Tíminn - 09.11.1991, Side 7
Laugardagur 9. nóvember 1991
Tíminn 7
en ekki einhæft. Á íslandi er nú
þegar viðtekið borgaralegt iðn-
aðarsamfélag, sem aðeins er að
því leyti sérstakt, að sjávarút-
vegur er aðalútflutningsgrein-
in. Sú staðreynd gefur hins veg-
ar ekki tilefni til að kalla þjóðfé-
lagið veiðimannasamfélag í
eins konar niðrandi merkingu.
Hitt væri nær að menn reyndu
að skilja þær hagsögulegu og
náttúrulegu staðreyndir sem
hér liggja að baki, í stað þess að
lifa í óskaheimi um að þjóðfé-
lagið ætti að byggjast á ein-
hverju öðru en það gerir, að því
er varðar sjávarútveginn. Þar
með er ekki verið að ganga
framhjá þeirri nauðsyn að
renna fleiri stoðum undir út-
flutningsframleiðslu og fjölga
gjaldeyrisskapandi atvinnu-
greinum. Sú nauðsyn er jafn-
brýn eftir sem áður.
En eins og það er misskilning-
ur að íslenskt atvinnulíf sé
átakanlega fábreytt og samfé-
lagið veiðimannaþjóðfélag í
gerð sinni, þá væri á það lítandi
hvernig efnahag íslendinga er
komið miðað við aðrar vest-
rænar þjóðir. Ætli það sé rétt að
íslendingar séu á tækni- og
efnahagsstigi veiðimannasam-
félags eða annarra frumstæðra
þjóðfélaga sem byggjast á því að
hafa (laklega) til hnífs og skeið-
ar af einhverju smákroppi af
jörð eða úr sjó? Slíkt er fráleitt
með öllu. íslendingar eru þvert
á móti í hópi þeirra velmegun-
arþjóða þar sem lífskjör eru
hvað best, framleiðsluverðmæti
á hvert mannshöfuð einna
mest, frelsi og mannréttindi í
heiðri höfð og lifnaðarhættirnir
bera velmeguninni og frelsinu
vitni. Á þetta er þó ekki bent til
að halda því fram að hvergi sé
örðu eða hnútu að finna á fram-
leiðsluskipulagi eða meðferð
fjármuna eða því sem snýr að
tekjuskiptingu, fjárhagsafkomu
einstaklinga og fjölskyldna eða
félagslegum vanda af ýmsu tagi.
En jafnvel þótt leitast væri við
að bera saman það sem áfátt er í
þessum efnum, myndi það ekki
leiða til annars en að vandamál-
in eigi sér samsvörun í öðrum
velmegunarþjóðfélögum.
Reyndar gæti komið í ljós að í
mörgu væri velmegunarvandi
íslendinga minni en annarra
þjóða og efnahagslegur vandi
síður en svo meiri. En reytings-
legur samanburður í þessum
efnum svarar ekki alltaf kostn-
aði, enda iðulega gerður í vafa-
sömum tilgangi.
Hagsveiflur
Enginn neitar því að íslenskur
sjávarútvegur hefur jafnan ver-
ið sveiflukenndur svo að valdið
hefur alvarlegri röskun á af-
komu fyrirtækja í þeirri grein.
Þá hefur það þeim mun betur
sannast hversu hagur annarra
atvinnugreina er háður afkomu
útflutningsfyrirtækjanna. Hag-
sveiflur á íslandi eiga undan-
tekningarlítið rót sína að rekja
til samdráttar í sjávarútvegi.
Hagvöxturinn stafar þá ekki
síður af velgengni í sjávarútvegi
og frá honum kominn aflvaki
framfara og góðrar heildaraf-
komu þjóðarbúsins með bætt-
um lífskjörum almennings.
Hins vegar má færa að því rök,
að íslendingar hafi ekki náð
tökum á neins konar sjálfvirku
kerfi til þess að mæta slíkum af-
komusveiflum í sjávarútvegi. í
því efni hefur verið seilst til
ráða sem tiltæk voru og óneit-
anlega grundvölluðust á opin-
berri íhlutunarsemi af ýmsu
tagi og mega þess vegna kallast
tímabundnar lausnir, en verða
ekki endilega slæmar fyrir þá
sök eina. Þvert á móti hafa slík-
ar aðgerðir oft borið þann ár-
angur sem þeim var ætlað, og
má þar nefna þá endurreisn út-
flutningsfyrirtækja sem ráðist
var í haustið 1988 og var m.a.
undirstaða þess að hægt var að
gera skynsamlega kjarasamn-
inga til tiltölulega langs tíma
snemma árs 1990.
En í sambandi við viðkvæmni
íslensks sjávarútvegs gagnvart
hagsveiflum og samdráttartil-
efnum, er orkufrekur iðnaður
einnig þessu marki brenndun.
Miklu hefur verið kostað til að
fá útlendinga til að reisa ál-
bræðslu á íslandi og jafnvel
gengið út frá því hjá ýmsum að
þar hefðu íslendingar allt í
hendi sér. Fjarri fer því að slík-
ar vonir séu á rökum reistar,
eins og saga síðustu ára sannar.
Reynslan sýnir að örðugra er að
fá slíku máli komið í höfn en
látið hefur verið í veðri vaka.
Stóriðjan er háð markaðssveifl-
um, sem sjálfir auðhringarnir
ráða ekki við og verða að taka
tillit til. Þess vegna er jafnóvíst
um lok álverssamninga iðnað-
arráðherra á þessu hausti eins
og í fyrrahaust og hafði málið
þá dregist á langinn mánuðum
saman.
í hópi ríkra þjóða
Það kann því að verða nokkur
dráttur á hagvaxtaraukningu á
íslandi fyrir álversframkvæmd-
ir og aukna álframleiðslu.
Þjóðarbúið verður að eiga allt
sitt undir afkomu sjávarútvegs-
ins og annarra atvinnuvega í
landinu enn um sinn. Hagvexti
eru sett takmörk eins og horfur
eru um sjávaraflann framund-
an. Slíkum horfum verður að
mæta eins og tilefni gefst til.
Þjóðin getur ekki búist við
neinum uppgangi í efnahagslíf-
inu. Hins vegar er óþarfi að
vera með stöðugt hrellingstal á
vörunum um að íslenskt efna-
hagslíf sé hætt að bera sjálft sig
uppi og það velferðarkerfi sem
þjóðin býr við.
Ef eitthvað er að marka sam-
anburðartölur um hagstærðir
milli landa, þá segir í heimild,
sem liggur á borðinu fyrir
framan Tímamann, að af sex
ríkjum Fríverslunarsamtaka
Evrópu haldi ísland fyllilega til
jafns við önnur ríki um þjóðar-
framleiðslu á mann árið 1990.
Samkvæmt þessum upplýsing-
um var þjóðarframleiðsla á
mann talin í Bandaríkjadölum
hæst í Sviss 18.660, í Noregi
17.370, á íslandi 16.300, í Sví-
þjóð 16.080, í Finnlandi
15.655, í Austurríki 14.580. Þá
er þjóðarframleiðsla í Evrópu-
bandalagslöndum sögð vera að
meðaltali 14.850 Bandaríkja-
dalir.
Þarna er einnig að finna tölur
um raunvöxt þjóðarframleiðslu
á árunum 1981-1990 (síðasta
áratug), sem sýna að þar er ís-
land að vísu í neðri kantinum
með 2,1% sem er sama tala og
á við um auðsældajrríkið Sviss.
Finnland er efst á þlaði með
3,1% vöxt, Noregur n>eð 3,0%,
Austurríki 2,2% og Svíþjóð
með 1,9% vöxt. Meðalvöxtur
þjóðarframleiðslu í Evrópu-
bandalagslöndum er talinn
2,3% á áratugnum.
Hugsjón íslenskrar
auðstéttar
Þótt þessar framleiðsluvaxtar-
tölur sýni ekki af sjálfum sér
hinn snögga og alvarlega sam-
drátt sem lslendingar hafa orðið
að þola síðustu ár, mætti leggja
út af þeim á annan hátt en þann
einn að ekkert sé á sjávarútveg-
inn að treysta eða það efnahags-
lega sjálfstæði sem íslendingar
hafa tryggt sér innan ramma
fullveldis og pólitísks sjálfstæð-
is. íslendingar hafa enga vissu
fyrir því að innganga í efnahags-
bandalag af gerð evrópska efna-
hagssvæðisins sé þeim vörn
gegn hagsveiflum, sem eiga
rætur í sjávarútvegi. Þeir hafa
heldur ekki tryggingu fyrir því
að aðrar atvinnugreinar vaxi
fyrir það eitt að þjóðin bindist
hagkerfi slíks bandalags. Auð-
lindir íslands verða áfram hinar
sömu, nýtingarmöguleikar
þeirra breytast ekki þjóðarbú-
skapnum í hag við það að afsala
í meira eða minna mæli inn-
lendri efnahagsmálastjórn fyrir
yfirþjóðlegar reglur og stjórn-
tæki. Ef ávinningur er að fyrir-
hugaðri inngöngu í evrópska
efnahagssvæðið, þá felst hann
ekki í því að auðlindir landsins
nýtist þjóðinni almennt til
meiri hagsældar. Hitt kann að
vera að hinni fámennu auðstétt
landsins opnist möguleikar til
að ávaxta fé sitt erlendis með
auðveldari hætti en verið hefúr.
Enda er leikurinn til þess gerð-
ur. íslenska milljónamæringa
munar í það eitt að koma fé sínu
úr landi. Má furðu gegna ef
aumingjaskapur íslenskra
stjórnmála er orðinn slíkur að
meirihluti Alþingis gangi er-
inda slíkra manna þegar á reyn-
ir.