Tíminn - 07.11.1991, Page 6

Tíminn - 07.11.1991, Page 6
6 Tíminn Fimmtudagur 7. nóvember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofunLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 íþróttahöll í Kópavogi íslenskir handknattleiksmenn hafa oft náð góðum árangri á sínu íþróttasviði. Þar má nefna að þeir urðu í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni 1986 og efstir í B-flokki 1989, en frammistaða þeirra síðan hefur ekki sýnt sérstakar framfarir, þótt þeir séu eigi að síður góðir leikmenn og almennt frambærilegir í keppni á ýmsum mótum eða landskeppni. Sú hugmynd fékk byr fyrir nokkrum árum að Handknattleikssamband íslands hlyti siðferðilegan og nokkurn fjárhagslegan stuðning opinberra aðila til þess að standa fyrir heimsmeistarakeppni í þess- ari íþrótt hér á landi árið 1995. Sambandið sótti þetta mál af dugnaði og bjartsýni, enda stutt af ýms- um áhrifamönnum í stjórnmálum, sem ekki spör- uðu brýningar á aðra um að fá þessari hugmynd hrundið í framkvæmd. Snemma árs 1990 tókst samkomulag um að Kópavogsbær gengist fyrir byggingu nýs íþróttahúss með 300 milljón króna framlagi frá ríkissjóði. Sam- kvæmt upplýsingum ráðamanna Kópavogsbæjar átti hús þetta að kosta um 650 milljónir króna og rúma sjö þúsund áhorfendur. Hús þetta var talið höfuðskilyrði þess að hægt væri að halda heims- meistarakeppnina hér 1995. Önnur lausn kom ekki til greina. Nýr meirihluti var myndaður í bæjarstjórn Kópa- vogs eftir bæjarstjórnarkosningar vorið 1990. Nú- verandi ráðamenn bæjarins hafa ekki aðeins vefengt kostnaðaráætlun þá sem lá til grundvallar byggingu íþróttahúss þessa, heldur talið sig geta sýnt fram á að hún sé óraunsæ og miður vel unnin. Þess vegna hefur meirihlutinn tekið verkið til gagngerrar end- urskoðunar, sem hefur leitt til þess að rétt þykir að hætta við þessi áform, enda liggur fyrir að ríkissjóð- ur treystist ekki til að auka það framlag sem um hef- ur verið rætt af hans hálfu. Út af fyrir sig þarf ekki að vekja furðu, þótt Hand- knattleikssambandið og eins íþróttafélagið Breiða- blik í Kópavogi sætti sig ekki við þessi málalok. Hugmyndir forráðamanna handknattleiksíþróttar- innar um að taka málið upp á nýjum grundvelli kunna að vera eðlileg viðbrögð. Þar fyrir hafa þeir ekki eignast neina réttmæta kröfu á hendur Kópa- vogsbæ eða ríkissjóði um að halda öllu til streitu í þessu máli. Hvað framgang þessa máls varðar verður vilji og mat forráðamanna bæjarins að ráða og ekki við hæfi að frekari brýningar verði uppi hafðar, svo skýrt sem þeir hafa talað um að þeir vilji að önnur verkefni njóti takmarkaðrar fjárhagsgetu bæjarins. í rauninni snúa sömu rök að ríkisstjórn og fjár- veitingavaldi. Hér er ekki verið að fórna neinum þeim hagsmunum sem brýnni séu en fjöldamargt annað sem niðurskurðarhnífur ríkisvaldsins er lát- inn skerða, þótt um lægri fjárhæðir sé að ræða. Of- boðsýtni í þessu máli mun síst auka líkur fyrir því að hlutur annarrar menningarstarfsemi verði bættur við afgreiðslu fjárlaga. ■■ VÍTT OG breitt I ■ '1 ■■ i Snjallar lausnir Þegar neyðin er stærst er hjálpin naesL segir bjartsýnt máltæki og má til sanns vegar færa á síðustu og bestu tímum. Þegar illa árar fyrir sjö þúsund manna áhorfendahallir og í íjós kemur að mikill meirihluti þeirra, sem komnir eru til vits og ára, kæra sig ekkert um svoleiðis ferlíki á hlaðinu hjá sér, brýst út sú hugljómun að það sé ekkert mál að hýsa úrslitaleik í heimsmeistara- keppni í boltaleik. Bara setja parketgólf í flugskýli og hrófla upp bekkjum fýrir sjö þúsund rassa og öllum skilyrðum þar með fúllnægt og heiðri íslands bjargað. Ekkert mál, segir Hagvirki. Hræ- billegt að setja upp heimsmeista- keppni í óbyggðu risaflugskýli á Keflavíkurflugvelli og svo má nota parketið og setgögnin í íþróttahús á eftir og verður ekkert af mannvirkj- unum einnota. Flugleiðir ætla að byggja skýlið mikla í Kanada og reisa það á Vellin- um og Hagvirkisforstjórinn fer létt með restina, ef marka má viðtöl um hin nýju sjónarmið í landsins sóma, sem Hagvirki og Flugleiðir verða í stakk búin að bjarga í hom á síðustu mínútum. DV færir þessar gleðifréttir í gær og er svo staffírugt að halda fram, að létt verði farið með að hýsa margar handboltahallir í flugskýlinu mikla. Væri athugandi fyrir fótboltaforsp- rakka að bjóða upp á heimsmeist- arakeppni á íslandi í sinni grein og mætti halda hana innanhúss, þegar skýli Flugleiða kemst í gagnið og mun þjóna jöfhum höndum sem íþróttahöli og viðhaldsverkstæði fýrir flugvélar. Manngildi og auðgildi Með lítilsháttar hugarflugi og praktískri útsjónarsemi er oft hægt að leysa hin erfiðustu úrlausnarefni á einfaldan og hagkvæman hátt. Sem annars staðar og endranær bráðvantaði peninga til íþróttaiðk- ana við Eyjafjörð, þegar hugsjóna- ríkum Dalvíkingum datt í hug að láta á það reyna hvílík auðsupp- spretta )ón Baldvin og Bryndís em. Haldið var uppboð til eflingar ey- firskum íþróttum og kom þá í ljós hvílíkt verðmæti er í þeim hjónum. Heimsfrægur hattur utanríkisráð- herrans var sleginn á tugi þúsunda og þóttist sá, sem hreppti, hafa gert afbragðskaup. Að bjóða ráðherra- frúnni upp í dans var boðið upp. Sem vænta mátti var það ekki síðri fengur en hattur Jóns Baldvins og greiddi sá, er hæst bauð, vel fýrir þá unaðsstund að svífa með Bryndísi á fjölum félagsheimilisins. Þama vom gerð hin ágætustu kaup. Einn fékk forláta ráðherrahatt og annar Ijúfar endurminningar um dýrmætan dans, íþróttaiðkendur á Dalvík aura til að byggja upp heil- brigða sál í hraustum líkama og rík- issjóður ekki minna en 25 þúsund krónur í virðisaukaskatt, ef rétt er farið með uppboðstölur. Þá var Framsókn kveðin í kútinn, eða að minnsta kosti það heróp hennar sem varð notadrjúgt í ein- hverri kosningabaráttunni, að manngildið skyldi taka framyfir auðgildi. Formaður Alþýðuflokksins og frú sönnuðu áþreifanlega í Norður- landskjördæmi eystra að auðgildið er manngildinu ekki síðra og fara þessi gildi enda prýðilega saman, að minnsta kosti þegar boðið er í slíkt manndómsfólk og það metið til fjár. Enn margt óselt Óreynt er hvort auðgildi annarra ráðherra og venslafólks þeirra stendur eins hátt og raun varð á fýr- ir norðan. En sjálfsagt er að láta á það reyna. Jón Baldvin á marga flík- ina óselda og Bryndís er glæsilegri en nokkm sinni fýrr og geislar af heilbrigði og þrótti og yrði ekki skotaskuld úr því að dansa fýrir heilu handboltahöllunum ef í það færi. Aðrir ráðherrar gerðu vel að taka Jón Baldvin sér til fýrirmyndar og bjóða upp slitnar ívemflíkur sínar og fleira það sem telja mætti þeim til auðgildis. Dans ráðherrafrúa er auðlind sem ekki er vert að láta ónýtta, og mætti þoka mörgu góðu málefninu áleiðis með uppboðum á ráðherrahjónum þegar fjár er vanL sem er alltaf og alls staðar. Og ekki má gleyma því að ríkissjóð- ur hagnast vemlega af uppboðum, þar sem það, sem er selt, er virðis- aukaskattskylt. En til að dæmin gangi upp, þurfa þeir sem bjóða í auðgildin að vera sæmilega loðnir um lófana eins og þeir í Eyjafirðinum. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.