Tíminn - 12.10.1991, Qupperneq 7
Laugardagur 12. október 1991
Tíminn 7
LAUGARDAGURINN 12. OKTÓBER 1991
gumálun sjávarfoyggöa og heilla landshluta.
sannarlega klæða ýmis þeirra í
nýtt rekstrarform, ef hægt er að
sýna fram á að það sé hagkvæm-
ara. Hvað þetta snertir er tæplega
um mikinn skoðanamun að ræða
milli íslenskra stjómmálaflokka.
Þar með er ekki sagt að allir séu
tilbúnir til að taka undir áróður
nýkapítalistanna um að ráðast
skuli að ríkisreknum fyrirtækj-
um eftir herútboði hver sem þau
eru og hvar sem þau starfa. Slík-
ur áróður ber vott um öfgar sem
hófsömum mönnum ber að hafa
gát á. Og nú er einmitt tími til að
ræða þessi mál í grundvallarat-
riðum og í einstökum dæmum.
“Tímamótafrumvarp“
Hér skal lögð á það sérstök
áhersla, að fjárlagafrumvarp
nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks er kjörið
tækifæri til þess að stjórnmála-
menn reyni að átta sig á hvaða
pólitískar viðhorfsbreytingar fel-
ast í frumvarpinu, ekki síst hvað
varðar afstöðu til hinnar viður-
kenndu verkefnaskiptingar milli
ríkis og einkageirans og að hvaða
leyti það snertir lífskjarajöfnuð
og velferð almennings.
Það er rétt, sem fram hefur
komið af hendi ríkisstjómarinn-
ar, að þetta fjárlagafrumvarp er
tímamótafrumvarp. Ríkisstjórn-
in fer ekki í launkofa með í
hverju tímamótin felast. Kjami
málsins er sá að ríkisstjórn Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks
ætlar að breyta íslensku þjóðfé-
lagi ffá því að vera velferðarþjóð-
félag með blönduðu hagkerfi og
skynsamlegri verkaskiptingu
milli opinbera geirans og einka-
geirans. Þessi þjóðfélagsgerð hef-
ur tryggt rýmra einstaklingsfrelsi
og meira persónuöryggi en nokk-
ur önnur tegund þjóðfélags á
þessari öld og þótt lengra væri
litið. Nú stendur til að breyta
þessum þjóðfélagsgrundvelli, af-
nema blandað hagkerfi, taka upp
nýja verkefnaskiptingu milli op-
inbera geirans og kaupsýslunnar,
þ.e.a.s. gera velferðarmálin að
verslunarvöru, sem er afturhvarf
til þjóðfélagsgerðar, sem hafnað
var lýrir mörgum áratugum.
Þessa grundvallarbreytingu í
þjóðfélaginu er reynt að fegra
sem sparnaðarstefnu í þjóðarbú-
skapnum, því að sífellt er látið að
því liggja að sóun fjármuna eigi
sér aðeins stað í ríkisrekstri en
ekki almennu athafnalífi og
milliliðastarfsemi. Þeir, sem
standa nú fyrir því að breyta vel-
ferðarþjóðfélaginu í óheft at-
hafnasvið kaupsýsluafla og milli-
liða, þykjast hafa einkarétt á
þeirri hugsun að spara þurfí í rík-
isrekstri. Slíkan einkarétt hafa
þeir auðvitað ekki, því að vilji til
sparnaðar í ríkisrekstri er sam-
eiginlegur öllum heiðarlegum
stjórnmálamönnum. Sparnaðar-
og aðhaldsþörfm er alltaf fyrir
hendi, en pólitískur ágreiningur
hlýtur að verða um það til hvaða
verkefna fjárveitingar eigi að taka
og þá einnig hvemig standa eigi
að sparnaði og aðhaldi.
Velferðarkerfið íþyng-
ir ekki þjóðarhag
Eins og fjárlög benda til og al-
menn stefnumörkun ríkisstjórn-
arinnar segir til um, er nauðsyn-
legt að stjórnarandstaðan geri
þjóðinni grein fyrir að foreyðslan
í þjóðfélaginu verður ekki nema
að hluta til skrifuð á reikning rík-
isrekstrar og fjárveitingarstefnu
Alþingis. Þegar um það er rætt að
þjóðin „eyði um efni fram“,
kunni ekki fótum sínum forráð í
fjárhagssökum, fjárfesti
heimskulega í fyrirtækjum og
mannvirkjum og geri hvaðeina
sem foreyðir efnum og eignum
þjóðarbúsins en ávaxtar ekki
þjóðarauðinn, þá er ekki um að
kenna því velferðarkerfi sem
byggt hefur verið upp í almenn-
ingsþágu og ríkinu hefur verið
falið að annast. Þegar öllu er á
botninn hvolft, verður aðeins
smávægilegri sök komið á þenn-
an þátt þjóðarbúskaparins, miðað
við óreiðuna á öðmm sviðum
hans, ekki síst í einkageiranum, í
atvinnulífinu og milliliðastarf-
seminni.
Að vísu er ekki hægt að fría
stjórnmálamenn af því að hafa
leiðst út í heimsku fjárfestinga-
ræðisins með óheppilegri löggjöf
og stjórnvaldsákvörðunum.
Dæmi þess blasa víða við. Þar má
ekki síst nefna fáránlega stefnu í
húsnæðismálum síðustu ár,
hvort heldur um er að ræða
byggingarhætti eða fjármögnun.
Offjárfesting í verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði og óhóflegur milli-
liðakostnaður í verslun og þjón-
ustu er brýnt þjóðfélagslegt
vandamál sem ekkert er sinnt.
Þótt ráðstöfunarfé launþega
renni að mestum parti viðstöðu-
laust gegnum verslunarkerfið,
linnir ekki kveinstöfum þeirra
sem fást við verslun og vörudreif-
ingu. Maður hefur á tilfinning-
unni að samkeppniskerfið, hindr-
unarlaus vöruinnflutningur,
kaupgleði almennings og annað,
sem stuðlar að fjöri milliliða-
starfseminnar, dugi ekki til að
halda uppi áfallalausum verslun-
arrekstri á fslandi. Nema það sé
samkeppniskerfið sjálft með sín-
um sérstöku og innbyggðu sóun-
araðferðum, sem mæðir á versl-
uninni í stað þess að veita henni
þá festu í rekstri og afkomu sem
yrði verslunareigendum og neyt-
endum jafnt að gagni.
Hluti af heild
Síst skal það lastað að miklar
umræður eigi sér stað um fjár-
mál ríkisins í tilefni fjárlaga-
frumvarpsins. En ríkisfjármál og
verkefni ríkisvaldsins þarf auðvit-
að að ræða sem einn hluta þjóð-
arumsvifa og þjóðarbúskapar.
Þátt ríkisins í starfsemi þjóðfé-
lagsins verður að setja í rétt sam-
hengi við heildarbúskap þess og
átta sig á að ríkisumsvifin eru að-
eins partur af því sem þjóðfélagið
í heild fæst við.
Eins og háttar grundvallarstefnu
ríkisstjómarinnar, hefur aldrei
verið meiri ástæða en nú til að
fylgjast með fjárlagastefnunni. Að
hvaða leyti ætlar ríkisstjórnin að
beita fjárveitingavaldi til þess að
breyta pólitískum áhersluatrið-
um? Hvert stefnir um viðtekna
verkaskiptingu milli opinbera
geirans og einkageirans, þ.e.a.s.
hverju á ríkið að sinna af nauðsyn-
legri þjóðfélagsstarfsemi og hvað á
að fela atvinnurekendum og kaup-
sýslustéttinni? Um þetta hefur
verið tiltölulega gott samkomulag
milli íslenskra stjómmálaflokka í
marga áratugi. Stjórnarandstöð-
unni ber að fylgjast vel með því,
hvort nú skuli stefnt að því að
hverfa frá viðtekinni verkaskipt-
ingu að þessu leyti. En það á ekki
síður við stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar að þeir átti sig á
hvaða grundvallarbreytingar em
hafðar í huga með þeirri stefnu
sem fólgin er í fjárlagafrumvarp-
inu. Gera þessir menn sér grein
fyrir að ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar er að taka upp fjárlagastefnu
thatcherismans löngu eftir að
hægri menn í Bretlandi hafa áttað
sig á skammsýni stefnunnar og
telja hana ekki til frambúðar?