Tíminn - 10.10.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Fimmtudagur 10. október 1991
Fimmtudagur 10. október 1991
Tíminn 9
rwm wttUrm ngpfvf ■ §*■! r v j
jp M ^ xjp * j J^EMM|
* b
Leikstjórinn ásamt aðalleikurunum.
Drengene fra Sankt
Petri frumsýndir
Á morgun, föstudaginn 11. októ-
ber, frumsýnir Háskólabíó mynd
danska leikstjórans Sörens Kragh-
Jacobsen „Drengene fra Sankt
Petri“ eða Strákamir frá Patró eins
og sumir vilja kalla hana upp á ís-
lensku. Norræni kvikmyndasjóður-
inn fjármagnaði myndina. Hún er
angi af sama tré og mynd Kristínar
Jóhannesdóttur „Svo á jörðu sem á
hirnni".
„Drengene fra Sankt Petri" gerist í
Danmörku á tímum seinna heims-
stríðs og byggir á sögulegum at-
burðum. Þýski herinn hefur her-
numið Danmörku og Danir veita
lítið viðnám. Nokkrir piltar í bæn-
um Sankt Petri stofna með sér
strákafélag og fyrir sama stráksskap
fara þeir að gera at í hernámsliðinu.
Þetta er eins og hver annar leikur;
eins og unglingum er tamt vilja
þeir storka foreldrum sínum og yf-
irvöldum. Með því þeim bætist liðs-
aukinn Otto, sem á þýska hernum
þá skuld að gjalda að móðir hans fer
út með hermönnum, snúast sak-
lausir hrekkir hægt og rólega í
hættulegri iðju, og það án þess að
strákarnir geri sér grein fyrir því.
Strákafélagið verður á endanum
uppsprettan að andspyrnuhreyfmgu
Dana.
Sören Kragh-Jacobsen er með
frægari leikstjórum dönskum.
Hann hefur gert myndirnar: „Sjáðu
Tímamynd Áml Bjama
sæta naflann minn“, „Gúmmí-Tars-
an“, „ísfuglar", „Gullregn" og
„Skuggar Emrnu". Eins og fyrri
myndir hans snýst „Drengene fra
Sankt Petri" um unglinga, að eld-
ast, verða fullorðinn, lenda í úti-
stöðum við fullorðna og fyrstu ást-
ina. Sören valdi aðalleikarana, sem
allir eru áhugamenn, úr hópi
10.000 umsækjenda. Hann var eitt
og hálft ár að semja handritið.
Myndin er tekin í Danmörku og
Póllandi og tóku mörg hundruð
manns þátt í gerð hennar. Danska
fyrirtækið Metronome Productions
framleiðir og dreifir.
Á blaðamannafundi, þar sem
myndin var kynnt, sagði Sören
Kragh-Jacobsen að danskir leik-
stjórar ættu við þann vanda að
Úr kvikmyndinni „Drengene fra
Sankt Petri“.
stríða að ná athygli landa sinna frá
fokdýrum amerískum ruslmyndum.
Því væri samstarf Norðurlandanna
mikilvægt. Með því að sameina
kraftana gætu þau safnað meiri pen-
ingum, gert dýrari myndir, betri en
amerískar, og þannig kannski náð
athygli almennings. Hann sagði að
myndin væri um að taka af skarið,
láta ekki allt yfir sig ganga og í ljósi
síðustu atburða væri hún kannski
mikilsverðari nú en þegar vinnan
við hana hófst.
Leikaramir, sem Tíminn ræddi
við, vom sammála um að seinna
stríð birtist hér í annarri mynd en
þeim hefði verið kennd í dönskum
skólum. Þó sagt væri frá strákum,
sem urðu uppspretta andspymu
Dana, væri þetta þó ekki hetjumynd.
Það hafi þeir fengið staðfest með
viðtölum við meðlimi strákafélags-
ins í Sankt Petri. Upphafið væri að-
eins strákslegur leikur, ekki síður
uppreisn gegn foreldmm og dönsk-
um yfirvöldum en þýska hemum.
Leikurinn yrði íyrst alvara þegar
Otto kæmi í spilið, Otto, sem á
þeirra harma að hefna að móðir
hans fer út með þýskum hermönn-
um.
Af brotum, sem blaðamönnum
vom sýnd, mátti sjá að hér er á ferð-
inni mjög athyglisverð mynd. Ekki
var að sjá að áhugamennskan
þvældist fyrir leikumnum. Það er
óhætt að hvetja fólk til að fara á
„Drengene fra Sankt Petri“.
Sören
Kragh-
Jacobsen
leikstjóri.
Tlmamynd Aml BJama
M BÓKMENNTIR —■
YNDISLEGASTA
BERIÐ Á KÆR-
LEIKS TRÉNU
„List og tár". LJóð kúrdfska skíldslns
Gorans I þýðingu Jóns frá Pálmholtl.
Hringskuggar, 1991.
„List og tár“ nefnist bók með ljóð-
um eftir þjóðskáld Kúrda, Ebdulla
Suleiman (1904/57-1962), öðm
nafni „Goran", og hefur Jón frá
Pálmholti þýtt, en útgefandi er ný-
stofnað bókmennta- og útgáfufé-
lag, „Hringskuggar". Má segja að
tími útgáfu bókarinnar sé vel val-
inn til að minna á menningu
Kúrda, er athygli heimsins hefur
beinst að þeim vegna hörmunga í
kjölfar Persaflóastríðs.
í formála þýðanda kemur fram að
Goran (nafnið mun þýða bóndi og
reyndar skylt ísl. orðinu „garður"
að stofni) telst óumdeilt þjóðskáld
meðal Kúrda, og er hann fyrsta
nútímastórskáldið á tungu þeirra.
Liggja ljóð hans þeim á vömm,
gjama sungin, eins og tíðkast hef-
ur um Ijóð íslenskra þjóðskálda.
Skáldið Goran var af háum stig-
um, en þó átti fyrir honum að
liggja að lifa við kröpp kjör og sæta
tíðum langvarandi fangavist fyrir
baráttu sína fyrir hina landlausu
og hröktu þjóð sína, sem eins og
kunnugt er býr innan landamæra
margra ríkja, þ.á m. íraks, írans og
TVrklands og er hvergi velkomin af
heimamönnum.
Á yngri ámm sínum hefur Goran
að ungra og rómantískra skálda
hætti ort um kvennaástir og yndi
(sbr. fyrsta ljóða bókarinnar „Kon-
an“), en senn kveður við nýjan tón
og dimmari. Honum hefur farið
eins og Jóhannesi úr Kötlum: „Ég
orti áður fyrri / um ástir vor og
blóm, / en nú er harpan hörðnuð /
og hefur skipt um róm...“ Ljóðin
lýsa biturri og sársaukafullri
reynslu Kúrdans, sem alls staðar
er hinn smáði í gestafagnaðinum,
boðflenna, og það gætir furðu
skáldsins yfir þessari tilhögun for-
sjónarinnar, sbr. ljóðið „Vei, ó þús-
und sinnum vei“:
„Vei þér og æru þirmi réttlausi
Kúrdi.
Ó þú sem skiptir fólkinu í þjóðir
eftir löndum og tungu
og gafst öllum hamingjutákn,
frelsiskórónu og valdastól.
Hvar er mitt hamingjutákn?
Hvar eru kóróna mín og valda-
stóll?
Hví berst þú á móti mínu hreina
landi, minni hljómandi tungu?
Á ég ekki landið og tunguna?"
Þetta brot túlkar vel tilfinningar
sem Islendingar ættu að geta skil-
ið nokkuð vel, sem sjálfir hreykja
sér ekki alllítið af einmitt þessum
verðmætum, kannski ekki ósvipað
og digur tíubarnamóðir hreykir
sér yfir óbyrjuna og segir frá í heil-
agri ritningu.
Jón frá Pálmholti.
Goran mun fæddur í Irak og sá
uppmni veldur því að áhrifa arab-
fskrar skáldskaparhefðar gætir í
ljóðum hans, ekki síst hinum fyrri,
sbr. áðumefnt ljóð, „Konarí'. Þar
er í þetta erindi:
„Konan er demanturinn í kórónu
hátíðarirmar
með hvassri segulnál löngunar-
innar
ristir hún helgar rúnir í hjarta
mitt.
Þökk sé töfrum konunnar er flæða
um lendar mínar."
Þama er vel ort.
En skáldið hefur einnig kynnst
vel skáldskap Evrópuþjóða, enda
maður menntaður, og um skeið, er
nokkur uppstytta varð á ofsóknar-
hríðum gegn Kúrdum, gegndi
hann heiðursstöðu sem fyrirlesari
við háskólann í Bagdad. Sú dýrð
mun þó hafa staðið skammt, nýjar
hrellingar steðjuðu að. Mótgang-
ur, jafnt kúrdnesku þjóðarinnar
sem í einkalífi skáldsins, er eftir
sem áður söngvaefnið. Hann yrkir
við missi dóttur sinnar Gulale,
sem hann kallar „yndislegasta ber-
ið á kærleikstré skammlífra æsku-
ára“:
„Ó gröf. Þú svarta mold og dimma
gryfja
ergleyptir lík foreldra minna
og tókst frá mér bræður mína og
systur.
Ég átti dóttur og einnig hana
tókst þú til matar þér.
Hver er ástæðan? Hvemig er sam-
viska þín kúgari?
Kgndir þú Helvítið upp mín
vegna?"
Fyrirferðarmikil í skáldskap Gor-
ans, sem annars mun ekki mikill
að umfangi (aðeins þrjár Ijóða-
bækur), er svellandi ákæra gegn
kúgaranum, Ijóð um nakta stein-
veggi f fangelsum — „í fangelsi"
og „Ejdekas fangelsi — Til fals-
guða fasismans" eru heiti tveggja
áhrifamikilla ljóða í bókinni. Hann
ákærir hina hálfdeigu, sbr. það er
segir í fyrrnefnda kvæðinu:
Jiinumegin, þar sem samviskan
er á útsölu
í skjóli þjófa, vaða predikarar í öl-
æði!
Þarsem flestir sjeikar og múllar
eru njósnarar
heiðarlegir í útliti, en rotnir að
innan.
Treystið ekki grimmum, innlend-
um kúgurum
er hneigja sig fyrir aðkomumönn-
um, líkastir skækjum."
Þýðandanum, Jóni frá Pálmholti,
hefur verið nokkur vandi á hönd-
um að koma þessum fjarlæga
skáldskap á íslensku. Ljóðin eru
þýdd úr sænsku, en sá kostur fylg-
ir að sænski þýðandinn, Lars
Backström, hefur notið aðstoðar
tveggja kúrdneskra menntamanna
við starf sitt, svo að á sænsku hafa
þau komist beint úr frummálinu.
Jón hefur stundum beitt þeirri að-
ferð að þýða nærri íslenskri skáld-
skaparhefð, sbr. ljóðið „Vísa elsk-
hugans", þar sem hátturinn ber
einhvem veginn keim af Stefáni
frá Hvítadal og fer vel á, því andi
kvæðisins og innlifunarkraftur
minnir á Stefán.
Þessi bók gefur vissulega sýn inn
í verk mikils skálds og grun um
þjáningu þjóðar, sem annars er
erfitt að setja sér fyrir hugskots-
sjónir, og er fengur þeim sem telja
sig ekki undanþegna öllum skyld-
um sem borgarar hrjáðrar jarðar.
Því ber að þakka Jóni frá Pálmholti
vandasamt verk og vel af hendi
leyst, svo og öðrum aðstandendum
þessa verks.
AM
Elstu málverk
í.heimi
í Astralíu
Eftír David Keys, fréttaritara Tím-
ans í London
Fomleifafræðingar hafa gert upp-
götvanir, sem benda til þess að
fyrstu málverk í heimi hafi verið
gerð af listamönnum í röðum frum-
byggja Ástralíu fyrir um það bil
50.000 árum.
Hingað til hefur Frakkland verið
talið föðurland fyrsta málverksins -
sem er ekki nema 32.000 ára gamalt.
Á Kakadu-svæðinu í Norður-Ástral-
íu, í helli undir stómm klettavegg,
hafa fundist leifar af rauðri málm-
blöndu, sem var mulin og notuð
sem málning.
Próf og jarðvegskannanir hafa leitt
í ljós að blandan hefur verið flutt á
staðinn af frumbyggjum frá staðn-
um þar sem hún fannst í talsverðri
fjarlægð, fyrir um það bil 500 öld-
um.
Aftast í hellinum vom veggimir
þaktir gömlum fmmbyggjalista-
verkum og virtist hellirinn hafa ver-
ið í notkun samfleytt í 50 þúsund ár.
Fomleifafræðingamir, en foringi
þeirra er fomleifafræðingurinn dr.
Rhys Jones frá Ástralíuháskóla, hafa
einnig fundið leifar af klóríði og
gljásteini, sem notað var til að gera
bláan og hvítan lit. Próf hafa sýnt að
litarefnin hafa verið flutt í hellinn
fyrir 40 þúsund ámm.
Enn hefur aðeins eitt prósent
svæðisins verið kannað og það em
merki um óuppgrafnar frumbyggja-
leifar í nágrenninu.
Þar sem nú hafa fundist litarefnin,
sem frumbyggjamir notuðu, er nú í
gangi mikil og tæknileg leit að mál-
verkunum sjálfum.
Á sumum stöðum þar sem fmm-
byggjamannvistarleifar hafa verið
grafnar upp, má sjá merki um hella-
málverk, sem hulin em húð sem
myndast hefur við úrfellingu efna úr
klettunum vegna rigningar.
Nú er verið að reyna að aldurs-
greina Kakadu-málverkin með því
að kanna þessa húð, sem hefur
myndast vegna súrs regns frá því
málverkin vom gerð.
í Suður-Ástralíu er verið að aldurs-
greina hellaristur með því að mæla
hlutfall sódíum- og títaníumjóna í
húðinni á hellaristunum. Þeim mun
fleiri títaníumjónir því eldri em
listaverkin. Hingað til hefur þessi
nýja greiningaraðferð staðsett suð-
ur-ástralska list aftur um 25 þúsund
ár.
Málverkin vom unnin af fyrstu
mönnunum í Ástralíu, forfeðmm
núlifandi frumbyggja.
Nýlegar fomleifarannsóknir hafa
leitt í ljós að maðurinn, í núverandi
mynd, hafi komið til Ástralíu fyrir
um það bil 50 til 60 þúsund ámm,
talsvert áður en hann kom til Evr-
ópu.
Fomu málverkin í Kakadu sýna
myndir af emúum, sem em stórir
ófleygir fuglar, ekki ósvipaðir strút-
um, maurætum og hinum löngu út-
dauða „Tasmaníuúlfi".
Aðrar myndir sýna veiðimenn út-
búna spjótum og bjúgverplum.
GULLGRAFHÝSI
FINNST í PERÚ
Eftir David Keys, fréttaritara Túnans í
London
Fomleifafræðingar í Perú hafa fundið
gullklædda beinagrind fyrirmanns af
Inka-ættbálkinum.
Fyrirmaður þessi var í brynju úr gulli og
með arm- og fótbönd úr gulli — og allt
var þetta sett túrkis- og asúrsteinum.
Beinagrindin fannst er verið var að grafa
upp fomt grafhýsi í Sipan í norðurhluta
Perú.
Grafhýsið var í fomri Inkaborg frá 8.
öld, sem tók yfir 50 hektara lands.
Gullklæddi fyrirmaðurinn, sem greini-
lega hafði haft mjög háa stöðu í þjóðfé-
laginu, var uppi undir lok hins mikla
menningartímabils í Norður-Perú, sem
kallað hefur verið Moche-menningin.
Moche-veldið spannaði 600 km svæði í
Norður-Perú, og var myndað af stómm
borgríkjum þar sem stór pýramídahof
voru allsráðandi.
Moche-menningin entist í um það bil
700 ár og fólkið naut ávaxtanna af skipu-
lagðri vatnsveitu og fjöldaframleiðslu á
vefnaðarvöm og leirmunum.
Fyrirmaðurinn fannst í byggingu í einni
af þessum gömlu borgum. Hann mun
hafa verið um það bil 35 ára er hann lést
og hefur verið grafinn á bakinu ásamt
nokkmm litlum koparöxum.
Líklegt er að hann hafi tilheyrt einni af
síðustu valdakjömum hersins í ríkinu.
Fornleifafund þennan gerðu fomleifa-
fræðingar frá þjóðminjasafninu í bænum
Lambayeque.
Kviksetning á Bretlandi til forna
Eftir Davld Keys, fróttaritara tnnar. Fæhir hcnnar höfðu verið um sem flust höfðu, eða forfeður tvær hafa fomlcifafræðingamir
mans London bundnir saman. þefrra, tll Sussex frá Hollandi eóa fundið bcinagrindur af tveimur her-
Breskir foraleifafræöingar fundu Hin konan hafði ekki haft tækifærí Noióur- Þýskalandi. mönnum, tveimur boraum, sex
fyrir skömmu sannanir fyrir því til slíkra tilrauna. Hún hafði vcrið Kviksetning á grúfu var notuð sem konum og tíu karimönnum.
hversu grimmdariegar refsingar bundin bæði á úlnliðum og ökklum. „refsing fyrir illgerðir'* í meira en Hermennimir vora vopnaðir spjót-
voru i Evrópu á hinum myrku mið- Bæði höfðu fómariömbin verið þúsund ár. um og hnífum og annar þeirra var
öldum. Fund þennan geröu þelr rétt grafln á grúfu, sennilega fyrir Kristnir menn á miðöldum töldu með skjöld. Að kviksettu konunum
hjá Eastbourne á EnglandL galdra, sem á þessum tíma var að með því að grafa fólk i grúfu undanskildum voru flest Ifkin með
Fomleifafræðingarnir voru að dauðasök, eða jafnvel fyrir framhjá- tengdist Ukið „djöflinum í helvíti“ jarðnesk verðmæti með sér í gröf-
grafa upp 1500 ára gamlan engll- hald. Seinni konan fannst á af- ogkæmlívegfyriraðsálitnislyppi inni — aðallega armbönd og gler og
saxneskan kiricjugarð þegar þeir skekktum stað í kiriqugaróinum. úr gröfinni. Dauðar norair og saka- háismen með raf- og svartarafsperi-
fundu lík tveggja kvenna sem Sá siður að grafa konur lifandi í menn var, samkvæmt þjóðtrúnni, um. Einn hinna látnu hafði greini-
greinilega höfðu verið kviksettar, að refsingarskyni var germanskur að við hæfi að grafa í átt tU heljar, en lega verið vel megandi f Ufanda lífi,
öllum ífldndum í refsingarskyni upprana og hélst fram i miðaldir í ekki upp á við í átt til heims hinna því ígröfhans var að flnna fallegan
fyrir meinta galdrastarfsemi. sumum hiutum Norður-Evrópu. lifandi. keilulaga glerfaikar til að drekka úr
önnur kvennanna virtist hafa gert Fómariömbin voru bundin, hent á Kirkjugarðuriim í Eastboume var vín i næsta íilverustigi.
ÖTvæntingarfuUa tilraun til að grafu ofan í gröf og siðan mokað yf* staðsettur uppi á hæð og sneri í átt Uppgreftrinum — sem stjóraað
sleppa. Handleggir hennar voru í ir. Síðan köfnuðu konuraar. að Iftilli vík við ströndina. Tveir varaf fornleifafræðingnum Patrida
„armfyftustöðu", eins og hún hefði Kirkjugarðurinn í Eastbourne engilsaxneskir bústaðir hafa fund- Stevens frá Náttúrufræði- og fora-
verið að reyna að fyfta sér upp af mun vera frá árunum um 450-600 ist skammt fra. leifastofnun Eastbourae — er ný-
botní fjögurra feta djúprar grafar- e.Kr. og tíiheytði heiðnum Germon- Fyrir utan kviksettu konuraar legalokið.