Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Laugardagur 9. nóvember 1991
Laugardagur 9. nóvember 1991
Tíminn 25
Matthías Bjarnason, alþingismaður Vestfirðinga og
stjórnarformaður Byggðastofnunar:
Harðlínumenn
hafa of mikil völd
Matthías Bjarnason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum og stjórnarformaður Byggðastofnunar, lýsti því
yfir á Alþingi í vikunni að hann væri algerlega andvígur
stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Jafnframt lýsti
hann því yfir að hann væri ekki aðili að stefnuskrá stjórnar-
innar, Hvítbókinni svokölluðu. Matthías segist hafa orðið
fyrir vonbrigðum með Davíð Oddsson, forsætisráðherra og
segir að stefna hans í byggðamálum og fleiri málum sé ekki
sú sama og hann boðaði fyrir kosningar.
Matthías var fyrst spurður út í starf
Byggðastofnunar.
„Starf Byggðastofnunar er mjög fjöl-
þætt. Byggðastofnun hefur orðið að taka
á vanda hinna ýmsu fyrirtækja í útflutn-
ingi. Sá vandi hefur verið mikill og hefur
staðið í allmörg ár. Starfsemin hefur
einnig gengið út á að reyna að styðja við
nýjar greinar og við ný fýrirtæki. Sumt
hefur gengið vel, en annað verr, eins og
gengur. Nú í seinni tíð hefur mikið starf
farið í að stuðla að sameiningu fyrir-
tækja. Mjög víða er hentugra að eining-
arnar séu stærri, en þó er það ekki í öll-
um tilfellum rétta leiðin tii að renna
traustari stoðum undir íslenskt atvinnu-
lff.
Það, sem hefur fyrst og fremst brugðist,
eru stjórnvöld, og þar með Alþingi sem
ég á sæti á. Framlög til Byggðastofnunar
hafa farið hríðlækkandi. Á árunum
1974-1978 var árlegt framlag til stofn-
unarinnar yfir einn milljarður króna á
verðlagi dagsins í dag. í fjárlagafrum-
varpinu er framlagið 200 milljónir. Þetta
er skýrasta dæmið um það hvernig
stjórnvöld hafa brugðist Byggðastofnun.
Byggðastofnun hefur átt því láni að
fagna að eiga marga góða starfsmenn
sem hafa unnið gott starf. Þetta umrót
sem nú er orðið, vegna ummæla forsæt-
isráðherra, hefur orðið til þess að sumir
starfsmenn Byggðastofnunar eru farnir
að huga að öðru tryggara starfi. Áhyggj-
ur starfsmanna stafa ekki eingöngu af
því að það er verið að tala um að flytja
stofnunina til Akureyrar, heldur ekki
síður vegna þess að það er verið að tala
um að gera stofnunina að ekki neinu.“
Hvað verður um Byggðastofnun ef sú
reglugerð, sem forsætisráðherra er með
í smíðum, nær fram að ganga?
„Þessi reglugerðardrög eru ekki í sam-
ræmi við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur fylgt. Það hefur verið venja í
flokkum að fela mönnum, sem þekkja til
hlutanna, að vinna svona vinnu, eða
a.m.k. hafa þá með í ráðum. Ég fullyrði
að þessi drög hafa verið unnin af fólki,
sem hefur ekki komið nálægt byggða-
málum eða hefur nokkra þekkingu á
þeim. Ég tel fráleitt að þau verði sam-
þykkt í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Veröi þau samþykkt, verður Byggða-
stofnun gagnslaus og má þess vegna
flytja hana til Akureyrar eða á Hveravelli
fyrir mér.“
Sjálfstæðisflokkurinn mót-
aði þá byggðastefnu sem
fylgt hefur verið
Á Sjálfstæðisflokkurinn ekki stóran þátt
í að móta og framfylgja þeirri byggða-
stefnu, sem fylgt hefur verið síðustu ár?
„Jú, svo sannarlega á Sjálfstæðisflokk-
urinn stóran þátt í því, og vil ég þó alls
ekki gera hlut annarra flokka lítinn.
Hæstu framlög til byggðamála voru á
þeim árum þegar Sjálfstæðisflokkurinn
fór með stjórnarforystu í ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar. Ég taldi Geir allt-
af vera mikinn Reykvíking, enda var
hann fyrrverandi borgarstjóri. Hann
sýndi alveg einstakan skilning á málefn-
um landsbyggðarinnar í þeirri ríkis-
stjórn, sem hann veitti forystu."
Lítur þú þá svo á að Sjálfstœðisflokk-
urinn hafi breytt um stefnu?
„Nei, það get ég ekki gert. Ég veit ekki
til þess að það hafi farið fram nein
stefnumörkun í Sjálfstæðisflokknum
um breytta stefnu í byggðamálum. Hins
vegar koma yfirlýsingar forsætisráð-
herra yfir mann eins og köld vatnsgusa."
Ríkisvaldið verður að hjálpa
fyrirtælqunum
Hvemig lýsir þú byggðastefnu ríkis-
stjómarinnar?
„Ég á bágt með að lýsa henni og verð
bara að vísa í þessa svokölluðu Hvítbók.
Miðað við yfirlýsingar forsætisráðherra,
og nú síðast drög að reglugerð um
Byggðastofnun sem hann hefur kynnt,
fer ég að halda að þessi ríkisstjórn ætli
ekkert að gera í byggðamálum. Þessar
sífelldu yfirlýsingar um að fyrirtækin
eigi að leysa sinn vanda sjálf eða fara
bara á hausinn, eru alls ekki í takt við líf-
ið og tilveruna.
Ríkisvaldið raunverulega skammtar
sjávarútvegsfyrirtækjunum tekjur. Ég
veit ekki betur en að ríkisvaldið segi
þessum fyrirtækjum hvað bátar megi
veiða mikið af fiski. Ríkisvaldið ákveður
skráningu gengis krónunnar. Það má því
segja að tekjurnar séu skammtaðar af
ríkinu. Þegar samdráttur verður, eins og
verið hefur og heldur áfram enn, þá
hriktir í stoðum atvinnulífs í sjávarút-
vegi. Sjávarútvegurinn er burðarásinn í
atvinnulífi bæjarfélaga hringinn í kring-
um landið. Þess vegna segi ég að þetta
gengur ekki upp. Hvernig í ósköpunum
geta þessir menn leyft sér að tala þannig
að stjórnvöld séu bara alveg frí og frjáls
af því sem gerist í atvinnulífi lands-
manna?
Á sama tíma líta þessir menn til Efna-
hagsbandalagsins og evrópska efnahags-
svæðisins. Sumir hverjir eru þegar byrj-
aðir að huga að inngöngu í EB. Hvað er
að gerast í EB? Það er ekki til það banda-
lag í veröldinni sem gerir eins mikið af
því að styrkja sitt atvinnulíf eins EB.“
Telur þú þá að ríkisvaldið hafí. skyldur
viðþessi fyrirtæki?
„Ég tel það, en fyrst og fremst hefur það
skyldur við byggðarlögin og fólkið í
landinu. Menn tala núna um að fiski-
miðin séu sameign þjóðarinnar. Þetta er
ekki sameign þjóðarinnar í reynd. Hver
á mestan hlut í fiskimiðunum? Það
hljóta að vera fiskimennirnir og útgerð-
irnar á hverjum tíma, þeir sem hafa lagt
lífsstarf sitt í þessa atvinnugrein. Ég tel
að sjómaður, sem hefur stundað sjóinn
frá blautu barnsbeini, eigi mikið meira í
fiskimiðunum heldur en einhver emb-
ættismaður í Háskólanum eða Seðla-
bankanum."
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einn í
ríkisstjóm. Telur þú að Alþýðufíokkur-
inn eigi einhvem þátt í þeirri nýju
byggðastefnu sem ríkisstjómin virðist
fylgja?
„Ég var ekki fluga á vegg í Viðeyjarstofu
þegar þessi ríkisstjórn varð til. Ég þekki
hins vegar vel til þeirra, sem eru í for-
ystu Alþýðuflokksins. Það fer merkilega
lítið fyrir áherslu á byggðamál hjá
tveimur helstu forystumönnum hans,
sem þó koma úr vestfirskri byggð. Annar
þeirra lét sem hann væri óskaplega mik-
ill byggðamaður meðan hann var skóla-
meistari á ísafirði. En við skulum vona
að Eyjólfur hressist."
Þingflokkurinn ekki haföur
með í ráðum
Það vakti mikla athygli þegar þú lýstir
þvt' yfír á þingi að þú værir algerlega
óbundinn af Hvítbókinni. Var á ein-
hvem hátt staðið óeðlilega að samn-
ingu hennar?
„Ef ríkisstjórnin ætlar að hafa þetta
sem sína biblíu, þá er mér sama hvað
hún gefur út. Á bak við hverja ríkisstjórn
þarf hins vegar að vera þingmeirihluti.
Allan þann tíma, sem ég hef verið í Sjálf-
stæðisflokknum, hafa ráðherrar gætt
þess að hafa mjög náið samband og sam-
starf við þingmenn. Ég var ráðherra í
átta ár og þurfti oft að leggja á mig vinnu
við að fá þingmenn á mitt band þegar ég
vildi ná fram málum sem ég hafði áhuga
á.
Ég tel að við samningu þessarar bókar
hefði átt að gæta þess að styrkja betur
samband þingflokks og ríkisstjórnar.
Það var ekki gert. Það var komið með
skapnaðinn og hann lagður fyrir þing-
menn. Margir gerðu athugasemdir, en
sáralítið tillit var tekið til þeirra. Ég lít
einfaldlega á þetta sem heimavinnu
ákveðinna ráðherra. Það er margt fallegt
í þessari hvítu bók. Það er fleira bjart yf-
ir henni heldur en liturinn á kápu henn-
ar. Höfuðatriðið er hvernig þetta verður
efnt.“
Andvígur yfírlýsingum ráð-
herra um kjaramál
Gerirþú athugasemdir við fíeiri efnisat-
riði í bókinni en byggðamál?
„Já, ég geri athugasemdir við mörg efn-
isatriði. Ég er t.d. ekki sammála þessum
yfirlýsingum, sem búið er að gefa í kjara-
málum. Ég get vel verið sammála ríkis-
stjórninni í því að ekki sé hægt að hækka
launin, eins og aðstæðum er háttað í
efnahagsmálum þjóðarinnar. En það er
alveg útilokað að segja í framhaldi af því
að það eigi að svipta fólk réttindum, sem
það hefur haft áratugum saman. Það
getur heldur ekki gengið að ríkisvaldið,
sveitarfélögin og ýmsir aðrir séu alltaf að
hækka umfram það sem fólkið fær í
hækkuðu kaupi.
Ég tel einnig að æðsta stjórnvald í
þessu landi hafi ekki sýnt neina fyrir-
mynd í fjármálum. Ráðherrar í fyrri
stjórn gerðu mikið af því að ferðast til
útlanda og ýmsir gagnrýndu það. En það
hefur svo sannarlega ekki dregið úr
þeim ferðalögum með nýjum ráðherr-
um. Stór hluti Alþingis, alþingismenn
og ráðherrar, hefur verið á ferðalögum
heimsálfanna á milli í allt haust. Ráð-
herrar hefðu nú líka mátt bíða með bíla-
kaup, nú þegar verið er að skera niður
og krefjast þess af almenningi að hann
herði sultarólina. Ég sé ekki að ráðu-
neytin gangi á undan með góðu for-
dæmi. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
aukast útgjöld ráðuneytanna mjög mik-
ið. Sumir aðilar virðast vaða í pening-
um, a.m.k. er ekki reynt að stemma
stigu við útgjöldum Seðlabankans svo
dæmi sé tekið."
Davíð talaði ekki svona um
byggðamál fyrir kosningar
Nú tala menn, í fullri alvöru að því er
manni virðist, um að leggja afbyggð á
sumum svæðum. Hver er framtíð
byggðar á Vestfjörðum?
„Það er til fólk sem þannig hugsar. Það
er yfirleitt fólk sem leggur ekki niður
fyrir sér hlutina. Á Vestfjörðum hefur
verið byggð og mannlíf jafn lengi og
þetta land hefur verið byggt. Vestfirðir
liggja við einhver gjöfulustu þorskveiði-
mið landsins. Stjórnvöld hafa með
stjórnvaldsaðgerðum skert afkomu-
möguleika þessa fólks, sem liflr svo til
eingöngu á fiskveiðum og fiskvinnslu.
Þjónustuhlutverkið er þar í lágmarki, öf-
ugt við það sem er á höfuðborgarsvæð-
inu. Það eru takmörk fyrir því hvað þjón-
ustan getur tekið við miklu.
Atvinnuhorfur eru ískyggilegar núna.
Ég kenni rfkisstjórninni ekki um það.
Sumt af því er óviðráðanlegur hlutur sem
við sjálfstæðismenn sáum fyrir, löngu
fyrir kosningar. Þá sögðu aðrir að bjart
væri framundan og lugu viljandi að þjóð-
inni. Þá sögðum við: „Treystið okkur, við
skulum gera okkar besta til að laga at-
vinnuástandið." Við boðuðum ekki sam-
drátt í félagslegu tilliti. Það boðaði eng-
inn okkar að við myndum vinna gegn
byggðamálum, eins og sumir harðlínu-
menn gera í dag. Það er ákveðinn harð-
línuflokkur innan Sjálfstæðisflokksins
sem hefur náð alltof miklum völdum. En
Tímamynd Árni Bjarna
harðlínumenn í heiminum hafa verið á
hröðu undanhaldi. Harðlínumenn verða
að skilja að í lýðfrjálsu þingræðislandi,
eins og íslandi, kemur að kosningum og
ég hef enga trú á því að harðlínumenn
eigi fylgi meðal landsmanna."
Vantreysti Davíð
Telur þá að sjálfstæðismenn séu að
svíkja það sem þeir sögðu í kosningabar-
áttunni?
„Ég tel mig ekki vera í þeim hópi. Marg-
ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins óttast
hve harkalega er talað um byggða- og at-
vinnumál í þessu landi.“
Það hefur vakið athygli hve hart þú
gagnrýnir Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, og það mátti jafnvel skilja um-
mæli, sem þú lést falla um byggðamál á
Alþingi, að reynsluleysi hans í landsmál-
um valdi honum erfíðleikum. Vantreyst-
irþú honum íþví hlutverki sem hann er
í í dag?
„Það geri ég, eftir það sem á undan er
gengið. Ég gerði það ekki áður. Mér
fannst Davíð koma vel fram fyrir kosn-
ingar. Hann talaði skynsamlega um sjáv-
arútvegsmál. Hann talaði vinsamlega um
byggðamál. Það kann að vera að hann sé
nú kominn í slæman félagsskap. Það er
oft þannig að slæmur félagsskapur getur
spillt hinum bestu mönnum. Þegar um
greinda menn er að ræða, ná þeir sér oft-
ast nær upp úr honum aftur.“
Sjálfstæðisflokkurinn á
áfram að vera víðsýnn um-
bótaflokkur
Heldur þú að það geti verið að það hafí
orðið einhverjar breytingar á Sjálfstæð-
isfíokknum samhliða kynslóðaskiptum í
forystu hans?
„Kynslóðaskipti eiga sér auðvitað alltaf
stað. Menn koma og fara. Menn aðlagast
því sem verið hefur, en jafnframt eru
menn alltaf að endurskoða stefnu og við-
horf. Ég hef trú á því að meginþorri af
stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins vilji
gera breytingar á ýmsu. Ég vil gera marg-
ar breytingar á mörgu í okkar þjóðfélagi.
Ég er að ýmsu leyti róttækari núna en ég
var þegar ég var yngri. En ég vil ekki gera
neinar breytingar á grundvallarstefnu
Sjálfstæðisflokksins. Hann á áfram að
vera víðsýnn umbótaflokkur, þar sem ein-
staklingsfrelsið er haft í hávegum, en
ekki á þann veg að einhverjir forréttinda-
hópar eigi að fá að lifa og starfa á kostnað
hinna. Dugnaður einstaklingsins, fram-
sýni, atorka og skyldurækni á að vera í
heiðri höfð. Þessum grundvallarsjónar-
miðum má flokkurinn aldrei breyta."
Forsætisráðherra tókst að
særa mig
Styður þú ríkisstjómina?
„Ég styð hana til góðra verka. Hins veg-
ar hef ég í lífi mfnu og starfi reynt eftir
fremsta megni að vera hreinskilinn og
heiðarlegur. Núverandi forsætisráðherra
tókst ágætlega að særa mig daginn fyrir
sjötugsafmælið mitt. Hann talaði um
sukk í Byggðastofnun. Ég hef ekki fengið
að heyra slík ummæli frá pólitískum and-
stæðingum mínum. Nú hefur hann end-
urtekið þetta á Alþingi. Þetta hefur ekki
fært mig nær honum.
Ég hef átt ágæt samtöl við forsætisráð-
herra um hlutina og hann tekið þeim vel.
Svo er bara er snúist algerlega öndvert
gegn því sem sagt er. Ég tel mig ekkert
einangraðan í þessu máli. Það er fjöldi
fólks, ekki síst úr Sjálfstæðisflokknum,
sem hefur sagt við mig: „Það er gott að
það sé tekin upp andstaða við þessa
stefnu. Við skiljum ekki stefnu stjórnar-
innar í byggðamálum. Þetta er ekki sú
stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
fylgt. Hjól atvinnulífsins eru víða að
stöðvast og stjórnvöld gera ekki neitt.“ Ef
þessi barátta mín á að kosta mig einhverja
einangrun í Sjálfstæðisflokknum, þá mun
ég taka því. Eg hef hins vegar ekki orðið
var við að ég sé einangraður. Það eru t.d.
margir sammála mér í þingflokknum.“
Þú ert búinn að sitja á þingi í nærri 30
ár og verið ráðherra í átta ár. Finnst þér
ekki miður að enda stjómmálaferil þinn
á þann hátt að berjast gegn forystu þíns
eigin fíokks?
„Vitaskuld fínnst mér það miður. En ég
myndi aldrei fyrirgefa sjálfúm mér, ef ég
snérist ekki til varnar. Það var ekki ég sem
hóf árás.“ Egill Ólafsson