Tíminn - 13.09.1991, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Holnarhusinu v Tryggvagotu
28822
Lausnin er: Enzymnl'
Nýtt í Evrópu
EUQO-HAIR
á Islandi
M ■Engin hárígræösla
' BEngin geriihár
jLm aEngin lyljameðferð
■ Einungis tímabundin notkun
Eigid hár meú hj'álp lífefna-orhu
©91 -676331e.kt.t6.oo
■ ■■■■■■■■■■■■■
Ókeypis auglýsingar
fyrir einstaklinga
SIMI
91-676-444
T
Iíniinn
FOSTUDAGUR 13. SEPT. 1991
Jón Baldvin og Ólafur G. neita báðir að gangast við hugmynd um gjaldtöku af námsmönnum:
HVER ÁTTIHUGMYND
Óvenjulegt faðernismál er nú komið upp í ríkisstjóminni. í sjón-
varpsfréttum í fyrrakvöld lýsti Ólafur G. Einarsson menntamáia-
ráðherra því yfir að hugmyndin um töku skólagjalda í tengslum
við yfirstandandi fjárlagagerð hafi „upphaflega verið komin frá
formanni Alþýðuflokksins“.
Yfirlýsing menntamálaráðherra
um faðerni skólagjaldahugmynd-
arinnar hefur vakið nokkra at-
hygli í ljósi þess að skólagjöldin
hafa fyrst og fremst staðið í þing-
flokki Alþýðuflokksins, og tókst
ekki að afgreiða málið fýrr en eft-
ir sérstaka bókun þriggja þing-
manna flokksins. Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, hefur brugðist illa við
ummælum menntamálaráðherra
og sendi í gær frá sér ítarlega
fréttatilkynningu þar sem hann
neitar að gangast við þessari hug-
mynd og segir fullyrðingar Ólafs
G. „úr Iausu lofti gripnar". Orð-
rétt segir Jón Baldvin í tilkynn-
ingu sinni: „Gildandi lagaheim-
ildir eru frá menntamálaráð-
herratíð Birgis ísleifs Gunnars-
sonar. Þeim lagaheimildum var
viðhaldið af fv. menntamálaráð-
herra, Svavari Gestssyni, við síð-
ari lagabreytingar. Innheimta
skólagjalda, á grundvelli þessara
lagaheimilda, hefur vaxið veru-
lega á sl. árum. Við undirbúning
fjárlaga fyrir árið 1992 var hug-
myndin fyrst sett á blað í „hug-
myndabanka" fjármálaráðuneytis
þann 24. júní s.l. Tillagan um ráð-
stöfun innheimtra gjalda var að
sjálfsögðu sett fram að frum-
kvæði og á ábyrgð menntamála-
ráðherra, sem hluti af sparnaðar-
tillögum hans ráðuneytis."
Þá upplýsir Jón Baldvin í frétta-
tilkynningu sinni að á ríkisstjórn-
arfundi þann 3. sept. sl. hafi verið
samþykkt að hækka útgjalda-
ramma menntamálaráðuneytis-
ins um 50 milljónir, en skólum
hafi verið ætlað að brúa bil
rekstrarútgjalda og ríkisframlaga
með sparnaði eða gjaldtöku allt
að 250 milljónum. Jafnframt
kemur fram að slík gjaldtaka átti
að vera háð niðurstöðu nefndar,
sem m.a. var sett á laggirnar til að
kanna hvaða lagaheimildir væru
fyrir hendi til að ráðstafa inn-
heimtufé til reksturs skóla.
Nefndin átti að skila niðurstöðu
fyrir lok fjárlagaafgreiðslu. í til-
kynningu Jóns Baldvins segir að
það hafi verið á þessum forsend-
um, þ.e. með fyrirvara um niður-
stöðu nefndarinnar og að skólum
hafi verið heimilað að velja hvort
þeir mættu rekstrarútgjöldum
með gjaldtöku eða sparnaði, sem
Alþýðuflokkurinn hafi samþykkt
gjaldahlið fjárlaga, þ.m.t.
menntamálaráðuneytisins. Orð-
rétt segir Jón Baldvin: ,A1Ht þing-
menn Alþýðuflokksins (að undan-
skildum einum, sem var fjarver-
andi) hafa því skuldbundið sig til
að styðja fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar, á þessum forsend-
um, að því er menntamálaráðu-
neytið varðar."
Jón Baldvin Hannibalsson.
Þá segir formaður Alþýðuflokks-
ins að bókun þriggja þingmanna
flokksins um þetta mál taki ekki
til gjaldtöku þeirrar, sem rætt
hefur verið um í tengslum við
Ijárlagagerð. Hins vegar segir í
bókun þingmannanna: „... hins
Ólafur G. Einarsson.
vegar áskiljum við okkur rétt til
að hlutast til um breytingar í lög-
um um framhaldsskóla til að
tryggja að í framtíðinni verði
námsgjöld ekki látin standa undir
rekstri skóla í meiri mæli en nú
tíðkast."
Fulltrúar landssambanda og félaga ASÍ hittust í gær til að bera saman bækur sínar fyrir kom-
andi samningalotu. Enn er ekki að fullu Ijóst með hvaða hætti staðið verður að viðræðunum, en
flest aðildarfélögin hafa þegar hafið viðræður við atvinnurekendur um sínar sérkröfur. Samnings-
tími, kauptryggingar og samskipti við stjórnvötd verða hins vegar trúlega á sameiginlegu borði.
Á myndinni má sjá kunna verkalýðsleiðtoga bera saman bækur sínar. Timamynd: Ámi Bjama
Menntamálaráðuneytið skipar Menntaskólanum á ísafirði að
draga saman seglin eftir að skólahald er komið í gang, og segir:
Fyrirmæli um
niðurskurð á
kennslu strax
Menntaskólanum á ísafirði bár-
ust í gær bréfieg fyrirmæii frá
menntamálaráðuneytinu um að
skera niður kennslukvóta skóians
um 60 kennsiustundir á viku eða
um 10%. Þetta þykir skólamönn-
um nokkuð seint í rassinn grípið,
þar sem kennsla er þegar hafin
fyrir tæpum hálfum mánuði.
Venjan er sú að fyrirmæli af þessu
tagi eða athugasemdir við rekstr-
aráætlanir framhaldsskóla eru
sendar til skólanna í júlíbyrjun.
Björn Teitsson skólameistari sagði
í gærkvöld í viðtaii við Ríkisút-
varpið að um væri að ræða meiri
niðurskurð á áætlunum skólans
en dæmi væru um í hans tíð. Þá
væri þetta þeim mun harkalegra
og ósvífnara fyrir þá sök hversu
seint bréf ráðuneytisins er sent af
stað, en það væri dagsett eftir að
skólahald var hafið.
Björn sagði við RÚV að reynt yrði
að fá fram leiðréttingu hjá
menntamálaráðuneytinu, enda
næði þetta engri átt af þess hálfu.
Ef leiðrétting fengist ekki, yrði
skólinn að draga sama seglin og
fleygja einhverjum nemendum
fyrir borð og beita sparnaðarhnífn-
um innan skólans með einhverjum
hætti. —sá