Tíminn - 12.10.1991, Síða 2
2 Tíminn
Laugardagur 12. október 1991
Skoðanakönnun Gallups fyrir VSI:
MEIRIHLUTIER MEÐ
NÝRRIWÓÐARSÁTT
Tæp 70% þeirra, sem á annað borð taka afstöðu, eru því fylgjandi
að næstu kjarasamningar verði gerðir á svipuðum nótum og
þjóðarsáttin frá í febrúar 1990. Kemur þetta fram í skoðana-
könnun, sem Gallup á íslandi gerði fyrir Vinnuveitendasamband-
ið dagana 18. til 23. september sl. og sagt er frá í fréttabréfi
vinnuveitenda, „Af vettvangi**.
Svör fengust frá 702 af þeim eitt
þúsund sem lentu í úrtaki. í frétta-
bréfi vinnuveitenda segir að það
endurspegli þjóðina vel með tilliti
til búsetu, kyns og aldurs. Það er þó
ekki skýrt frekar, um það er ekki
getið neinna talna og heldur ekki
sagt frá því hvemig úrtakið var tek-
ið. Rýrir þetta verulega allar þær
upplýsingar sem á eftir koma.
Allt um það. Spurt var: Á næstunni
verður gengið til kjarasamninga.
Ert þú fylgjandi eða andvíg/ur því að
samið verði á hliðstæðan hátt og
gert var í þjóðarsáttarsamningun-
um í febrúar 1990?
42% spurðra játuðu, 19% neituðu,
og 39% tóku ekki afstöðu, með ein-
um eða öðrum hætti. Sem hlufall af
þeim sem afstöðu tóku, 440 manns,
eru fylgjendur því tæp 70%, and-
stæðingar rúm 30%.
Þeir, sem játuðu fyrrgreindri
spumingu, vom spurðir frekar.
Þessu: Ertu fylgjandi hliðstæðum
samningum, jafnvel þótt því fylgi
litlar eða engar Iaunahækkanir?
72% játuðu, 19% neituðu og 9%
tóku ekki afstöðu.
Ekki kom fram marktækur munur
á afstöðu opinberra starfsmanna og
starfsmanna hjá einkafyrirtækjum.
„Af vettvangi" segir þó ekki hvert
hlutfallið var. Sé aðeins tekið mið af
þeim, sem eru í vinnu, fækkar þeim
sem ekki taka afstöðu, en hlutfall
fylgjenda og andstæðinga áfram-
haldandi þjóðarsáttar helsL Sem
fyrr em engar tölur gefnar upp. Þá
kemur fram að afstaða fólks er mjög
mismunandi eftir því hversu gamalt
það er. 72% fólks á aldrinum 16 til
24 ára tekur ekki afstöðu til áfram-
haldandi þjóðarsáttar. Fylgi við
hana eykst eftir því sem fólk eldist,
og em tæp 93% þeirra á aldrinum
60 til 75 ára, sem afstöðu taka, fylgj-
andi áframhaldandi þjóðarsátt. Sem
fyrr er ekki gefið upp hversu margir
standa á baka við svörin.
77% þeirra karla, sem afstöðu taka,
em fylgjandi þjóðarsátt áfram, en
57% þeirra kvenna, sem afstöðu
taka. Ekki er marktækur munur á
afstöðu fólks eftir því hvort það býr á
höfúðborgarsvæðinu eða á lands-
byggðinni. Sem fyrr fylgja engar töl-
ur. -aá.
Flugleiðir hf. fyrstu sjö mánuði
ársins:
Meiri hagnað-
ur en í fyrra,
en áætlanir
stóðust ekki
Fyrstu sjö mánuði ársins var hagn-
aður af regluiegri starfsemi, rekst-
ur og velta fjármuna Flugleiða rúm-
Iega 63.2 milljónir króna. Hann var
á sama tíma í fyrra 12.9 mil|jónir,
framreiknaður til þessa árs.
Heildarhagnaður félagsins fyrstu
sjö mánuði þessa árs var 61.5 millj-
ónir króna. Hann var á sama tíma
fyrir ári 347.4 milljónir, framreikn-
að. Munurinn stafar af mikilli sölu
eigna síðasta ár.
Þó afkoma sé betri en í fyrra stóðst
rekstraráætlun ekki. Farþegar vom
424 þúsund. Gert var ráð fyrir 466
þúsundum. Tekjur vom því minni
en ætlað var, þó 5.3% meiri en í
fyrra. Gjöld eru jafn mikil nú sem
þá.
Eigið fé Flugleiða var 4.3 milljarðar
króna 31. júlí sl., einum milljarði
meira en í fyrra. Heildareignir em
metnar á tæpa 24 milljarða. Skuldir
em 19.7 milljarðar. aá.
Stjórn BSRB:
Mótmælir niðurskurði
fjár til velferðar
„Stjóm BSRB mótmælir harðlega
fyrírhuguðum niðurskurði til vel-
ferðarmála og áformum um álögur á
sjúklinga og skólafólk, eins og fram
kemur á fjáríagafrumvarpi. Ljóst er
að sá niðurskurður til velferðarkerf-
isins, sem ráð er fyrír gert í fjárlaga-
firumvarpinu, mun litlu breyta í þjóð-
arbókhaldinu. Hann mun hins vegar
íþyngja sérstaklega þeim hópum
sem standa höllum fæti í samfélag-
inu,“ var samþykkt á fundi stjómar
BSRB 3. október.
Að þessu viðbættu: „Ljóst er að rík-
isstjórnin stefnir að umfangsmiklum
breytingum á velferðarkerfi lands-
manna, sem munu leiða til félags-
legrar mismununar. BSRB hefur
margoft bent á leiðir til sparnaðar og
hagræðingar í rekstri opinberra
stofriana, án þess að dregið verði úr
þeirri þjónustu sem þar er veitt. ís-
lenska velferðarkerfið þarf að bæta,
ekki brjóta niður.
Stjórn BSRB bendir á að forsendur
fjárlagafrumvarpsins eru óraunhæfar
að því leyti að ekki er tekið tillit til
breytinga á launum vegna komandi
kjarasamninga. Stjóm BSRB mót-
mælir vinnubrögðum við gerð frum-
varpsins og lýsir furðu á yfirlýsingu í
greinargerð þess þar sem boðaðar eru
breytingar á samningsbundnum og
lögbundnum réttindum opinberra
starfsmanna án þess að á nokkum
hátt hafi verið rætt við samtök þeirra,
sem slíkra réttinda njóta eða um þau
hafa samið." -aá.
Stjórn Heimdallar:
Skammar Halldór Blöndal
„Stjóm Heimdallar lýsir hins vegar yfír
undrun og óánægju með þá ákvörðun
samgönguráðherra að hafna betðni
flugfélagsins „Scandinavian Airlines
System" um að bjóða neytendum svo-
nefnt sex nátta fargjald tii Norðurlanda
á sama verði og Flugleiðir bjóða fyrir
þriggja nátta helgarferöir. Með ákvörð-
uninni er veriö að viðhalda óeðlilegri
samkeppnisaðstöðu eins flugfélags í
flugsamgöngum til landsins og frá því
á kostnað neytenda," segir í samþykkt
stjóraar Heimdailar, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, frá í fyrra-
dag.
„Það er ekki hlutverk samgönguráð-
herra að standa í vegi fyrir samkeppni í
millilandaflugi með því að hindra breyt-
ingar á verðlagningu og vemda hags-
muni eins fyrirtækis á kostnað neyt-
enda. Hlutverk hans hlýtur að vera að
gera samgöngur sem greiðastar, en það
verður best gert með þvi að efla frjálsa
samkeppni í millilandaflugi...
Stjómin lýsir og yfir furðu sinni á
þeirri ákvörðun samgönguyfirvalda að
synja Flugferðum-Sólarflugi um leyfi til
þess að bjóða almenningi ódýrt leigu-
flug í vetur. Þessi ákvörðun brýtur í bága
við hugsjónir sjálfstæðismanna um
frjálsa samkeppni, gengur í berhögg við
samþykkt landsfundar, æðstu stofnanir
flokksins, og er þeim mun óskiljanlegri
þegar hafðar em í huga góðar viðtökur
almennings við ódýru leiguflugi í sum-
ar.“ Segir og í sömu samþykkt. -aá.
Bílstjórinn stoltur vló nýja strætó horfir á eftir farþeganum Inn.
Timamynd: Árnl Bjarna
LEIÐ A: LÆKJARTORG-AUSTURBÆK
TAFLAN S?NIR MlNOTUR YFIR A 30 MIN FRESTl :
HEILA KLUKKUSTUND MÁ-FÖ KL 10-17
FRÁ LÆKJARTORGI 00 30
NJÁLSGATA 03 33
EGILSGATA 05 35
BERGSTAÐASTRÆTI 09 39
Af) LÆKJARTORGI 18 48
LEIÐ A. FYRSTU FEROIR Á MÁNUD-FÖSTUD
FRÁ LÆKJARTORGI KL 10 00 OG SÍÐAN Á 30 MÍN FRESTI
SlDUSTU FERÐIR Á MÁNUD-FÖSTUD
FRÁ LÆKJARTORGI KL 16 00, 16 30
ENDASTÖÐ: NEÐST I HVERFISGÖTU VIÐ STJÓKNARKÁÐ
Nýr strætó
í vikunni hófst tilraunaakstur með
litlum almenningsvagni, strætó,
um austurbæ Reykjavíkur. Honum
ekur sérstakur verktaki á vegum
borgarinnar.
Vagninn er 21 sætis af gerðinni
Mercedes Benz 0 309. Hann er ræki-
lega merktur, en þó ekki í hinum
hefðbundnu litum SVR. Fargjöld
eru hin sömu og hjá SVR, viðkomu-
staðir 20, akstursleiðin hálfur
fimmti kflómetri ekinn á 18 mínút-
um. Vagninn fer á 20 mínútna fresti
frá Lækjartorgi, eða öllu heldur
Hverfisgötu við hlið Stjórnarráðs-
ins.
Mest sótt í nám í hrossarækt og hestamennsku:
Bændaskólinn a Hólum byrjaöur
Frá Guttormi Óskarssynl á Sau&árkrókl.
Bændaskólinn á Hólum var settur
mánudaginn 7. október við hátíð-
lega athöfn í Hóladómkirkju. At-
höfnin hófst með helgistund sem
nýkjörinn vígsiubiskup á Hólum,
séra Bolli Gústavsson, annaðist.
Kirkjukór Hólasóknar sá um söng-
inn.
Að lokinni helgistund flutti settur
skólastjóri, Sveinbjöm Eyjólfsson,
skólasetningarræðuna, en hann
gegnir skólastjórastarfinu í fjarvem
Jóns Bjamasonar skólastjóra, sem er
í ársleyfi og dvelur í Edinborg til að
kynna sér sérstaklega tilhögun bú-
fræðináms í öðmm löndum.
Skólastjóri bauð nemendur og aðra
viðstadda velkomna, og gat þess í
upphafi ræðu sinnar að starfsemi
bændaskólans yrði svipuð í vetur og
undanfarna vetur. Þó yrðu nokkrar
breyttar áherslur í búfræðináminu
og bryddað upp á nýjungum í öðru
starfi.
Mikil aðsókn er að Hólaskóla og
ekki hægt að sinna öllum umsókn-
um, „því miður", sagði skólastjóri.
52 nemendur stunda nám í almennri
búfræði í' vetur: 28 stúlkur og 24
piltar. 23 nemendur em í efri deild
og 29 í neðri deild.
Flestir nemendanna velja sér
hrossarækt og reiðmennsku sem
sérgrein. Á Hólum er rekinn öflug-
asti reiðskóli landsins og kennsla í
hrossarækt verður eitt helsta verk-
efni í vetrarnáminu.
Vaxandi þáttur í starfi bændaskól-
ans er námskeiðahald og endur-
menntun. Um 100 manns sóttu
námskeið við skólann á síðasta
skólaári og hafa þeir aldrei verið
fleiri.
Skólastjóri gat þess að nokkrar
mannabreytingar hefðu orðið við
skólann og aðrar stofnanir sem
starfa á Hólum. Meðal nýrra kennara
við skólann em Guðrún Lárusdóttir
og Þórarinn Leifsson, bæði nýút-
skrifuð frá búvísindadeild bænda-
skólans á Hvanneyri, og Sveinn Kári
Valdimarsson líffræðinemi, sem
vinnur að rannsóknum í fiskeldi og
kennir við fiskeldisbrautina.
Þá hefur Grétar Geirsson bústjóri
látið af störfum eftir 10 ára starf. Við
starfi hans hefur tekið Gunnar
Rögnvaldsson, fyrmm nemandi við
skólann.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað
á Hólastað á undanfömum árum, og
nú í ár hafa verið byggðar tvær íbúð-
ir á vegum nemendagarða. Þörf fyrir
húsnæði af þessu tagi fer vaxandi,
því nú hefur fjölskyldufólk sýnt auk-
inn áhuga á að nema við bændaskól-
ann á Hólum. Einnig hefur verið
unnið að lagfæringum og fegrun á
umhverfi og hlaði Hólaskóla.