Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. nóvember 1991 Tíminn 31 MINNING Kristmundur Gunnarsson Vík í Mýrdal Fæddur 2. maí 1925 Dáinn 27. október 1991 Ég get ekki tímasett hvenær ég man fyrst eftir Munda. í mínum huga var hann alltaf og verður órjúf- anlegur hluti af Víkinni — Vík í Mýrdal. Mundi var mjög ljúfur mað- ur og yfir honum hvíldi stóísk ró, og ég upplifði það aldrei að sjá hann skipta skapi. Hann fékk þó sinn skerf af þeim erfiðleikum er við öll þurfum að glíma við. Það var mikið áfall þegar fréttist af veikindum Munda, fyrir ekki margt löngu. Það vissu allir í hvað stefndi, en það breytir því ekki að sorgin er mikil og þungbær. Það er erfitt að sætta sig við þegar einhver nákominn er hrifsaður á brott. Eftir er skarð sem ekki verður fyllt. í mínum huga verður Víkin ekki söm. Mundi sá meira en flest fólk. Hann hafði þá gáfu að sjá inn í heim sem flestum okkar er hulinn. Ég minnist bilferðar fyrir um fjórtán árum. Ég var samferða Munda austur í Vík. Hann hafði ekið þessa leið óteljandi sinnum sem bflstjóri fyrir kaupfé- lagið. Alla leiðina sagði Mundi sögur af því sem hann hafði upplifaö og margar þeirra eru greyptar í huga mér. Þrettán ára pollinn var ekki laus við hræðslu þegar komið var austur fyrir Skóga. Þá var Mundi bú- inn að segja sögur af ýmiss konar vættum. Þegar við vorum komnir langleiðina austur undir Pétursey, sagðist Mundi hafa tekið upp marga farþega á sandinum. Ég hváði, enda var eyðilegt um að litast í ljósaskipt- unum. Mundi leit fyrst í baksýnis- spegilinn, því næst á mig og hóf svo frásögn sína. Það hafði gerst nokkr- um árum fyrr að hann ók rútu aust- ur til Víkur. Þegar hann var kominn austur fyrir Skóga, varð honum snöggvast litið í baksýnisspegilinn. Rútan, sem átti að vera tóm, var full af mönnum. Þeir voru allir íklæddir sjóstökkum — þeir voru öskugráir í framan og rennandi blautir — sjó- blautir. Eg mátti vart mæla og spurði Munda: „Hverjir voru þetta?“ Mundi svaraði með þeirri ró sem æt- íð einkenndi hann: „Það skiptir ekki öllu.“ Því nefni ég þetta atvik að viðbrögð Munda voru dæmigerð fyrir hann. Hann hafði æðri skilning og deildi honum með mér og róaði unglings- hjartað, sem var ekki alltaf stórt þegar eitthvað bjátaði á. Mundi og Ebba buðu mér oft aust- ur í Vík að sumarlagi og voru þær vikur mér afskaplega dýrmætar. Þau hjónin höfðu lag á að líta á hlutina með jákvæðu hugarfari og fyrir borgarbarnið, sem sífellt var verið að skipa að passa sig á bflunum, var frelsið ómetanlegt. Ég sé það í dag hversu rík Ebba og Mundi voru í þá daga sem ég var að alast upp. Ekki í þeim skilningi að peningar væru meiri en gerist og gengur. Ríkidæmið fólst í hamingju. Börnin voru mörg og húsið við Vík- urbraut 10 iðaði af lífi. Ég hef saknað Munda um nokkurt skeið. Veikindin lögðust þungt á hann og þó svo allir hafi mátt sjá í hvað stefndi, er alltaf erfitt að kyngja sannleikanum þegar fjölskyldumeð- limur fellur frá. Það, sem ég á erfið- ast með að sætta mig við, er hversu lítil samskipti ég hafði við Munda síðustu mánuðina sem hann átti ólifaða. Manni verður hugsað til baka — Ijúfu minningarnar eru sem betur fer margar og þær standa upp úr. Ég mun alltaf muna eftir Munda sitjandi við eldhúsborðið með kaffi í glasi — tottandi dollarapípuna — segjandi veiðisögur — brosandi út að eyrum. Ég kveð Munda með miklum söknuði en jafnframt þakk- læti, því honum á ég mikið að þakka. Ég votta Ebbu og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð á þessari sorgarstund. Eggert Skúlason Nú er afi minn dáinn. Hver hefði getað trúað því fyrir rúmu hálfú ári að afi ætti eftir að fara frá okkur fljótlega. Þá var það jafntrúlegt að fjöllin hefðu hrunið og að fá þær fréttir að afi væri með sjúkdóm sem erfitt væri að lækna. Afi Mundi, eins og ég kallaði hann alltaf, var mjög góður maður. Hann var mér alltaf innanhandar ef ég átti í erfiðleikum og hann hafði alltaf réttu lausnirnar á málunum. Ég þekkti afa sennilega miklu meira en flest börn þekkja afa sína. Ástæðan fyrir því er sennilega sú að ég bjó hjá afa og ömmu þegar ég var lítil og hef ég alltaf haft annan fótinn fyrir inn- an dyragættina hjá þeim síðan þá. Afi studdi mig í gegnum súrt og sætt og alltaf reyndist hann mér sem besti faðir. Það verður mér t.d. alltaf í fersku minni þegar afi fór með mig í rólegheitunum út á tröppur í Víkinni til þess að láta vindinn blása fýluna úr mér, þetta fannst mér svo sniðugt að ég gat ekki annað en brosað. Ég vil þakka Guði, fyrir hönd allra barnabarnanna, að hafa fengið að eiga svona góðan afa og einnig bið ég hann að styrkja ömmu í sorginni, því það var hún sem missti mest. Krístín Jóna Sigurðardóttir Aldís Bjarnardóttir í dag er gerð frá Selfosskirkju útför ágætrar konu, Aldísar Bjarnardótt- ur, kennara á Grænuvöllum 3 á Sel- fossi. Hún lést í Landspítalanum í Reykjavík 30. október. Þar með lauk langri baráttu og erfiðum sjúk- dómsferli, sem staðið hafði árum saman. Aldís var fædd á Selfossi 7. febrúar 1929. Foreldrar hennar voru Björn Sigurbjarnarson bankagjaldkeri og Anna Eiríksdóttir frá Sandhaugum í Bárðardal. Björn var Þingeyingur. Þau hjón voru með fyrstu íbúum á Selfossi. Útibú Landsbankans er fyrsta stofnun á Selfossi, næst veit- inga- og gististaðnum Tryggvaskála. En fólki fjölgaði ört á krossgötunum við brúna. Þau Björn og Anna voru bæði félagslynd og sinntu samfé- lagsmálum. Björn var lengi í sveit- arstjórn, Anna kirkjuorganisti og bæði störfuðu þau að ýmsum félags- málum þar fyrir utan. Aldís ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún var við nám í héraðsskólanum á Laugarvatni 1944- 46. Hún tók próf frá íþróttakennaraskólanum 1947 og var stundakennari á Selfossi 1947-51. Hún sótti námskeið fyrir íþróttakennara í Svíþjóð 1949. Sund kenndi hún á ýmsum stöðum 1950- 52. Vorið 1953 lauk hún handa- vinnukennaraprófi. Síðan var hún kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1953-55. í Vestmannaeríum kynntist hún mannsefni sínu, Óskari Þór Sigurðs- syni. Þau giftust 28. maí 1955. Þá kom Aldís aftur heim á Selfoss og kenndi þar næstu vetur. Óskar lauk kennari kennaraprófi 1957 og varð kennari á Selfossi það sama ár. Þar hefur heimili þeirra verið síðan. Aldís kenndi stundum á Selfossi, en auk þess við grunnskóla á Stokkseyri og Eyrarbakka. En hér var fleiru að sinna. Þeim Óskari fæddust 6 börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Örn líffræðingur, kenn- ari á Selfossi; Úlfur, skógfræðingur í Reykjavík; Gerður, húsfreyja á Sel- fossi: Hrafn, starfsmaður skógrækt- arinnar á Tumastöðum; Þrúður há- skólanemi og Hreinn stúdent, sem hyggur á háskólanám í skógfræð- um. Þau Aldís og Óskar voru mjög sam- hent hjón. Þau voru bæði ágætis ræktunarmenn, svo sem garðurinn þeirra á Grænuvöllum vottar fagur- lega. Hann var hluti af heimili þeirra og lífsstarfi, en þar er skemmst frá að segja að væri ég spurður hvar ég hefði vitað skemmtilegast og hug- ljúfast heimili, kom hugurinn fljót- lega að Grænuvöllum 3. Þar virtist mér yfir öllu sérstakur þokki, mót- aður af jafnvægi, yfirvegun og far- sælum háttum. Þar var gott að koma og vera. Það liggur í augum uppi, svo aö ekki þarf að nefna, að því fylgir sár söknuður að sjá af slíkri konu, sem Aldís var, rétt liðlega sextugri. Það er fjölskyldu hennar mikill missir. En nokkur huggun má það vera að hún hefur skilað miklu starfi og góðu, þó ævin yrði ekki lengri. Ég veit ekki til að skugga beri á minningu hennar. Börnum sínum hefur hún skilað þeirri arfleifð, sem má vera grund- völlur farsællar ævi og góðrar upp- skeru. „svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. “ Þessum fáu kveðjuorðum finnst mér við hæfi að Ijúka með því að vitna aftur til Einars Benediktsson- ar: „ Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda og Ijós þeirra skín í hjartans hryggð, svo hátt yfir myrkrið kalda. “ Blessuð sé minning Aldísar Bjarn- ardóttur. H.Kr. Sagt er að umhverfið setji mark sitt á manninn. Það er öruggt að svo var með Kristmund Gunnarsson frá Vík í Mýrdal. Kristmundur, eða Mundi eins og hann var ávallt kallaður, lést á heimili sínu 27. október sl. Hann var fæddur og uppalinn austur í Skaftártungu, einni fegurstu sveit landsins. Náttúrufegurðin, sem hann naut í æsku, gaf honum þá bjartsýni sem einkenndi lífssýn hans og störf alla tíð. Innan við tvítugt flutti hann til Vík- ur. í litlu þorpi eins og Vík, þar sem allir þekkjast og allir vita allt um alla, mynda íbúar svona samfélags smátt og smátt stóra fjölskyldu, þar sem hver og einn er tilbúinn til að hlaupa undir bagga með öðrum. Greiðvikni Munda hafði mótast af þessum kringumstæðum, en hann var einstaklega greiðvikinn maður. Það þekkja þeir best, sem til hans leituðu þegar hann var bflstjóri í áætlunarferðum milli Víkur og Reykjavíkur. Þá var hann alltaf boð- inn og búinn til hvaða smáviðvika sem var. En skóli lífsins setti líka mark sitt á Kristmund Gunnarsson. Það var í þeim skóla sem hann öðlaðist vilja- styrk. Það var á þeim styrk sem hann keyrði síðustu daga, vikur og mánuði í harðri baráttu við banvæn- an sjúkdóm. Hann neitaði að horfast í augu við þá staðreynd að sá sjúk- dómur, sem hann var með, var ólæknandi. Hann ætlaði að komast í gegn, líkt og hann fór í gegnum snjóskaflana hvern af öðrum á rút- unni hér áður fyrr með ótrúlegri Iagni og útsjónarsemi. Þegar hugumprúðir samferða- menn að austan kveðja hinsta sinni, leitar hugurinn til baka á vit þeirrar veraldar sem var, þeirra mörgu minninga sem því mætari verða sem árunum fjölgar. Sú ljúfa mynd af Munda, er mætir huganum nú á kveðjustund, þar sem yfirvegun, ró- iegheit og skapfesta með vinhlýju viðmóti koma fyrst fram í hugann. Barnshugurinn er ævinlega opinn og næmur, tekur ýmist fagnandi á móti eða þá hafnar alfarið. Ég minn- ist þess nú þegar ég þá 6 ára gamall fór með Munda austur að Búlandi í Skaftártungu, en þangað var ég að fara í sveit í fyrsta sinn. Ég man að það voru þung spor þegar ég steig upp í bflinn hjá honum og kvaddi foreldra mína. Við vorum tveir einir í bflnum og Mundi skynjaði fljótlega að mér var órótt innanbrjósts. Hann gerði því allt, sem hann gat, til að stytta mér stundir á leiðinni austur. Þegar við vorum komnir langleiðina upp í Skaftártungu, þá stoppaði hann við Kennatáarkvísl og sagðist vera með netstubba undir sætinu og spurði hvort við ættum ekki að kasta honum í ána og reyna að veiða. Ég tók þessari uppástungu hans fagnandi. Þrátt fyrir að hann væri á áætlunarbfl og tímaáætlanir þyrftu að standast, þá gaf hann sér góðan tíma til að veiða og ekki síður til að fá mig til að dreifa huganum. Þetta uppátæki hans veitti mér sál- arró og ég fann hvernig manndóm- ur minn óx og ekki síst þegar ég kom í sveitina og gat lagt fisk á borðið með mér í fyrstu máltíðina. Heilu og höldnu skilaði hann mér í hendurnar á Búlandsfólkinu þar sem ég átti síðan eftir að dvelja í sjö sumur. Eftir að ég fluttist frá Vík, bar fund- um okkar því miður æ sjaldnar sam- an, nema þá í þau skipti sem ég fór austur að heimsækja foreldra mína og voru þá viðtökur allar á einn veg. Sfðast bar fundum okkar saman fyr- ir fáum vikum þegar ég á hraðferð leit inn til hans, en þá var auðséð að hverju dró. Þau eru mörg störfin sem Mundi hefur unnið í gegnum árin; of langt yrði að telja þau öll upp hér, ef tæm- andi skil ætti að gera. Hann var sér- staklega handlaginn og vandvirkur, en hin síðari ár vann hann við tré- smíðar og var einvörðungu sjálf- menntaður á því sviði. En ævistarf hans verður í vitund okkar öðru fremur tengt akstri. í því starfi fylgdi honum farsæld góð, enda handtak hvert alúðarfullt og af aðgát farið. Kristmundur var giftur frænku minni, Hrefnu Sigurbjörgu Hákon- ardóttur, og bjuggu þau allan sinn búskap í Vík. Þeim varð fimm barna auðið: Karólína, fædd 1950; Kristín, fædd 1955; Edda Herborg, fædd 1957; Hákon Jón, fæddur 1959; og Björgvin, fæddur 1964. Hrefna, eða Ebba eins og hún er kölluð, þurfti oft á tíðum vegna vinnu Munda að dvelja ein langdvölum með fimm börnum. Hún veiktist af berklum á unga aldri og hefur verið fötluð síð- an. Lengst af dvaldi faðir hennar á heimili þeirra, en þau bjuggu í þriggja herbergja íbúð með fimm börn og gamlingjann að auki. Og oft á haustin dvöldu hjá þeim um Iengri eða skemmri tíma bændur úr Skaft- ártungu á meðan þeir voru að leggja inn fé sitt í sláturhúsið í Vík. Það var því oft þétt setinn bekkurinn. Það var ekki verið að kvarta, þrátt fyrir þrengsli, eril og fötlun. Því var tekið sem að höndum bar. Yfir heimili þeirra var kærleiks- kyrrð og alúð góðrar gestrisni mætti þeim mörgu sem þangað áttu leið, frændfólki sem vinum. Komið er að kveðjustund. Samleið góð vörðuð minningum mörgum og góðum er þökkuð heilshugar í dag. Við Kristín sendum Ebbu, börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum og aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Foreldr- ar mínir senda alúðarkveðju og þakka kær og dýrmæt kynni. Blessuð sé minning Kristmundar Gunnarssonar. Finnur Ingólfsson Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Valborgar Bentsdóttur fyrrverandi skrifstofustjóra verður gerð frá Langholtskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Menningar- og minningarsjóð kvenna. Silja Sjöfn Eiriksdóttir Edda Völva Eiriksdóttir Friðrik Theodórsson Vésteinn Rúni Eiríksson Harpa Karlsdóttir bamaböm og bamabamaböm Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmæiis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær burfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélrítaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.