Tíminn - 26.10.1991, Page 14
22 Tíminn
Laugardagur 26. október 1991
Hjartanlega þökkum við öllum nær og fjær fyrir auö-
sýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar
mfns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa
Stefáns Aöalbjörnssonar
Þorbjörg Grímsdóttir
Fanney Stefánsdóttir Laufey Ninna Stefánsdóttir
Eygló Stefánsdóttir Aöalbjörn Stefánsson
Anna Björg Stefánsdóttir Guömundur Helgi Stefánsson
Guöni Falur Stefánsson
tengdabörn, barnaböm og barnabarnabörn
r
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi
Hallgrímur Jónasson
fyrrum kennari viö Kennaraskóla fslands
lést að Elliheimilinu Grund hinn 24. október. Útförin auglýst síðar.
tngvar Hallgrímsson
Jónas Hallgrfmsson Hulda S. Ólafsdóttir
Þórir Hallgrfmsson Sigrföur H. Indriöadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar
Tyrfingur Einarsson
frá Vestri-Tung
i Vestri-Tungu
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 29. október kl. 15.
Helga Tyrfingsdóttir
Anna Tyrfingsdóttir
Hannesfna Tyrfingsdóttir
------------------------------------------------------'N
í
Hjartkær eiginmaöur minn og faðir okkar, tengdafaöir, afi og lang-
afi
Hjálmar Vilhjálmsson
frá Hánefsstööum
f.v. ráöuneytisstjóri
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 29. október kl.
13.30.
Sigrún Helgadóttir
Björg Hjálmarsdóttir Reimar Charlesson
Helgi Hjálmarsson María Hreinsdóttir
Vilhjálmur Hjálmarsson Borghildur Óskarsdóttir
Lárus Hjálmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
______________________________________________________/
|Ji FORVAL
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar
borgarverkfræðings, óskar eftir umsóknum verktaka, sem
hefðu áhuga á að hanna og leggja raflagnakerfi í íþróttasal
íþróttamiðstöövarinnar í Grafarvogi.
Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík.
Þeir verktakar, sem áhuga hafa, leggi inn upplýsingar skv.
forvalsgögnum fyrir þriöjudaginn 5. nóvember 1991, kl.
16,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frfkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Olga Andrea
Lúövíksdóttir
Fædd 24. október 1907
Dáin 28. júní 1991
...Blóm vors skammvirma lífs
það rís upp á sléttri grund
með lit og blöð
og eirm dag er það horfíð...
(Úr Mater dolorosa eftir Jóhannes úr Kötlum)
Þegar við systumar lítum á dagatalið
sjáum við að afmælisdagur móður okk-
ar, 24. október, er merktur „vetumæt-
ur“. Þá koma í hug hendingamar fögru
eftir skáldið frá Hvítadal: „Vetramóttin
varla mun oss saka, fyrst að Ijósin ofan
að, yfír mönnum vaka." Hún var allt sitt
líf mikill unnandi birtunnar og minn-
umst við hvemig við samfögnuðum
þegar sól fór aftur að hækka á lofti og við
fylgdumst með gangi hennar, er hana
bar við hin fögru og gamalkunnu kenni-
leiti umhverfisins, fjöll, eyjar og sker.
Dánardagur móður okkar varð hinn 28.
júní, þegar sól hafði lokið sinni há-
göngu. Enn eitt vor hafði henni auðnast
að lifa, en veikindastríð sitt háði hún
samfellt síðasta áratug ævi sinnar. Ást
hennar til lífsins var allt um það óbuguð
og hefði hún getað tekið undir hin
fleygu orð: Og þegar dauðinn kemur, þá
segi ég ekki: „Komdu sæll, þá þú vilt,"
heldur segi ég: ,Æ, leyfðu mér að lifa,
bara eitt vor enn, því þá koma öll þessi
litlu blóm, þú veisL" — Já, enn eitt vor.
Hún gat aðeins með ýtrustu hjálp látið
leiða sig út í vorbirtuna og virt fyrir sér í
síðasta sinn blómin, sem þar skörtuðu
sínu fegursta. Hennar hinsti dagur var
hniginn. Hún þurfti ekki lengur að líta
þau fölna.
Ástkær móðir okkar, Olga Andrea, var
fædd árið 1907. Hún leit fyrst dagsins
Ijós í Iitlu bárujámshúsi, Ekru, á Djúpa-
vogi, en það er nú horfið. Foreldrar
hennar voru Maxemine Frederikke
Hansson (f. Johannesen) frá Sandey í
Færeyjum, og Lúðvík Hansson hafn-
sögumaður. Þegar hún var fjögurra ára
að aldri fluttust foreldrar hennar í húsið
Sjólyst á Djúpavogi, en þar átti fjölskyld-
an heima alla ævi upp frá því. Þau tóku
þar við húsi foreldra afa okkar, Lúðvíks,
þeirra Þómnnar Jónsdóttur og Hans
Lúðvíkssonar bátasmiðs, sem flust
höfðu búferlum í Sjólyst árið 1882 frá
Strýtu í Hamarsfirði.
Maxemine, amma okkar, hafði flust til
íslands 17 ára að aldri frá Færeyjum.
Hún var merk kona og hlaut ailra lof fyr-
ir einstæða góðvild sína og grandvar-
leika, enda af góðu og traustu fólki kom-
in. Fagrar lýsingar eru til í ljóðum sem
til hennar voru ort. Lúðvík, afi okkar, var
í föðurætt kominn af Hans Jónatan,
verslunarstjóra á Djúpavogi, sem hingað
hafði komið frá Danmörku. Hann var
þeldökkur, annars vegar af danskri að-
alsætt, en móðirin svört ambátt. Hann
var fæddur í húsi landstjórans á St. Cro-
ix, þá nýlendu Dana í Vestur- Indíum. Af-
burðafögur rithönd hans geymist í versl-
unarbókum Djúpavogs og þótti hann
einstakur fyrir heiðarleika og velvild.
Lúðvík, afi okkar, þótti góður sjósókn-
ari og stýrði ætíð heilu fari heim ásamt
skipshöfn sinni. Hann þótti mikil hjálp-
arhella þeim sem bjuggu við einangrun
og aðeins var um sjóveg að fara.
Böm Lúðvíks og Maxemine, sem upp
komust, voru auk móður okkar, sonur-
inn Hans Reginald, sem drukknaði 19
ára að aldri, Lovísa Friðrika, síðar hjúkr-
unarkona, og Jónatan, síðar vélsmiður.
Öll eru þau nú horfin sjónum okkar. Tvö
dóu í frumbemsku og systkinin Jóhann
og Adolf dóu eins og tveggja ára með
dags millibili. Af upptalningunni má sjá
Djúpavogi
að sorgin kvaddi oft dyra í húsinu og lífs-
baráttan var hörð, en þar var einnig vett-
vangur glaðra og góðra leikja fallegra
bama í byrjun aldar.
Antoníus Sigurðsson, sem nefndur var
Djúpavogsskáld, einlægur vinur heimil-
isins og átti þar um tíma athvarf, orti
fagurlega til bamanna, lifandi sem Iát-
inna. Eftirforandi erindi orti hann við lát
litlu systkinanna tveggja, en sá atburður
markaði, að við hyggjum, djúp spor í vit-
und móður okkar, sem fyrsta sára
reynsla bemskunnar:
Sofí baeði sætt og rótt,
systkin, ástarkæru.
Gefí ykkur góða nótt
Guð í Ijósi skæru,
vaknið upp við sigursöng,
sólm skín um dægur löng
eilífs unaðsljóma.
Er við setjumst saman öll
sjáum við í anda,
bömin leika lífs í höll,
Ijós til beggja handa.
Það er huggun hrelldri önd,
hirrmaríkis sælu strönd
brosir við og bíður.
Þá við loksms höldum heim
hinstu slitna böndin.
Lt'ður yfír gröf, í geim
Guðs, hin sœrða öndin.
Blessuð litlu bömin þá
bíða okkar himnum á,
englar Ijóssins lýða.
Til móður okkar, Olgu, á fyrsta afmæl-
isdegi hennar, 24. október 1908, orti
Antoníus eftirfarandi æviósk og kallaði
Draum:
Mig dreymdi, mamma, draum í nótt,
sem dæmalaust var fagur.
Þótt svæfí á mínum svœfli rótt,
mér sýndist komirrn dagur,
og geislaraðir gylla Frón
frá glæstu surmubóli
og hrími þakta hlœja sjón
frá háum tindastóli.
Ég sd hvar fagur röðull rarm
úr ránarsvölu djúpi
og geisli hans um grundu brarm
og glæstum svipti hjúpi,
og daggarperlur glitra á grein,
sem gljáðu fýrir vindi,
og sá að þar var unun ein
og allt að mínu lyndi.
Og þarmig líður æskan út
í einum sólskinsloga
á meðan engin sorg né sút
syrtir æviboga.
En taktu vara, tíminn er
svo trúrrar æsku naumur,
og eitt er víst, að ævin hér
er aðeins lítill draumur.
Og þarmig líði öll þín ár
sem æskudagar blíðir,
að engirm þvingi ama tár
og engir draumar stríðir.
Þó vilji sjónir villa þér
hinn vondi heimsins glaumur,
þá breytist allt sem angur ber
svo allt sé gleðidraumur.
Ljóð þetta fylgdi henni síðan eins og lít-
ill Ijósgeisli í gegnum vegferð hennar.
í Sjólyst uxu upp systkinin Hans, Lo-
vísa, Olga og Jónatan og seinna uppeld-
isbróðirinn Hannes Jónsson, sem þang-
að kom 5 ára að aldri við andlát föður
síns, þegar fjölskyldan varð að tvístrast.
Var hann í Sjólyst þangað til hann festi
ráð sitt. Þessi trausti og fámálugi maður,
sem nú er látinn, gaf sem ungur dreng-
ur eftirfarandi lýsingu af viðurgemingi
sínum þar, að þar væri best að koma síð-
astur að matarborði, því þá fengi maður
mest! í uppvexti bamanna átti einnig at-
hvarf í Sjólyst umkomulítill fiogaveikur
maður, Daníel að nafni. Um hann áttu
systkinin fagrar minningar, meðal ann-
ars vegna gjafmildi hans af litlum efn-
um. Á loftinu var um tíma föðurbróðir-
inn Jón, lærður skósmiöur sem smíðaði
leðurstígvél á bömin og sólaði fyrir
þorpsbúa. Annar föðurbróðir, Karl, for-
framaðist hins vegar sem byggingar-
meistari í hinni stóru Ameríku og gerði
sér eitt sinn ferð þaðan til að sjá bömin
og þótti þeim það viðburður. Um tíma
var fyrirhugað að koma Olgu til fósturs
hjá Jóhanni Hanssyni, föðurbróður
hennar, sem stofnaði Vélsmiðju Seyðis-
fjarðar árið 1907. Stóð hún fjögurra ára
ferðbúin, en hætt við þegar andlát litlu
systkinanna bar að. Til Seyðisfjarðar og
Jóhanns sonar síns höfðu þá flutt föður-
foreldramir og jafnan mikill viðburður í
augum bamanna að heimsækja þennan
menningarbæ aldamótanna og jafnvel
láta taka af sér myndir, prúðbúnum á
fínum Ijósmyndastofum! Ætíð síðan,
sem annars staðar, átti móðir okkar þar
velvildar skyldmenna að fagna.
Smiðjan var mikill miðpunktur tengsl-
anna við Seyðisfjörð. Þar starfaði yngsti
föðurbróðurinn, Benjamín, vélsmiður,
en aldursmunur hans og afa var upp á
dag 20 ár; einnig mágurinn Kristjón,
giftur „Sínu frænku" — Hansínu, föður-
systur bamanna. Kona Benjamíns,
Bríet, var gædd dulargáfum og var það
talsvert rætt í Sjólyst forðum. Endumýj-
uð tengsl okkar við elskulega dóttur
þeirra, Ástu, og hennar fjölskyldu sem
nú býr á Selfossi, er okkur mikið
ánægjuefni. Önnur föðursystkin móður
okkar voru, auk fyrrtafdra, Kristján,
einnig síðar búsettur á Seyðisfirði, Ge-
org Andrés, lést ungur, og bar móðir
okkar seinna nafn hans, sem Andrea, og
Regína sem varð bráðkvödd 7 ára göm-
ul; bar nafn formóður sinnar, ambáttar-
innar á SL Croix, sem áður var nefnd.
ímyndunaraflið má fiást við að merking
nafnsins Regína er drottning.
Á Seyðisfirði var síðar, á formyrkvunar-
tímum stríðsáranna, yngri dóttirin
fædd, lögð í fagurbúið rúm, nefnilega
kommóðuskúffu heimasætunnar,
Helgu, dóttur Jóhanns, vélsmiðs og for-
stjóra, og konu hans Nínu (Jónínu),
dóttur Stefáns Th. Jónssonar, kaup-
manns og konsúls, og var þar ekki í kot
vísað. Ævinlega mun hugsað til mann-
lífsperlunnar Helgu fyrir hennar tryggð
og ræktarsemi. Við útför móður okkar
voru úr stórri blómasendingu hennar og
fleiri ættmenna valin blóm í vasa á alt-
ari. Einkennilegt var að litir blómanna
völdust nákvæmlega hinir sömu og röð-
uðu sér á sama hátt nákvæmlega eftir
litasamsetningu hinnar gömlu, fögru
altaristöflu. Altaristöfluna hafði málað
um aldamótin, listamaður staðarins,
Karl Kristjánsson, þá í Noregi: en hjá
honum í Bergen dvaldi systirin Lovísa
sem ung stúlka við hjúkrunamám, en
Lúðvík Hansson og Karl vom systkina-
synir. Voldugan fagursmíðaðan ramm-
ann hafði á sínum tíma smíðað blindur
nágranni í næsta húsi, Ingimundur í
Hammersminni. Viðfangsefni myndar-
innar, upprisa frá jarðneskum dauða,
hrífur hvem mann og átti það sterk ítök
í vitund móður okkar.
í hinu litla, friðsæla sjávarþorpi, Djúpa-
vogi, vom upp úr aldamótunum aðeins
um 20 hús. Systkinin kynntust þar vel