Tíminn - 10.10.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 10. október 1991
Tíminn 15
ÍÞRÓTTIR
Islandsmótið í handknattleik:
VAKNKN, VALSMENN!
eruð komnir heim frá Svíþjóð!
— þið
íslandsmeistarar Vals komust held-
ur betur niður á jörðina í gærkvöld,
er þeir töpuðu á heimavelli fyrir
Selfyssingum 24-32, eftir ævintýr-
ið í Svíþjóð um síðustu helgi, í Evr-
ópukeppninni.
Það var sterkur vamarleikur Sel-
fyssinga, með þá Einar G. Sigurðs-
son og Sigurð Sveinsson (já, þú last
rétt) fremsta í flokki, sem skóp sigur
gestanna. Selfyssingar höfðu undir-
tökin lengst af, voru yfir í leikhléi
12-13 og í síðari hálfleik náðu þeir
fljótlega 4 marka forskoti og þann
mun náðu Valsmenn ekki að brúa.
Valsmenn urðu fyrir því áfalli í fyrri
hálfleik að fyrirliði þeirra, Jakob
Sigurðsson, varð að fara af leikvelli
meiddur á hné. Þorbjöm Jensson,
þjálfari þeirra, fékk rauða spjaldið
hjá dómurum leiksins skömmu fyrir
leikslok fyrir mótmæli.
Hjá Selfyssingum var vörnin frá-
bær, sem og liðsheildin, Einar S.,
Einar G., Sigurjón, Gústaf og Jón
Þórir og í markinu varði Einar þjálf-
ari Þorvarðarson 15 skot.
Hjá Val var Brynjar Harðarson
skástur í annars slöku liði. Valdimar
Grímsson átti góðan leik í fyrri hálf-
Ieik.
Bæði liðin léku með sorgarborða í
leiknum í gær, vegna fráfalls Krist-
ins Finnbogasonar framkvæmda-
stjóra, en hann var tengdafaðir Ein-
ars Þorvarðarsonar.
Mörkin Valur: Brynjar Harðarson
8, Valdimar Grímsson 7/2, Dagur
Sigurðsson 3, Ingi R. Jónsson 2,
Jakob Sigurðsson 1, Ármann Sigur-
vinsson 1, Júlíus Gunnarsson 1 og
Finnur Jóhannsson 1. Selfoss: Sig-
urður Sveinsson 8/6, Sigurjón
Bjarnason 7, Gústaf Bjarnason 7,
Einar G. Sigurðsson 7, Jón Þórir
Jónsson 2 og Einar Guðmundsson
1.
Önnur úrslit
Víkingar unnu nauman sigur á KA
í Höllinni 27-26. Birgir Sigurðsson
skoraði 12 mörk fyrir Víkinga, en Al-
freð Gíslason 10 fyrir KA.
í Digranesi vann HK stórsigur á
Gróttu 31-20. Tékkinn Tonar gerði
10 mörk fyrir HK, en Guðmundur
Albertsson 7 fyrir Gróttu.
FH vann stórsigur á Breiðabliki í
Kaplakrika, 23-12. Hans Guð-
mundsson og Gunnar Beinteinsson
skomðu 6 mörk hvor fyrir FH og
Kristján Arason 4. Fyrir Breiðablik
gerðu þeir 3 mörk hvor Björgvin
Björgvinsson og Elfar Elfarsson.
BL
Dagur Sigurðsson er ungur og efnilegur leikmaður í liði Vals. Hann
og félagar hans máttu játa sig sigraða í gærkvöld.
Tfmamynd Áml Bjama
Nýjar íþróttagreinar munu koma í stað eldri greina á ÓL:
ALDAMÓTAHREINGERNING!
Evrópumótin í handknattleik:
VALSMENN
EIGA GÓÐA
MÖGULEIKA
— á að komast í 8 liða úrslit, eftir
að hafa dregist gegn liði frá ísrael
íslandsmeistarar Vals í hand-
knattleik drógust gegn Hapoel
Rsihon í 16-liða úrslitum Evr-
ópukeppninnar. Möguleikar
Valsmanna á að komast áfram í
keppninni eru því talsverðir, en
ísraelska liðið hefur falast eftir
því að Valur leiki báða leikina í
Israel.
Víkingar, sem leika í Evrópukeppni
félagsliða, drógust gegn spænska
liðinu Avidesa í 16-liða úrsiitum.
Með þessu liði leikur landsliðsmað-
urinn Geir Sveinsson.
Drátturinn í meistarakeppninni:
Valur fslandi-Hapoel Rsihon fsnel
Kolding Danmörim-Grassboppers Sviss
Gummersbach Þýskal.-Elektomos Ungverjal.
Nimes Fralddandi-Timisoan Rúmem'u
Zagreb Júgósiavíu-Dulka Png Tékkúslúvakíu
Sandafjord Noregi-Knsnodar Sovétríkjunum
UHK Wien Austurríki-Barcelona Spini
RTI lyridandi-Teka Spini
Dritturinn í félagsliðakeppninni:
Lugi Sviþjóö-Heisingör Danmörku
Borba Sviss-Zrenjanin Júgislavíu
Ion&os GrQddandi-Bruck Austurríld
Banja Luka Júgöslavíu-Wisla Ptock Póli.
Porto Portúgal-Banik Karvina Tékkóslóvakíu
Bordeaux Fnidd.-Minsk Sovétríkjunum
Vestel Manisa TyricL-Wailaa Massenbeim Þýskal.
BL
— þa mun þátttökulöndum fjölga, sem þýðir að
færri íþróttamenn munu koma frá hverju landi
Alþjóðaófympíunefndin hefur í
hyggju að ýta allt að sjö íþrótta-
greinum út af borði sínu og taka
nýjar greinar inn í staðinn. Þessar
miklu breytingar munu verða gerð-
ar eftir leikana í Atlanta 1996, fyrir
aldamótaleikana árið 2000.
Þær greinar, sem eiga það á hættu
að verða aflagðar sem Ólympíu-
greinar eru: samhæft listsund, dýf-
ingar, sundknattleikur, nútíma
fimmtarþraut, róður, róður á ein-
trjáningum, skylmingar, siglingar
og hindrunarstökk. Þessum íþrótta-
greinum verður þó gefið tækifæri til
þess að sanna gildi sitt og vinsældir.
Þær greinar, sem Alþjóðaólympíu-
nefndin telur að séu í mestri hættu,
eru greinar sem stundaðar eru í fá-
um löndum, fjárfrekar greinar,
greinar sem eru miklar umfangs,
greinar sem ekki eru stundaðar í
löndum þriðja heimsins og greinar
sem ekki höfða lengur til ungs fólks.
Þær greinar, sem eru á þröskuldin-
um að komast inn sem Ólympíu-
greinar, erj meðal annars þríþraut,
golf og strandblak. Ólympíugrein-
um verður ekki fjölgað í framtíð-
inni, heldur verður fjöldinn áfram
miðaður við 26 greinar.
Þá gerir Alþjóðaólympíunefndin
ráð fyrir því að þátttökulöndum á
Ieikunum eigi eftir að fjölga á næstu
árum. Núna eru þátttökuþjóðir 167
taisins, en gert er ráð fyrir að að
þeim geti fjölgað upp f 190. Þar er
einkum horft til lýðvelda Sovétríkj-
anna og Afríkuríkja.
Ekki mun íþróttamönnunum á
leikum framtíðarinnar þó fjölga, því
hámarksfjöldi þeirra mun miðast
við töluna 10 þúsund. Þetta þýðir
aðeins eitt: færri íþróttamenn frá
hverju landi. Þá munu ÓL-lágmörk
líklega verða hert. Áhrifa þessa mun
ekki gæta á leikunum í Barcelona á
næsta ári, en í Atlanta 1996 er ekki
ólíklegt að þessa verði farið að gæta.
BL
KNATTSPYRNUPUNKTAR
• Bayem Mtinchen hefur þurft
að láta f mlnni pokann f vaxandi
mæli upp á síðkastið, og um síð-
ustu helgi máttí liðið þola þá
niðuriæginu að tapa á heimaveili
1-4 fyrir nýliðum Stuttgart Kic-
kers. í gær var Jupp Heynckes,
þjálfari liðslns, iátínn taka pok-
ann sinn, stútfull&n. Við tók
Sðren Lerby, fyrrum ieUcmaður
með Bayem og danska iandslfð-
inu. Áður hafðl Franz Becken-
bauerverið boðin staðan.
• Hinn síötugi Raymond Goet-
hals, sem stýrðí MarseUIe f úr-
siit Evrópukeppni meistaraliöa f
fyrra, hefúr ákveðið að setjast í
helgan stein þegar yfirstandandi
keppnistfmahiU lýkur. Goethals
varð að víkja úr starfí þjdlfara
þegar Júgðslavinn Tomislav lvic
var fenginn til liösins í sumar.
Sfðan hefur sá gamU verið f
starfi ráðgjafa.
• lan Wright er meiddur á ökkla
og ekki er víst að hann geti ieik-
ið með Englandí gegn Tyrklandi
á miðvikudaginn í næstu vUra.
Félagi hans f Arsenal, Tony Ad-
ams, á einnig t meiðsium. BL
HAFNARFJÖRÐUR
Verkakvennafélagið
Framtíðin
Tillögur stjómar og trúnaðarmannaráðs félagsins um stjóm og
aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1992, liggja frammi á skrifstofu fé-
lagsins aö Strandgötu 11, frá og með föstudeginum 11. október til
miðvikudagsins 16. október. Öörum tillögum ber að skila fyrir kl.
17.00 miðvikudaginn 16. október og er þá framboðsfrestur út-
runninn.
Tillögum þurfa að fýlgja meðmæli 20 fullgildra félagsmanna.
Verkakvennafélagið Framtíðin
Framkvæmda-
stjóri
Ungmennafélag (slands (UMFÍ) vill ráða framkvæmda-
stjóra.
Starfssvið framkvæmdastjóra er m.a. eftirfarandi:
• Rekstur skrifstofu og starfsmannahald
• Útbreiðsla og erindrekstur
• Undirbúningur funda og þinga
• Þjónusta og aðstoð við héraðssambönd og ungmenna-
félög
• Fjármál UMFÍ og umsjón bókhalds.
Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á starfi ung-
mennafélagshreyfingarinnar.
Umsóknum sé skilað til þjónustumiðstöðvar UMFÍ fyrir 23.
október n.k.
Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf fyrir áramót.
Nánari upplýsingar veita:
Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, vs. 812977; og Sigurður
Þorsteinsson framkvæmdastjóri í s. 12546 og 16016.
Ungmennafélag íslands
BÍLAKAUP RÍKISINS 1992
Innkaupastofnun ríkisins áætlar að kaupa um 160 bíla fyr-
ir ríkisstofnanir árið 1992. Lýsing á stærðum og útbúnaði
bílanna er að fá á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja-
vík. Þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjóðá bíla
sína, að senda verðtilboð og aðrar upplýsingartil skrifstof-
unnarfyrir 15. nóvember n.k.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
i Landsbyeeéar-
ÞJÓNUSTA
fyrir fólk, stofnanir og
fyrirtæki á landsbyggðinnú
Pöntum varahluti og vörur.
Samningsgerð, tilboð í
flutninga.
Lögfræðiþjónusta, kaup og
sala bifreiða og húsnæðis»
Okkur er ekkert áviðkomandi,
sem getur létt fólki störfin.
LANDSBYGGÐ HF
Ármúla 5-108 Reykjavík
Símar 91-677585 & 91-677586
Box8285
Fax 91-677568 ■ 128 Reykjavík