar eins og leiðarvísir um björgun Afríku. I álitsgerðinni segir að yfrið nóg vatn sé að finna á meginlandi Afr- íku; það eina, sem vanti, sé „kjark- urinn til að hugsa stórt". Sökina á eymdinni á svæðinu sunnan Sa- hara segir höfundur greinargerð- arinnar vera mjúkvaxin hæðadrög, sem skilji Tsjad frá vatnsmesta fljóti Afríku, Zaire- fljóti, sem er 4377 km að lengd, kemur upp í há- lendi Katanga og dælir á ári hverju 1900 rúmkflómetrum af ónýttu vatni út í Atlantshafið. Samkvæmt áætlunum Bonifica á vatn úr Zaire-fljótinu að gefa svæðinu sunnan Sahara óhemju blómlegan landbúnað. Örfáum kflómetrum frá uppsprettu Nflar á, skv. hugmyndum áætlunarmeist- aranna, að koma upp 2400 km langri tilbúinni á, sem á að renna í risavöxnum sveig meðfram landa- mærum Zaire og því næst þvert yf- ir Mið-Afríkulýðveldið þar til hún á að renna út í Chári-fljótið. Á leið sinni fengi „Transaqua"- skurður- Veita „stóra gervifljótsins" í Líbýu er umdeild og segja sumir umhverfisfræöingar hana óhjákvæmilega leiða til þess aö akrar leggist í salt- auðn. inn væna viðbót af vatni úr fjalla- lækjum og gæti gefið af sér 100 rúmkflómetra af vatni á ári þegar hann sameinast Chári-fljóti, en það vatnsmagn myndi nægja til að veita vatni á 70.000 ferkm svæði. „TVansaqua" byggi yfir meira vatnsmagni en Rín og leiðslan yrði næstum því eins löng og Dóná. Za- ire-fljót myndi aðeins tapa fimm prósentum af vatni sínu vegna skurðarins og framkvæmdin hefði því enga hættu í för með sér gagn- vart umhverfinu, að áliti áætlana- sérfræðinganna. Draumamir á teikni- borðunum í Róm Sérfræðingarnir álíta líka að verslun ogviðskipti þvertyfir meg- inlandið blómgist með tilkomu „Transaqua". Á miðju runnabelt- inu ætti skurðurinn að ganga þvert á alafríska langveginn, sem er önnur risaframkvæmd og er verið að leggja í áföngum þvert gegnum afríska frumskóginn frá Mombasa á austurströndinni til Lagos á vesturströndinni. Á teikni- borðunum í Róm blómstra við- skiptin nú þegar þar sem vegurinn og skurðurinn mætast. Iðnaðar- svæði rísa upp þar sem skurður framtíðarinnar og enn ófullgerður vegurinn skerast, rafmagnsnet um allt meginlandið teygir sig frá raf- orkuverum við gervifljótið um allt meginlandið, til Egyptalands og Nígeríu. Risastórt orkuverið á að framleiða 35.000 gígavattstundir af raforku, en það er um það bil tí- undi hluti þeirrar raforku sem allt Vestur- Þýskaland notar. Áætlanir af þessari stærðargráðu vekja aðdáun valdasjúkra forseta Afríkuríkja. Aftur á móti hefur Bonifica, enn sem komið er, ekki getað vakið hrifningu evrópskra fjárfesta á risaverkefninu sem á að kosta 20 milljarða dollara. í Afríku úir og grúir nefnilega nú þegar af fjárfestingarrústum eftir stórhuga áætlanir um áveitufram- kvæmdir. Sem dæmi má nefna að síðustu sjö árin hafa Iegið undir skemmdum framkvæmdir, sem hafnar voru við Jonglei-skurðinn í illfærum Sudd-fenjunum í Súdan. 1980 hófu þýsku „Sarah"-gröfurn- ar, stórvirkustu gröfur í heimi, vinnu við eitt stærsta þróunar- verkefni Afríku. Franska fyrirtækið Compagnie de Construction Inter- nationales ætlaði að grafa 350 km langan skurð um mýrlendið. Borgarastytjöld stöðvar eitt risaverkefnið Það var fyrirheitið um ofgnótt vatns, sem teymdi Egypta og Súd- ana út í þessa 26 milljón dollara ófæru. Það átti að veita sjö rúm- kflómetrum af Nflarvatni framhjá Sudd-fenjunum eftir Jonglei- skurðinum á ári. Nú gufar allt að því helmingur Hvítu Nflar upp í hitabeltissólarhitanum. En eftir að grafnir höfðu verið rúmlega 200 kflómetrar og jafnmargar milljón- ir dollara höfðu sokkið í kviksynd- ið, stöðvaði borgarastyrjöldin í Súdan framkvæmdirnar. Hafist var handa um enn eitt stór- verkefnið í Malí 1987. Enn var það vonin um vatn sem hinum ör- snauðu löndum Malí, Máretaníu og Senegal fannst 600 milljón doll- ara láns virði. 10.000 hektarar af skógi urðu að víkja, 12.000 manns voru reknir frá heimilum sínum — og síðan stendur hinn stolti stíflugarður Manantali við Sene- gal- fljótið. Sumarið 1991 var hleypt ellefu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.