Tíminn - 26.10.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 26. október 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin (Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fróttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason
Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Vandi borgarstjóra
Hinn nýi borgarstjóri í Reykjavík, Markús Öm An-
tonsson, tekur á sig mörg óþægindi eftir ráðsmennsku
forvera síns.
Nú er að vísu nauðsynlegt að átta sig á því að þótt
Davíð Oddsson hafi ekki sýnt ráðdeild í meðferð fjár,
verður eigi að síður að kalla til ábyrgðar allan íhalds-
meirihlutann þegar framkvæmdir á vegum Reykjavík-
urborgar eru teknar til gagnrýninnar umræðu og fjár-
málastjórnin könnuð ofan í kjölinn.
Það eru sem betur fer verulegar líkur til þess að nýr
borgarstjóri hafi áhrif á að snúið verði við blaði í fjár-
málastjóm Reykjavíkur, þó ekki væri nema af því að
stórbyggingaframkvæmdir á síðustu árum binda
hendur hans. Nýr borgarstjóri hefur litla möguleika til
þess að taka upp sjálfstæða minnisvarðastefnu í nafni
sjálfs sín sem eftiröpun af því sem einkenndi forvera
hans. Auk þess er engin ástæða til að ætla hinum nýja
borgarstjóra neitt slíkt, síst eftir það að hann hefur
stöðvað verstu foreyðsluframkvæmdirnar, að svo
miklu leyti sem þess er kostur. Þótt Markús Örn hafi
ekki haft nein stóryrði um þessar gerðir sínar, veita
borgarbúar þeim athygli. Fleiri og fleiri Reykvíkingar
gera sér ljóst að fjárausturinn í ráðhúsið við Tjörnina
og samkomuhúsið á Öskjuhlíð hefur verið afhjúpaður.
í því máli hefur borgarstjóri af virðingarverðri lagni
tekið mið af gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn.
Hann hefur ekki reynt að forherða sig gagnvart að-
finnslum minnihlutans, m.a. í skjóli massífs meiri-
hluta, heldur virðist hann hlusta á rökstuddar ábend-
ingar borgarfulltrúa almennt um það sem betur mætti
fara. Þessa viðleitni þyrfti hinn nýi borgarstjóri að
rækja enn frekar, því að það er reykvískri pólitík ekki
hollt, eins og á stendur um hlutföllin í flokkaskipun-
inni í borginni áratug eftir áratug, að meirihlutinn
hangi tillitslaust á „rétti“ sínum til hins ýtrasta, ekki
aðeins í stjórnkerfi og toppstöðum, heldur einnig að
því er tekur til frumkvæðis í borgarstjórn, samráða og
tillögugerðar, að ekki sé minnst á nauðsyn þess að
ráðamenn hlusti á gagnrýnisraddir.
Gagnrýni Sigrúnar
Þótt það sé rétt sem borgarstjóri segir að Reykjavík-
urborg sé ríkt sveitarfélag og það því fremur sem það
er borið saman við ýmis önnur sveitarfélög, hlýtur
ábending Sigrúnar Magnúsdóttur um versnandi lausa-
fjárstöðu borgarinnar og vaxandi yfirdrátt á hlaupa-
reikningi að vekja athygli.
Þessi fjárhagsstaða skýrist ekki eingöngu af því að
borgarsjóðstekjur skili sér ekki sem skyldi um þessar
mundir. Slæm lausafjárstaða og yfirdráttur á banka-
reikningi Ieiðir í ljós að samhengi er milli kostnaðar af
stórbyggingum og erfiðleika í fjármálum borgarinnar.
Afleiðingar minnisvarðastefnu Davíðs Oddssonar eru
farnar að koma fram í rekstri borgarinnar frá degi til
dags. „Tímabundið", segir Markús Örn. En hver er
kominn til að segja að slæm lausafjárstaða sé ekki orð-
in að viðvarandi vandamáli?
TLI ORÐIÐ „fortíðar-
vandi“ sé til f nokkru öðru
tungumáli en íslensku sem svo
munntamt pólitískt japlyrði, að
íslenskir stjórnmálamenn eru
sífellt að leita til liðins tíma til
varnar sínu eigin stefnuleysi?
Það er eins og þeir telji það sér
til framdráttar að vera ævinlega
með sannar eða lognar ávirð-
ingar fortíðarinnar á vörunum.
Þessir menn virðast ekki átta
sig á að stjórnmál á hverri tíð
eru fyrst og fremst glíma við
vanda líðandi stundar, en ekki
vanda fortíðar í þeim mæli sem
margir vilja vera láta. Lýðræðis-
leg stjórnmál hafa með réttu
verið kölluð „list hins mögu-
lega“ og hljóta alltaf að fjalla
um samtímann með sýn til
framtíðar. Þótt skilningur á
samhengi sögunnar sé auðvitað
nauðsynlegt menntunaratriði,
er útlegging á gerðum fortíðar
oftar en ekki byggð á pólitískri
rangtúlkun.
Tálið um fortíðarvanda hefur
verið Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra einkar tungutamt frá
því að hann kom til valda. Að
svo miklu leyti sem hann hefur
varpað orði á þjóð sína í sam-
felldri ræðu um ástand og horf-
ur í efnahags- og atvinnumál-
um er „fortíðin" honum efst í
huga. Ræðumennska hans hef-
ur í þeim tilfellum falist í því að
sanna það fyrir landsmönnum
að fráfarandi ríkisstjórn hafi
skilað af sér vondu búi, sem síð-
an hefur orðið tilefni endurtek-
inna útlegginga af „fortíðar-
vandanum" sem á að gera nýrri
ríkisstjórn svo erfitt fyrir.
Þráhyggja um
_________fortíðina___________
Þessi þráhyggja um fortíðar-
vandann kom glögglega í ljós á
nýafstöðnum fundi flokksráðs
Sjálfstæðisflokksins. Þar var
miklu rúmi eytt í að gagnrýna
fyrri ríkisstjórn fyrir efnahags-
stefnu hennar meðan hún sat
við völd og deila á „viðskilnað"
hennar, þegar hún lét af störf-
um. En flest, sem þar var sagt,
var bergmál af stefnuræðu for-
sætisráðherra á Alþingi fyrir
tveimur vikum. Sú ræða vakti
athygli fyrir það hve löngum
tíma ráðherrann eyddi í að út-
mála „fortíðarvandann" sem
hann tæki við, þótt honum tæk-
ist ekki eins vel upp að sann-
færa áheyrendur um að lýsing
hans á þessum vanda ætti við
rök að styðjast.
Enda er sannleikurinn sá, að
núverandi ríkisstjórn tók al-
mennt við góðu búi úr hendi
hinnar fráfarandi. Þar með er
ekki sagt að ný stjórn hafi ekki
tekið við ýmsum vanda, sem
fremur má telja viðvarandi
verkefni hverrar ríkisstjórnar
að fást við en að hann verði
leystur einu sinni fyrir allt. Það
er fyrst og fremst þess háttar
vandi sem ríkisstjórnin hefur
við að giíma. Þar má nefna rík-
isfjármálin, sem viðurkenna ber
að er langvinnt vandamál, sem
síðustu ríkisstjórn tókst ekki að
leysa svo að hægt sé að tala um
viðunandi hvað þá endanlega
lausn. Hins vegar er það ekki
rétt með farið að þessi vandi
ríkisbúskaparins hafi orðið í tíð
fráfarandi ríkisstjórnar.
Fráfarandi ríkisstjórn átti við
„fortíðarvanda" að stríða í því
efni. Sá fortíðarvandi verður ra-
kinn til þess tíma þegar mest
gætti stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins í málefnum ríkisbúskapar á
árunum 1983-1987. Þjóðinni
hefur ekki tekist að vinna sig út
úr þeirri hallarekstrarstefnu,
sem tekin var upp á þessum ár-
um að kröfu og frumkvæði
Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæð-
ismenn sáu til þess að uppgang-
ur þessa tímabils fór framhjá
ríkissjóði. í stað þess að nota
uppsveifluna þá til þess að afla
ríkissjóði tekna ásamt nauðsyn-
legu aðhaldi í útgjöldum, völdu
sjálfstæðismenn þá leið að reka
ríkissjóð með halla, sem síðan
varð viðvarandi vandi og því
meiri sem samdráttartími hófst
með árinu 1987 og stendur enn
að því er tekur til undirstöðu-
greinar þjóðarbúskaparins,
sjávarútvegsins. Þegar forysta
Sjálfstæðisflokksins talar um
fortíðarvanda, hittir hún sjálfa
sig fyrir.
Endurreisnarstj órn
1988-1991
En að slepptum þessum við-
varandi vanda ríkisfjármálanna
— sem ekki skal gert lítið úr —
eru það hrein öfugmæli að nú-
verandi ríkisstjórn hafi tekið við
erfiðu þjóðarbúi úr hendi frá-
farandi stjórnar. Þvert á móti
tókst fráfarandi ríkisstjórn að
ráða vel fram úr rekstrarvanda
atvinnuveganna á árabilinu
1988-1991. Ríkisstjórn sú, sem
Steingrímur Hermannsson
myndaði haustið 1988 (og
styrkt var ári síðar með öflugri
þingstuðningi), vann að endur-
reisn útflutningsframleiðslunn-
ar með athyglisverðum árangri.
Vissulega kostaði þessi endur-
reisn nokkra fjármagns flutn-
inga í efnahagskerfinu, sem
auðvelt er að brennimerkja sem
millifærslukerfi, með tilheyr-
andi lántökum og myndun sér-
stakra sjóða til þess að standa
undir endurreisn útflutnings-
fyrirtækja, koma í veg fyrir að
gjaldþrotaleið nýkapítalista ylli
ringulreið í grundvallarat-
vinnuvegi þjóðarinnar, setti fyr-
irtæki á hausinn hringinn í
kringum landið, gæfi hræ-
gömmum kapítalsins tækifæri
til þess að eignast góssið fyrir
smánarverð og stokka fram-
Ieiðslukerfið upp að sinni vild.
Endurreisnaraðgerðir ríkis-
stjórnar Steingríms Hermanns-
sonar komu í veg fyrir þá þróun.
Millifærslukerfi það, sem við
var stuðst í þessu efni, var að-
eins til bráðabirgða. Það er ekki
lengur til og stóð aðeins sinn af-
markaða tíma.
Um árangur þeirra aðgerða í
þágu útflutningsframleiðslunn-
ar, sem ráðuneyti undir forystu
Steingríms Hermannssonar
beittust fyrir, eru að því leyti til
skiptar skoðanir, að talsmenn
hins óhefta kapítalisma finna
endurreisnaraðgerðunum það
til foráttu, að íyrirtækin, sem
þeirra nutu, hafi orðið að stofna
til skulda, sem þau fái ekki risið
undir og séu því engu betur sett
en áður.
Forsenda þjóðar-
__________sáttar____________
Þessi fullyrðing er haldlítil. í
heild skoðað hafði útflutnings-
framleiðslan þann hag af að-
gerðunum sem til var ætlast.
Þær sköpuðu sjávarútvegi nýjan
rekstrargrundvöll, komu í veg
fyrir þá rekstrarstöðvun sem við
blasti, það atvinnuleysi sem
gein við verkafólki í slíku
ástandi. Þessi batnandi rekstr-
arhagur kom þegar í ljós árið
1989 og tryggði gott atvinnu-
ástand hjá fólki í sjávarútvegi.
Það fékk aukna trú á að besta
leiðin til þess að tryggja at-
vinnuöryggið væri sú að sam-
stilla með heildarstefnu þróun
kjaramála og efnahagsþróun al-
mennt. Þar með voru sköpuð
skilyrði fyrir þeirri þjóðarsátt
sem kjarasamningarnir í febrú-
ar 1990 byggðust á. Það var
sameiginlegur skilningur aðila
vinnumarkaðarins og ríkis-
stjórnarinnar að bætt rekstrar-
afkoma fyrirtækja og aukinn
kaupmáttur væri undir því
komið að draga úr verðbólgu og
tryggja kyrrð á vinnumarkaði
til langs tíma. Þjóðarsáttar-
samningarnir ráku smiðshögg-
ið á endurreisnaraðgerðir ríkis-
valdsins og voru óaðskiljanleg-
ur þáttur þeirra. Allt stuðlaði
þetta að því að núverandi ríkis-
stjórn naut góðra verka og við-
skilnaðar fráfarandi ríkisstjórn-
ar.
f hverju var þessi góði við-
skilnaður ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar þá fólg-
inn?
Hann fólst fyrst og fremst í því
að náðst hafði efnahagslegur
stöðugleiki sem kom fram í lít-
illi verðbólgu og stöðugu gengi.
Þegar síðasta kjörtímabili lauk
hafði verðbólga undanfarinna
tólf mánaða aðeins mælst 4,6%
og horfur á að verðbólgan fram-
undan yrði ekki yfir 6% á heilu
ári. Meðalverðbólga 1984-1989
var 20-30% á ári og raunar
miklu meiri, ef lengra er litið.
Enginn vafi er á því að þessa
hagstæðu verðlagsþróun mátti
þakka viðhorfsbreytingum í
gerð kjarasamninga. Hér kom
fram hugarfarsbreyting gagn-
vart skaðsemi óhagstæðrar
verðlagsþróunar, skilningur á
því að óðaverðbólga er öllum
skaðleg, að hún er efnahagslegt
átumein í víðtækum skilningi
og rýrir afkomu launþega.
Hvað verðlagsþróunina varðar
verður aldrei lögð of mikil
áhersla á að benda á hlut laun-
þegahreyfingarinnar í því sem
ávannst í því efni, né heldur
mikilsvert framlag atvinnurek-
enda og annarra áhrifaafla um
þróun efnahags- og fjármála.