Tíminn - 13.09.1991, Side 3
Föstudagur 13. september 1991
Tíminn 3
Skert þjónusta á vetraráætlun Strætisvagna Reykjavíkur:
Samdráttur í ferðum
skilar 60 milljónum
Strætisvagnar Reykjavíkur munu nokkuð draga saman í tíðni og
umfangi ferða strætisvagnanna frá því sem var í fyrra, á vetraráætl-
un þeirri sem tekur gildi eftir helgina. Að sögn Sveins Björnssonar,
forstjóra SVR, er gert ráð fyrir að þær breytingar, sem fyrirhugaðar
eru, muni spara fyrirtækinu rúmar 60 milljónir kr.
Sveinn segir að SVR hafi á umliðnum
árum leitast við að halda jafnvægi
milli framboðs og eftirspumar og því
séu þær breytingar, sem nú verða
gerðar, miðaðar við að draga úr þeim
ferðum þegar lítið hefur verið að gera.
Eins og áður segir mun ný vetraráætl-
un taka gildi þann 16. september, þ.e.
á mánudaginn kemur, þannig að
tímabært er fyrir þá, sem nota strætó,
að kynna sér breytingamar, en þegar
er hafin sala á nýrri leiðabók.
Almennt felast breytingamar í því að
akstri verður hætt um miðnættí frá
sunnudögum til fimmtudags, en
áfram verða ferðir til kl. 01 á föstu-
dags- og laugardagskvöldum. Þá mun
akstur hefjast nokkru seinna á sunnu-
dagsmorgnum en var í fyrra, eða á
tímabilinu frá kl. 9:40 -10:00.
Á níu strætisvagnaleiðum var í vetr-
aráætlun í fyrra vagn á 15 mín. frestí,
en verður nú á 20 mín. fresti. M.ö.o.
verða þrír vagnar notaðir á þessum
leiðum í stað fjögurra áður. Hins veg-
ar eykst tíðnin á hringleiðunum 8 og
9 og verður þar vagn á 20 mín. frestí,
en var áður 30 mín.
í yfirliti frá SVR um breytíngu á ein-
stökum leiðum kemur eftírfarandi
fram:
Leið 3, Nes-Mjódd: Þessi leið, sem
áður nefndist Nes-Háaleití, verður
framlengd í Mjódd frá kl. 07-19 má.-
fö. Laugard. og sunnud. og á kvöldin
verður endastöð eins og áður við út-
varpshúsið við Efstaleiti.
Leiðir 8 og 9, Hringleiðin Á þessum
leiðum verður tíðni framvegis 20 mín.
má.-fö. kl. 07-19 allt árið.
Leið 10, Hlemmur-Selás: Ekið verð-
ur um Ártúnsholt í öllum ferðum, en
ekki um Ártúnshöfða í annarri hverri
ferð eins og áður var.
Leið 11, Hlemmur-Breiðholt: Sú
breyting verður á þessari leið, að
vagnamir aka um Arnarbakka í öllum
ferðum og leysa þar af hólmi leið 14.
Leið 13, Lækjartorg-Breiðholt (hrað-
ferð): Fær leiðamúmerið 112 (þriggja
stafa númer gefúr til kynna að um
hraðferð er að ræða). Leiðin verður að
öðru leytí óbreytt. Kvöld og helgar er
60 mín. tíðni á þessari leið. Leiðir 12
og 111 aka að hluta á sömu leið.
Leið 14, Lækjartorg-Sel (hraðferð):
Fær leiðamúmerið 111. Ákstur um
Amarbakka leggst af (sbr. leið 11). í
stað þess mun leið 111 hafa viðkomu
við Breiðholtskjör á leið frá Selja-
hverfi árdegis og síðdegis á leið í
hverfið.
Leið 15, Hlemmur-Keldnahoh: Þjón-
usta við Grafarvogsbyggð verður frá
og með hausti endurskipulögð, þann-
ig að leið 15 verður aðalleiðin með 20
mín. tíðni að deginum, sambærileg
við leið 10 í Árbæ og Ártúnsholtí. Að
auki mun hraðleið 115, ásamt leið 16
(áður 15c) þjóna hverfinu. Leiðir 15a
og 15b, sem gengið hafa á 60 mín.
frestí, hverfa sem slíkar, en leið 15 tek-
ur við. Hafinn verður akstur um Vö-
lundarhús í Húsahverfi (leið 15). Eins
og áður verður ferðum að RB, ITÍ og
RALA hagað í samráði við starfsmenn
stofnananna. Utan annatíma verður
Réttir í land-
námi Ingólfs
Helstu réttir í landnámi Ingólfs á
þessu hausti verða sem hér segin
Laugardagur 21. sept. upp úr há-
degi: Heiðarbæjarrétt í Þingvalla-
sveit, Húsmúlarétt við Kolviðarhól,
Nesjavallarétt í Grafningi og Kaldár-
rétt við Hafnarfjörð.
Sunnudagur 22. sept. árdegis: Þór-
kötlustaðarétt í Grindavfk. Þennan
dag verður réttað í Dalsrétt í Mos-
fellsdal upp úr hádegi og síðdegis í
Fossvallarétt við Lækjarbotna.
Stjórn Landssambands iðnverkafólks brýnir félaga sína:
STEFNT AÐ MARK-
MIÐUM FEBRÚAR-
SAMNINGANNA
„Stjóm Landssambands iðnverka-
fólks telur að í komandi samning-
um eigi að stefna að sömu mark-
miðum og í febrúarsamningunum
1990, þ.e. stöðugu verðlagi, lágum
vöxtum og umfram allt að byggja
fulla atvinnu. Stjómin telur að að-
eins með víðtækri samstöðu launa-
fólks sé unnt að ná þessum mark-
miðum," segir í ályktun stjómar
LÍ.
Einnig segir að hækkanir á vöru og
tímajöfhun við GagnvegAfíkurveg.
Leið 16, Breiðholt-Keldnaholt: Þetta
var áður leið 15c. Verður óbreytt og
aðeins leiðamúmer breytisL
Leið 110, Lækjartorg-Selás (hrað-
ferð): Breytt leiðamúmer.
Leið 115, Lækjartorg-Keldnahoh
(hraðferð): Þessi leið mun einnig
þjóna Borgarmýri á svipaðan hátt og
leið 15b gerði áður, þ.e. árdegis er ek-
ið um Borgarmýri og síðan Vestur-
landsveg og inn í Grafarvogsbyggð
austan frá um Gagnveg á leið inn í
Miðborg. Síðdegis er sama leið ekin
réttsælis, þ.e. fyrst um Grafarvog en
síðan um Vesturlandsveg og Borgar-
mýri á leið í Miðborg.
Gamli austurfoærinn: Auglýst hefúr
verið útboð á tilraunaakstri með litl-
um vögnum í gamla austurbænum.
Náist samningar um þennan akstur,
er ráðgert að hefja hann í byijun októ-
ber og nánara fyrirkomulag þess verð-
ur þá kynnt síðar.
-BG
issssssssessasssa
Hlemmur- Breiðholt
3»
aa
Mánudaginn 23. sept árdegis verð-
ur réttað í Selvogsrétt í Selvogi, Sel-
flatarétt í Grafningi og Vogarétt á
Vatnsleysuströnd. Um hádegið verð-
ur réttað í Kjósarrétt í Kjós og upp
úr hádeginu verður réttað í Kolía-
fjarðarrétt í Kollafirði.
Þriðjudaginn 24. sept. verður síðan
réttað í Ölfusrétt í Ölfusi. Seinni
réttir verða 12.-15. október á öllu
svæðinu. —sá
drePa
VEIRUBANINN
LAUSNIN
þjónustu, ásamt boðuðum niður-
skurði á velferðarþjónustu og hug-
myndir um lækkun lána og hækkun
vaxta í félagslega íbúðakerfinu,
skapi tortryggni í garð stjómvalda
og torveldi samninga.
Jafnframt er verkafólk minnt á að í
komandi samningum verði megin-
verkefnið að verja lífskjörin og að
höfuðkrafan verði kaupmáttartrygg-
ing ásamt auknum kaupmætti.
—sá
MURCO veirubaninn er áhrifarík og
ódýr nýjung, sú fullkomnasta sem völ
er á til að eyða ólykt og smitun úr
andrúmsloftinu, án þess að hafa þá
annmarka sem fylgja viftum og
loftsíum.
Helstu kostir:
• Drepur bæði gerla og eyðir ólykt
samtímis.
• Fljótvirkur.
• Engar hliðarverkanir.
• Engin efnasambönd.
• Ódýr í innkaupi og rekstri.
• Langur líftími og lítið viðhald.
Bætt heilsa og betra líf!
m\
\^ Vélakaup hf. KársnesbtautlOO Kópavogi Sími 641045 J
NOTKUNARSTAÐIR
Kæliklefa, frystihús og aðrar
matvælageymslur.
• Vörugeymslur, stórmarkaði, hótel,
veitingastaði, ráðstefnusali, skrifstofur
og fleira.
• Sláturhús og kjötiðnaðarstöðvar.
• Sútunarverksmiðjur og skinna-
verksmiðjur.
• Fiskvinnslustöðvar og fisksölur.
• Matvælaiðnaður, brugghús, mjólkur-
stöðvar og niðursuðuverksmiðjur.
• Gripahús, svo sem fjós, fjárhús,
hesthús og svínastíur.
• Búningsherbergi, salerni og
reykstofur.
• Bílaleigur, bílasölur, leigu-
bifreiðastöðvar, flugfélög, langferða-
bifreiðastöðvar og strætisvagnar.
• Skolphreinsistöðvar, sorppökkunar-
stöðvar, sorpgeymslur og sorp-
hirðing.
• Efnalaugar, fúkkahús þar sem hætta
er á myglu, brunatjónsstaðir og
rannsóknarstofur.
• Efnaverksmiðjur, málningarsölur,
lyfjaverslanir og prentstofur.
• Sjúkrahús, elliheimili, endurhæfingar-
stöðvar og fangaklefar.
• Hárskerar og hárgreiðslustofur.
• Fiskiskip, fiskilestar og íbúðir í skipum.
• Allstaðar þar sem ólykt og smithætta
er til staðar.