Tíminn - 13.09.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.09.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 13. september 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Otgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýslngaslmi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Össur skýrir mál sitt Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, hefur nú tekið af skarið um afstöðu sína og tveggja eða þriggja annarra þingmanna krata til hugmyndar ráðherra í ríkisstjórninni um álagningu skólagjalda. Hann hefur formlega gert menntamálaráðherra grein fyrir því að þingflokkur Alþýðuflokksins sé ekki einhuga um stuðning við skólagjöld. Hann segir að nægilega margir þing- menn flokksins séu skólagjöldum andvígir til þess að álagning þeirra hafi ekki þingfylgi. Með þessu hefur Össur hreinsað loftið eftir loð- mullulega bókun í fundargerðabók þingflokksins á föstudaginn í fyrri viku, þar sem ómögulegt var að vita hver afstaða andstæðinga skólagjaldanna yrði þegar á hólminn væri komið. Af hálfu menntamála- ráðherra hefur komið fram yfirlýsing um að hann yrði neyddur til að hætta við skólagjaldaálagning- una, ef svo reynist að þingflokkur Alþýðuflokksins sé klofinn í málinu. Full ástæða er til að fagna því að enn eru til menn í Alþýðuflokknum sem standa tveimur fótum á hin- um gamla sósíaldemókratíska grundvelli um velferð og samhjálp, þótt forystumennirnir séu skriðnir upp í sæng hjá íhaldinu og gleypi ákaft við and-fé- lagslegum skoðunum, haldi þeim jafnvel fram af meiri ástríðu en þeir sem kenna sig beint við mark- aðshyggju nýkapitalismans. Össuri og sr. Gunnlaugi hefur tekist að slá örlítið á það orð sem fer af sósíaldemókratískum aumingja- skap á íslandi. Félagshyggjumenn í öðrum stjórn- málaflokkum fagna því að velferðarhugsjón og jafn- aðarstefna er ekki útdauð með öllu í þingflokki krata. En hvort sú lífsvon lifir árið af er annað mál. Nýkapitalismi toppkrata er eins og arfinn sem yfir- gengur nytjagróðurinn. Hann breiðist örar út en nemur því sem hann er upprættur. En viðleitni Öss- urar Skarphéðinssonar er virðingarverð. Áfangi aö EB Alþýðublaðið hefur það eftir aðalsamningamanni Svía í viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahags- svæði, að með því að skrifa undir samning um EES í haust „væru að baki tveir þriðjuhlutar af leiðinni inn í Evrópubandalagið". Blaðamaður Alþýðublaðs- ins segir frá eigin brjósti að þessi sé staðan ef samn- ingar Islands séu ekki flóknari en Svía. Þótt hér sé beitt að sumu leyti nýjum samlíkingum ber að sama brunni um skoðun sænska samninga- mannsins og margir hafa bent á áður, að hvert skref sem tekið er, og byggist á að slaka á fyrirvarastefnu gagnvart evrópsku efnahagssvæði, færir okkur ekki einasta nær EES sem slíku, heldur erum við að nálgast Evrópubandalagið sjálft. Þetta er ein áminn- ingin enn um að slá ekki af um fyrirvara gagnvart fjórfrelsisstefnu EES. Hún er engu síður afsprengi Rómarsáttmálans, hún er sama eðlis og efnahags- og viðskiptastefna Efnahagsbandalagsins, að opna aðildarríkin fyrir útlendri fésýslu af hvaða tagi sem er. ■■ VÍTT °® breitt ■»—i mmmmmmmmmmmm Hverjir stjórna ríkisstjórninni? Flokksstjórnarfundur Alþýðu- flokksins, sem sagt er að hafi verið haldinn s.l. föstudag, verður sífellt dularfyllri. Dagana íyrir auglýstan fundardag voru sögð mikil tíðindi af flokk- stjórnarfundinum og voru þau einkum um að þar ætti að tugta ráðherraliðið til og þá þingmenn flokksins sem lýlgdu því að mál- um. Byltingarkenndar hugmyndir voru uppi um að völd og ákvarð- anataka ættu að færast til almúg- ans í krataflokknum og ætti for- maður að fara að hafa sig hægan. (Man nokkur menningarbylt- ingu?) Eftir fundinn afneituðu þeir Jón Baldvin og Guðmundur Árni hvor öðrum og sögðu að hvorugur hefði setið fundinn og sögðu tíðindi að samþykkt hafi verið hjartnæm traustsyfirlýsing á ráðherra og þingflokk og jafnframt að sam- þykkt hafí verið vantraust á ráð- herra og þingflokk og að þeir verði eftirleiðis að biðja múgamenn flokksins leyfis til að sinna stjórn- arstörfum og leggja fram tillögur. Boðleiðakerfí kratanna En málin gerast enn flóknari. Aðrir flokksstjórnarfundarmenn, sem ekki eru bornar brigður á að hafi verið á fundinum, eru farnir að ræðast við með fréttatilkynn- ingum og nota Morgunblaðið sem boðleið, og fer í sjálfu sér vel á því. Borgarfulltrúi Nýs vettvangs, Ólína Þorvarðardóttir, varð fyrst til að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem túlkuð var túlkun hennar og Guðmundar Hafnfirðings Árna um hvað samþykkt var á flokks- stjórnarfundinum. Næst ber það við að Guðmundur Einarsson, aðstoðarmaður iðnað- Ekki meirihluti „í,'1 íííIJ... arráðherra, sendir Mogga tilkynn- ingu um mishermi og rangtúlkun í fréttatilkynningu Ólínu, sem hann vill leiðrétta. Eftir þá bragar- bót er maður orðinn svo kolrugl- aður í ríminu að maður veit tæpast lengur hvor er Jón Árni og hvor Guðmundur Baldvin. í sinni fréttatilkynningu segir Ólína að Guðmundur Einarsson hafi lagt fram tillögu um traustsyfirlýsingu á ráðherraliðið á flokksstjórnar- fundinum og síðan hafi hún og Guðmundur Árni lagt fram sína tillögu um grundvallarhugsjónir krata og lagt til að tekin yrðu upp vinnubrögð menningarbyltingar- innar. (Ekki sagt berum orðum). í tilkynningunni segir að aðstoðar- maðurinn hafi dregið sína trausts- yfirlýsingu á ráðherragengið til baka. Guðmundur aðstoðarmaður Ein- arsson lætur Mogga koma því til skila að hann hafi fjandakornið aldrei dregið neitt til baka og hafi aldrei lagt fram annað en breýtihg- artillögu til tillögu Ólínu og Guð- mundar Árna þar sem þau lýstu yf- ir frati á þingflokk, ráðherra og stjórnarsamstarf og fjárlagagerð sér í lagi. Sé hægt að komast að vitrænni niðurstöðu um hverju fólkið er að reyna koma á framfæri er hún helst sú, að niðurstaða flokks- stjórnarfúndarins hafi verið sú, að hengja traustsyfirlýsingu aftan í ályktun um vantraust á ráðherra flokksins. En sjálfsagt munu kratar rífast lengi enn um hvort kom á undan, eggið eða hænan, og hverju sé mark á takandi í tillögugerð þeirra. Fella eigin tillögu En hvað sem því líður steytir Öss- ur þingflokksformaður hnefann framan í sína gömlu aðdáendur, lesendur Þjóðviljans, í gær, og boðar þau fagnaðartíðindi að ekki sé meirihluti innan þingflokksins um skólagjöld og er nú rammi, fjárlagagerðarinnar farinn að gliðna þar sem síst skyldi. Ólafur G. menntamálaráðherra upplýsti nefnilega í fyrrakvöld, að hugmyndin um að leggja á skóla- gjöld, sem hefur hitað svo mörg- um krötum, sem fleirum, í hamsi síðustu vikurnar, sé komin frá Jóni Baldvin, formanni Alþýðuflokks- ins, og með samþykki þingflokks hans. Hvað sem því líður er greinilegt' hverjir eru farnir að stjórna ríkis- stjórninni. Það er Nýr vettvangur og aðrir þeir sem búnir eru að eigna sér patentið á grundvallar- hugsjónum Alþýðuflokksins. Þing- flokkur og ráðherrar eiga að taka við skipunum gæslumanna grund- vallarins og aðhafast ekkert nema með þeirra leyfi. Og hver er betri miíligöngumað- ur toppkrata og vettvangskrata í hinni nýju menningarbyltingu en Össur Skarphéðinsson? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.