Tíminn - 12.10.1991, Page 13

Tíminn - 12.10.1991, Page 13
Laugardagur 12. október 1991 Tíminn 21 Aðalfundur FUF í Reykjavík verður haldinn þann 18. október kl. 20 að Hafnarstræti 20, skrifst. Framsóknarflokks. Dagskrá: 1. Kosning embættismanna fundarins. 2. Skýrslur stjórnar, gjaldkera. 3. Kosning formanns, stjómar endurskoðenda og fulltrúa I fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavfk. 4. Tillaga til lagabreytinga og eru þær eftirfarandi: I 4. grein breytist eða dvelja þar langdvölum" I „eöa hafa aðsetur þar'. Og i 12. grein breytist „samkvæmt flokkslögum" („það er einn fulltaii fyrir hverja 10 félagsmenn og jafnmargir til vara*. Tillögur liggja frammi á skrifstofu Framsóknarflokksins. 5. Ávarp nýkjörins þingmanns, Finns Ingólfssonar. Umræður. 6. Önnur mál. Stjómln. Létt spjall á laugardegi REYKJAVIK Laugardaglnn 12. október verðurfyrsti léttspjallsfundur vetrarins. Umræðuefni: Stjórnmálaviðhorfiö og flokksstarfið Finnur Finnur Ingólfsson alþingismaöur mun innleiöa spjallið. Fundurinn verður haldinn að Hafnarstræti 20, III. hæð, og hefet kl. 10.30. Fulltrúaráðlð. Hlutverk ungs fólks í flokksstarfinu Kjördæmissamband ungra framsóknarmanna í Reykjanes- kjördæmi gengst fyrir opnum fundi með Steingrlmi Her- mannssyni á Fógetanum, Aðalstræti 10, II. hæð, miðviku- daginn 16. októberkl. 20.30. Allir velkomnir. Stjóm KUFR. Steingrímur Fulltrúaráð framsóknar- félaganna í Reykjavík Drætti ( skyndihappdraettinu hefur verið frestað. Nánar auglýst síðar. Konur Suðurlandi Aðalfundur Félags framsóknarkvenna Ámessýslu verður haldinn þriöjudaginn 15. október kl. 21 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum. Stjómin Kjördæmisþing á Vestfjörðum Kjördæmisþing framsóknarmanna I Vestfjaröakjördæmi verður haldið á Hólmavík dagana 19.-20. október. Þingstörf heflast kl. 13.00 laugardaginn 19. október. Dagskrá nánar auglýst síðar. Hafnarfjörður Fundur verður haldinn í Fulltrúaráði framsóknarfélaganna I Hafnarfirði fimmtudag- inn 17. þ.m. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Steingrímur Hermannsson verður framsögumaður. Stjómin. Keflvíkingar Bæjarmálafundur verður haldinn næstkomandi mánudag 14. okt. kl. 20.30 I Félags- heimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62, Keflavik. Allt nefndarfólk er hvatt til að mæta. Líttu inn og fáðu þér kaffi með okkur. Allir velkomnir. SUF-arar- ungir framsóknarmenn N.k. laugardag kl. 14.00 verður fyrirtestur og hringborðsumræður um orkumál á Noröurlöndum (Energipolitik i Norden) aö Hafnarstræti 20. Sérstakir gestir á fundinum verða 8 fulltrúar frá NLRU - Nordisk Liberal - Radikal Ungdomsforbund. Allir SUF-arar velkomnir. Tðluö verður skandinavíska á fundinum. Slgurgelr Slgmundsson fulltrúl SUFINLRU. Elizabeth Taylor seglst vona aö þetta hjónaband endlst aö eilífu. Elizabeth Taylor giftist í áttunda sinn: ELIZABETH glfti sig á sunnudaginn Hin ókrýnda drottning Holly- wood, Elizabeth Thylor, og eigin- maður hennar númer sjö, bygg- ingaverkamaðurinn Larry Fort- ensky, giftu sig á sunnudaginn. Elizabeth sagðist vonast til að þetta hjónaband entist að eilífu. Ef peningar eru eitthvert vanda- mál, þá hefúr Fortensky alltaf vísa vinnu hjá byggingafyrirtækinu sem hann hefur unnið hjá. Það er helst að hann hafi ekki tíma til að vinna neitt, því hann hefur öðru að sinna. Eftir stutta brúðkaups- ferð ætlar hin 59 ára gamla leik- kona að vera komin aftur á sinn stað til að markaðssetja nýja ilm- vatnið sitt, Hvítir demantar. Gest- ir í brúðkaupinu segja að Eliza- beth ætli að taka Larry með sér í kynningarferðina. Tcdsmaður hennar segir að eftir kynninguna taki við almennileg brúðkaups- ferð með öllu tilheyrandi. Margt var um manninn í brúð- kaupinu, eða alls 223 gestir. Þar á meðal voru Ronald Reagan, fyrr- um Bandaríkjaforseti, og frú Nancy, Gerald Ford, Frank Sin- atra, Gregory Peck, George Ham- ilton, Dustin Hoffman, Liza Minnelli, Michael J. Fox, Eddie Murphy og barnastjaman Maca- ulay Culkin. Giftingin fór fram á búgarði, sem Michael Jackson á og er um 160 km norðvestur af Los Angeles. Stranga öryggisgæslu þurfti til að bægja frá óboðnum gestum svo að brúðkaupið gæti farið fram í ró og næði. Elizabeth hefur vísað á bug öll- um sögusögnum um að Larry sé að giftast henni vegna pening- anna og segir að hann sé heiðar- legur og góður maður. „Hann er einn besti maður sem ég hef kynnst, mjög heiðarlegur og góð- ur. Hann er einnig mjög greindur, og sérstaklega laginn í mannleg- um samskiptum," segir Eliza- beth. Larry Fortensky er fyrsti eiginmaður Elizabethar sem vinnur fyrir tímakaupi. Eddie Fis- her, sem Elizabeth var eitt sinn gift, sagðist óska henni alls góðs. „Þetta er í fyrsta sinn sem hún giftist venjulegum verkamanni," segir Fisher. Elizabeth og Larry kynntust á Betty Ford-stofnuninni þar sem þau voru bæði í afvötnun, en síð- an eru liðin þrjú ár Hann var þar eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. „Þetta var happadagur Larrys," segir frændi hans. Eliza- beth sagði í blaðaviðtali um síð- ustu helgi að hún hafi verið búin að ákveða að gifta sig einu sinni enn áður en hún gæfi upp öndina og nú væri komið að því. Larry kom daglega í heimsókn til hennar fyrir 18 mánuðum þeg- ar hún fékk lífshættulega lungna- bólgu og þau hafa síðan sést mik- ið saman á almannafæri. Elizabeth Taylor hefur verið gift hóteleigandanum Nick Hilton, leikaranum Michael Wilding, kvikmyndaframleiðandanum Mike Todd, söngvaranum Eddie Fisher, leikaranum Richard Bur- ton (tvisvar), og þingmanninum John Warner. Rod Stewart verður faðir, í fjórða sinn: Eiga von á barni Breski rokksöngvarinn Rod Stewart og eiginkona hans Rachel Hunter eiga von á sínu fyrsta bami í apríl á næsta ári. Þau giftu sig í Los Angeles á síðasta ári. Hann er 46 ára, en hún er 21 árs og er frá Nýja-Sjálandi. Hún starfar sem fyrirsæta. Hunter er mjög spennt og hlakkar til fæðingu bamsins, og Rod sjálfur er í sæluvímu. „Þegar þau sögðu mér þetta skein hún eins og sólin, en hann sat hjá og brosti allan tímann,“ sagði Andy Haden, umboðsmaður Stewarts. Bresk æsifréttablöð hafa greint frá því, að Stewart, sem er mikill fót- boltaaðdáandi, ætli sér að fljúga með Hunter til Skotlands þar sem hún mun fæða bamið. Þetta er fyrsta bam Hunter, en fjórða barn Stewarts. Hann á tvö börn með fyrrum eiginkonu sinni, Alana Hamilton. Þau heita Kimberley og Sean. Svo á hann dótturina Ruby með fyrrum kærustu sinni, súperfyr- irsætunni Kelly Emberg. Hún sést með honum á myndinni. Rod Stewart og Kelly Emberg áöur en Rachel Hunter kom tll sögunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.