Tíminn - 26.10.1991, Page 3

Tíminn - 26.10.1991, Page 3
Laugardagur 26. október 1991 Tíminn Nýkjörinn arftaki Guömundar J. Guömundssonar, Björn Grétar Svelnsson, formaöur Verkamannasam- bands íslands, hlýöir á nýkjörinn varaformann VMSÍ, Jón Karlsson, ávarpa þingheim. Tfmamynd: Arni Bjama Ný stjórn Verkamannasambands Islands: Björn Grétar formaður „Ég þakka innilega það traust sem mér hefur verið sýnt í þessari kosningu. Ég geri mér fulla grein fyrir hinni miklu ábyrgð sem ég tekst á við. Það eina, sem ég get lofað ykkur, er að ég mun leggja mig allan fram um að sinna þessu hlutverfd af bestu getu. Ég þakka ykk- ur fyrir,“ sagði Björn Grétar Sveinsson á þingi VMSÍ í gær. Þinginu lauk síðdegis í gær á kosn- ingu í stjóm og aðrar trúnaðarstöður. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfri, var kosinn formaður Verkamannasam- bands íslands. Kjömefnd gerði tillögu um Bjöm Grétar, en auk þess kom fram tillaga um Jón Kjartansson frá Vestmannaeyjum. Bjöm Grétar hlaut 112 atkvæði en Jón Kjartansson 26. í embætti varaformanns var kosið milli Jóns Karlssonar Sauðárkróki og Hrafrikels A. Jónssonar. Jón Karlsson hlaut 95 atkvæði en Hrafnkell A. Jónsson 43. Karítas Pálsdóttir á ísafirði var kosin ritari með lófataki og í embætti gjald- kera var kosinn Halldór Bjömsson Reykjavík og hlaut hann 71 atkvæði. Auk hans voru í kjöri Elínbjörg Magn- úsdóttir Akranesi og Sigurður T. Sig- urðsson Hafnarfirði. Elínbjörg hlaut 56 atkvæði og Sigurður 12. —sá Kjaramálaályktun VMSÍ: Ríkið skapi grundvöllinn í kjaramálaályktun, sem þing Verkamannasambandsins samþykkti í gær, vekur sérstaka athygli að af þeim 7 kröfum, sem settar eru sem skilyrði nýrra þjóðarsáttarsamninga, er aðeins 1 krafa sem at- vinnurekendur geta samið um, en hins vegar 6 sem einungis stjórnvöld geta uppfyllt. Þing VMSÍ lýsir sig tilbúið að standa að nýjum þjóðarsáttarsamn- ingum, ef þeir fela í sér: 1. Aukinn kaupmátt launa verka- fólks og sérstakar kjarabætur til þeirra sem lökust hafa kjörin. 2. Verulega hækkun skattleysis- marka. Eftir því verði gengið að pól- itísku öflin standi við loforð sín í þeim efnum. 3. Persónufrádráttur maka nýtist 100% og tekið verði tillit til þess ef námsmenn eru á framfæri foreldra. 4. Tekin verði upp fleiri skattþrep. 5. Skattlagningu fjármagnstekna og afnám skattaívilnana vegna hluta- bréfakaupa. 6. Tekjutengingu barna- og hús- næðisbóta. 7. Átak verði gert í byggingu félags- legs húsnæðis. Þá telur Verkamannasambandið ekki lengur við unað það réttinda- leysi sem fiskverkafólk býr við í lög- um um uppsagnarfrest og fleira. Markmið þau, sem sett voru í þjóð- arsáttarsamningunum í fyrra, telur þing VMSÍ hafa náðst í meginatrið- um. Reynslan af þeim sýni að hægt sé að halda verðbólgu og kostnaðar- þáttum í skefjum, sé samstaða um það í þjóðfélaginu. Verkalýðshreyf- ingin hafi fyllilega staðið við sinn hlut, en hið sama verði ekki sagt um alla er að samningunum stóðu. Þannig segir VMSÍ núverandi ástand í vaxtamálum óviðunandi, vextir séu of háir og óeðlilega Iangt milli innláns- og útlánsvaxta. Þessu verði að breyta, þar sem vaxtabyrðin sé ofviða bæði almenningi og at- vinnufyrirtækjum í landinu. VMSÍ telur upp ýmis atriði sem komið geta í veg fyrir nýja þjóðar- sátt. Það verði engin þjóðarsátt um: Að verkafólk eitt eigi að standa við samninga. Um auknar álögur á lág- launafólk. Um áframhaldandi há- vaxtastefnu. Um niðurrif heilbrigð- iskerfisins. Um mismunun á jafri- rétti til náms. Og það verði engin þjóðarsátt án ör- uggrar kaupmáttartryggingar. Um gerð næstu kjarasamninga seg- ir Verkamannasambandið að ná verði enn víðtækari samstöðu í þjóðfélaginu. Auk aðila vinnumark- aðarins verði ríkið, sveitarfélögin, Stéttarsamband bænda og bankam- ir að bera þar fulla ábyrgö. Nýmæli í blaða- útgáfu? „Föstudaginn 25. október 1991 var sameignarfélagið Nýmæli stofnað. Hlgangur þess er að undirbúa stofnun nýs dagblaðs. Stofnendur undirbúningsfélags- ins eru auglýsingastofan Hvíta húsið, íslenska útvarpsfélagið, Prentsmiðjan Oddi, dagblaðið Tíminn og Þjóðvib'inn," segir í fréttatilkynningu sem blaðinu barst í gærkvöldi frá Hvita hús- inu. Þar segir jafnframt: „Félag- ínu er ætlað að kanna til hlítar rekstrargrundvöll nýs dagblaðs, hefja samtrmis nauðsyniegan undírbúning að útgáfu þess og kanna áhuga fkiri aðila á þátt- töku í útgáfunní. Á grundveUi þessarar vinnu verður á næstu vikum tekin ákvörðun um hvort ráðist verður i útgáfú blaðsins og verður þá sérstakt hlutafélag stofnaö um rekstur þess.“ Regnboginn og kaþólskir: „Svona eru tímarnir“ Kvikmyndahúsið Regnboginn sleppur sennilega með skrekkinn, en það augiýsir nú nýja mynd, J'íiður með páfann", með því að bjóða öllum þeim kaþólsku leik- mönnum á íslandi, sem páfinn hefur bannfært, ókeypis á sýning- una. Kaþólskur prestur, sem Tíminn hafði tal af, hélt að þehr væru ör- ugglega ekká margir, það yrði eng- in röð fyrir utan Regnbogann. Honum þótti auglýsingin ekki mjög smekkleg, en sagði bara: „Svona eru tímamir.“ -aá. Sjávarútvegsráöuneytið leyfir veiðar á 187.200 lestum af loðnu: Má veiða loðnuna frá deginum í dag Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tíllögu Hafrannsóknastofnunar ákveðið að leyfilegur hámarksafli á loðnu verði til bráðabirgða ákveðinn 240 þúsund lestir. Af þessu magni koma 187.200 lestir í hlut íslands, en 52.800 lestir skiptast milli Nor- egs og Grænlands. Vegna smáloðnu á hluta þess svæð- is, sem loðnan heldur sig á núna, eru allar loðnuveiðar bannaðar sunnan 67 gr. og 30. mín. N milli 20. og 24. gr. V og sunnan 67. gr. 45 mín N milli 18. og 19. gr. V. Ráðuneytið mun leitast við að fyigj- ast með breytingum, sem verða á bannsvæðinu, og munu eftirlits- menn fara með loðnuskipunum í því skyni. Eftir fyrstu viku nóvember- mánaðar munu hafrannsóknaskipin HEITT VATN AÐ BIFRÖST tvö halda á ný til mælinga á loðnu- stofninum og er þess vænst að nýjar mælingar geti legið fyrir um 25. nóvember nk. Loðnuskipum er heimilt að hefja loðnuveiðar í dag, 26. október, en ráðuneytið mun senda tilskilin leyfi í byrjun næstu viku. Að lokum minnir ráðuneytið skipstjóra loðnu- skipa á tilkynningarskyldu þegar siglt er yfir í iögsögu Grænlands og Jan Mayen. Ennfremur ber þeim að tilkynna áætlaðan afla og veiðisvæði til ráðuneytisins þá er haldið er til hafnar til löndunar hverju sinni. Eldur í vélarrúmi Eldur kom upp í vélarrúmi Rastar SK-17 frá Sauðárkróki á ellefta tímanum í fyrrakvöld. Báturinn var þá staddur um 80 mílur norður af Skaga. Sex manna áhöfn skipsins tókst að kæfa eldinn. Nökkvi NK-39 frá Blönduósi kom að Röstinni og tók bátinn í tog. Sigurður Jónsson, skipstjóri á Röstinni, segir í samtali við Tímann að miðað við það hvern- ig málin þróuðust, þá telji hann áhöfnina ekki hafa verið í neinni hættu. Sigurður segir veðrið gott og álítur að þeir verði komnir til Sauðárkróks um klukkan fimm síðdegis á föstu- dag. Hann segist ekki hafa nein tæki til að fylgjast með staðsetn- ingu Rastarinnar. „Við á Röst- inni fylgjum náttúrlega bara Nökkva, það er ekkert annað að gera," segir Sigurður. -js Guðmundur jaki af þakkaði fálkaorðu í vikunni fannst heitt vatn í tals- verðu magni rétt norðan við skóia- hús Samvinnuháskólans að Bifröst í Borgarfirði. Tilraunaboranir höfðu farið fram í sumar á þessu svæði og þá fannst nokkur hiti, en ekkert vatn. Sl. mánudag var byrjað að bora á ný og á um 280 m dýpi var komið niður á æð sem gefur af sér 55-57 gráðu heitt vatn. Talið er að vatnið geti jafnvel verið enn heitara, því áður en komið var niður á þetta dýpi hafði borinn farið í gegnum aðra vatnsæð, sem var miklu kaldari, og blandast vatn úr henni við vatn úr neðri æðinni. Nú er unnið að því að víkka holuna og fóðra hana og þar með útiloka vatnið frá köldu æð- inni. Að sögn Vésteins Aðalsteins- sonar, rektors á Bifröst, er þessi vatnsfundur afar kærkominn, þar sem á Bifröst og í nágrenni er kynt með olíu og rafmagni. Vésteinn seg- ir að farið hafi verið út í þessar bor- anir í samstarfi við hreppinn og að trúlega verði stofnaö félag um hita- veitu, sem skólinn og hreppurinn muni eiga nokkurn veginn til helm- inga. Reynt verður að nýta vatnið eins og hægt er, bæði á skólasvæð- inu og fyrir bæi í nágrenninu, en Vé- steinn segir það mikinn kost hversu nálægt borholan sé byggðinni. Þó enn sé óljóst með ýmislegt varðandi stofnkostnað hitaveitukyndingar, má þó búast við að Háskólinn á Bif- röst einn og sér geti sparað allt að 1,5-2 milljón kr. á ári í kyndingar- kostnað. Sjaldgæft mun vera að menn hafni því að taka við heiðursmerkjum fálkaoröunnar. Tímanum barst fregn um að Guðmundur J. Guð- mundsson sé einn fárra, sem beðist hafa undan því að bera kross hinn- ar íslensku fálkaorðu, sem forsetí mun hafa ákveðið að sæma hann eftir gerð þjóðarsáttarsamninganna 1. febrúar 1990. Guðmundur stað- festi í gær við Tímann að þetta væri rétt. „Fyrir rúmlega ári síðan hringdi til mín maður, sem kynnti sig og kvaðst heita Kornelíus og vera for- setaritari. Hann þéraði mig, þótt við séum málkunnugir og sagði: „Guð- mundur J. Guðmundsson. Forseti íslands hefur ákveðið að sæma yður riddarakrossi hinnar ísiensku fáika- orðu“," sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að sér hefðu dottið í hug orð sr. Árna Þórarins- sonar af sama tilefni og sagt við for- setaritara: „Hvernig get ég borið kross á brjóstinu þegar frelsari minn bar sinn kross á bakinu?" Forsetarit- ari hváði, og Guðmundur kvaðst þakka þessa útnefningu, en afþakka orðuna með fullri vinsemd og virð- ingu. —sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.