Tíminn - 19.09.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. september 1991
Tíminn 3
Neytendasamtökin benda á gífurlegan verðmun á staðgreiðslu og
gjaldfreststilboðum í vörukaupum:
Langir afborgunarskil-
málar snarhækka verðið
Neytendasamtökin hafa nú vakift
athygli á því að útbreitt er orðið að
fólk kaupir vörur með mjög löngum
gjaldfresti, og er með því að borga
miklu meira fyrir vöruna en ef stað-
greitt væri og eins ef lán væri tekið
fyrir þessum vörukaupum í banka.
Algengt er að boðið sé upp á að út-
borgun sé greidd með skuldabréfi til
eins árs með 12 afborgunum. Af-
gangurinn af kaupverði sé síðan
greiddur með munaláni, oft til 30
mánaða.
Samkvæmt upplýsingum frá Sól-
rúnu Hallsdóttur frá Neytendasam-
tökunum hafa samtökunum borist
nokkrar kvartanir vegna þessa, og
því var talið nauðsynlegt að vekja at-
hygli neytenda á þeim aukakostnaði
sem þessi viðskipti hafa í för með
sér. Bent er á dæmi af vöru sem
kostar staðgreidd 107.100 kr. Ef var-
an er hins vegar keypt með ofan-
greindum skilmálum verður heild-
arkaupverð hennar 177.733 kr. eða
tæplega 66% hærra en staðgreiðslu-
verðið. Sundurliðun Neytendasam-
takanna á þessum kostnaði er eftir-
farandi:
- þóknun til fjármögnunar
fýrirtækis kr. 8.982
-vátrygging kr. 1.360
- lántöku- og stimpilgj. kr. 2.928
- afborgunarverð umfram
staðgreiðsluverð kr. 10.000
- innheimtukostnaður kr. 20.160
Samtals krónur 43.430
Alþjóðleg farandsýning í
Ásmundarsal:
Arkitektar
frá New
York sýna
í samvinnu Arkitektafélags íslands
og Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna hefur borist hingað alþjóðlega
farandsýningin ,J4ew York Architects"
og hefst hún laugardaginn 21. sept-
ember kl. 17 í Ásmundarsal við
Freyjugötu.
Sýningin er þverskurður af verkum
síðmódernískra arkitekta frá New
York. Sýndar eru teikningar, ljós-
myndir og líkön. Sýningin spannar
vítt svið, allt frá hönnun húsgagna
til háhýsa. Meginhugmyndir arki-
tektanna tuttugu og tveggja, er
mynda sýningarhópinn, er að end-
urspegla ríka tilhneigingu arkitekta
til áframhaldandi nútímastefnu í
arkitektúr.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 14-18 og 14-20 á laugardögum
og sunnudögum. Henni lýkur 2.
október. -js
Öryrkjar ósáttir við SVR:
Fleiri ferðir
strætisvagna
„Stjórn Öryrkjabandalags íslands
beinir þeim eindregnu tilmælum til
borgarstjórnar Reykjavíkur að fjölg-
að verði ferðum strætisvagna frá því
sem nú er,“ segir j ályktun stjórnar
Öryrkjabandalags íslands.
Þá segir að sú ákvörðun að fækka
ferðum vagnanna um vetrarmánuð-
ina stríði gegn hagsmununv fjölda
öryrkja, aldraðra, barna og skóla-
fólks sem eigi engra annarra kosta
völ en nýta sér ferðir strætisvagn-
anna. Þá er bent á að með því að
fækka ferðum vagnanna sé vegið
mjög að kjörum fjölmenns hóps
borgarbúa. —sá
Við þennan kostnað bætist sfðan
vaxtakostnaður sem er áætlaður
21,6%, eða 27.200 krónur.
Sé þessi niðurstaða borin saman
við hvað það hefði kostað kaup-
anda að taka lán í banka til jafn
langs tíma og með sömu vöxtum
og staðgreiða vöruna, þá hefði
hún kostað 143.577 kr. eða 34.156
krónum minna en hún kostaði
samkvæmt afborgunarskilmálun-
um.
Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness frumsýnd á morgun:
Sonarsonur skáldsins
setur verkið á svið
Dúfnaveislan eftir Halldór Lax-
ness verður frumsýnd annað
kvöld, föstudaginn 20. september.
Sjónleikurinn er jafnframt fyrsta
frumsýning Leikfélags Reykjavík-
ur í vetur. Það er sonarsonur
skáldsins, Halldór Einar Laxness,
sem setur Dúfnaveisluna á svið.
Halldór samdi verkið á árunum
1965 og 1966, en þá um vorið var
verkið frumsýnt í Iðnó. Það naut
talsverðrar hylli áhorfenda á þeim
tíma, þótt margt kæmi þeim
furðulega fyrir sjónir. Dúfnaveisl-
an er sérkennilegt verk. Undir yfir-
borði fyndninnar og snjallrar orð-
ræðu búa spennandi og afdrifarík
átök. Höfundurinn spyr áleitinna
spuminga um breytingar samfé-
lags okkar frá nauðþurftabúskap
til velferðar. Hann skoðar og sýnir
gildismat ólíkra kynslóða, ólíkra
heima.
-js
AST Bravo 486/25
- vinnustöb framtíbarinnar.
Aflmikill Í486 25MHZ örgjörvi. 2MB innra minni,
stækkanlegt. 14" Super VGA litaskjár. Miklir
tengimöguleikar. Úrval diska frá 52MB - 1GB.
Verö frá 299.900 kr. stgr. m/vsk.
Tilboö í september.
VICTOR V386MX
80386 SX örgjörvi. 1 MB innra minni, stækkan-
legt. 14“ VGA litaskjár. 52 MB diskur. Disklinga-
drif 3,5" 1,44 MB. MS-DOS. WINDOWS.
Hólf fyrir ADD-PAK, (færanlegur harður diskur).
Uppfæranleg. Tengi fyrir mús, prentara o.fl.
139.950 kr. stgr. m/vsk.
Tilbob í september.
Victor og AST
eru löngu viðurkennd gæðamerki
í tölvuheiminum fyrir áreiðanleika,
tæknilega fullkomnun og framsýni.
Hvers vegna Victor og AST
gæbatölvur?
- Fjárfesting til framtíbar,
þær hafa þá sérstöbu ab fást uppfæran--
legar sem þýbir ab líftími þeirra er lengri
en sambærilegra tölva og eigendurnir
sitja ekki skyndilega uppi meb úrelta
tölvu - þær vaxa meb verkunum.
i Öflugar, afkastamiklar og hljóðlátar.
> Fyrsta flokks EJS þjónusta og
þekking.
VICTOR V386MWX
-nett disklaus vinnustöb á netib.
80386SX örgjörvi. 1MB minni, stækkanlegt.
14" VGA litaskjár. Tengi fyrir mús, prentara o.fl.
109.980 kr. stgr. m/vsk.
Tilboö í september.
EINAR J. SKULASON HF
Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933
-lykill að árangri