Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 10
26 Tíminn
Laugardagur 9. nóvember 1991
íslenskir námsmenn undir
eftirliti Stasi í Leipzig
Deilur eru risnar upp í Þýskalandi meðal vinstri sinnaðra skálda og vísna-
söngvara út af Stasi, leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Þar koma einkum við
sögu tveir þekktir menn og skáldkona, sem hafði mikil kynni af íslenskum
námsmönnum í Austur-Þýskalandi á sínum tíma og bjó hér á landi um skeið.
Wolf Biermann er austur-þýskur vísnasöngvari, sem flúði vestur fyrir múr-
inn. Nú hefur hann borið Sascha Anderson, rithöfund og söngvara, sökum
um að hafa njósnað fyrir Stasi. Þýska vikuritið Der Spiegel skýrir frá því, að
þegar Biermann hefði upplýst þetta hefði hann sagt: „Nú verður allt vitlaust."
SaschaAnderson er vísnasöngvari í Austur-
Berlín og undu menn ekki þessari ákæru.
FAZ og Tágesspiegel skömmuöu Biermann
fyrir „skítkast", „uppljóstrun" og „grátt gam-
an“.
Biermann, sem nú er 54 ára, lét sér fátt um
skammimar finnast. Þeir söngvaramir höfðu
þegar ást við augliti til auglitis í sjónvarps-
þætti, en stjórnandi hans hafði, greinilega að
undirlagi Andersons, hvað eftir annað hvatt
Biermann til að styðja ásakanir sínar með
„staðreyndum". Biermann vísaði hins vegar
alltaf til síðari endurfunda, „fyrir rétti“. Hefur
hann engar sannanir? Hefur hann í léttúð
lagt orðstír starfsbróður í rúst? segir í Der
Spiegel.
Það er Anderson sjálfur sem hefur tilnefnt
vitni sem tekið er mark á fyrir framan sjón-
varpsvélarnar. Það eru rithöfundamir Lutz
Rathenow og Júrgen Fuchs; báðir voru undir
eftirliti Stasi á velmektardögum Austur-þýska
alþýðulýðveldisins og Fuchs sat í níu mánaða
varðhaldi á árunum 1976-77.
Fuchs er sagður eiga fjöldann allan af afrit-
um af þeim skjölum þar sem Biermann segir
álitið að skráningamúmer hins „óopinber-
lega samverkamanns" öryggisþjónustunnar,
Andersons, komi fram.
Viðbótartáknin ,A“ og ártalið „91“ tákna að
sögn Fuchs að Stasi- skjöl Andersons hafi aft-
ur verið skráð af embættismönnum á árinu
1991-Reyndar h fi Anderson haldið áfram að
vinna fyrir Stasi eftir að hann fór frá Austur-
Þýskalandi á árinu 1986 — í Vestur-Berlín.
Austur-Berlínarbúinn og rithöfundurinn,
Lutz Rathenow, heldur því líka fram að ör-
yggislögreglan hafi „stýrt" sviðinu í lista-
mannahópum reglubundið í þeim tilgangi að
„draga þá höfunda sem áhrifalausastir voru
opinberlega frarn" og veikja þannig andófs-
mennina. Að sögn Rathenows, sem vel þekkti
til sviðsins, hefði Anderson leikið „þó nokkuð
stórt hlutverk" í þeim leik.
Berlínska ljóðskáldið Helga M. Novak, 56
ára, reynir að miðla málum milli Biermanns
og Andersons. í opnu bréfi til Wolfs Bier-
mann, Sarah Kirsch og Júrgens Fuchs leggur
hún fram ákæru á sjálfa sig. Bréf Novak
hljóðar svo:
„Og hvað með það — ég var líka einu sinni
njósnari! Jiinsamkeit der weiBen Weste“ á
sem sagt ekki við mig. Eítir Posen/Ungverja-
land (‘56) var ég á móti því. Ekki á móti
kommúnismanum heldur gegn asísku harð-
stjóminni. Ættlaus, háskólanemi komin að
pró/i, í ástarsambandi við íslenskan stúdent
—það var auðvelt að kúga mig. Og ég skrif-
aði undir, í september ‘57. Ég vildi nefnilega
ekki sitja í sjö ár í steininum eins og Erich
Loest, þar sem enginn hefði einu sinni fært
mér sígarettur vegna þess að ég átti enga
fjölskgldu, alls engin skyldmenni. Skömmin
svíður œvilangt, en hún er líka duglegur
kennari. Þið hafið líka einhvem tíma verið í
Flokknum, nákvœmlega eins og ég. Reyndar
leyfði ég mér að ganga úr flokknum, sem þá
(‘57) var bannað, en við vorum öll samsek.
Þið komist aldrei yfir allt það sem ég veit um
fólk, sem við þekkjum vel. Og fyrr vildi ég
láta mér blæða út í pólskum skógi en setjast
í þýskan dómarastól.
Berlín
Helga M Novak"
Helga M. Novak viðurkennir í fýrsta sinn
opinberlega það sem eftirtektarsamir lesend-
ur sjálfsævifrásagnar hennar, „Vogel federlos"
(1982), hefðu þegar getað rennt grun í. Hún
hafði þegar sem nemandi í blaðamennsku í
„Roten Kloster" í Leipzig á árinu 1957, skrif-
lega ráðist í þjónustu Stasí' til að njósna um
erlenda (íslenska) stúdenta.
Með þessu opna bréfi segist hún ekki vilja
biðjast afsökunar. Hún biðji miklu fremur
um skilning, og þá líka Anderson til handa.
„Þær kringumstæður eru til þar sem maður
skrifar undir," segir hún þar. Það komi jafnvel
fyrir heiðarlegasta fólk.
Fram hefúr komið hjá Novak að hún sagði
íslensku námsmönnunum frá því, nokkrum
mánuðum eftir að hún gerði samning sinn
; “ ”
Helga
SaschaAnderson.
við Stasi, að henni hafði verið gert skylt að
fylgjast með þeim.
Það eigi reyndar líka við um Biermann. „Ég
var jú sannfærður kommúnisti. Aðeins ótrú-
leg heppni hefur hlíft mér við því að segja ör-
yggisþjónustunni frá.“
Sascha Anderson vísar aftur á móti slíkri
þátttöku frá sér langar leiðir. Hann hafi „aldr-
ei unnið hjá Stasi“, né heldur látið frá sér fara
mikilvægar upplýsingar og engum valdið
skaða. En því ákafar sem hann verst árásun-
um, því meira verður hann tvísaga, segir í
Der Spiegel.
í Berliner Tagesspiegel viðurkennir Ander-
son: „Við gátum gengið að því sem vísu að
þeir (á vegum öryggisþjónustunnar) vissu
svo gott sem alla hluti, þess vegna steinþögð-
um við ekki um alla hluti."
Anderson segir í viðtali við Der Spiegel að
hann kunni að hafa stundum umgengist „40,
50 manns" í íbúð sinni daglega, og verið „of
kærulaus" varðandi Stasi. Hann hafi verið
uppljóstrari án þess að taka eftir því. Marg-
sinnis í viðtalinu fullyrðir Anderson að hann
hafi „engar meðvitaðar upplýsingar" gefið
Stasi. Ef ekki „meðvitaðar", þá e.t.v. aðrar
upplýsingar? Og þá hverjar, spyr blaðið.
Blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung hef-
ur eftir Anderson að hann hafi „ekki sér vit-
anlega" rætt við Spiegel. En Spiegel fúllyrðir
að hann hafi talað við blaðamenn blaðsins í
næstum eina klukkustund í síma. Honum
hafi líka verið gert ljóst við hvem hann væri
að tala.
„Ekki mér vitanlega", „ekki meðvitað". í
báðum tilfellum notar Anderson kænlegt
orðalag sem virðist gefa í skyn einhverja játn-
ingu á sama tíma og borið er á móti. Óljóst er
hvenær „meðvitundin" var í sambandi og
hvenær ekki í fjölmörgum viðræðum sem
Anderson viðurkennir að hafa átt viö starfs-
menn Stasi.
Annað atriði er líka umdeilt. Anderson seg-
ist hafa komið söngvum Biermanns á fram-
færi. Þess vegna hafi „nýrun veriö lamin í
klessu" í honum í fangelsi. Og nú sé það ein-
mitt þessi sami Biermann sem setji á svið
„dýrslegan bardaga".
En Biermann lýsir því yfir að þetta sé helber
Iygi. Anderson hafi lent í klóm lögreglunnar
af allt öðrum, ósköp hversdagslegum ástæð-
um.
Biermann segir aðalvitni sitt, Fuchs, „ofur-
nákvæman mann sem gæti tungu sinnar" og
starfsmönnum FAZ leist líka þannig á Fuchs
að „hann væri yfir allan grun hafmn". Á
næstu dögum ætlar Futíhs að gera málið op-
inbert og leggja fram skjöl, sem flækja Ander-
son afdráttarlaust í netinu.
Fuchs rakst alls ekki á skjölin varðandi And-
Novak.
erson vegna þess að hann hygðist fletta ofan
af söngvaranum. Hann hefur lengi leitað
bæði gaumgæfilega og af miklu offorsi að
Stasi-skjölum, til að vita hver ljóstraði upp
um einn besta vin hans. Sá vinur var pyntað-
ur til bana í dýflissu Stasi.
Um það leyti sem Helga Novak starfaði á
vegum Stasi í Leipzig, voru þar staddir við
nám höfundar svonefndrar SÍA-skýrslna, sem
gefnar voru út sem leyniskýrslur árið 1963.
Þar voru við nám árið 1957 þeir Eysteinn
Þorvaldsson, Hjörleifur Guttormsson síðar
ráðherra, Tlyggvi Sigurbjamarson, Þór Vig-
fússon, Björgvin Salómonsson, Þorsteinn
Friðjónsson og Frans A Gíslason.
í þessum skýrslum kemur m.a. fram, að tal-
að er um „óviðurkvæmileg afskipti" komm-
únistaflokksins af einkalífi Eysteins Þorvalds-
sonar. Er ekki nánar farið út í það hvaða atriði
í einkalífi Eysteins voru til umræðu hjá
kommúnistum. Nú hefur hins vegar komið í
ljós, að flokkurinn, eða öllu heldur Stasi,
leyniþjónusta hans, skipti sér af sambúð
þeirra Helgu Novak og Eysteins, sem stóð
lengi, en hann mun hafa átt eitt bam með
Helgu. Hún kom með honum hingað til
lands og átti hér heima í áratug eða meir, gift-
ist m.a. Þór Vigfússyni, en bjó síðast með
Degi Sigurðarsyni skáldi.
Stúdentahópurinn íslenski í Leipzig, sem
sat þar undir eftirliti Stasi, eins og kemur
fram í bréfi Helgu Novak, var að sögn í sam-
tökum námsmanna erlendis (samanber bók-
ina „Sósíalistafélag íslendinga austantjalds
og SÍA-skjölin 1956-1963"), eða eins og segir:
„f raun var SÍA ósköp venjulegt félag ís-
lenskra námsmanna er staddir voru á er-
lendri gmnd, þar sem sameinuð vom átt-
hagatengsl og pólitísk áhugamál." Leyni-
skýrslur SÍA vöktu mikla athygli á sínum
tíma. Talið var að Einar Olgeirsson hefði fyr-
irskipað að þær skyldu brenndar. Það var ekki
gert, en í staðinn gerði Heimdallur, félag
ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, þær op-
inberar.
Þær nýju upplýsingar um tengsl íslenskra
námsmanna við fulitrúa Stasi í Leipzig, sem
nú liggja fyrir í Þýskalandi, varpa nokkm ljósi
á það andrúmsloft, sem ríkti á þessum ámm,
og undir hvaða kringumstæðum íslenskir
námsmenn stunduðu nám sitt þar eystra.
Væntanlega verður „skítkastið" í Biermann
til að upplýsa enn frekar hvað fram fór, þegar
Iistamenn urðu að „lúta uppeldi flokksins og
forsjá" og vinna fyrir hann. Ungt fólk virðist
ekki einu sinni hafa mátt elskast án „óviður-
kvæmilegra" afskipta flokksins.