Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.10.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. október 1991 Tíminn 5 „Fagna þessum sinnaskiptum félagsmálaráðherra,“ segir hagfræðingur ASI: jJel ku ir nú ur idir helstu rök okl kai r gegn 1* iúsbréfakerfinu“ „Ég fagna þessum sinnaskiptum Jóhönnu, því þarna er hún raun- verulega að taka undir helstu rök okkar á móti húsbréfakerfinu. Nú segir félagsmálaráðherra að það verði að draga úr útgáfu húsbréf- anna til þess að vextir þeirra lækki, þannig að það fóik, sem helst þarf á Iánum að halda, þurfi ekki að borga eins háa vexti. Þetta hafa einmitt alla tíð verið okkar helstu rök á móti þessari opnu húsbréfa- útgáfu,“ segir Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur hjá ASÍ. En Tíminn bar undir hann þær ákvarðanir sem félagsmálaráð- herra kynnti nú í vikunni um breytingar á húsbréfakerfinu, m.a. allt að helmingslækkun hámarkslána í húsbréfakerfinu. Með fyrri rök gegn 86-Iánakerfinu í huga, virðist td. athyglisvert að há- marks húsbréfalán til byggingar nýrra íbúða er nú komið niður í nán- ast sömu fjárhæð og í 86- lánakerf- inu. Hámarkslán í húsbréfakerfi hef- ur nú verið lækkað úr 9,7 milljónum út á bæði nýjar og notaðar íbúðir, niður í 5 milljónir til kaupa á notuð- um íbúðum og 6 milljónir til kaupa á nýjum íbúðum. Miðað við núverandi afföll fær hús- byggjandi með 6 milljóna húsbréf hins vegar ekki yfir 5 milljónir kr. í peningum. En það er einmitt sama upphæð og framreiknað hámarkslán úr „gamla kerfinu", sem nú er 5 milljónir kr. Þetta nýja lánakerfi virðist því komið í hring. Þeir mjög svo rómuðu kostir húsbréfakerfisins, að hinn hái lánsréttur kæmi í veg fyrir að húsbyggjendur þyrftu að taka bankalán og önnur skamm- tímalán, þannig að greiðslubyrði þeirra ykist ekki þrátt fyrir hærri vexti, virðast nú líka foknir út í veð- ur og vind. Framreiknað lán úr 86- kerfi til kaupa á notaðum íbúðum er aftur á móti 3,5 milljónir, miðað við núverandi verðlag. Þannig að hús- bréfalán er þar ennþá talsvert hærra. Hvort það verður svo á vísan að róa með það, að tilætlaðar vaxtalækkan- ir verði að veruleika, er líka spuming sem enn er ósvarað. Guðmundur Gylfi kvaðst ekkert viss um að þær aðgerðir, sem nú hafa verið boðaðar, reynist nægilegar til þess að draga úr framboði húsbréfa í þeim mæli sem til er ætlast En fjölmiðlar hafa haft eftir félagsmálaráðherra að breyting- amar eigi að draga úr útgáfu hús- bréfa fyrir sem nemur 4-5 milljörð- um króna á næstu 15 mánuðum. Áætlun, sem gefin var út fyrir að- eins 11 mánuðum um áætlaða heild- arútgáfu húsbréfa 1991, er nærtækt dæmi þess hversu erfitt það getur reynst að reikna út og áætla hegðun og athafnir almennings. Starfshópur 5 helstu hagfræðinga þriggja ráðu- neyta kynnti þá (8. nóvember 1990) á blaðamannafundi ítarlega rök- studda og sundurliðaða útreikninga um 9,4 milljarða áætlaða heildarút- gáfu húsbréfa árið 1991, hvar af 7,2 milljarðar væri líkleg sala húsbréfa á markaði. Hagtölur Seðlabanka upp- lýsa aftur á móti að húsbréfaútgáfan hafði þegar í júlflok náð ársáætlun hagfræðinganna og var komin yfir 11,4 milljarða eftir fyrstu 8 mánuði ársins. Nýjustu áætlanir hljóða nú upp á 15,3 milljarða á þessu ári. Komi hins vegar áætlanir um heildarútlán húsnæðiskerfisins 1992 til með að standast, virðist varla vafamál að það hafi veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Samanlagðar lánveitingar byggingarsjóðanna og í húsbréfakerfinu, undanfarin ár og áætlaðar fyrir þetta ár og það næsta, líta þannig út, í milljónum króna á núverandi verðlagi: 1988 12.400 m.kr. 1989 13.700 „ 1990 20.400 „ 199125.300 „ 1992 18.500 „ Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir allt að 7 milljörðum króna lægri húsnæðislánum á næsta ári en í ár. Því auk þess, sem húsbréfalánum er ætlað að dragast saman um 3-4 milljarða, Iækka lán úr Byggingar- sjóði ríkisins úr 4.700 milljónum á þessu ári niður í 630 milljónir á því næsta. Það þarf því varla að koma á óvart að fasteignasalar fagni ekki breytingunni. Morgunblaðið hefur það m.a. eftir formanni Félags fast- eignasala að með lækkun hámarks- Iánanna væri aftur búið að innleiða skömmtunarkerfi og biðraðamenn- ingu. - HEI Utför Kristins Finnbogasonar, framkvæmdastjóra Tímans, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Á myndinni má sjá kistuna borna út úr kirkjunni, en líkmenn voru þeir Steingrímur Her- mannsson, Hannes Pálsson, Finnur Ingólfsson og Halldór Guðbjarnason öðru megin, og hinum megin voru Sverrir Hermannsson, Eyjólfur K. Sigurjónsson, Indriði G. Þorsteinsson og Þorlákur Runólfsson. Timamynd: Ámi Bjama Ályktun starfsmannaráðs St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði: Alþingismenn skoðið okkur undanfömum árum hefur verift stöðug þróun í starfsemi St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði í þá átt að veita hagkvæma og góða deildaskipta þjónustu fyrir Hafnarfjörð og ná- grenni. Hefur tekist góð samvinna við heilsugæslumar og sjúkrastofn- anir á svæðinu í þessu sambandi," segir í ályktun starfsmannaráðs St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. „í því fjárlagafrumvarpi, sem nú hefur verið lagt fram fyrir Alþingi, hefur fjárveiting til spítalans fyrir árið 1992 verið skert um 50% miðað við árið 1991. Ef þetta fjárlagafrum- varp verður samþykkt óbreytt, er ljóst að núverandi starfsemi spítal- ans mun leggjast niður, þar sem hér er um svo stórfelldan niðurskurð að ræða. Einnig er ljóst að fjöldi starfs- manna mun missa atvinnu sína. Starfsmannaráð St. Jósefsspítala í Hafnarfirði leyfir sér þess vegna að mótmæla eindregið fyrirhugaðri áætlun heilbrigðisráðuneytisins um breytingu á starfsemi spítalans. Starfsmannaráð skorar á alþingis- menn að kynna sér starfsemi St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði og stuðla að endurskoðun fjárlagafmmvarpsins um spítalann áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar, sem hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér.“ -aá. Stjórnarandstaðan varð fyrir vonbrigðum með stefnuræðu forsætisráðherra: Stjórnarandstaðan undrast stefnuleysið Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með hvað hún hefði verið efnislega innihaldsrýr. Hann sagðist hafa átt von á að heyra loks- ins hver stefna ríkisstjómarinnar væri. En ráðherrann væri enn við sama heygarðshomið. Hann leitar að sökudólgi og eyðir meirihluta af ræðutíma sínum í að skamma fyrr- verandi rfldsstjóm. „f stefnuræðunni er hvergi minnst á þjóðarsátt eða kjarasamninga. Ég hélt að það væri stærsta verkefnið sem framundan væri. Ætlar hæstvirt ríkisstjóm á engan máta að taka þátt í því að hér megi nást viðunandi kjarasamningar? Hvemig ætlar hæstvirt ríkisstjóm að semja við op- inbera starfsmenn? Ætlar hæstvirt ríkisstjóm að beita sér fyrir því að þeir, sem lægst launin hafa, fái ein- hverjar kjarabætur? Ætlar ríkis- stjórnin að sýna dug til þess að færa einhvern hluta af hinum gífurlega arði fjármagnsins yfir til launþega?" Steingrímur sagðist ekki vilja gera lítið úr þeim erfiðleikum sem blasa við íslensku atvinnulífi nú. Hann sagði að það versta, sem hægt hefði verið að gera íslenskum atvinnuveg- um, hefði verið að hækka vextina, en það vom fyrstu aðgerðir ríkisstjóm- arinnar. „Þessi mikla hækkun á vöxt- unum dregur til sín alla þá góðu af- komu sem fyrirtækin höfðu á síðasta ári," sagði Steingrímur og gagnrýndi harðlega yfirlýsingar forsætisráð- herra um að ríkisstjómin ætli ekki að skipta sér af atvinnulífinu. Stein- grímur sagði einsdæmi að forsætis- ráðherra gæfi slíka yfirlýsingu. Steingrímur svaraði gagnrýni for- sætisráðherra á atvinnustefiíu fyrri stjómar. Hann sagði að kostnaður ríkissjóðs, einstaklinga, fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild hefði orðið miklu meiri, ef ekki hefði verið grip- ið til þeirra björgunaraðgerða sem fyrri stjóm greip til. „Svo talar fyrr- verandi borgarstjóri í Reykjavfk um sóun á opinbem fé. Það verður með sanni sagt að þar kastar grjóti sá sem f glerhúsi býr." „Ég met þannig stefhu þessarar rík- isstjórnar, að verið sé að gefa frjáls- hyggjunni lausan tauminn og verið sé að rífa niður það velferðarkerfi, sem íslenska þjóðin hefur byggt upp áratugum saman af miklum dugn- aði,“ sagði Steingrímur. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra varði stefnu ríkisstjórnar- innar í velferðarmálum og sagði: „Það er ekki jafnaðarstefna að ríkið skaffi öllum allt ókeypis. Sú stefna heitir kommúnismi. Hún hefur verið reynd til þrautar á síðastliðnum 70 ámm og er hmnin. Jafnaðarmenn hafa barist gegn þessari steftiu í 70 ár. Afleiðingar hennar em þær að flestir fá nánast ekki neitt. Jaftiaðarstefnan hefur það að markmiði að tryggja öll- um tækifæri til þroska til að bjarga sér sjálfir, en jafnframt að búið verði þannig um hnútana að engir þurfi að óttast um afkomu sína vegna veik- inda, slysa eða elli. Ég spyr: Haldið þið að velferðarkerfi á íslandi, á svo feysknum stoðum sem það hefur ver- ið, hafi tryggt velferð á varanlegum gmnni? Nei.“ Ólafur Ragnar Grímsson líkti ríkis- stjóminni við pókerspilara sem hefði í frammi blekkingar. Ríkisstjómin hefði ætlað að lækka skatta, en hækkaði þá í staðinn. „Og svo kemur blessaður forsætisráðherrann hér í kvöld og flytur aftur ræðuna um að það sé stefnan að lækka ríkisútgjöld- in, að lækka skattana. Útvarp Matt- hildur, gott kvöld! Súperskattmann Islandicus, Davíð Oddsson, mætti hér til að gera grín að sjálfum sér í fyrstu alvöm stefnuræðu sinni á Al- þingi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, sakaði ríkisstjómina um að gera nokkrar viðamiklar breytingar á gmndvallarréttindum og breyta þannig forsendum sem þorri almennings byggði afkomu sína á. .J'íýju stjórnarherramir ætla að henda msli fýrirrennara sinna og innrétta upp á nýtt Þeir ætla að full- nægja eigin metnaði og almenningur á að laga tilvem sína að því. En hvaða leyfi hafa menn til að segja þjóðinni fyrir verkum með þessum hætti? Hvaða leyfi hafa þeir til að bjóða okk- ur upp á eitt kerfi í dag og annað á morgun?" sagði Ingibjörg Sólrún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.