Tíminn - 13.09.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 13. september 1991
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra boðar stórtíðindi þegar fjárlagafrumvarpið
lítur dagsins Ijós. Gjaldtökur og afnám sjómannaafsláttar falli þá í skuggann:
Þá munu önnur atriði
valda meiri áhyggjum
„Ég hygg að þegar frumvarpið kemur fram, þá verði það önnur at-
riði sem menn hafl meiri áhyggjur af,“ sagði Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra í gær, þegar hann var spurður um sparnaðaráform
og fyrirhugaðar gjaidtökur í fjárlagafrumvarpi því, sem nú er í fæð-
ingu.
Fjármálaráðherra skýrði ekki
hvað það væri, sem hann teldi að
menn myndu hafa meiri áhyggj-
ur af, þegar fjárlagafrumvarpið
kæmi fram, en gjaldtöku af
skólanemendum, sjúklingum,
niðurfellingu skattaafsláttar sjó-
manna o.fl.
Á blaðamannafundi, sem fjár-
málaráðherra boðaði til í gær,
sagði hann að undanfarið hefðu
orðið nokkrar umræður í fjöl-
miðlum um ýmsa þætti sem
snúa að fjárlagagerðinni fyrir
næsta ár. Þar hefði í mörgum til-
vikum gætt nokkurs misskiln-
ings og stundum hreinna rang-
færslna, auk þess sem heildaryf-
irsýn hefði skort. „Það er því
nauðsynlegt að koma á framfæri
ýmsum upplýsingum, sem
snerta bæði almenna stefnu-
mörkun ríkisstjómar í efnahags-
og ríkisfjármálum og ný og
breytt vinnubrögð við fjárlaga-
gerðina," sagði Friðrik Sophus-
son. Fjármálaráðherra lét hins
vegar ógert að koma á framfæri
öðrum upplýsingum um fjár-
lagagerðina en þeim, sem þegar
hafa komið fram í fjölmiðlum,
en eyddi drjúgum tíma í að ávíta
fréttamenn fyrir það sem hann
kallaði að flytja fréttir sam-
kvæmt „áreiðanlegum“ heimild-
um, í þeim tilgangi að knýja sig
til svara um fjárlagagerðina.
—sá
Friðrík Sophusson á skyrtunni kynnir fortíðarvandann í gær. Til vinstri er Magnús Pétursson ráðu-
neytisstjóri og til hægri Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður ráöherra. Timamynd: Ámi Bjarna
Umhverfisráðuneytið segir sýnatöku landeigenda Eiðis á Heiðar-
fjalli marklausa. Landeigendur hóta lögsókn á hendur Jóni Gunnari
Ottóssyni og krefjast brottrekstrar hans. Jón Gunnar:
Er það tíska að vilja
reka mig úr embætti?
„Ég hef aldrei sagt að sýnatakan
sé folsun. Ég sagði í fréttum RÚV
að sýnataka landeigenda 23. ágúst
sl. væri með þeim hætti að ekki
væri hægt að draga út frá henni
ályktanir um mengun í Heiðar-
fjalli, hvorki í jarðvegi eða í fjall-
inu sjálfu," sagði Jón Cunnar
Ottósson, deildarstjóri í umhverf-
isráðuneytinu, í gær.
Eigendur Eiðis á Langanesi og þar
með Heiðarfjalls hafa lýst því yfir
að þeir muni höfða meiðyrðamál á
hendur Jóni Gunnari Ottóssyni
vegna ummælanna í fréttum Ríkis-
útvarpsins. Þeir segja að ummæli
hans merki í raun að sýnataka
þeirra sé fölsun. Jafnframt líti út
fyrir að umhverfisráðuneytið hafi
sammælst með utanríkisráðuneyt-
inu um að breiða yfir ósómann í
Heiðarfjalli. Þá krefjast þeir þess að
Jón Gunnar verði rekinn úr starfi
hjá ráðuneytinu.
„Það virðist vera orðin einhver
tíska að vilja reka mig úr embætti,"
sagði Jón Gunnar. Hann sagði að
ráðuneytið byggði afstöðu sína til
sýnatöku landeigenda á gögnum
sem það hefði undir höndum, svo
sem skýrslu Henrýs Ásgrímsson,
formanns heilbrigðisnefndar Þórs-
hafnar, og niðurstöður mælinga
Iðntæknistofnunar á sýnunum.
í skýrslu Henrýs Ásgrímssonar
segir m.a.: „Eftir að þessum sýnum
hafði verið safnað saman, fannst
mér nóg komið af sýnatöku, þar
sem mér fannst sem fulltrúa frá
heilbrigðisnefnd þessi sýni ekki
gefa raunhæfa mynd um mengun á
svæðinu. Mér fannst sem leik-
manni að mengun hlyti að mælast
úr sýnum sem koma beint úr olíut-
unnu, úr jarðvegi sem brotinn raf-
geymir liggur á, sýnishorni úr
Jón Gunnar Ottósson, deildar-
stjórí í umhverfisráðuneytinu.
Tímamynd: Ámi Bjama
ruslatunnu, notaðri smurolíusíu,
o.s.frv."
Jón Gunnar Ottósson segir að hér
séu nákvæmlega upp talin þau sýni
sem tekin voru, utan eitt sem tekið
var úr jarðvegi við olíutunnu. Þá
hafi ráðuneytið undir höndum
skýrslu frá sérfræðingum Iðn-
tæknistofnunar, sem mældu sýni
þessi. Þar staðfesti þeir að þessi
sýni segi ekki til um mengun á
fjallinu.
í tilkynningu, sem ráðuneytið
sendi frá sér um þetta mál í gær,
segir að afstaða ráðuneytisins til
sýnatökunnar sé ekki til komin
vegna þess að fulltrúi heilbrigðis-
nefndar og nágrennis stjórnaði
ekki sýnatökunni, heldur á þeim
gögnum sem áður eru nefnd.
Jón Gunnar Ottósson segir að
ráðuneytið sé ekki í neinskonar
samsæri um að hylma yfir „ósóma"
á Heiðarfjalli, hvorki hjá Banda-
ríkjamönnum né utanríkisráðu-
neyti. Ráðuneytið muni halda
áfram að vinna skipulega að rann-
sókn á mengun á fjallinu og leita
áfram aðstoðar færustu sérfræð-
inga á sviði efnamengunar.
—sá
Félag um endurvakningu Alafoss:
Framkvæmdasjóður
hafnar leiguboði
Stjóm Framkvæmdasjóðs hefur
hafnað tilboði nokkurra aðila,
sem hug höfðu á að leigja hús-
næði Álafoss í Mosfellsbæ og
vinna þar ullarband. Stjómin seg-
ir óvíst að hagkvæmara sé fyrir
sjóðinn að taka tilboðinu, en láta
húsin standa auð.
Með þessu er kominn nokkur aft-
urkippur í endurreisn Álafoss, sem
gengið hefur betur en flestir þorðu
að vona. í dag verður stofnað félag
um nýtt fyrirtæki sem reka skal
ullarþvottastöð og bandvinnslu.
Að því standa fjórir fyrrum starfs-
menn Álafoss hf. Stéttarsamband
bænda, Landssamtök sauðíjár-
bænda og þýskir aðilar. Bænda-
samtökin hafa gefið vilyrði fyrir
hlutafé í fyrirtækið og Mosfellsbær
býðst til að innheimta ekki af því
opinber gjöld fýrstu tvö árin. Það
eina, sem vantaði, var húsnæði.
En málið snertir fleiri. Ef band-
vinnslaÁlafoss í Mosfellsbæ og ull-
arþvottur í Hveragerði komast
ekki í gang er, að minnsta kosti,
öðrum fætinum kippt undan til-
raunum Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar og Akureyrarbæjar til að
endurreisa fata- og vefhaðarfyrir-
tæki á Akureyri. -aá.
Dómkirkjan í Reykjavík:
Prestar vígðir
á sunnudaginn
Á sunnudag kl. 10.30 mun biskup
íslands, hr. Ólafur Skúlason, vígja
tvo guðfræöinga til prestsstarfa
Ovissa um niðurgreiðslur:
Lítur út fyrir að dilka-
kjöt hækki um nærri 15%
Verðlagsnefndir landbúnaðarins
halda að sér höndum meðan beðið
er endanlegra svara frá rikisstjóm-
inni um hversu miklu fé hún
hyggst veita til að greiða niður verð
á dilkakjöti.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem nú liggja fyrir, ætlar ríkisstjórn-
in að nota jafnmargar krónur í nið-
urgreiðslur nú og gert var í fyrra.
Miðað við það hækkar verð á dilka-
kjöti um 15%. En ef verðhækkunin
á ekki að verða meiri en verðbólga
segir til um, þyrfti að veita 200
milljónum meira í niðurgreiðslur
nú en gert var í fyrra.
-aá.
innan þjóðkirkjunnar. Þeir em
Magnús Erlingsson, sem starfað
hefur sem fræðslufulltrúi á bisk-
upsstofu, og Sigrún Óskarsdóttir.
Magnús Oskarsson verður vígður
til þjónustu í ísafjarðarprestakalli í
Vestfjarðaprófastsdæmi, en Sigrún
verður aðstoðarprestur í Laugarnes-
prestakalla í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra.
Vígsluvottar verða sr. Bernharður
Guðmundsson fræðslustjóri, sem
lýsir vígslu, og sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson dómkirkjuprestur, sem
þjónar fyrir altari, sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson prófastur í Reykjavík-
urprófastsdæmi vestra, og sr. Jón
Ragnarsson deildarstjóri í fræðslu-
deild kirkjunnar. Við athöfnina
syngur Dómkórinn undir stjórn
Marteins Hungers Friðrikssonar,
organleikara Dómkirkjunnar. —sá