Tíminn - 12.10.1991, Page 3
*
Laugardagur 12. október 1991
Tfminn 3
/
SUMAR
VETUR!
Vetrarferðir Samvinnuferða - Landsýnar til Benidorm undanfarin
ár hafa notið mikilla vinsælda og enn gefum við fólki kost á að ná
úr sér vetrarhrollinum á hinni notalegu strönd Costa Blanca.
í vetur bjóðum við einnig ferðir til Kanaríeyja.
Við byrjum á jólaferð í desember. Það er samdóma álit allra sem
farið hafa í þessar ferðir að þær eru afskaplega skemmtileg
tilbreyting frá hinu hefðbundna jólahaldi og margar fjölskyldur hafa
tekið sig saman og dvalið á Benidorm yfir jól og áramót.
í janúar höldum við áfram og bjóðum ferðir á þriggja vikna fresti út
veturinn. Á þeim árstíma er afar notalegt veður á Benidorm.
ENGIR TVEIR ÐAGAR EINS
Það er hægt að hafa nóg fyrir stafni á Benidorm. Bærinn iðar af lífi allan
ársins hring með fjölda veitingastaða, verslana og skemmtistaða.
íslensku fararstjórarnir sjá um að engum leiðist og halda lauflétt
íþróttamót og kvöldvökur með íslensku sniði. Hægt er að fara í góðar
gönguferðir, taka þátt í félagsvist, skák, bingói, keilu og svo auðvitað
golfinu.
GLÆSILEGARIBUÐIR
Gist er á íbúðarhótelinu Residence el Paraiso. íbúðirnar eru með
einu svefnherbergi, stofu og eldhúsi. Sími er í íbúðunum og hægt er
að fá sjónvarp. Þar er upphitun og loftkæling og á hótelinu er
margháttuð sameiginleg þjónusta.
IKKERT VERÐ"
Verðið er mjög hagstætt. Þannig er staðgreiðsluverð í þriggja vikna
ferð fyrir hvern fullorðinn miðað við 4 í íbúð aðeins 41.135 kr!
Sé miðað við 2 í íbúð er staðgreiðsluverðið 47.595 kr.
Barnaafsláttur fyrir börn á aldrinum 2-12 ára er 8.000 kr!
Þetta verð er miðað við gengi 1/10 1991 og erán flugvallarskatts og forfallatryggingar.
Við dveljum á Playa del Ingles - Ensku ströndinni - einum vinsælasta
sólarstað Evrópu. Frábær, tandurhrein sandströnd böðuð ylvolgu
Atlantshafinu. Utan hefðbundinna sólbaða má stytta sér stundir við
hvers kyns sjósport eða fara í golf, minigolf, keilu o.s.frv. Ekki dregur
úr ánægjunni að skemmtanalífið er sérstaklega litríkt.
Ferðir vetrarins:
i Um jólin: í febrúar: Um páskana:
19. des. 2 vikna ferð. Tvær 3 vikna ferðir. 2. apríl, 3 vikna ferð.
Verð frá 74.600 kr. á mann miðað við 2 í íbúð. 19. des. 3 vikna ferð. Verð frá 72.920 kr. á mann miðað við 5 í íbúð. Verð frá 72.920 kr. á mann miðað við 5 í íbúð.
Verð frá 84.000 kr. á mann miðað við 2 í íbúð. í mars: Ein 2 viknaferð. Verð frá 66.540 kr. á mann miðað við 5 í íbúð. Tvær 3 vikna ferðir. Verð frá 72.920 kr. á mann miðað við 5 í íbúð. 10. apríl, 2 viknaferð.
í janúar: Fjórar 3 vikna ferðir. Verð frá 77.600 kr. á mann miðað við 2 í íbúð. Verð frá 66.540 kr. á mann miðað við 5 í íbúð.
Verð áferðum til Kanaríeyja er miðað við gengi 26/91991, staðgreiðslu og það erán flugvallarskatts og forfallatryggingar.
FLUGLEIÐIR
FARKORT FÍF
ve^e- -jvytvi, ýxff /
Sam vinniiferúir-L nnús ýn
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 •
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 39 80 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195
I