Tíminn - 12.10.1991, Síða 4
4 Tíminn
Laugardagur 12. október 1991
Palestínskur ökumaður ekur á hóp ísraelskra hermanna:
Tveir hermenn létust
þegar keyrt var á þá
Palestínskur ökumaður ók stolnum trukki inn í hóp af ísraelskum
hermönnum í gær, með þeim afleiðingum að tveir Iétust og að
minnsta kosti 11 slösuðust. Hermennirnir voru að bíða eftir rútu
þegar ökumaðurinn ók á þá.
„Þetta er enn einn hroðalegur
verknaður hryðjuverkamanna og
við munum svara í sömu mynt,“
sagði Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels.
Árásin verður í sömu viku og vax-
andi taugaspennu gætir meðai ísra-
ela og Araba á meðan Bandaríkja-
menn reyna að koma undirbúningi
fyrir friðarráðstefnu á lokastig.
Á miðvikudag vöruðu Bandaríkja-
menn við því að hryðjuverkamenn
kynnu að vinna hermdarverk á síð-
ustu stundu fyrir friðarráðstefnuna.
Herinn segir að Palestínumaður-
inn hafi ekið trukknum, sem vinnu-
veitandi hans átti, á hóp hermanna
sem biðu á strætisvagnastöð við að-
alveginn á milli Tel Aviv og Haifa.
Hersveitir segja að ökumaðurinn sé
frá þorpi á Vesturbakkanum.
Tveir hermenn létu lífíð og 11 voru
fluttir á sjúkrahús. Áður sagði her-
inn að 18 manns hafi slasast, en
leiðréttu þá tölu síðar í gær. Einnig
var talið að ökumaðurinn hafi verið
fluttur á sjúkrahús og herinn sagði
að hann yrði yfirheyrður.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, er væntanlegur til
ísraels næsta miðvikudag, en hann
vonar að með þeirri för sinni verði
bundinn endi á lokaundirbúning
fyrir friðarráðstefnuna. Þetta verður
áttunda ferð Bakers til Miðaustur-
landa síðan Persaflóastríðinu lauk,
þann 28. febrúar.
Baker sagði í Washington í vikunni,
að eftir því sem nær drægi mánaða-
mótum ykist hættan á að hryðju-
verkamenn eða öfgamenn létu til
skarar skríða á svæðinu, til að eyði-
leggja möguleikana á að friðarráð-
stefnan verði haldin.
ísraelski herinn og lögreglan hafa
verið vel á verði, því að á þriðjudag
verður liðið eitt ár síðan ísraelska
lögreglan myrti 18 Araba á Muster-
ishæð í Jerúsalem.
Mikil ólga hefur verið vegna hús-
töku nokkurra ísraela í austurhluta
Jerúsalem þar sem Arabar eru í
miklum meirihluta íbúa. Lögreglan
fjarlægði hluta þeirra, sem höfðu
verið virkir stuðningsmenn Sham-
irs forsætisráðherra, en þeir eru nú
komnir í húsnæði nálægt Palestínu-
mönnum.
Shamir sagði á föstudaginn að ekki
væri hægt að banna Gyðingum að
búa þarna.
reuter-sis
Yitzhak Shamir segir
að árásinni verði svarað
í sömu mynt.
Alltaf kemur eitthvað nýtt fram um
heilsu og hreysti:
Tyggjó er hollt
fyrir tennurnar
Að tyggja tyggigúmmí eftir hverja
máltíð er betri aðferð við að
hreinsa tennumar en að bursta
þær, og kröftug notkun á tyggjói
getur meira að segja byggt upp
áður skemmdar tennur. Þetta er
að minnsta kosti niðurstaða pró-
fessors eins frá Ástralíu.
Rory Hume, prófessor við háskól-
ann í Sydney, sagði á fundi Al-
þjóðasamtaka um rannsóknir á
tönnum í Brisbane í síðustu viku,
að meira munnvatn myndist í
munni fólks þegar það tyggur
tyggigúmmí og þaö leiði til þess
að tannskemmdir geti lagast.
„Sykurlaust tyggjó eykur munn-
vatnsframleiðslu og ætti að notast
eftir hverja máltíð," sagði Hume í
gær. „Þau ólífrænu efni sem er að
finna í munnvatni — kalsíum,
fosfat og flúoríð — hjálpa til við að
byggja upp glerung tannanna,"
sagði hann.
Þá sagði hann að matur eins og
epli, perur, gulrætur og salat hefði
hvetjandi áhrif á munnvatnsfram-
leiðslu og því ætti að borða mikið
afþeirri fæðu.
Hume sagði að hreinlæti, skyn-
samlegt fæðuval, burstun og
tyggjónotkun væri forsenda fal-
legra tanna. „Við þekkjum öll
fyrstu þrjár aðferðirnar og nú
bætist tyggjóið við,“ sagði Hume.
Hume sagði að batnandi mata-
ræði og notkun flúorvatns og flú-
ortannkrems hefðu átt stóran þátt
í bættri tannheilsu Ástrala síðustu
20 ár. Hann sagði að meðaltal á
skemmdum tönnum hjá 12 ára
Áströlum væri minna en ein tönn.
Fyrir tuttugu árum var meðaltalið
í kringum 15 tennur. reuter-sis
(rar hafa miklar áhyggjur af sjálfsmorðum fanga þar í landi:
Vilja afstýra því að
fleiri fangar fremji
sjálfsmorð á írlandi
Fangelsisyfirvöld, fangaverðir og
læknar á írlandi vilja að eitthvað
verði gert til að afstýra því að fleiri
fangar fremji sjálfsmorð í írskum
fangelsum.
Alls hafa 23 fangar stytt sér aldur í
írskum fangelsum á árunum 1975-
1990, samkvæmt skýrslum. Einn
þriðji þeirra voru fangar í gæslu-
varðhaldi, sem áttu eftir að koma
fyrir rétt. Flestir hengdu sig í
gluggarimlunum.
Skýrslur um sjálfsmorð fanga segja
að 12 fangar hafi fyrirfarið sér síð-
ustu þrjú ár, en þaö er helmingi
fleira en í breskum fangelsum, mið-
Mannræningjar á Ítalíu rændu átta ára dreng:
HANN FANNST HEILL Á HÚFI
Átta ára dreng var skilað, degi eftir að
honum var rænt í Róm á Ítalíu.
Mannræningjamir sögðu við dreng-
inn, að þeir hefðu rænt honum til að
reyna á hversu mikið foreldrar hans
elskuðu hann.
Francesco Rea var rænt af vopnuð-
um mönnum frá heimili sínu í Róm á
miðvikudagskvöldið. Hann fannst svo
heill á húfi daginn eftir í stolnum bíl,
sem hafði verið lagt í miðborginni.
Francesco, sem er sonur efnaðs
byggingafyrirtækiseiganda, sagði
blaðamönnum að mannræningjamir
Fréttayfirlit
ZAGREB, Júgósiavíu - Kró-
atískar harsveitir afléttu fjögurra
vikna umsátri við aðalbækistööv-
ar júgóslavneska hersins i gær.
ANKARA - Átta tyrkneskar flug-
vélar vörpuðu sprengjum á stöðv-
ar tyrkneskra Kúrda I Norður-írak
f gær, að sögn Mesuts Yilmaz,
forsætisráðherra Tyrklands.
JÓHANNESARBORG - Skot-
árás var gerð á heimili Nelsons
Mandela í gæmótt. Mandela var
heima, en sakaði ekki. Afriska
þjóöarráöið hefur fordæmt árás-
ina og sagt að lögreglan eigi að
rannsaka þetta nánar.
að við fjölda fanga í fangelsum.
í frétt frá fangelsisyfirvöldum segir:
„Við stöndum frammi fyrir mjög al-
varlegu vandamáli þar sem er fjöldi
sjálfsmorða í fangelsum landsins."
Stefnt er að því að veita þeim föng-
um meiri sálfræðihjálp, sem á því
þurfa að halda, og stofna sérstakt fé-
lag fyrir fanga í sálarerfiðleikum.
reuter-sis
hefðu sagt honum að vera rólegur og
fá sér að borða. „Þeir sögðu að þetta
væri bara próf til að athuga hvað
mömmu og pabba þætti vænt um
mig,“ sagði drengurinn í gær. „Ég
fékk pasta og banana aö borða. Menn-
imir sögðu við mig að ég fengi að fara
heim fljótlega." Drengurinn var heill
á húfi, en ennþá skelkaður eftir þessa
lífsreynslu.
Lögreglan vildi ekki segja hvort
lausnargjald hefði verið greitt né
hvemig rannsókn málsins gengi.
Tálið er að mafían á Ítalíu standi að
baki ráninu, en mafían er talin hafa
að minnsta kosti fimm manns í haldi
sínu, og em þetta allt manneskjur frá
ríkum fjölskyldum þar sem krafist
hefur verið lausnargjalds.
Nokkuð óvenjulegir foreldrar í
Bandaríkjunum eiga í deilum:
Deilt um yf'
irráðarétt
Kynhverfur karlmaður íBandaríkj-
unum, sem gaf lesbiskri vinkonu
sinni sæði úr sér til að hún gæti
eignast bam, féllst á sættir án þess
að til réttarhalda kæmi, eftir illvíg-
ar deilur um yfirráðarétt yfir bam-
inu.
Steve Wittmann, 41 árs, sagði í
gær að hann hefði alltaf viljað vera
faðir bamsins sem Andra Northup,
39 ára vinkona hans, fæddL
Baraið er aðeins 19 mánaða, en
Northup og sambýliskona hennar
hafa hingað til alið það upp ánþess
að hafa leyft honum að taka þátt í
því.
Konumar segja að jafnvel þó þær
hafl fengið Wittmann, sem er vin-
ur þehra og fyrrum vinnufélagi. til
að gefa úr sér sæði, haíi þær ekki
viljað að hann tæki þátt í foreldra-
hlutverkinu líka.
RéttarhöM í máUnu áttu að byija
næsta miðvikudag, en þrenningin
féUst á sættir áður en fU þess þurfti
aðlcoma.
í samkomulaginu felst að Andra
Northup hefur yfirráðarétt yfir
barainu. Mary Northup verður
fósturforeldri bamsins, en Witt-
mann fær leyfi tU að hafa bamið
tvisvar í mánuði, átta túna í senn.
,Atér þykir afar vænt um bamið
mitt og ég er feginn að við kom-
umst að niðurstöðu. Ég vona að
við getum farið að tifa venjulegu
Ufi aftur á ný,“ sagði Wittmann.
Konurnar tvær sögðust vera fegn-
ar að deUumál þeirra fór ekki fyrir
dómstóla. reuter-sis
reuter-sis