Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 21. september 1991 U Garðar Cortes, óperusöngvari, óperustjóri, skólastjóri og nýráðinn stjórnandi Gautaborgaróperunnar: T öf raf lautan f rumsýnd mánudag 30. september 1791 í Vínarborg, i Rvik manudag 30. sept. 1991 Garðar Cortes, óperusöngvari, skólastjóri Söngskólans og stjómandi íslensku óperunnar, er í helgarviðtalinu. Garðar hefur um árabil ver- ið einn af máttarstólpum þess sviðs íslensks tónlistarlífs sem tengist söng, menntun söngvara og óperuflutningi. Þann 30. þ.m. frumsýnir íslenska óperan Töfraflautuna. Það verður í annað sinn sem íslenska óperan tekur Töfraflautuna til sýningar. Garðar var því fyrst spurðun Hvers vegna Töfra- flautan? „Fyrir því eru raunar margar ástæð- ur. I fyrsta lagi þá er tvöhundruðasta ártíð Mozarts, en ekki aðeins það: Þann 30. september, á frumsýningar- daginn, verða líka nákvæmlega 200 ár liðin frá því að Töfraflautan var fyrst sýnd. Svo einkennilega vill til að fyrstu sýninguna bar einmitt upp á mánudag líka, eins og þann 30. sept. nk.“ Garðar var spurður hvort ekki væri hætta á að aðsókn yrði ekki sem skyldi, þar sem síðasta uppfærsla óperunnar á Töfraflautunni væri enn í of fersku minni. Hann kvaðst fullviss um hið gagnstæða. Ástæður til þess væru margar. í fyrsta lagi væri Töfraflautan ein vinsælasta ópera allra tíma. Hún hefði verið samin að óskum alþýðu- fólks, fyrir alþýðufólk og um það, sem var algert nýnæmi. Áður höfðu óperur verið samdar fyrir aðalinn að beiðni aðalsfólks og söguþráður þeirra fjallað um aðalsfólk. Höfuðatriði söguþráðar Töfraflautunnar er barátta góðs og ills og tónlistin yndislega töfrandi og hvergi í henni „feilnóta". í tengslum við sýningu íslensku óperunnar verður opnuð í húsi ís- lensku óperunnar sérstök sýning helg- uð Mozart. Garðar kveðst ekki efast um að mörgum muni leika forvitni á að sjá þessa sýningu og kynna sér hinn margslungna mann sem Mozart var. En aftur að sjálfri sýningunni: Blæbrigði, túlkun og er- lendir stjórnendur Uppfærslan er að sögn Garðars alger- lega ný af nálinni og textinn á ís- lensku, þýddur á íslensku af færustu mönnum og valinn maður er í hverju rúmi í sjálfri sýningunni. Leikstjórn á Töfraflautunni annast Englendingurinn Christopher Rens- haw. Við spyrjum Garðar hvort ekki hefði verið æskilegra að fá til verksins íslenskan Ieikstjóra, þar sem Töfra- flautan verður flutt á íslensku, einfald- lega vegna þess að erlendur maður, sem ekki skilur íslensku, hljóti að eiga erfiðara með að ná fram nákvæmri túlkun á blæbrigðum textans. „Ég ræddi við fjóra eða fimm íslenska leikstjóra áður en ég fór út og fékk Christopher. Það er ekki það að ég hafi ekki viljað íslenska leikstjóra. Það var heldur ekki þannig að þeir vildu ekki leikstýra Töfraflautunni. Þeir, sem ég ræddi við, gátu það einfaldlega ekki vegna þess að þeir voru bundnir öðr- um verkefnum á þeim tíma sem við miðuðum okkar undirbúning við. Varðandi það hvort erlendur leik- stjóri sé síður hæfur til að ná fram blæbrigðaríkri túlkun, þá er það ekki svo. Bæði er leikstjórinn afar fær og eins nauðaþekkir hann verkið og innri gerð þess og er gagnkunnugur frum- textanum. En auk þessa hefur hann ís- lenskan aðstoðarleikstjóra. Ég fullyrði að það eru engir leikstjórnarlegir ann- markar sem spillt geti uppfærslunni. Ég fullyrði að hér verður um toppsýn- ingu að ræða í öllu tilliti." Óperureynsla íslenskra hljómsveitarstjóra Hljómsveitarstjórinn Robin Staple- ton er einnig Englendingur. Af hverju er ekki stjórnandinn íslenskur? „Þegar við eigum kost á jafn góðum og reyndum hljómsveitarstjóra og Ro- bin Stapleton að koma og vinna með okkur, þá sláum við auðvitað ekki hendinni á móti því. Stapleton verður hjá okkur í sex mánuði. Hann setur upp Töfraflautuna og stjórnar henni meðan hún er í gangi. Jafnframt mun hann setja upp Othello eftir Verdi og stjórna sýningum út febrúar. Þetta verður stórkostlegur skóli fyrir okkur og reynsla. Ég ber fulla virðingu fyrir íslenskum hljómsveitarstjórum og efast ekki um menntun þeirra og hæfileika. Hér er hins vegar um annað en það að ræða: Ég veit ekki til að neinn þeirra hafi öðlast reynslu í því sértæka hlutverki að stjórna óperuflutningi. Stapleton hefur hins vegar mikla reynslu af því úr Covent Garden og miklu víðar. Hann mun miðla okkur af þeirri víð- tæku og miklu reynslu sem hann hef- ur aflað sér. Þegar okkur bjóðast menn, sem hafa sannað sig svo um munar og geta kennt og miðlað af reynslu sinni, þá er auðvitað engin spurning um að segja já takk.“ hefur í raun verið rekin á kostnað og fyrir velvilja söngvaranna, sem eru lágt launaðir. Söngvararnir hafa verið „þjóðnýttir" og látið það viðgangast af hugsjónaástæðum og eiga virðingu skilið fyrir. Að öðrum kosti hefði Is- lenska óperan fyrir löngu verið búin að Ieggja upp laupana. En nú er verið að vinna í því að ganga eftir þeim loforðum sem voru gefin af ráðamönnum. Viljinn var fyrir hendi í síðustu ríkisstjórn og ég held að það sé líka vilji í þessari fyrir því að fyrirtæk- ið gangi. Það er viss upphæð ákveðin í fjárlög- um, sem rennur til íslensku óperunn- ar. Sú upphæð nægir enn ekki fyrir því sem verið er að gera. Við erum með loforð fyrir meiru og við byggjum á þeim. í raun gerum við út á gefin lof- orð og síðan er að sjá hvort við þau verður staðið og hvort dæmið gengur yfirleitt upp.“ Hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni er í höndum Yeldu Kodalli frá Ttyrklandi. Hvers vegna? „Hún er góð söngkona. Að syngja Næturdrottninguna er sérfag. Kodalli syngur efstu nótur sem mögulegar eru úr mannlegum barka og það eru ekki nema mjög fáar söngkonur sem geta það. Ég er alveg viss um að Yelda Ko- dalli frá Tyrklandi á eftir að verða fræg. Það er alveg ótrúlegt hvað hún syngur fallega og vel.“ Á förum til Gautaborgar Óperurekstur — stanslaus bamingur Hver er peningaleg staða íslensku óperunnar? „Hún er ósköp bágborin. Óperuform- ið er dýrasta listform sem til er. Það þekkist ekki nokkurs staðar að óperu- hús standi undir sér. íslenska óperan Gautaborgar haustið áður. Ég sótti ekki burt frá íslandi. Ég er íslendingur og hér heima vil ég vera, en ákvað þrátt fyrir allt að slá til í þrjú ár. Auðvitað hlýt ég að koma heim í millitíðinni og vera heima eins oft og mögulegt er. En þetta er mikið starf í Svíþjóð. Þarna eru um 600 manns á launaskrá og árlega fluttar sjö til níu óperur, fjórir til fimm ballettar, fjórar til fimm barnaóperur og tvö til þrjú kórverk. Allur þessi söngáhugi — offramboð á söngvurum? Það er mikill áhugi fyrir söng og fjöl- margir í söngnámi um alit land. Er offramboð af óperusöngvurum? „Nei, það verður aldrei offramboð af söngvurum. Það eru margir í söng- námi, það er rétt. í Söngskólanum eru t.d. um 160 nemendur, en auk þess er mikill fjöldi að læra söng um land allt, þar sem það stendur til boða. Það eru margir kallaðir í sönginn, en fáir út- valdir til þess að standa á óperusviði. En kosturinn við það að hafa marga í söngnámi er að hlutfall þeirra útvöldu eykst eftir því sem fleiri stunda söng- nám. Þá hefur aukinn fjöldi mennt- aðra söngvara gagnast vel og eflt kór- starf og sönglíf almennt. Kór fslensku óperunnar er t.d. mjög vel mannaður. Aftur á móti er sorglegt hversu marga söngvara við missum úr landi, en ég skil vel að þeir vilji fá tækifæri til þess að syngja sem atvinnusöngvarar, þar sem á Islandi er fasta atvinnu ekki að hafá við söng. Það kemur þó vonandi brátt að því. íslenskir óperusöngvarar erlendis vilja gjarnan koma heim og syngja fyr- ir íslendinga. Það er hins vegar vand- kvæðum bundið, þar sem vinna þeirra er skipulögð með löngum fyrirvara. Vandamálið er að ekki er hægt að skipuleggja verkefni íslensku óper- unnar fram í tímann sökum óöryggis í fjárhag hennar." Hver stýrir skútunni? Stjórnar þú íslensku óperunni áfram eftir að þú tekur við Gautar- borgaróperunni? „Nei. En ég verð listrænn ráðgjafi áfram, enda ætla ég ekki að yfirgefa skipið, því þetta er hluti af mínu lífi og ævistarfi. Settur óperustjóri mun taka við á meðan ég er í burtu og bera ábyrgð á skútunni þann tíma.“ Er búið að ákveða hver það verður? „Já, en sú persóna á eftir að gefa svar. Það er aðili sem við erum einhuga sammála um og viljum fá, en bíðum eftir svari frá. Eg er einnig skólastjóri Söngskólans í Reykjavík. Settur skóla- stjóri Söngskólans verður Ásrún Dav- íðsdóttir. Hún hefur starfað við skól- ann í fjöldamörg ár og þekkir alla hans innviði. Ég vil skilja við þetta í góðum höndum á báðum stöðum meðan ég er í burtu. Ég á í raun og veru að vera farinn til Svíþjóðar. Hins vegar var ég búinn að taka að mér hlutverk í Othello í íslensku óper- unni, áður en þeir í Svíþjóð höfðu samband við mig. Þess vegna verð ég að flækjast á milli í haust til þess að skipuleggja næsta ár úti og æfa hér. Ég tek ekki við listrænni stjórn óper- unnar í Gautaborg fyrr en í janúar á næsta ári. Þá ber ég ábyrgð á þeim verkum sem sett verða upp þar frá og með ágústmánuði. Verkefni mitt felst meðal annars í því að skipuleggja tvö ár í gamla óperuhúsinu og eitt í því nýja, sem er í byggingu." Ertu ofurmenni? Þú ert á förum til Svíþjóðar þar sem þú ert ráðinn listrænn stjórnandi óperunnar í Gautaborg næstu þrjú árin. Af hveiju sækirðu um starf er- lendis? „Ég sótti ekki um. Mér hefur aldrei dottið í hug að sækja um starf erlend- is. Ég var beðinn um að taka að mér stjórn Gautaborgaróperunnar í fram- haldi af því að forsvarsmenn óperunn- ar höfðu áhuga á að fá óperustjórann sem kom með óperuflokkinn sinn til Þú ert óperustjóri í Gautaborg, skólastjóri Söngskólans, listrænn stjórnandi íslensku óperunnar og söngst fyrir stuttu hlutverk Radam- esar í Aidu í Noregi. Ert þú „krafta- verkamaður“? „Nei, það held ég ekki. Við höfum öll okkar „klukku" og okkar starfsþrek. Ég hef mikið starfsþrek og góða „klukku“, þarf lítinn svefn og get unn- ið mikið og sleitulaust. Það má þó ekki sjá ofsjónum yfir því sem ég geri eða hef gert. Ég hef góða með mér. Þess vegna hef ég t.d. getað skroppið út af og til og sungið. Eg er ennþá ungur. Auðvitað kemur að því að ég hætti að syngja, en það verður ekki alveg strax.“ Jakobína Sveinsdóttir ——i L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.