Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.09.1991, Blaðsíða 14
22 Tíminn Laugardagur 21. september 1991 Efri-Vík Páll Fæddur 4. júlí 1901 Dáinn 5. september 1991 Páll Pálsson, fyrrverandi bóndi í Efri-Vík í Landbroti, andaðist 5. þ.m. níræður að aldri. Hann var fæddur 4. júlí 1901 í Þykkvabæ í sömu sveit og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, Margréti Elíasdóttur frá Syðri-Steinsmýri og Páli Sig- urðssyni frá Eystri-Dalbæ. Bjuggu þau allan sinn búskap í Þykkvabæ, miklu myndarbúi, enda voru þau bæði hagsýn og dugmikil. Var þar unnið að miklum framkvæmdum í búrekstri með ræktun, áveitum og húsbyggingum, sem lagði grundvöll að bættum hag. Vinnubrögð öll ein- kenndust af reglusemi og kappi og varð þetta uppeldi Páli giftudrjúgt veganesti auk námsins í barnaskóla hjá Elíasi Bjarnasyni, síðaryfirkenn- ara í Reykjavík. Kom það að góðum notum þegar Páll hóf búskap í Efri-Vík árið 1925. Með dugnaði og hagsýni var unnið að ræktun og uppbyggingu jarðar- innar og umgengni öll bar snyrti- mennsku vitni. Mikið átak var þegar Páll ásamt fjórum nágrönnum sín- um fékk Sigfús H. Vigfússon á Geir- landi, sem nú er nýlátinn, til að sjá um byggingu rafstöðvar til nota fyr- ir heimili og búrekstur. Við búskap- inn naut Páll stuðnings konu sinnar, Magneu G. Magnúsdóttur, en þau giftust vorið sem þau byrjuðu bú- skap í Efri-Vík. Fylgdist hún vel með öllu og tók þátt í störfum þar sem á þurfti að halda og var þá rösklega tekið til hendi. En þó að vel væri um búskapinn sinnt, þá naut verka Páls víðar. Að- stæður höfðu kennt Skaftfellingum það að þeir yrðu að sigrast á erfiðum samgöngum og fleiri vandamálum með samstarfi og samvinnu. í því tók Páll virkan þátt. Hann var m.a. á bátunum sem önnuðust uppskipun á vörum úr Skaftfellingi við Skaftár- ós um nærri tveggja áratuga skeið. Þar, eins og annars staðar, sögðu samferðamennirnir að fárra hand- tök hefðu verið drýgri. Þessi reynsla hefur vafalaust átt þátt í því að auka áhuga Páls á gengi samvinnufélaganna sem hann studdi af heilum hug og lét sér annt um til hinstu stundar. Það var líka í samræmi við hið jákvæða lífsviðhorf hans að vilja leggja hverju góðu máli lið, enda var hann góður liðs- maður í flestum félögum sem starf- andi voru í sveitarfélaginu. Áratuga starf hans í hreppsnefnd Kirkjubæj- arhrepps, stjórn Búnaðarfélags Kirkjubæjarhrepps og margra ann- arra, þar sem honum voru sérstak- lega falin gjaldkerastörf, segja líka sína sögu. í kirkjukór Prestsbakkakirkju söng Páll yfir 40 ár, frá stofnun hans og fram á síðasta ár, og voru það ekki margar æfingar eða athafnir þar sem hann vantaði, þá vegna óviðráð- anlegra forfalla. Á þann og ýmsan annan hátt sýndi hann hug sinn til kirkjunnar. En þó að Páll kæmi þannig víða við í sveitarfélaginu eru það þó ekki hin ágætu störf þessa frænda míns sem verða mér minnisstæðust, heldur maðurinn sjálfur. Hin einstæða góð- vild hans og jafnaðargeð hlaut að hafa þau áhrif að mönnum leið vel í návist hans. í bernskuminningu minni er Páll og fjölskylda hans hluti af tilverunni, þar sem heim- sókna þeirra var beðið með tilhlökk- un. Þau Páll og Magnea fengu til sín nýfæddan Magnús Bjarnfreðsson. Átti Magnús heima í Efri-Vík þar til hann vegna náms og starfa fluttist á höfuðborgarsvæðið. Þrátt fyrir þá fjarlægð hefur sambandið ekki rofn- að og ánægja þeirra hjóna var mikil að fá með gagnkvæmum heimsókn- um og á annan hátt að fylgjast með vexti barna Magnúsar. Og þegar erf- iðleikar steðjuðu að fyrr á þessu sumri dvaldi Guðrún Árnadóttir, kona Magnúsar, hjá þeim hjónum þegar þörfin var brýnust. Um leið og þakklæti fyllir hugann við þessi leiðarlok vil ég og fjöl- skylda mín biðja Guð að styðja Magneu og Magnús og fjölskyldu hans. Og mikils virði er sannfæring- in um að sú hlýja og gleði, sem jafn- an fylgdi honum, muni gera það áfram þrátt fyrir þessi þáttaskil og minningin um hann í huga okkar því hafa sömu áhrif og návist hans. Jón Helgason Ég var stödd í sól og hita á sólar- strönd þegar maðurinn minn hringdi til mín og tilkynnti mér að Páll föðurbróðir minn væri látinn. Þessi fregn kom ekki sem þruma úr heiðskíru lofti, þar sem Páll hafði þrásinnis veikst hastarlega núna í sumar og máttum við frændfólk hans og vinir búast við að brátt væri komið að leiðarlokum í lífi Páls. Páll var fæddur 4. júlí 1901 í Land- broti í Vestur-Skaftafellssýslu, sonur hjónanna Páls Sigurðssonar og Margrétar Elíasdóttur sem þar bjuggu. Páll var fjórða af sjö börnum þeirra hjóna. Enn eru á lífi Gyðríður, elsta barn þeirra hjóna, móðir Jóns Helgasonar alþingismanns, og Giss- ur, næstyngstur, sem lengi var ljósa- meistari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Páll dvaldi í foreldrahúsum til 1925 en þá keypti hann Efri-Vík í Land- broti af Eiríki Þorgeirssyni og gerð- ist bóndi þar. Hann kvæntist 9. maí 1925 Magneu Guðrúnu Magnús- dóttur, dóttur hjónanna Magnúsar Hansvíumsonar og Guðríðar Sig- urðardóttur. Fluttu þau hjón fyrst í gamla bæinn til Eiríks og voru þar á meðan Páll byggði nýjan bæ gegnt gamla bænum. Ekki tók það nema tvo mánuði að reisa húsið, tvílyft steinhús, en yfirsmiður var Sveinn Jónsson, bróðir Helga í Seglbúðum, mágs Páls. Eiríkur var síðan í hús- mennsku hjá Páli og önnuðust þau hjón hann af alúð þar til hann lést árið 1943. Guðríður, móðir Möggu, var einnig hjá þeim hjónum alla tíð þar til hún lést árið 1963. Þeim hjónum varð ekki barna auð- ið, en þann 9. febrúar 1934 fæddist drengur á Efri-Steinsmýri í Meðal- landi í mikilli fátækt. Þennan dreng sóttu hjónin í Seglbúðum, Gyðríður og Helgi, og fluttu hann í reifum til Möggu og Páls í Efri-Vík þar sem hann ólst upp til fullorðinsára. Helgi hafði drenginn innan klæða á ferðalaginu til að hlífa honum fyrir nepju vetrarins. Þarna var kominn Magnús Bjarnfreðsson, hinn lands- kunni blaða- og fjölmiðlamaður. Hann hefur alla tíð í þeirra huga og eins okkar frændfólksins verið son- ur þeirra. Magnús á 4 börn og er kona hans Guðrún Árnadóttir. Páll og Magga voru alla tíð ákaflega vinnusöm og unnu stöðugt að um- bótum og uppbyggingu jarðarinnar, þar til þau brugðu búi er hjónin Hörður Davíðsson og Salóme Ragn- arsdóttir keyptu jörðina 1968. Páll lærði bókband þegar hann var 14 eða 15 ára unglingur af frænda sínum Elíasi Einarssyni frá Fossi í Mýrdal, sem var á þeim árum vinnu- maður hjá foreldrum hans í Þykkva- bæ. Svo vel lærði hann þessa iðn að Elías gaf honum verkfæri sín, sem þá voru gömul, og batt Páll inn bæk- ur af sérstakri vandvirkni með þess- um gömlu verkfærum alla tíð og kannski mest eftir að hann hætti búskap, enda féll honum illa að sitja aðgerðalaus. Þær eru orðnar ansi margar bækurnar sem hann hefur bundið inn, m.a. fyrir bókasafnið á Klaustri, ýmsa bókasafnara o.fl. Við hjónin erum svo heppin að eiga nokkuð margar bækur sem hann hefur bundið inn, bæði nýjar bækur og gamlar, sumar illa famar. Þær lagfærði hann og batt inn svo lista- vel að ótrúlegt er. Páll var mikils metinn í sveit sinni og gegndi þar mörgum trúnaðar- störfum, var meðal annars í hrepps- nefnd í 36 ár, þar til hann baðst und- an endurkjöri árið 1970. Árum sam- an var Páll gjaldkeri sjúkrasamlags- ins á staðnum og þurfti vegna þess starfs að ferðast mikið um vegna innheimtu. Þetta var töluvert erfið- ara þá en nú, því Páll átti aldrei bíl og fór því allt fótgangandi eða á hestum. Páll var alla tíð alger bind- indismaður og var virkur félagi í stúkunni Klettafrú á Kirkjubæjar- klaustri á meðan hún starfaði. Páll var trúmaður mikill og svo kirkju- rækinn að séra Sigurjón á Kirkju- bæjarklaustri tjáði mér að væri messað hefði mátt ganga að Páli vís- um eins og klerki. Þótti honum ákaflega vænt um kirkju sína, Prest- bakkakirkju, og var hann safnaðar- fulltrúi til fjölda ára, einnig var Páll einn af stofnendum kirkjukórsins og söng með kórnum alla tíð þar til á síðasta ári. Þegar ákveðið var að byggja Kap- ellu séra Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri ákváðu þau hjónin, Páll og Magga, að gefa orgel- ið í kapelluna ásamt öllum sálma- og nótnabókum, til minningar um foreldra þeirra beggja. Orgelið var svo keypt árið 1970 og geymt hjá frænda þeirra, Gissuri Elíassyni org- elsmiði, þar til kapellan var vígð ár- ið 1974. Þetta var stórhöfðingleg gjöf sem sýndi vel hug þeirra til kirkjunnar. Páll frændi var alla tíð sérlega skap- góður, barngóður og elskulegur maður og sama má segja um Möggu konu hans. Þegar ég var lítil stelpa var ég í sveit hjá Gyðríði föðursystur minni í Seglbúðum. Þegar pabbi og mamma komu austur á sumrin fór- um við að sjálfsögðu í heimsókn að Efri-Vík og alltaf var tekið á móti okkur eins og koma okkar væri þeim sérstök gjöf, svo gestrisin voru þau hjónin. Flest sumur í marga áratugi höfum við hjónin, ýmist ein með bömum okkar eða síðustu árin með föður mínum, dvalið í nokkra daga í Landbrotinu og langar okkur til að þakka fyrir þær elskulegu mót- tökur sem við höfum alltaf orðið að- njótandi hjá þeim hjónum. Fyrst í mörg ár í Efri-Vík, en síðan eftir að þau árið 1979 fluttu að Kirkjubæjar- klaustri í íbúðir aldraðra að Klaust- urhólum og nú síðast í ágústmánuði sl. eftir að þau voru nýflutt að Heiðabæ, dvalarheimili aldraðra sem rekið er af hjónunum sem tóku við búi í Efri- Vík af Páli og Möggu. Mig langar til að lýsa því í nokkrum orðum hvernig var að koma til þeirra eftir að þau hættu búskap og vil ég taka fram að oftast komum við óvænt án þess að þau vissu fyrirfram um ferðir okkar. Páll sat oftast við að binda inn þegar við komum en Magga sat eða lá fyrir í sófanum sín- um, því hún hefur í mörg ár verið slæm í hnjánum og því átt erfitt með að hreyfa sig um; hún var oftast með bók eða blað í hönd, því hún les mikið. Páll lagði ávallt strax frá sér verkefnin þegar gesti bar að garði og settist með okkur. Það var mann- bætandi að koma til þeirra og breytti það engu um hvort við kom- um bara fjölskyldan eða með vinum okkar, þeim ókunnugum, allir voru alltaf jafnvelkomnir. Fyrir nokkrum árum komu sænsk vinahjón okkar með okkur til þeirra að Klaustri, við höfðum verið að ferðast víða með þau og sýna þeim það sem þykir sér- staklega áhugavert á Suðvestur- og Suðurlandi. Þegar þessi hjón voru spurð hvað þeim hefði fundist minnisstæðast við íslandsferðina, sögðu þau að það hefði verið að koma til gömlu hjónanna á Klaustri. Segir þetta ekki töluvert? Eg veit að Páll frændi minn hefði viljað að ég notaði þetta tækifæri til að þakka vinum okkar, hjónunum Sallý og Herði í Efri-Vík, fyrir hve einstaklega vel þau hafa reynst þeim hjónum eftir að heilsan fór að gefa sig og þau þurftu á hjálp að halda. Þegar ungu hjónin Hörður og Sallý komu að Efri-Vík til Páls og Möggu, endurtók sig sagan frá 1925. Þau fluttu fyrst inn í bæinn til eldri hjónanna á meðan þau byggðu sinn nýja bæ. Páll og Magga tóku ungu hjónunum og börnum þeirra opn- um örmum. Börn þeirra Sallýjar og Harðar eru fjögur og kölluðu þau öll Pál og Möggu afa og ömmu í Gamlabæ, enda þótti þeim líka eins vænt um þau og væru þau bama- böm þeirra. Þetta kunnu Sallý og Hörður vel að meta og hafa þau nú í mörg ár annast og litið til með Páli og Möggu eins og um foreldra þeirra væri að ræða. í sumar, þegar Páll var orðinn mikið veikur og Magga var svo óheppin að detta og lærbrjóta sig, fengu þau leyfi bygg- inganefndar til að flytja sumarhús að Heiðabæ (dvalarheimili aldr- aðra). Þetta sumarhús ætluðu þau að hafa fyrir bændagistingu heima í Efri-Vík, en tengdu það nú við hús- ið sem fyrir var til að geta annast gömlu hjónin eftir að þau voru ekki lengur fær um að búa ein í íbúðinni í Klausturhólum. Fyrir þetta og alla þeirra umönnun til margra ára vilj- um við skyldfólk Páls og Möggu þakka. Elsku Magga mín, þó að við Sig- urður og pabbi þökkum Guði fyrir að Páll þurfti ekki að þjást lengi, finnum við samt mjög til með þér, sem sannarlega átt nú um sárt að binda þegar þú nú verður að sjá á bak elskulegum eiginmanni eftir 66 ára einstaklega ástríkt og gott hjónaband. Guð blessi þig um ókomna tíð. Eilíft líf— ver oss huggun, vöm og hlíf, lífí oss, svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kíf? Eilíftlíf. (Matth. Jochumsson) Sigrún Gissurardóttir Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa aö vera vélritaöar. SLOKKVISTOÐIN I REYKJAVIK Varaslökkviliðsstjóri Laus er til umsóknar staða varaslökkviliðsstjóra frá og með 1. desember næstkomandi. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar veitir Hrólfur Jónsson varaslökkvi- liðsstjóri í síma 22040. Umsóknarfrestur er til 15. október. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Viðskiptafræðingur Laus er til umsóknar staða viðskiptafræðings Fjármála- og hagsýsludeildar Reykjavíkurborgar. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar veitir borgarhagfræðingur í síma 18800. Umsóknarfrestur er til 5. október. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Hafnargerð Innkaupastofnun ríkisins f.h. Vita- og hafnamálastofnunar óskar tilboða í stálþil og festingar fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð merkt: Útboð 3733/1 skulu berast fyrir kl. 11.00 þann 14. október n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.