Tíminn - 19.09.1991, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 -167. TBL. 75. ÁRG. - VERÐ f LAUSASÖLU KR. 100,-
Grunur á að fólk og fyrirtæki forðist að losa sig við rusl sitt til
Sorpu vegna þess hve dýrt það er. Spurningin er því hvort:
Er ástæða til að endurmeta rekstur,
starfshætti og gjaldskrá Sorpu, m.a.
vegna aukinnar mengunarhættu, eftir að
fyrirtækið tók til starfa? Já, segir Sigrún
Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, og flytur um það tillögu á fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur í kvöld. Al-
menningur og fyrirtæki virðast forðast að
fyrirkoma úrgangi hjá Sorpu vegna þess
hversu gríðarlega dýrt það er. Þess eru
dæmi að reynt sé að lauma ruslinu í sorp-
hauga í nágrannabyggðarlögum, t.d. fyrir
austan Fjall. Innvegið sorp í flokkunar-
stöð Sorpu í Gufunesi er mun minna en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Ýmsir óttast að
spilli- og eiturefni skili sér illa í stöðina
og komi þau ekki fram þar, hvar lenda
þau þá? „Það er sorglegt til þess að vita
að fyrirkomulag, sem bæta átti umhverf-
ismenningu og stuðla að umhverfis-
vernd, hefur í veigamiklum atriðum orðið
til hins gagnstæða. Borgarstjórn Reykja-
víkur ber því að hafa forgöngu um gagn-
gerar breytingar til að ná upphaflegum
tilgangi,“ segir Sigrún Magnúsdóttir.
• Blaðsíða 5
Mm.
i p || : jjja m
> ■ :: f 1.-'» f m ' v
’ t : II ■ f l | 1 I ’ ifHvKEnl? mmM■■ 1 -i f';;| 4
Alþing
hið nýja
Nú er unnið af kappi við að breyta Alþingishúsinu áður en nýtt þing í
einni málstofu tekur til starfa. I gær var verið að koma fyrir rafeinda-
búnaði í borðplötum þingsalarins til að þingmenn geti greitt atkvæði
úr sætum sínum. • Baksíða