Tíminn - 19.09.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 19. september 1991
Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að nýjustu fréttir af þorskstofninum ættu
að sýna mönnum að það sé fráleitt að tengja krónuna við ECU:
Verst er að vita ekki
hvað er að þorskinum
Gefí rannsóknir fískifræðinga á 1991-þorskárganginum rétta
mynd af stöðu stofnsins, eru horfur á að ekká verði hægt að
veiða nema um 250 þúsund tonn af þorski á ári, en síðastlið-
in 10 ár hefur veiðin verið um 360 þúsund tonn að meðaltali.
Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, telur rétt að
kanna hvort ekki ætti að fara einhveijar nýjar leiðir við vemd-
un hrygningarstofnsins, t.d. að loka stærri svæðum tíma-
bundið.
Kristján sagðist telja að menn ættu
að reyna einhverjar nýjar leiðir í von
um að geta komið hrygningarstofn-
inum til hjálpar. Hann sagði vert að
kanna það hvort ekki ætti að loka
tímabundið stærri svæðum á hrygn-
ingarslóð þorsksins. Hann sagðist
hins vegar vita að ágreiningur væri
um slíka aðgerð. Öllum mætti vera
ljóst að það, sem gert hefur verið
fram til þessa til að vernda hrygn-
ingarstofninn, hafi mistekist. „Verst
er þó að þegar við spyrjum hvað við
getum gert, þá fáum við ekkert svar.
Við vitum ekkert hvað þarf stóran
stofn til að geta af sér góðan ár-
gang."
Kristján sagðist óttast að það væri
eitthvað alvarlegt að gerast, þar sem
svo virtist að upp væri að vaxa sjötti
lélegi þorskárgangurinn. Fyrirsjá-
anlegt væri að við gætum ekki veitt
nema um 250 þúsund tonn næstu
ár, en íslendingar hafa veitt um 360
þúsund tonn að meðaltali síðastliðin
10 ár.
Rannsóknir í togararallinu, þar
sem veitt er með smáriðnum vörp-
um, sýna að vísbendingar, sem fiski-
fræðingar hafa fengið í árlegum
rannsóknum í ágústmánuði, hafa í
meginatriðum reynst réttar. Þetta
hefur verið staðfest með 1986- og
1987-árgangana sem nú eru að
koma inn í veiðina. Þeir mældust lé-
legir og hafa reynst lélegir.
Kristján sagði að öllum ætti að vera
ljóst að þetta myndi hafa áhrif á ís-
lenskt efnahagslíf. Hann sagði að sér
þætti það nánast broslegt að þegar
menn stæðu frammi fyrir skerðingu
á útflutningstekjum frá einu ári til
annars um 10 milljarða, töluðu
menn um að binda íslenskan gjald-
miðil við ECU. „ECU er mynt þjóða
þar sem stöðugleikinn er alger og
ekkert haggast. í okkar veiðimanna-
þjóðfélagi eru hins vegar stöðugar
sveiflur. Sveiflurnar stjórnast ekki
síst af því hvernig viðkoman er í haf-
inu. Það er því útilokað að við get-
um bundið okkar gengi afkomu
Þjóðverja eða annarra þjóða í Evr-
ópu," sagði Kristján.
Hann sagði ennfremur að það væri
út í bláinn að tala um kauphækkun
við aðstæður eins og þessar. Þessar
fregnir hljóti að kalla á kaupskerð-
ingu með einum hætti eða öðrum,
en ekki kauphækkun. -EO
Framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins:
Verjum störf
farmannanna
„Framkvæmdastjóm Sjómanna-
sambands íslands varar íslensk
launþegasamtök við þeirri alvarlegu
þróun sem átt gæti sér stað ef ein-
stakar kaupskipaútgerðir gætu án
íhlutunar launþegasamtakanna
mannað íslenska kaupskipaflotann
erlendum sjómönnum," segir í ný-
legri ályktun framkv.stj. Sjómanna-
sambandsins.
Framkvæmdastjórnin skorar á
launþegasamtök og stjórnvöld að
standa vörð um störf íslenskra far-
manna. Sífellt meiri ásókn íslensku
skipafélaganna í að skrá skip sín
undir erlendum fánum leiði til
hættu á að íslensk farmannastétt
verði aflögð. —sá
Bókagerðarmenn:
Burt með láns-
kjaravísitöluna
Félag bókagerðarmanna krefst þess
að ríkisstjómin sjái til þess að
margítrekuð fyrirheit um afnám
lánskjaravísitölunnar verði efnd nú
þegar.
Verkafólk hefur í þessu efni búið
við algert misrétti allt frá árinu
1983, þegar þáverandi ríkisstjórn
afnam launavísitöluna og viðhélt
lánskjaravísitölunni.
Þau átta ár, sem þetta ástand hefur
nú varað, hefur verkafólk með sjálf-
virkum og lögskipuðum hætti veri
þvingað til sérstakra fjárframlaga til
fjármagnseigenda. Slíku ástandi
verður að linna þegar í stað. —tilk.
i ra m r
w wim
Stjórnendur fslensku hljómsveltarinnar á tíunda starfsári hennar. F.v. Hákon Leifsson, Guðmundur Óli
punnarsson, Páll P. Pálsson, Guðmundur Emilsson, Ragnar Bjömsson og Örn Óskarsson.
Stórtónleikar ísl.
hljómsveitarinnar
Alþjóðleg könnun á póstþjónustu:
Pósturinn Páll
í mark
fyrstur
í vor tók Póstur og sími þátt í al-
þjóðlegri könnun 15 ríkja í Evrópu
og Norður-Ameríku um að bera út
póst í ljós kom að einna stystan
tíma tók að færa bréf frá íslandi til
Danmerkur, af þeim 70 póstleiðum
sem kannaðar voru.
Kannaðar voru póstleiðir í Evrópu
og Bandaríkjunum og þar á milli.
Það tók venjulegt sendibréf að með-
altali 2.4 virka daga að fara frá ís-
landi til Danmerkur. Til samanburð-
ar var sama bréf að meðaltali 2.6
virka daga frá Danmörku til vestur-
hluta Þýskalands og 2.8 virka daga
frá Danmörku til íslands.
-aá.
Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá stofnun íslensku hljómsveit-
arinnar og hefur af því tilefni verið ákveðið að efna tíl tónleika í Bú-
staðakirkju á sunnudaginn kemur, 22. september.
Á tónleikunum munu félagar í
samtökum um hljómsveitina, en
þeir eru samtals á sjötta tuginn,
flytja stór og smá kammerverk eftir
þau Karólínu Eiríksdóttur, Þorkel
Sigurbjörnsson, Hróðmar I. Sigur-
björnsson, Leif Þórarinsson, Jón
Nordal, Árna Björnsson og Jón Ás-
geirsson. Fjórir hljómsveitarstjórar
munu stjórna viðameiri verkum
tónleikanna, þeir Guðmundur Óli
Gunnarsson, Örn Óskarsson, Hákon
Leifsson og Guðmundur Emilsson.
Einsöngvararnir Elísabet F. Eiríks-
dóttir og Sigurður Bragason syngja
einsöng við undirleik Þóru Fríðu
Málfundafélag alþjóðasinna:
Ræöir atburöi í Sovét
Fimmtudagskvöldið 19. september
gengst nýstofnað Málfundafélag al-
þjóðasinna fyrir málfundi um at-
burði í Sovétríkjunum. Rætt verður
um ástæður og undirrót kreppu
hins stalíníska stjómkerfis og sigur
þann sem alþýða í Sovétrikjunum
vann er hún hnekkti valdaránstil-
raun og neyðarlögum nú fyrir
skemmstu. Meðal þeirra spum-
inga, sem alþjóöasinnar hyggjast
svara, em:
Hvað er í vændum? Er kapitalismi
það sem koma skal? Boða hin nýju
sambandslög verulegar breytingar?
Hvaða leiðir eru færar vinnandi fólki
til að treysta samtakamátt sinn og
lýðræðisleg réttindi?
Frummælendur verða tveir: Chris
Hoeppner, baráttumaður úr banda-
rísku verkalýðshreyfingunni, og
Ottó Másson, félagi í Dagsbrún.
Bjöm L. Þórarinsson stýrir fundi
sem hefst kl. 20:00 á annarri hæð
húss við Klapparstíg 26. Þangað eru
allir velkomnir.
-aá.
Sæmundsdóttur.
Tónleikarnir eru tileinkaðir þeim
fjölmörgu einstaklingum, fyrirtækj-
um og stofnunum sem lagt hafa lóð
á vogarskálar hljómsveitarinnar í tíu
ár, þar á meöal ríki og borg. Fram
kemur f frétt frá íslensku hljóm-
sveitinni að það sé þó einkum minn-
ing tveggja manna sem tónleikarnir
em helgaðir, en það eru þeir Valur
Arnþórsson og sr. Emil Björnsson.
Sex tónleikar eru fyrirhugaðir á af-
mælisárinu og eiga þeir það allir
sameiginlegt að einungis verða flutt
verk eftir innlenda höfunda.
Hátt á annað hundrað tónlistar-
menn hafa leikið í íslensku hljóm-
sveitinni frá því hún var stofnuð og
fjölmargir einleikarar og einsöngv-
arar þreytt frumraun sína með
henni. Hljómsveitin hefur leikið
víða, t.d. leikið í tíu bæjum um land
allt auk Reykjavíkur.
í ár munu auk ofangreindra
hljómsveitarstjóra þeir Páll P. Páls-
son og Ragnar Bjömsson stjórna
hljómsveitinni.
Tónleikarnir á sunnudag hefjast
kl. 16:00 í Bústaðakirkju.