Tíminn - 10.10.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001
#1»
RÍKISSKIP
NUTÍMA FLUTNINGAR
Holnorhusinu v Tryggvogotu
» 28822
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Öðruvísi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR • VARA-
HLUTIR.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
Áskriftarsími
Tímans cr
686300
TVÖFALDUR1. vinningur
FIMMTUDAGUR 10. OKT. 1991
Þingmenn ræða um þingsköp í tvo klukkutíma:
1 Ki i ■■ |or ■ i íúl :vai rp IS-
i rá ði /a rfi resl ta ið
unni yrði frestað.
Margir þingmenn tóku þátt í
umræðunni. Stjórnarliðar gagn-
rýndu málflutning stjórnarand-
stöðunnar og sögðu hann ómál-
efnalegan og þinginu ekki til
sóma. Matthías Bjarnason kallaði
umræðuna skrípaleik og sagðist
ekki hafa orðið vitni að öðru eins
á þeim 30 þingum sem hann
hefði setið. Hann sagði vilja ráð-
herra ekki skipta máli, það væri
þingflokkurinn sem réði hverjir
tækju sæti í útvarpsráði fyrir
hans hönd.
Það var mál manna að umræðan
í gær væri beint og óbeint afleið-
ing af deilum um kosningu í for-
sætisnefnd þingsins, en í henni
sitja sem kunnugt er eingöngu
stjórnarliðar. Samráð milli þing-
flokka væri of lítið og samskiptin
stirðari en áður voru.
-EÓ
Ekki tókst að ljúka kosningu í útvarpsráð á Alþingi í gær.
Stjómarandstaðan óskaði eftir að kosningunni yrði frestað,
svo hún gæti átt orðastað við menntamálaráðherra. Forseti
þingsins hafnaði þessari beiðni fyrst í stað, en eftir að umræð-
ur höfðu staðið í tvo klukkutíma féllst hann á hana. Mennta-
málaráðherra er t útlöndum og mætir ekki á þing að nýju fyrr
en eftir tvær vikur.
Það var Ólafur Þ. Þórðarson sem
hóf umræðuna. Hann sagði ekki
óeðlilegt að þingmenn fengju að
heyra það frá menntamálaráð-
herra hvort hann bæri traust til
þeirra manna, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur tilnefnt til setu í
ráðinu. Ólafur benti á að það
hefði einmitt verið brestur á
trúnaði, sem hefði valdið því að
tveir fulltrúar flokksins í ráðinu
og einn varafulltrúi sögðu sig úr
því. Ólafur sagði að það vissu það
allir, sem vita vildu, að tekist
væri á í Sjálfstæðisflokknum um
stefnu í málefnum Ríkisútvarps-
ins, og vera kynni að það væri
ástæðan fyrir því að kosningin
væri rekin áfram með slíkum
hraða í þingsölum.
Svavar Gestsson og Ólafur
Ragnar Grímsson tóku undir
þessa ósk. Björn Bjarnason, vara-
formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna, sagði að menntamálaráð-
herra bæri traust til þeirra full-
trúa, sem í kjöri væru, og því
væri ekkert að vanbúnaði að láta
kosninguna fara fram. Fulltrúar
stjórnarandstöðunnar sögðu
þessa yfirlýsingu ekki nægilega
og ítrekuðu ósk um að kosning-
Góð afkoma Fiskiðjunnar/Skagflrðings fyrstu átta mán-
uði ársins. Veigamikill kostnaðarliður hækkar milli ára:
Fjármagns-
kostnaður tók
stökk uppávið
Frá Guttorml Óskarssyni á Sauðárkrókl.
Hagur og rekstrarafkoma físk-
vinnslu- og útgerðarfyrirtækisins
Fiskiðjunnar/Skagfirðings á Sauð-
árkróki er góður á þessu ári. Sam-
kvæmt uppgjöri fyrstu átta mánaða
ársins er rekstrarhagnaður 45,678
millj. kr. En rekstrarhagnaöur án
afskrifta og fjármagnskostnaðar er
196,353 millj. kr., í stað 125,502
millj. króna í fyrra. Afskriftir hafa
verið hækkaðar mikið á þessu
rekstrartímabili og eru nú 89,074
milljónir kr., sem er 39% hækkun.
Þetta kom fram á fundi Einars
Svanssonar framkvæmdastjóra og
Ingimars Jónssonar, fjármálastjóra
fyrirtækisins, með fréttamönnum
nýlega.
Rekstrartekjur samkvæmt þessu
átta mánaða uppgjöri voru 904,895
milljónir króna, en voru 562,341
milljónir sömu mánuði 1990, en það
er 61% hækkun milli ára. En rekstr-
argjöld hafa einnig hækkað mikið og
voru 708,542 milljónir, en voru
436,839 millj. Hækkunin er 62%.
Aðalliðirnir í hækkun rekstrar-
kostnaðar er fjármagnskostnaður,
sem reyndist á þessu tímabili 68,526
milljónir á móti 13,627 millj. á sama
tíma f fyrra, en auk þess hækkaði
hráefniskostnaður.
Eigið fé Fiskiðjunnar/Skagfirðings
er 566,372 millj. kr. og hefur hækk-
að um 15% milli ára. Skuldir fyrir-
tækisins eru hins vegar 808,591
millj. og hafa lækkað frá fyrra ári um
100 milljónir.
Samkvæmt þessum upplýsingum
er Fiskiðjan/Skagfirðingur gott fyr-
irtæki, og þrátt fyrir kunna og marg-
rædda erfiðleika í fiskvinnslu og
sjávarútvegi er fyrirtækið nú eitt
mikilvægasta atvinnufyrirtæki á
Sauðárkróki.
Sementsverk-
smiðjunni
breytt í
hlutafélag
Flestöll félagasamtök í
Hafnarfirði sameinast
gegn áformum
heilbrigðisráðherra um
Jósefsspítala:
Safna undir-
skriftum um
óbreyttan
rekstur
Flestöll félagasamtök í Hafnarfíröi
hafa sameinast um að hleypa af
stokkunum undirskriftasöfnun til
stuðnings óbreyttum rekstri SL
Jósefsspítala í Hafnarfírði. Jafn-
framt munu undirskrifendur skora
á alþingismenn að sjá til þess að
spítalinn verði áfram rekinn sem
deildaskipt sjúkrahús og verði ekki
breytt í hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða.
Um er að ræða milli 50 og 60 félaga-
samtök af öllu tagi, m.a. kvæða-
mannafélag, íþróttafélög, kvenfélög,
karla- og kvennaklúbbar og félög
tengd stjórnmálaflokkum, en milli
þeirra hefur myndast samstaða um
stuðning við spítalann.
Samstarfsráð félaganna heldur al-
mennan fund í Kaplakrika í dag kl.
17, en þar verður íýrirkomulag und-
irskriftasöfnunarinnar kynnt, en
hún mun síðan fara fram dagana 12.
og 13. okt. nk. Óskað er eftir sjálf-
boðaliðum og eru þeir beðnir að gefa
sig fram í grunnskólum Hafnarfjarð-
ar milli kl. 10 og 17 nk. laugardag og
sunnudag.
—sá
Undirbúningshópur Vináttu 1991. F.v. Petrína Ásgeirsdóttir, Vilmar Pétursson, Sveinn M. Ottós-
son, Edda Olafsdóttir, Benoný Ægisson og Logi Sigurfinnsson. Tfmamynd: Ami Bjama
Vinátta 1991 — átak í vináttu
íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkurborgar og Unglingadeild Fé-
lagsmálastofnunar hafa í sam-
starfí við fjölda félagasamtaka og
stofnana hrint af stað átaki, sem
hlotið hefur nafnið Vinátta 1991.
Tilgangur þessa átaks er að efla
vináttu manna á milli á sem flest-
um sviðum, og markviss ræktun
manngilda í uppeldi barna. Að-
standendur þessa átaks hafa varp-
að fram fjölmörgum hugmyndum,
sem nýta mætti til að efla vináttu,
samhjálp og efla friðsamleg og
kærleiksrík tengsl í þjóðfélaginu.
Meðal þess, sem stungið er upp á,
er að íþróttafélög haldi fjölskyldu-
dag, vinavika í skólanum, vináttu-
messur eða kærleiksmessur þar
sem t.d. fermingarbörn afhenda
kerti á dagvistar- og elliheimilum
til að vekja athygli á messunni, svo
dæmi séu tekin af handahófi úr
hugmyndabanka þeirra.
Undirbúningsnefndin kveðst von-
ast eftir þátttöku sem flestra fyrir-
tækja, stofnana, og einstaklinga,
en allir geta verið með á hvern
þann hátt sem þeir telja hæfa mál-
efninu.
Lagt hefur verið fram frumvarp í
Alþingi um að Sementsverksmiðju
ríkisins á Akranesi verði breytt í
hlutafélag. Allt hlutaféð verður til
að byrja með í eigu ríkisins, en gert
er ráð fyrir að það verði selt. Ríkis-
stjórnin ætlar að láta fara fram ná-
kvæmt mat á eignum Sementsverk-
smiðjunnar, til að hafa til viðmið-
unar við ákvörðun um upphæð
hlutafjár hins nýja hlutafélags.
Við formbreytinguna á rekstrinum
verður sú breyting að ábyrgð ríkis-
sjóðs á rekstri verksmiðjunnar tak-
markast við hlutafjáreign og fjár-
hagsleg ábyrgð stjórnenda eykst.
Skattgreiðslur breytast nokkuð, að-
allega að verksmiðjan greiðir að-
stöðugjald í stað landsútsvars. Einn-
ig mundi verksmiðjan greiða eignar-
skatt og hugsanlega tekjuskatt. Um
20 starfsmenn Sementsverksmiðj-
unnar eru í Lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna; réttindi þeirra verða
tryggð. Lífeyrismál annarra starfs-
manna breytast ekkert. -EÓ
Sýnt beint
frá bridge
Islendingar hðfðu 30 stiga for-
skot á Pólverja í úrslitakeppninni
í bridge f Yokohama í Japan í
gær, 182 stíg gegn 152, þegar
fjórum lotum var lokið. Sest var
að spiium aftur í nótt og átti þá
að spila fjórar lotur. Árangur ís-
lenska liðsins hefur að vonum
vakið mikla athygli, bæði hér
heima og erlendis, og mun Sjón-
varpið verða með beinar útsend-
ingar frá keppninni í dag og hefst
sú dagskrá kL 10:30. Sfðustu
loturaar verða síðan spilaðar í
nótt og mun Sjónvarpið þá aftur
sýna beint og hefst sú útsending
U. 05:30 í fyrramálið.