Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 21. september 1991 Um 80% allra stúlkna í iðn- og tækniskólum í aðeins 5 af 45 námsgreinum: Stelpurnar sækja enn í gömlu kvennastörfin Ný athugun, sem Jafnréttisráð hefur gert á menntunarvali kynjanna í iðn- og tækninámi, sýnir í fyrsta lagi að sárafáar stelpur sækja í slíkt nám. Og í öðru lagi að þær fáu stúlkur, sem það gera, fara enn- þá nær eingöngu í gömlu kvennastörfin, sem strákar hins vegar sniðganga. Þannig koma Ld. um 80% allra útskrifaðra stúlkna úr þessum skólum af einungis 5 þeirra 45 námsbrauta sem boðið er upp á. Stelpumar hópast sem sagt nær eingöngu í hárgreiðslu, tækniteiknun, meinatækni, röntgentækni og iðnrekstrarfræði. 1987 karlar % konur % 1988 1989 Nær allar deildir í Háskóla ís- lands og brautir innan þeirra eru sömuleiðis áberandi kynskiptar. Stúlkurnar hópast í hjúkrun og félagsvísindi. En í verkfræðideild- inni sitja nær eingöngu strákar. Árin 1988 og 1989 brautskráðust alls um 600 nemendur frá Iðn- skólanum í Reykjavík, þar af að- eins rúmlega fjórðungurinn kon- ur. Af 34 brautum, sem skólinn býður nemendum, brautskráðust karlar af 30 (þ.e. öllum nema fjór- um), en konur einungis af 9 brautum. Af 98 konum, sem út- skrifuðust úr Iðnskólanum vorið 1989, voru aðeins 33 að Ijúka námi í einhverju öðru en hár- greiðslu og tækniteiknun. Verkmenntaskólinn á Akureyri brautskráði 214 nemendur þessi ár. Aðeins 19 þeirra (9%) voru konur og af þessum 19 luku 14 námi í hárgreiðslu eða tækni- teiknun (74%). Engin stúlka brautskráðist sem tæknistúdent. Frá Tækniskóla íslands braut- skráðust alls 460 nemendur af 11 brautum árin 1987-89. Þar af voru konur aðeins 64 eða 14% konur. Og meira en helmingur þeirra lauk námi í meinatækni og um helmingur hinna í röntgentækni. Með öðrum orðum: 73% kvenn- anna luku námi á þeim tveim brautum sem þær sátu einar að. Flestar hinna eru iðnrekstrar- fræðingar (14 af alls 93). En konur voru auk þess 2 af alls 33 útvegs- tæknum og 1 af 42 byggingar- tæknifræðingum. Engin kona var hins vegar í hópi þeirra 125 sem útskrifuðust úr raungreinadeild TÍ. Og fimm deildir aðrar voru með öllu kven- mannslausar. Þessi athugun hef- ur því náð til útskriftar alls 1.265 nemenda úr þrem verkmennta- og tækniskólum — hvar af aðeins 248, eða tæplega 20%, eru konur. Aftur á móti voru konur rétt rúmur helmingur (51%) þeirra 1.670 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla íslands árin 1987-89. Eigi að síður voru þær yfirleitt í allt öðrum greinum. Eina deildin, sem komst nærri nokkru jafn- ræði, var lagadeildin. í verkfræði- deild voru 84% brautskráðra karl- ar og 63-65% í tannlækna-, við- skipta- og raunvísindadeild. Og innan síðastnefndu deildarinnar voru greinar eins og stærðfræði og eðlisfræði að mestu sniðgengn- ar af kvenþjóðinni. í jarð- og jarð- eðlisfræði og tölvunarfræði voru konur um fjórðungur braut- skráðra. Konur voru hins vegar í miklum meirihluta (66-73%) í heimspeki-, félagsvísinda- og læknadeild. Karlar eru að vísu enn um 2/3 allra lækna sem útskrifast. En undir læknadeild heyrir líka hjúkrunarfræði, sem nær ein- göngu konur læra. Og sömuleiðis Iyfjafræði og sjúkraþjálfun þar sem konur eru 75-80% útskrif- aðra. Af framangreindu má ljóst vera að gamla munstrið hefur lítið breyst þegar kemur að námsvali sona okkar og þó enn frekar dætra. Flestar greinar iðn- og tæknimenntunar láta stúlkurnar með öllu eiga sig. Og þótt konur séu nú helmingur þeirra sem ljúka háskólaprófi, eru þar ýmsar greinar sem þær sniðganga nær alveg. Af hverju, stelpur? - HEI Atvinnutryggingarsjóður: 50 af 400 lánþecjum fengiö uppboðshótun Byggöastofnun hefur þegar hafíö haröar innheimtuaögerðir vegna Iána frá Atvinnutryggingarsjóöi, sem afhentur var stofn- uninni um s.l. áramót. Um leið er reynt aö koma á greiöslusamn- ingum við fyrirtækin, þannig að þau skili hluta af afla eða út- fíutningsverömæti. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð forstjóra Byggðastofnunar, Guðmundar Malmquist, til forsætis- ráðherra um athugasemdir sem stjórn Byggðastofnunar gerir við nýlega skýrslu Ríkisendurskoöunar. Fram kemur að yfir 50 mál eru nú í uppboðsmeðferð vegna vanskila. Miðað við að 398 fyrirtæki og ein- staklingar fengu lán frá Atvinnu- tryggingasjóði (skýrsla Ríkisendur- skoðunar) eru um 13% þeirra til uppboðsmeðferðar. Guðmundur Malmquist segir um- tal í þjóðfélaginu því miður hafa tor- veldað innheimtu þessara lána. Svo virðist sem einhverjir standi í þeirri trú að ekki eigi að innheimta þau. Til þessa hafi ekki verið endursamiö um Iánin. En forsætis- og fjármála- ráðherra þurfi sem fyrst að marka almenna stefnu um meðferð lán- anna í samráði við Byggðastofnun, enda fari afborganir af þeim að falla í gjalddaga. Vegna þess hve stutt er liöið af lánstímanum hafa endur- greiðslur til þessa nær eingöngu verið vaxtagreiðslur. Forstjórinn segir greiðslustreymi sjóðsins mjög erfitt, sem m.a. skýr- ist af því að útlán sjóðsins, er yfir- leitt voru til 10-12 ára, eru fjár- mögnuð að mestu með lánsfé sem sjóðurinn fékk að láni í helmingi skemmri tíma, eða aðeins til 6 ára. í skýrslu Ríkisendurskoðunar var komið fram að lántökur Atvinnu- tryggingardeildar hafi alls numið um 8.850 milljónum króna, sem deildin þarf samkvæmt framan- sögðu að endurgreiða að fullu á u.þ.b. hálfum lánstíma útlánanna, sem alls námu um 9.130 milljónum króna (hvar af um 410 millj. hafa nánast verið afskrifaðar). Þessi munur á lánstíma leiöir til erfiðrar greiðslustöðu. Til þess að Atvinnutryggingardeild geti staðið í skilum með greiðslur af þessum lánum á næsta ári áætlar Byggða- stofnun að ríkissjóður þurfi að leggja til 1.415 milljónir kr. Og eðlilegast sé að þetta fjármagn komi sem framlag, þar sem deildin sé nú gjaldþrota og ekki lánshæf. Forstjórinn segir Byggðastofnun ekki gera athugasemdir við þá nið- urstöðu Ríkisendurskoðunar um áætluð töpuð útlán hjá sjóðnum, sem felst í því áliti Ríkisendurskoð- unar að framlög í afskriftareikning útlána þyrftu að vera 1.760 milljón- ir kr. Byggðastofnun bendir hins vegar á, að þama sé verið að leggja mat á öll töpuð útlán á líftíma lána sjóðsins (næsta áratug a.m.k.), eins og hjá Byggðastofnun. Þama sé því um stefnubreytingu að ræða hjá Ríkisendurskoðun varðandi fram- lög í afskriftarreikninga. Stjóm Byggðastofnunar virðist undrast nokkuð hve skjótt geta skipast veður í lofti hjá Ríkisendur- skoðun, þ.e. þegar um er að ræða álit hennar á fjárhagsstöðu Byggða- stofriunar og ársreikningum henn- ar. í áritun Ríkisendurskoðunar þann 21. mars s.l. á ársreikninga Byggðastofnunar standi m.a. að reikningurinn gefi „glögga mynd af rekstri á árinu 1990 og efnahag Byggðastofnunar í árslok 1990“. Þá hafi 500 millj. kr. verið lagðar í af- skriftasjóð útlána. Nokkmm ámm síðar sé allt annað upp á teningn- um. Þá álíti Ríkisendurskoðun að afskriftareikningurinn þurfi að nema 1.725 milljónum króna. Byggðastofnun gerir ekki athuga- semd við þessa upphæð, 1.725 millj- ónir kr. En það verði að koma skýrt fram, aö það þýði ekki að öll þessi upphæð sé tapaðar kröfur nú. Láns- tími Byggðastofnunar sé allt að 10 ár og aðstæður hjá lántakendum geti því breyst, á báða bóga, á þeim tíma. í Ijósi þess að hingað til hafi verið látið nægja að leggja í afskriftasjóð það sem líklegt þótti að mundi tap- ast á næstu 1-2 ámm, þá telur Byggðastofnun það mikla stefnu- breytingu þegar Ríkisendurskoðun telur nú réttast að leggja í afskrifta- sjóð vegna allra ófyrirséðra áfalla í framtíðinni. - HEI Aðalfundur Prestafélags hins forna Hólastiftis: Séra Kristján kosinn formaður Aðalfundur Prestafélags hins forna Hólastiftis var haldinn á Skinnastað við Öxarfjörð fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta sinn í nær hundrað ára sögu félagsins, sem aðalfundurinn er haldinn í Norður-Þingeyjarsýslu. Á fundinum var séra Kristján Valur Ingólfsson kosinn formaður og tók hann við af séra Sigurði Cuðmunds- syni vígslubiskupi, sem gegnt hefur formennsku í nær þijá áratugi. Prestafélag hins foma Hólastiftis er elsta prestafélag landsins, stofnað á Sauðárkróki 8. júní 1898. Séra Matt- hías Jochumsson var einn af fmm- herjum félagsins. Félagið leggur áherslu á kynningu, örvun og eflingu andlegra mála. Tilgangur félagsins er að leitast við að glæða sannan krist- indóm og áhuga á kristniboðsmálum og kirkjulegri starfsemi. Fundurinn á Skinnastað var vel sóttur. Erindi fluttu séra Guðni Þór Ólafsson, séra Kristján Valur Ingólfs- son og séra Bolli Gústavsson Hóla- biskup. Umræðuefnin vom skýrslu- og áætlanagerð, um vígslur, blessan- ir og signingar og um mótun vígslu- biskupsembættisins að Hólum í Ijósi nýrra laga frá því á síðasta ári. Verslunarráð íslands: Harmar slit á sam- starfi við Félag stórkaupmanna „Forysta Félags íslenskra stórkaup- manna hefur nú slitið viðræðum við Verslunarráð íslands. Harmar Versi- unarráðið hvernig til hefur tekist í samstarfi þess við Félag íslenskra stórkaupmanna. Markmiðið með samstarfi félaganna um rekstur Skrifstofu viðskiptalífsins var að ná fram hagræðingu í rekstri og öflugri hagsmunabaráttu fyrir atvinnulífið í landinu. Verslunarráðið hafði lagt fram hugmynd að nýjum samningi milli félaganna um skrifstofurekstur þar sem bæði er reynt að einfalda fjárhagslega og rekstrarlega ábyrgð á skrifstofurekstrinum og gera fé- lögin málefnalega sjálfstæðari. Þessu hefur forysta FÍS hafnað. Virðist því samstarf félaganna um skrifstofrirekstur vera úr sögunni frá næstu áramótum. Fjölmargir stór- kaupmenn hafa löngum starfað í Verslunarráðinu og verið meöal helstu bakhjarla þess og svo mun áfram verða. Verslunarráðið óskar Félagi íslenskra stórkaupmanna alls hins besta í störfum sínum í fram- tíðinni." Svo segir í yfirlýsingu frá Verslun- arráði íslands vegna slita á samstarfi við Félag íslenskra stórkaupmanna. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.