Tíminn - 26.10.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. október 1991
Tíminn 5
Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra ávarpaði kirkjuþing og sagði:
ÞJOÐKIRKJUNNI BER
KIRKJUGARÐSGJALDIÐ
Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra ávarpaði kirkjuþing í gær og svaraði
síðan fyrirspurnum. í ræðu ráðherrans kom fram að það hafi verið með
ánægjulegri og efiirminnilegri verkum frá því að hann sat í fiármálaráðu-
neytinu, að semja um þá nýbreytni að fella tekjuöflun kirkjunnar inn í stað-
greiðslu skatta. Mótmæli þau, sem uppi voru höfð í fyrra, báru þann árang-
ur að á Alþingi var skerðing sóknargjalds afnumin, en kirkjugarðsgjald
skert um 20%. En herra Ólafur Skúlason biskup vék einnig í setningar-
ræðu sinni að tregðu ríkisvaldsins til að standa við gerða samninga um skil
á hlutdeild safnaða og kirkjugarða í sköttum.
Ráðherra telur að kirkjunni beri
þeir fjármunir, sem ríkið hefur tekið
að sér að innheimta fyrir hana.
Hann segir að um leið og svigrúm
gefst til þess að afnema skerðingu
kirkjugarðsgjaldsins, þá verður það
gert af hálfu þessarar ríkisstjórnar
og það verður við fjárlagagerð árið
1993.
Þá vék kirkjumálaráðherra að þeim
veraldlegu úrlausnarefnum sem rík-
ið og þjóðkirkjan þurfa að leysa úr
sameiginlega, en jarðamál munu
vera þau flóknustu. Þar er um að
ræða stór álitaefni, sem lengi hafa
vafist fyrir mönnum og ólíkum sjón-
armiðum verið teflt fram. Ráðherra
taldi að nú væri tími til kominn að
leiða þau álitaefni til lykta. Lög-
fræðileg niðurstaða, sem nú liggur
fyrir, er sú að þær jarðir, sem kirkjan
hafi átt og eigi hafa verið seldar frá
þeim með lögmætum hætti, séu enn
kirkjueign. Þessi niðurstaða er af-
rakstur mikillar vinnu vísustu
manna á þessu sviði. Nú verður ekki
undan því vikist að bregðast við
þessari niðurstöðu og skipa málum
til frambúðar að því er þetta álita-
efni varðar, segir ráðherra. -js
Tímamynd Ámi Bjarna
Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráöherra ávarpar kirkjuþing.
Niðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Moret og Young:
Sameining Landspítala
og Borgarspítala best
Ráðgjafafyrirtækið Moret Emst & greinum sérhæfðrar læknisþjón- Heilbrigöisráðherra hefur sagt aö
Young, sem hefur sérhæft sig á ustu. Þetta mundi leiða til meiri hann vilji sameina Landakot og
sviði ráðgjafar í sjúkrahúsrekstri, kostnaðar vegna verri nýtingar Borgarspítala og koma á verka-
telur eldd hagkvæmt að sameina sérhæfðs starfsfólks og dýrra skiptingu og auknu samstarfi
Borgarspítala og Landakotsspít- tækja og minni gæða vegna þess milli Landspítala og hins samein-
ala, eins og heUbrigðisráðherra að sérfræðingar í undirsérgrein- aða spítala. Moret Ernst & Young
vill gera. Fyrirtækiö leggur til að um fengju ekki tækifæri til að við- telja hins vegar að reynslan er-
Borgarspítalinn og Landspítalinn halda hagnýtri reynslu. Með tifliti lendis frá sýni að shk verkaskipt-
sameinist. til fólksfæðar er því ekki réttlæt- ing og samstarf eigi sér ekki stað
Umræður um sameiningu anlegt að hafa mjög sérhæfða nema með sameiningu. Óhag-
sjúkrahúsa í Reykjavík hafa hing- þjónustu á tveimur stöðum. kvæmt sé að hafa tvo jafnstóra
að tU fyrst og fremst snúist um að Með sameiningu Borgarspítaia spftala.
sameina Borgarspítaia og Landa- og Landspítala myndu spítalamir Skýrsla ráðgjafafyrírtældsins var
kot. Moret & Young telja að slík bæta hvor annan upp, þannig að unnin að frumkvæði stjómar Rík-
sameining leiði ekki til sparnaðar samvirkni og hagkvæmni yrði isspítalanna. Skýrslan hefur verið
og hagræðingar. Þannig yrðu til veruleg. Siðan yrði hægt að dreifa send heilbrigðisráðherra. Það er
tvö sjúkrahús af svipaðri stærð, almennri þjónustu. Æslrilegt væri hans að ákveða hvort farið verður
annars vegar Ríkisspítalar og hins að hinn sameinaði spítali stripti að tillögu ráðgjafafyrirtækisins
vegar Borgarspítaii/Landakot við Landakot á bráðaþjónustu og um að Rðdsspítaiamir taki upp
Hörð samkeppni yrði mifli þeirra annarri starfsemi sem dreift verð- viðræður við Borgarspftalann um
um fjármagn og starfsfólk. Bæði ur frá nýja spítalanum. Ráðgjafa- að sjúkrahúsin láti fara fram ná-
sjúkrahúsin mundu keppast við að fyrirtækið telur þennan kost vera kvæma athugun á hagkvæmni
verða lelðandi í sem flestum þann hagkvæmasta. þess að sameina þau. -EÓ
Landssamband kúabænda mótmælir harö-
lega 10% lækkun á nautagripakjöti:
Bændur telja verð-
lækkunina lögbrot
Landssamband kúabænda (LK) tel-
ur að sú ákvörðun margra slátur-
leyfíshafa að lækka einhliða verð á
nautgripakjöti til framleiðenda um
10% sé lögbrot. LK telur að ekkert
offramboð sé á nautgripakjöti á
markaðinum í dag, en telur hins
vegar verulega hættu á offramboði
um og uppúr miðju næsta ári. Þess
vegna hvetur LK mjólkurframleið-
endur til að selja ekki kálfa til kjöt-
framleiðslu á afsláttarverði.
LK telur verðlækkun sláturleyfis-
hafa vera skýlaust brot á lögum um
framleiðslu, verðlagningu og sölu
búvara, en þar segir að enginn megi
kaupa eða selja vöru á öðru verði en
ákveðið er samkvæmt lögum, og að
afurðastöðvum sé skylt að haga
greiðslum í samræmi við ákvæði
laganna og þeirra samninga og
ákvarðana sem teknar eru með
heimild í þeim. Verðlagning á naut-
gripakjöti er ákveðin af sexmanna-
nefnd og er verðlagsgrundvöllur
kúabús nú bundinn til næsta árs. LK
hefur sent Landssamtökum slátur-
leyfishafa og sláturleyfishöfum bréf
þar sem skorað er á þá, sem lækkað
hafa verð til bænda, að hækka það
nú þegar til samræmis við skráð
verð.
LK telur erfitt að leggja raunhæft
mat á framboð á nautakjöti, en bend-
ir á að tölur byggðar á forðagæslu-
og sláturskýrslum bendi tæpast til
að á þessu hausti sé meira framboð á
ungnautakjöti en á síðasta hausti.
Sala á nautakjöti hefur aukist um
20% á síðustu 10 árum. Verð til
bænda hefur á sama tíma lækkað að
raungildi um 20%. Framleiðsla og
sala hefur síðustu tvö ár verið í
kringum 3000 tonn á ári. Framboð á
nautgripakjöti er langmest í október
og nóvember. -EÓ
JÓHANNES PÁLL páfl II hefur tilnefnt Gunnar Friöriksson riddara
heilags Gregóríusar, sem er páfalegt heiöursmerki, veitt fyrir fram-
úrskarandi þjónustu í þágu kirkjunnar. Gunnar er annar íslending-
urinn sem hlýtur þennan heiöur, afi hans og alnafni var fyrstur ár-
iö 1925 fyrir staöfestu í trúnni.
Páfi hefur og veitt Jóhönnu Friöriksdóttur krossinn Pro Ecclesia
et Pontifice, en þaö þýöir „Fyrir kirkju og páfa“, fyrir þrautseigju í
trúnni. Hún er fyrst íslendinga til að hljóta þann heiöur af hendi
hans heilagleika. Á myndinni eru Torfi Ólafsson, formaöur leikra
kaþólskra, Jóhanna Friöriksdóttir, Alfred Jolson biskup, og Gunn-
ar Frlöriksson. -aá. Tímamynd: Árni Bjarna
Um 5.700 milljónum óhagstæöari vöruskiptajöfnuður en í fyrra:
Almenn innkaup aukist um
1 % minna flutt út
20%, en
Um 1.040 miiljónum króna (13%)
minna fékkst fyrir útfluttar vörur núna
í september heldur en í sama mánuði í
fyrra. í septemberiok var vöruútflutn-
ingur landsmanna frá áramótum
(69,4 milljaröar) um 1% minni heldur
en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir
það hefur þjóðin aukið almennan inn-
(lutning um 20% milli ára, eða um 9,3
milljarða króna (um 144.000 kr. á
meðalfiölskylduna).
Svo dæmi sé tekið hefúr þessi 9,3
milljarða aukning aimennt sömu áhrif
á vöruskiptajöfnuðinn eins og ef olíu-
verð hefði þrefaldast milli ára. Olíuinn-
flutningur var um 5,2 milljarðar á
fyrstu níu mánuöum ársins, borið
saman við 4,8 milljarða á sama tíma í
fyrra.
Vegna margfalt minni flugvélakaupa á
þessu ári en í fyrra hefur heildarinn-
flutningur (69 milljarðar) hins vegar
vaxið mun minna heldur en almennur
innflutningur, eða í kringum 5 millj-
arða (tæp 8%) milli ára.
Innflutningur flugvéla er nú aðeins
1,9 milljarðar, borið saman við 6,9
miiljarða á sama tíma í fyrra. Vegna
þessa hefði mátt ætla að vöruskipta-
jöfriuður landsmanna væri hagstæðari
á þessu ári en því síðasta — en það er
nú aldeilis öðru nær. Í lok september
var vöruskiptajöfriuður landsmanna
einungis 480 milljónir yfir núllinu,
borið saman við 6.160 milljónir í plús á
sama tímabili í fyrra.
Útflutningur sjávarafurða var um
56,2 milljarðar á fyrstu níu mánuðum
ársins, sem var tæpiega 3% aukning
milli ára. Mikill samdráttur varð hins
vegar á ölium öðrum útfiutningi, t.d.
8% minna af áli, 36% minna af kísil-
jámi og 15% minna af öðmm vömm.
_____________________- HEI
Töfraflautan
í Logalandi
íslenska óperan sýnir Töfra-
flautu Mozarts í Logalandi í
Borgarfirði sunnudaginn 27.
október kl. 20:00. Sýningin er
gjöf til Tónlistarfélags Borgar-
fjarðar á 25 ára afmæli þess. -aá.