Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 9. nóvember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason SkrífstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfmi: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsfmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stríðið í Evrópu Senn eru liðnir tveir mánuðir síðan Evrópubanda- lagið útnefndi Carrington lávarð, kunnan breskan stjórnmálamann og um skeið framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem formann friðarnefnd- ar og aðalsáttasemjara í borgarastyrjöldinni í Júgó- slavíu. Ýmsir gerðu sér vonir um að meðalganga Evrópu- bandalagsins undir forystu reynds samningamanns yrði til þess að finna mætti friðsamlega lausn á deilumálum þeim, sem eru undirrót borgarastyrj- aldarinnar. Aðrir urðu strax til þess að efast um að friðarnefnd þessi fengi miklu áorkað, enda hafði þá þegar verið rekinn sterkur áróður fyrir því að stór- veldi Evrópu (í nafni Evrópubandalagsins) sendu fjölmennan her inn í Júgóslavíu til þess að skakka leikinn. Aðrir töldu að Sameinuðu þjóðirnar ættu að láta til sín taka með hernaðaríhlutun af sama tagi og í Persaflóadeilunni fyrr á árinu. Uppi voru hug- myndir um að beita yrði hafnbanni og efnahags- þvingunum og ættu slíkar hernaðaraðgerðir þá að koma í hlut Sameinuðu þjóðanna með Bandaríkin og Sovétríkin að baki og að sjálfsögðu einhuga sam- stöðu Evrópubandalagsins. 'fölið um hernaðaríhlutun af hálfu Sameinuðu þjóðanna eða Evrópubandalagsins naut lítils stuðn- ings æðstu ráðamanna í þeim ríkjum, sem ætlast var til að kæmu þarna við sögu. Hins vegar skorti ekki á að blöð í Evrópu og Ameríku krefðust þess í ritstjórnargreinum að borgarastyrjöld þessi yrði stöðvuð með utanaðkomandi hervaldi. En slíkar brýningar á hernaðarstórveldin, einkum Evrópu- bandalagsríkin, hafa ekki orðið áhrifamiklar. Evr- ópustórveldin eru, þrátt fyrir allt, hræddari við að blanda sér í borgarastyrjaldir og þjóðernisátök með hervaldi, en að liggja undir ómennskuorði Evrópu- fíkla, að vera einskis megnug um að stöðva blóðug stríð á meginlandi Evrópu. Svo vikið sé að friðarumleitunum Evrópubanda- lagsins undir stjórn hins breska lávarðar í hartnær tvo mánuði, er ástand mála í Júgóslavíu síst betra en það var, þegar meðalganga þess hófst. Hið sanna er að styrjöldin hefur magnast með hverri vikunni sem liðið hefur. Eitthvað vantar á að friðarnefndin hafi raunhæfar forsendur til að ná fram sáttum. Slíkt árangursleysi er varla friðarnefndinni eða Lord Carrington að kenna, að öðru leyti en því að sáttamennimir gera sér sennilega jafnlitla grein fyr- ir flækjum Balkanstjórnmála eins og flestir ættu að vera menn til að játa á sig, þótt of margir verði til þess að látast vita meira en þeir gera og veifi patent- lausnum sem í raun eru byggðar á skilningsleysi. Eitt stendur að vísu upp úr: Sambandsríkið Júgó- slavía á sér enga framtíð. Evrópubandalaginu væri nær að aðstoða við að gera upp hið pólitíska og efna- hagslega samyrkjubú sem engan grundvöll hefur lengur, heldur en að gera það að metnaðarmáli að viðhalda því með nýrri stjórnarskrá. En umfram allt ætti Evrópubandalagið, ef það ætlar að ná árangri í friðarumleitunum, að bíða þangað til það hefur eignast trúnað beggja (eða ,,allra“) deiluaðila í þess- ari styrjöld á meginlandi Evrópu. VlNNUVIKA Alþingis hófst að þessu sinni með umræðum um byggðamál, þar sem forsæt- isráðherra landsins upplýsti að byggðastefnan hefði brugðist. Útmálaði hann getuleysi fráfar- andi rfkisstjómar svo stórum orðum, að flokksmönnum hans að austan og vestan þótti nóg um. Svartagallsraus Á sömu mínútunum sem for- sætisráðherra fer með svarta- gallsraus á Alþingi lætur einhver Landsbankamaðurinn það boð út ganga að bankinn geti ekki staðið í því að lána fyrirtækjum í sjávarútvegi, sem lifi upp á von og óvon í aflasamdrætti, sem fiskifræðingar láta ganga yfir þjóðina að bankanum forn- spurðum. Þá er ekki að spyrja að gamla söngnum um að skólakerfið sé ónýtt og að hruni komið. Mega annars undur heita að það skuli enn hanga uppi eins og rækilega er búið að sýna fram á eymd þess í öllum greinum. Á annan kant- inn er útmálaður lélegur aðbún- aður að kennurum og nemend- um, þ.á m. landsfrægur skortur á námsgögnum, að ógleymdum afleitum launakjörum. Á hinn veginn eru svo þær ávirðingar sem atvinnurekendum og öðr- um góðborgurum blöskrar mest, s.s. lélegur námsárangur, tilgangsleysi og óhagkvæmni námsins, svo ekki sé minnst á þann efalausa stórasannleik, að íslenskir skólar séu verstu skólar í heimi „í engum tengslum við atvinnulífið", eins og það er orð- að. Ekki tekur að nefna voðann sem stafar af Lánasjóði íslenskra námsmanna. En sá kvað vera ekki smálítill eða framferði námsmanna í peningamálum yf- irleitt. Karlinn á kassanum Það, sem hér hefur verið sagt, er örstutt og ófullkomin lýsing á þeim brag sem er á talsmáta þeirra sem helst móta umræður um þjóðmál á íslandi og batnar ekki því meira sem bergmál öfg- anna er magnað í fjölmiðlum. Kannske er til of mikils mælst að raddmiklir ofstopar íslenskra ræðustóla hætti að brýna raust- ina með hrellingum sínum og nauðhyggju. En er ekki einhver von til þess að fjölmiðlarnir skrúfi niður í þessum körlum á kössunum og hávaðasömum tal- kórum, sem eru að reikna ís- Iensku þjóðina langleiðina til helvítis, en sjá það henni helst til bjargar að afsala efnahagslegu sjálfstæði á stundinni og fórna pólitísku fullveldi því meir sem hálfraraldarafmæli lýðveldisins nálgast, og hafa lokið því verki áður en ný öld gengur í garð? En svo ekki sé alveg sleppt þeirri miklu hugsjón ráðamanna þjóðarinnar að ganga í enn eitt efnahagsbandalagið til að bjarga efnalegri afkomu þjóðarinnar, væri í því samhengi gagnlegt að gera heiðarlega úttekt á efna- hagsstöðu íslensks þjóðfélags og bera saman við önnur lönd. Ekki væri síður nytsamt að átta sig á afkomu og afkomuskilyrðum á íslandi að því er tekur til Iaun- þega og neytenda, hins almenna framfleytanda fjölskyldu og heimilis og stilla því upp við hliðina á afkomu fólks í öðrum löndum. Fylgt gæti slíkum þjóð- félagslegum samanburði að kanna andlegt og veraldlegt frelsi og athafnarými einstak- linga, félagslegt öryggi og möguleika alþýðu manna til menntunar og þess að njóta af- þreyingar- og menningarþjón- ustu, að ekki sé minnst á það olnbogarými sem landið sjálft býður í víðáttu sinni og hrein- leika. Fábreytni eða fjölbreytni? Eitt af eftirlætisáhugamálum þeirra, sem mest láta að sér kveða í umræðu um atvinnu- og efnahagsmál, er að láta það ás- annast, að íslenskt atvinnulíf hjakki sífellt í sama fari um ein- hæfni og fábreytni. Þótt allir geti tekið undir það að íslendingar verði að stefna að því að hafa at- vinnulífið sem fjölbreyttast, verður samt að gera þá kröfu til þeirra, sem um atvinnumál fjalla, að þeir viti að íslenskt at- vinnulíf hefur jafnt og þétt um áratugi stefnt í átt til fjölbreytni. Hvað það snertir er svo sem eng- inn höfuðmunur á íslensku þjóðfélagi og öðrum iðnaðar- og borgarasamfélögum í þróuðum löndum. Ef einhver munur er á þjóðfé- lögum í þessu tilfelli þykjast menn sjá hann í því að ísland sé háð sjávarútvegi sem grundvall- aratvinnuvegi og fara þá að leggja út af þeirri staðreynd á villandi forsendum um þjóðfé- lagsgerðina og þróunarmögu- leika í atvinnu- og efnahagsmál- um. Það er auðvitað rétt að ís- land er háð sjávarafla fram yfir öll önnur velmegunarlönd. Það stafar einfaldlega af því að sjór- inn við ísland er að náttúrufari óvenjustórt og gróskumikið líf- ríki, sem íslendingar kunna að nota og hagnýta sér á lífvænan hátt, þ.e. án rányrkju. Nú er það hverju orði sannara að lífríki ís- lenskra hafa er háð nýtingar- mörkum, sem nauðsynlegt er að taka tillit til í efnahagsþróun og atvinnuuppbyggingu. íslending- ar hljóta að kannast við það að sjósókn á sér ekki óendanlega vaxtarmöguleika. Slík hugsun hvarflar reyndar ekki að neinum skynsömum manni. Þar íyrir er ekkert í sjónmáli sem leyst getur sjávarútveginn af hólmi sem grundvallaratvinnuveg á íslandi. Þess vegna verða íslendingar að treysta á hann, en gera þó ekki meiri kröfur til hans en hann er fær um að veita. En hvað er það þá sem sjávarút- vegurinn veitir íslendingum? Vel má vera — og reyndar víst — að sjávarútvegurinn byggist á líf- rænni auðlind, sem er viðkvæm fyrir umhverfisskilyrðum og ágangi manna. í sjálfti sér er það ekkert sérkenni á íslenskum náttúruauðlindum að vera í hættu fyrir ágangi ofnýtingar og utanaðkomandi eyðingaráhrif- um af öðrum sökum. Eins og nú er komið framleiðslu- og lifnað- arháttum hins ráðandi hluta mannkynsins, eru auðlindir jarðar, dauðar og lifandi, í út- rýmingarhættu. Þetta á við um alla skapaða hluti, hvort sem það eru olíulindir eða aðrar elds- neytisnámur, gróðurþekjan, grunnvatnið, hitabeltisskógar, ámar, stöðuvötnin, fiskislóðir í lífmestu höfum heimsins, sem áður voru, eins og Norðursjór- inn og fiskibankarnir miklu undan Atlantshafsströnd Norð- ur-Ameríku. Atvinnuskipting En vitneskjan um þessa foreyð- ingu auðlinda og lífríkis jarðar ætti að vera íslendingum viðvör- un um að gæta sinna eigin auð- linda og gera sér skynsamlega grein fyrir mikilvægi íieirra fyrir tilveru þjóðarinnar. I þessu til- felli erum við að ræða um auð- lindir sjávarins og spyrja hvers virði nýting þeirra sé íslensku þjóðinni. Einfaldasta svarið við þeirri spurningu er að benda á þá staðreynd, að sjávarútvegs- greinar eru höfuðstoð útflutn- ings- og gjaldeyrisöflunar og þar með meginundirstaða efnahags- kerfisins. Þessi sannindi hafa hins vegar orðið kveikja þeirrar „ofvisku" um efnahagsmál, að starfaskipting í íslensku þjóðfé- lagi sé fábreytt, þjóðfélagsgerðin einhæft veiðimannasamfélag. Þeir, sem þessu halda fram, lifa ekki í nútímanum, svo mikið er víst. Þeir virðast hafa alltak- markaðar hugmyndir um, hvernig atvinnuskipting í land- inu er um þessar mundir og hvernig hún hefur þróast ár af ári, áratug eftir áratug, alla þessa öld og kannske allra mest á síð- ustu árum. í ritinu Hagtölur mánaðarins er dálkur sem gefur upplýsingar um hvernig hlutfallsleg atvinnu- skipting var árið 1989, en til samanburðar sýnt hvernig þessu er farið árið 1974. Þar segir m.a.: 1974 1989 Landbúnaður...................10,5 5,1 Fiskveiðar.....................5,6 5,4 Fiskvinnsla....................7,3 6,4 Iðnaður, annar en fiskiðnaður .14.812,9 Byggingarstarfsemi og reksturveitna.............12,410,7 Verslun, veitinga- og hótelrekstur...............14,0 14,9 Samgöngur......................8,3 6,8 Peningastofnanir og tryggingar 4,7 8,2 Opinber starfsemi............13,517,6 Ýmis þjónusta og önnur starfsemi.............9,0 12,0 100,0 100,0 Borgaralegt samfélag____________ Þetta yfirlit sýnir glögglega að íslenskt atvinnulíf er fjölbreytt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.