Tíminn - 10.10.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.10.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. október 1991 Tíminn 7 ■■ AÐ UTAN ísrael stendur ekki við fyrirheitin: Elsta atvinnugrein kvenna þrautalending þeirra rússnesku Vitaskuld kostar mikið fé að koma upp húsaskjóli yfir mörg hundruð þúsund manns og þess vegna hafa ísraelsmenn gert þá kröfu til bandamanna sinna og velgerðarmanna, Bandaríkja- manna, að þeir hlaupi nú enn einu sinni undir bagga og veiti ábyrgð fyrir 10 milljarða dollara láni sem nota eigi til uppbygg- ingar fyrir nýju innflytjenduma. Nú bregður hins vegar svo við að Bush Bandaríkjaforseti vill ekki stuðla að frekari uppbygg- ingu ísraelsmanna á hemumdu svæðunum, og veldur þar mestu um að hann vill ekki styggja Ar- aba um of meðan einhver von er til að koma megi á friðarviðræð- um milli erkióvinanna í Mið- Austurlöndum. Hann hefur því synjað ísraelsmönnum um ábyrgðina. Tölvufræðingur í gamla landinu — vændiskona í því nýja Hún kallar sig Natöshu. Hún situr í flegnum svörtum kjól á fínum hótelbar í Tel Aviv og blæs Ietilega frá sér fullkomnum reyk- hringum. Natasha fluttist nýlega til ísraels frá Sovétríkjunum. í gamla landinu starfaði þessi 23ja ára stúlka sem tölvufræðingur, í fyrirheitna landinu hefur hún lifibrauð af vændi. Hún er ein af mörg hundmð ný- komnum rússneskum konum, sem eru of menntaðar fyrir þau fáu störf sem gefast, og hafa snú- ið sér að vændi til að komast af. Erfitt hefur verið að komast hjá að taka eftir að skyndilega hefur ljóshærðum konum fjölgað á götum Tel Aviv og auglýsingafl- óran í dagblöðunum hefur orðið fjölskrúðugri. Þar má sjá t.d.: „Bráðfalleg rússnesk kona, ný- komin frá Moskvu". „Nuddstofan Varalitur" heitir viðskiptavinum þjónustu „hóps af rússneskum fýrirsætum á alþjóðlegan mæli- kvarða“. Rétt eins og flestir aðrir inn- flytjendur frá Sovétríkjunum, flúði Natasha efnahagsóreiðu og Gyðingahatur. „Ég kom hingað í þeirri trú að hér myndi mér ganga vel að vinna mig upp í starfi mínu, en í þessu landi eru of margir tölvufræðingar. Ég leitaði að kennarastarfi, en hebr- eskan mín var ekki nógu góð. Ég reyndi að vinna við ræstingar, en fólk notaði sér mig og borgaði mér ekkert," segir hún. Natasha er búin að fá nóg af ísrael. „Eftir nokkra mánuði verð ég búin að safna nægum pening- um. Ég ætla að kaupa flugmiða umhverfis jörðina. Þá sé ég hvaða land mér líst best á og þar ætla ég að setjast að." Olga hætti verkfræðináminu í Riga til að flytjast með foreldrum sínum til ísraels fyrir ári. Þau settust að í bænum Migdal Ha’emek í norðurhluta landsins. Að sjö mánuðum liðnum var enginn í fjölskyldunni búinn að fá vinnu og Olga, 21 árs, stóðst ekki lengur freistinguna. ,Mig langaði til að kaupa mér gallabuxur, skó og hljómplötur, en engir peningar voru til,“ segir hún. Hún segist eiga vinkonu, sem vann við símavændi í Haifa, og hún hefði sagt sér að hringja þegar hún væri alveg viss um að hún vildi vinna sér inn peninga. Nú segist Olga vera búin að spara saman fimm þúsund dollara og ætla að láta gera sér myndmöppu á dýrri ljósmyndastofu. Draum- urinn er að verða fyrirsæta. 320.000 sovéskir Gyðingar þegar komnir — von á milljón til viðbótar Efnahagslegir örðugleikar mæta flestum sovésku innflytjendanna. Um 320.000 Gyðingar hafa flust til ísrael frá 1989. Von er á einni milljón til viðbótar. Opinberar tölur segja 40% innflytjendenna atvinnulausa, en óopinbert mat er miklu hærra eða allt að 75%. Verkfræðingar hafa tekið að sér störf sem Palestínumenn unnu áður, s.s. að leggja bílum eða sópa götumar. Margir hafa skrif- að til gamla landsins og ráðlagt vinum og vandamönnum að hætta við að flytjast til ísraels. Nú eru ísraelsk yfirvöld áhyggju- full um að vonbrigðin verði til þess að taki fyrir innflytjenda- strauminn. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra hefur haft í hótunum og átt á hættu vináttuslit ísraels- Lífsbaráttan er erfið fyrir sov- ésku innflytjenduma í fsrael. Þrautalending margra kvenna til að hafa í sig og á, er að taka upp vændi, og hér er ein á vinnustaðnum í Tel Baruch. manna og Bandaríkjamanna í viðleitni sinni til að knýja fram ábyrgð hinna síðarnefndu á 10 milljarða dollara láni til að koma innflytjendunum fyrir í ísrael, reyndar á hernumdu svæðunum. Stéttaskipting í vændiskvennastétt og rígur milli þeirra gamalgrónu og ný- komnu Þeir kaldhæðnu segja að Natas- ha og Olga hafi haft heppnina með sér. Natasha tekur 200 doll- ara þóknun fyrir þjónustu sína hverju sinni, á fastan hóp við- skiptavina, vinnur á góðum hót- elum og yfirmaður hennar er strangur og hefur aga á við- skiptavinunum. Starfssystur hennar í Tel Baruch, ruslidrifnum sandhæð- um norðan við Tel Aviv sem sagð- ar eru „stærsta vændishús Mið- Austurlanda", eru ekki eins heppnar. Að kvöld- og næturlagi stilla konur og klæðskiptingar sér ögrandi upp á vegum, sem aðeins eru upplýstir af bílljósum þegar karlmenn — Arabar og Gyðingar — koma í kynlífsleit. Rússnesku vændiskonunum hefur ekki verið vel tekið af heimakonunum sem fyrir voru. Etti er innfædd og hefur starfað í Tel Baruch árum saman. Hún segir rússnesku stúlkurnar hafa rænt yfirráðasvæði þeirra sem fyrir voru, og þær fari firam á lægri greiðslur fyrir þjónustuna. Þær dragi stéttina niður í svaðið. Ora Namir hefur forystu í þing- nefnd sem fjallar um félagsleg málefni. Hún álítur að meira en 15% vændiskvenna í ísrael séu rússneskar. Yitzhak Peretz rabb- íni, innflytjendaráðherrann, sagði nýlega að þetta fyrirbæri væri „blettur á enni landsins". Minniháttar vaxtar- verkur Aðrir embættismenn segja vandamálið minniháttar vaxtar- verk. „Ekkert annað land hefði þorað að takast á við þá innflytj- endaögrun sem ísrael hefur gert,“ segir formælandi sjálfs- hjálparhóps innflytjenda. „Það er ekki hægt að sjá birtuna í enda ganganna, en við vitum hvaða möguleikar geta verið fyrir hendi.“ Þessi orð eru þó lítil huggun þeim sem enn eru í göngunum. Olga, verkfræðineminn fyrrver- andi, sér litla möguleika á því að sá draumur hennar, að fara aftur í háskóla, eigi eftir að rætast. Hún segir lífið núna ógeðslegt, en að hún geti ekki sagt skilið við starfið núna. Opinber stefna ísraela hefur löngum verið að allir Gyðingar ættu sér griðland í Israel. Þeir hafa þess vegna lengi lagt áherslu á að Sovét- menn gæfu öllum sov- éskum Gyðingum farar- leyfi til ísraels sem þess hafa óskað. Nú hefur það fararleyfi verið veitt og sovéskir Gyðingar flykkjast til fyrirheitna landsins. Þar sem það hefur líka verið opinber stefna ísraelsmanna að þeir eigi yfirráð á þeim svæðum, sem þeir hafa hernumið af Palestínu- mönnum að unnum stríðum, hafa þeir lagt ofurkapp á að koma sov- ésku innflytjendunum fyrir þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.