Tíminn - 13.09.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. september 1991
Tíminn 5
Fjárlagasprengja lendir öllum að óvörum á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,
sem á að breyta í hjúkrunarheimili fyrir aldraða:
Sagt aö leggja sig
niður fyrir áramót
Neyðarfundur var kallaður saman í stjórn St. Jósefsspítala í gærkvöldi
þar sem ræða átti leiðir til að koma í veg fyrir að við yfirstandandi fjár-
lagagerð yrði spítalanum breytt úr deildarskiptu sjúkrahúsi í hjúkrun-
arheimili fyrir aldraða. Stjórnarformaður spítalans, Níels Árni Lund, og
framkvæmdastjóri hans, Ámi Sverrisson, voru kallaðir í heilbrigðis-
ráðuneytið á þriðjudaginn og þeim tilkynnt um að þessi breyting stæði
fyrir dyrum í tengslum við yfirstandandi fjáriagagerð. Hugmyndin væri
að spara 120 milljónir með þessari breytingu, þannig að heildarframlög
til spítalans (hjúkrunarheimilisins?) yrðu í ár 108 milljónir, sem er
meira en helmingi minna en á fjárlögum í fyrra.
Óhætt er að segja að bæði stjórn- anna af hálfu bæjarsjóðs og raunar
endur spítalans og bæjaryfirvöld í ríkisvaldsins sömuleiðis, sbr. skrif-
Hafharfirði, en Hafnarfjarðarbær á
15% í St. Jósefsspítala, hafði orðið
hissa á þessari tilkynningu heil-
brigðisráðherra. Það kemur m.a.
fram í bókun sem gerð var á fundi
bæjarráðs í gær, en þar segir m.a.:
„Hafnarfjarðarbær, sem á 15% í
spítalanum, hefur ekki fengið neitt
að heyra um þessar hugmyndir.
Bæjarráð mótmælir harðlega lítt
ígrunduðum hugmyndum í þessa
veru og ekki síður vinnubrögðum
ríkisvaldsins. Við kaup á St. Jósefs-
spítala 1987 var það forsenda kaup-
legar yfirlýsingar þar um, að sjúkra-
húsið yrði áfram rekið með óbreytt-
um hætti, þ.e. sem deildarskipt
sjúkrahús."
Komi tilkynning heilbrigðisráð-
herra til framkvæmda, er miðað við
að breytingar á St. Jósefsspítala taki
gildi frá og með áramótum. Tíminn
spurði Arna Sverrisson, fram-
kvæmdastjóra spítalans, hvort
menn yrðu ekki að hafa hraðar
hendur ef takast ætti að leggja nið-
ur spítalann á þeim þrem og hálfum
mánuði sem til stefnu væru. „Það er
Flugskólar æfir út í flugmálastjóra:
Ásaka hann um
hagsmunatengsl
„Miðað við þær upplýsingar og
gögn, sem við höfum undir
höndum, þá er ástæða til að ætla
að mjög óeðlileg tengsl séu milli
embættismanns íslenska ríkis-
ins og fyrirtækis á starfsvett-
vangi embættismannsins sé að
ræða, (flugmálastjóra og Flug-
taks hf., innsk. blm.),“ segir
Snorri Páll Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Vesturflugs hf. á
Reykjavíkurflugvelli.
Viðbrögð forsvarsmanna þeirra
fyrirtækja, sem annast flug-
kennslu, við fyrirætlunum flug-
málastjóra um að fela einum að-
ila alla kennslu til atvinnuflug-
prófs hafa verið mjög hörð, eins
og fram hefur komið í fréttum
Tímans undanfarna daga.
í greinargerð, sem framkv.stj
Vesturflugs hefur tekið saman
um þessi tengsl, segir m.a. að
Pétur Einarsson hafi verið skráð-
ur hluthafi í Flugtaki til 26. mars
1981. Flugmálastjóri hafi selt
Flugtaki hf. skuldabréf, sem
Sverrir Þóroddsson hafi á sínum
tíma gefið út vegna skulda við
Flugmálastjórn vegna lendinga-
gjalda og leigu á flugskýli á
Reykjavíkurflugvelli. Skuldabréf-
ið hafi hann selt Flugtaki með af-
föllum, en jafnframt leigt því að-
stöðu þá sem Sverrir hafði leigt í
flugskýli 1 á vellinum og vikið
Leiguflugi hf. út úr skýlinu með
gerræðisaðgerðum. Leiguflug hf.
hefði þá yfirtekið flugrekstur
Sverris Þóroddssonar og skuld-
bindingar.
Þá segir að flugmálastjóri hafi
haft afnot af Pajero-bifreið frá fyr-
irtæki í eigu eigenda Flugtaks hf.
Ennfremur hafi flugmálastjóri
viðurkennt að hafa rætt við Flug-
tak hf. um rekstur einkaleyfis-
flugskóla, án þess að hafa sam-
band við aðra flugskóla.
Ekki náðist í Pétur Einarsson
flugmálastjóra í gærkvöldi til
þess að bera þessar ásakanir und-
ir hann.
—sá
Skipstjórafélag Norðlendinga:
Sjómannafrádráttur
verði ekki skertur
„Stjóm SN mótmælir harðlega öll-
um tilhneigingum stjómvalda í þá
átt að fella niður eða skerða á nokk-
urn hátt skattaafslátt sjómanna,"
segir í ályktun stjómarfundar í
Skipstjórafélagi Norðlendinga.
Fundurinn var haldinn í tilefni
frétta Sjónvarpsins um skerðingu á
sjómannafrádrætti. í ályktuninni
segir ennfremur að allar breytingar
á afslættinum hljóti að gerast í sam-
ráði við samtök sjómanna. Hann
hafi verið við lýði síðan 1953 og sé
órjúfanlegur hluti af starfskjörum
sjómanna.
Verði afslátturinn skertur muni
sjómenn mæta slíku með hörðum
aðgerðum. —sá
alveg ljóst að faglega hefur þetta
mál ekki nokkurn skapaðan hlut
verið unnið. Þetta virist vera
ákvörðun sem einhver tekur um
niðurskurð, því að hafi vantað inn í
pakka 120 milljónir sem síðan eru
teknar af okkur. Það er ekki spurt:
Getið þið gert þetta? Helsur er sagt:
Þið eigið að gera þettal Við höfum
ekki haft mikinn tíma til að fara í
gegnum þessa hluti, en frá okkar
bæjardyrum séð er þetta alveg gjör-
samlega óframkvæmanlegt."
Guðmundur Árni Stefánsson, bæj-
arstjóri Hafnarfjarðar og varaþing-
maður Alþýðuflokksins í Reykja-
nesi, sagði vinnubrögð ráðuneytis-
ins í þessu máli einsdæmi. Aðspurð-
ur um hvort ekki væru greiðar
boðleiðir milli ráðherra Alþýðu-
flokks og varaþingmanns sama
flokks og bæjarstjórans í Hafnar-
firði, sagði hann að rangt væri að
leggja málin upp með slíkum hætti.
„Það eru ekkert greiðari boðleiðir
milli Hafnarfjarðarbæjar sem sveit-
arfélags og einhverra tiltekinna
ráðuneyta sem alþýðuflokksmenn
veita forstöðu. Ég hef ekki upplifað
það þannig og vil ekki upplifa það
þannig," sagði Guðmundur Árni.
Hann sagði þessi samskipti bæjar-
ins og alþýðuflokksráðuneyta al-
mennt vera mjög hefðbundin, þó
svo að í þessu tilfelli væri ekki um
hefðbundin eða eðlileg samskipti að
ræða.
Bæjarstjórinn sagði að umræða
um þetta mál hafí aldrei komið upp
á neinum stað eða tíma innan bæj-
arfélagsins fyrr, og það síðasta, sem
bæjarfélagið hafí fjallað um hlut-
verk St. Jósefsspítala, hafí verið í
tengslum við kaupin á honum þeg-
ar systurnar drógu sig í hlé.
Aðspurður um hvort forsendur fyr-
ir forræði Hafnarfjarðarbæjar varð-
andi það hvers konar rekstur færi
þar fram væru ekki breyttar eftir að
ný verkaskipting hafi verið tekin
upp milli ríkis og sveitarfélaga og
ríkið borgaði reksturinn að fullu,
taldi Guðmundur svo ekki vera.
Hann benti á að bæjarfélagið skip-
aði fulltrúa í stjórn spítalans, auk
þess sem eignaraðildin væri
óbreytt. Sú forsenda, sem menn
gáfu sér fyrir fjórum árum og réð
því að bærinn festi kaup á 15% af
spítalanum, stæði enn í fullu gildi.
„Hafnarfjarðarbær hafði ekki þá
frekar en nú neinn áhuga á að fjár-
festa í langlegudeild fyrir aldraða.
Bærinn hefur aðrar hugmyndir
uppi í þeim efnum og hefur byggt
upp slíka þjónustu á Sólvangssvæð-
inu og ætlar að halda áfram þeirri
uppbyggingu þar, en ekki að dreifa
henni um allan bæ. Það er ákveðin
fagleg uppbygging í gangi í bænum
á þessu sviði og svona fljótfærnis-
legar ákvarðanir koma skáhallt inn í
slíkt starf," sagði GuðmundurÁrni í
samtali við Tímann.
Ekki var ljós niðurstaðan af stjórn-
arfundi St. Jósefsspítala í gærkvöldi
þegar blaðið fór í prentun, en bæj-
arráð samþykkti að boða til fundar
með þingmönnum kjördæmisins
um málin á mánudag.
- BG
Hannes Jón Hannesson hljómlistarmaður er ómyrkur í máli um íslenska poppið:
Mikið af íslenskri
dægurtónlist „drasl“
Hannes Jón Hannesson hljómlist-
armaður auglýsti fyrir stuttu
hljómlistarkennslu. Ásamt kennslu
á gítar, býður hann upp á kennslu í
laga- og textagerð, hljómsveitarút-
setningum og vinnubrögðum.
í samtali við Tímann segir Hannes
Jón að hægt sé að kenna fólki vinnu-
brögð í lagagerð sem og á öðrum
sviðum, þ.e. í hvaða búning eigi að
setja tónlistina til að hún hljómi
eins og lag.
Hannes Jón kveður margt af þeirri
íslensku tónlist, sem gefin hefur
verið út síðustu árin, vera „drasl".
Hann telur tónlistina þó heldur hafa
batnað að undanförnu. Plötukaup-
endur kaupa ekki endalaust hvað
sem er, eða bara þá tónlist sem að
þeim er rétt.
Hannes Jón stundaði gítarnám í
gítarskóla í Hollyvood í eitt ár, þar
sem allar tegundir gítarleiks voru
kenndar. Hann hélt síðan áfram
námi í háskólanum í Los Angeles,
þar sem hann lagði stund á upp-
tökutækni og lagasmíð. Hann kveð-
ur Los Angeles vera núna eina af
höfúðstöðvum tónlistar í heimin-
um. Þar gefa menn ekki út plötur
nema fyrir liggi gott efni. Hannes
Jón segir að sér hafi krossbrugðið
þegar hann hlustaði á íslensku tón-
listina í útvarpinu eftir eins árs dvöl
í Bandaríkjunum.
Hann telur íslenskri tónlistarút-
gáfu stjómað af tveimur fyrirtækj-
um. Þessi tvö útgáfufyrirtæki stjórni
því hvaða tónlist sé gefin út á plöt-
um, þau mati markaðinn. Hannes
Jón er ósáttur við margt af því efni
sem þar er gefið út. Auk þess sé á
stundum nægilegt að kunna þrjú
gítargrip til þess að komast upp á
Hannes Jón Hannesson hljómlistarmaður. Tímamynd/Áml Bjarna
svið og kalla sig tónlistarmann.
Aðspurður segist Hannes Jón vilja
sjá útgáfufýrirtæki á íslandi sem
sinni góðri tónlist. Hann segir að
hér sé eitt árið fundin upp einhver
tónlistarlína sem seljist vel. Næsta
ár er róið á sömu mið og líkt eftir
tónlistarlínunni frá árinu áður. Ef
hljómlistarmenn vilja komast að
með annað efni gengur það ekki, því
þeir falla ekki inn í þessa umræddu
oft útþynntu tónlistarlínu.
Hannes Jón segir að lokum að lítið
sé gert til þess að styðja við bakið á
íslenskri þjóðlagatónlist. Þeir
hljómlistarmenn, sem spili slíka
tónlist, verða að standa í því að gefa
hana út sjálfir. -js