Tíminn - 26.10.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.10.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v TryggvGgotu S 28822 AUÐVITAÐ Suöurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 Áskriftarsími Tímans er 686300 Tíminn LAUGARDAGUR 26. OKT. 1991 Könnun á næringarástandi aldraðra á stofnunum á íslandi: Um 7. hver vannærður „Við gerðum ákveðið mat á næringarástandi aldr- aðs fólks á stofnunum. Þar kom fram að næringar- ástand var tiltölulega lélegt hjá 14% einstaklinga,“ sagði Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi á Landspítalanum. Mat á næringarástandi segir hún fyrst og fremst felast í mati á fitu- forða og prótínforða líkamans. Þetta þýðir því, lýst með almenn- um orðum, að um 7. hver, eða 14% aldraðra á stofnunum eru of horaðir og vöðvarýrir. Enda kom einnig í ljós við athugun á mata- ræði, að aldraðir á stofnunum neyta almennt lítillar orku (þ.e. fárra hitaeininga). Til saman- burðar má benda á, að hlutfall vannærðra er yfirleitt á bilinu 10- 30% í svipuðum könnunum er- lendis. Tíminn hafði samband við Kol- brúnu til að leita upplýsinga um helstu niðurstöður úr könnun á næringarástandi aldraðra á stofn- unum. En frá könnun þessari var sagt á fundi sem landlæknir hélt um þetta efni nú í vikunni. Könn- unina sagði Kolbrún hafa náð til 127 einstaklinga sem dvöldu á Öldrunardeild Landspítalans og Sjúkrahúsi Egilsstaða. „Niðurstaðan er í fáum orðum sú, að við reynum að hvetja starfsfólk á stofnunum til þess að fylgjast með næringarástandi fólks og grípa til aðgerða þegar þörf er á,“ segir Kolbrún. Sömu- leiðis segir hún hafa komið í ljós vissa tilhneigingu í þá átt að Ié- legt næringarástand væri hlut- fallslega algengara í hópi þeirra sem dvalist höfðu stutt á stofnun. Þetta segir Kolbrún geta bent til þess að orsökin fyrir lélegu nær- ingarástandi sé að hluta til sú, að sumt aldrað fólk sé í lélegu ástandi heimafyrir, kannski vegna veikinda eða lélegra aðstæðna að öðru leyti. Af þessu má m.a. álykta að þörf sé á svipaðri könn- un meðal aldraðra sem búa á eig- in heimilum. Mat á næringarástandi felst fyrst og fremst í því að meta fituforða og prótínforða í líkamanum, sem áður segir, en ekki t.d. vítamín- skort. „Þegar við síðan litum á neyslu eða mataræði og bætiefnaforða og þess háttar, kom m.a. í ljós að í heild sinni fékk fólkið litla orku (hitaeiningar). Orkuneysla aldr- aðra á stofnunum reyndist t.d. lægri heldur en hjá fólki sem býr heima, samkvæmt því sem fram kom í nýlegri neyslukönnun Manneldisráðs." Þetta telur Kolbrún að geti m.a. stafað af því að fólk á stofnunum hreyfi sig minna heldur en þeir sem búa á eigin heimili. Kannski hafi það líka vanið sig á að borða minna og brenni þá ef til vill einnig minna þess vegna. Neyslu prótíns segir Kolbrún aftur á móti alveg viðunandi. Og þegar litið var á algengustu vít- amín og steinefni, hafi komið í Ijós að fólk skorti ekki kalk og B- 2 vítamín, sem mest er af í mjólk- urmat. Það bendi til þess að mjólk og mjólkurmatur sé vel notaður á stofnunum. Á hinn bóginn hafi C-vítamín og járn reynst lágt og sömuleiðis A-vít- amín meðal karla. - HEI ■■ SUBARU STATION 1.8DL4WD ' r’VS' -“'T Valkvætt fjórhjóladrif Samlæstar hurðir Hátt og lágt drif Rafstillanlegir speglar Vökvastýri Þriggja ára ábyrgð VERÐ KR. 1.222.000, - staögr. FYRIR UTAN RYÐVÖRN OG SKRÁNINGU Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000 * V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.