Tíminn - 21.11.1991, Page 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 21. nóvember 1991
Tíminii
MALSVARI FRJALSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin (Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskríft og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Vandamál dagsins í dag
Þótt sýnt hafi verið um nokkurt skeið að þjóðin
stendur frammi fyrir verulegum efnahagsvanda,
hefur dregist úr hófi að ríkisstjórnin gerði grein
fyrir hvernig hún ætlaði að mæta vandanum og fá
ráðið fram úr honum.
Hikið og úrræðaleysið hefur verið einkenni á
stjórnarforystu Davíðs Oddssonar og Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, þegar til þess kemur að snú-
ast gegn vanda, sem krefst bráðrar úrlausnar.
Ríkisstjórnin hefur loks fyrir tveimur dögum
kvatt saman starfshóp til þess að fjalla um hugsan-
legar aðgerðir í efnahagsmálum. Þótt annars sé
óljóst hvert verkefni starfshópsins eigi að vera,
vekur það athygli að hér er um hóp embættis-
manna að ræða að öðru leyti en því að fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda er for-
maður hans.
Eins og í pottinn er búið er nauðsynlegt að
starfshópur þessi ljúki störfum sem fyrst. Þar með
er ekki sagt, að þess sé að vænta að hann sé í fær-
um um að leggja fram óyggjandi lausnir á vanda
þeim sem við er að glíma. Hugsanlegt er, að starfs-
hópurinn gæti á þeim dögum sem honum er ætl-
að að starfa, gert grein fyrir í hverju efnahags-
vandinn er fólginn, því að mjög hefur skort á að
forsætisráðherra og aðrir málsvarar ríkisstjórnar-
innar hafi lagt það mál skilmerkilega fyrir.
Að svo miklu leyti sem Davíð Oddsson minnist
á efnahagsmál er hugur hans bundinn við ein-
hverjar grillur hans sjálfs um „fortíðarvanda", sem
ekki er annað en flótti frá því að takast á við að-
steðjandi vanda, sem ekki á að neinu leyti uppruna
sinn í „fortíðinni" í þeim skilningi sem forsætis-
ráðherra vill vera láta. Sá vandi, sem ríkisstjórnin
þarf að snúast gegn, er í höfuðatriðum tilfallandi
vandi augnabliksins, sem taka verður tökum í
samræmi við eðli sitt og leitast við að finna lausn
á í sem víðtækustu samstarfi við ráðandi þjóðfé-
lagsöfl innanþings og utan.
Davíð Oddsson ætti að viðurkenna að fráfarandi
ríkisstjórn gaf viðtakandi stjórn mikilvægt for-
dæmi fyrir því hvernig efnahagsvandi hverrar tíð-
ar verður best leystur. Það felst í því að stjórna
efnahagsmálum á grundvelli heildarhyggju og
samráðsstefnu, eins og gert var í tíð fyrra stjórnar-
samstarfs og leiddi til þjóðarsáttar um þróun verð-
lags- og kjaramála. Forsætisráðherra væri nær að
játa það sem satt er um „fortíðararfinn", að fráfar-
andi ríkisstjórn skilaði af sér þjóðarbúi í jafnvægi,
ekki síst hvað varðar verðlagsþróun og verðbólg-
ustig.
Það er alrangt að núverandi ríkisstjórn glími
við fortíðarvanda í skilningi Davíðs Oddssonar.
Ríkisstjórninni ber að takast á við aðsteðjandi
vandamál dagsins í dag, skilgreina þau rétt og
leysa í samræmi við eðli þeirra.
mwmm aABBI
m LxAKKI
Yftrbragð íslensfcu WB
uslunnar hefur nokfcuð verið að
breytast, eftír að Jón Baldvin
Hannibalsson tók þar við lyklavöld-
um. Ekfcier ólíklegt að þetta breytta
yfirbragð hafi valdið stórum hópi
manna í ráðuneytinu nokkru hug-
arangri. Fonnfastír prótókolhneist-
arar hafa hingað til einkum lagt
haft áhyggjur af því hvort menn
eigi að vera í smóíring eða fcjólfót-
um í opinberum móttöfcum og hver
eigi að ganga á eftír hverjum inn I
móttöfcusaH og hvemig beri að raða
tignarfóOd til borðs. Nú orðið er
$Uk formfesta á undanhaldi og
sjálfur yfirmaöur utanríkisþjón-
ustu íslenska lýveldislns selur op-
ínberiega utan af sér spjarimar og
selur hæstbjóðanda dans við eigin-
konu sína, iandsmðnnum ölium tíl
Nýjasta daemiö um breytt yfir-
bragð íslensku utanríkisþjónust-
unnar kemur frá Bretlandi, en sér-
legur fulitrúi Jóns Baldvins og
fiokfcsbróðir, Stuðmaðurinn Jakob
Magnússon, hefur verið ráöinn
menningar- og fræðslufulltrúi við
sendiráð íslands í Londoh. Jakob
Magnússon var í stóru helgarviðtali
í DV um helgina og eyðír þar mifclu
púðri í að svara meintum ásökun-
um umaðhann hafi verið ráðinn r
slarfið í þakklætisskyni íýrir vel
unnin störf fyrir Alþýðufiokkinn.
Slíkt ætti að vera óþarfi, enda fá-
ránlegt að gera meira úr pólitískri
ráðningu Jakobs til utanríkisþjón-
ustunnar en pólitískri ráðningu
ilestra annarra sem hjá henni
starfa. ■
Hins vegar Ieggur Jakob á það
áherslu í viðtali þessu að hann
þekki vel til islenskrar menningar.
Þó er ótalið það, sem hann telur sér
fyrst og fremst til tekna, en það er
að hann kunní Eka tökin á marfc-
aðssetningu og fjölmiðlum og því
sé hann einmitt réttur maður á
réttum staö. Sem dæmi um þetta
nefnir Jafcob að hann hafi þegar
skipulagt mikla íslandskynningu
með fjölbreytilegu efni, sem fari af
stað nú í lok nóvember.
Eftir að hafa lesið viðtal DV við
Jakob var fróðlegt að lesa i Morgun-
blaðinu í gær grein um umfjöllun
erlendra fiölmiðla um þessa ís-
landskynningu. Samkvæmt Morg-
unblaðsgreimonl seglr í nýjasta
hefti mærfcaðs- og fcynningarritsins
„PR Week“ frá íslandskynningu
menningarfulltrúans og að „tveir
íslensldr bumbuslagarar muni á
hátíðinni kynna möguleika þá á
fjÖIbreytílegum takttegundum og
hjjómfalli, sem mannstíkanunn
bjóði upp á sé hann barinn eða
strokinn af listrænni andagift og
innlifun." - Samfcvæmt PR
Weekek/Morgunblaðiuu munu
þetta vera tveir af þekktustu lista-
mönnum fslendinga á þessu sviðL
en athöfnin sé til þess fallin að „fsí
blóðið til að ólga“.
Garri verður að viðurkenna að
tatí við blaðið
að verið sé að opinbera þjóðlegan
sið, sem farið hafí fremur hjjótt tíl
þessa.“
Það mun ekfci ofsagt að fremur
hljótt hafí farið um þatm þjóðkga
slð að fi „blóðtð tíl að ólga“ með
því að berja og strjúka mannstík-
amann. Raunar hefur farið svo
hljótt um þennan þjóðsið að trúlega
hefur enginn utan heimilis menn-
ingarfulltrúans heyrt um hann get-
ið fyrr en nú, enda fær Garri ekfci
betur séð en að þeir listamenn, sem
bumbusláttínn iðka á myndtnni
sem birtíst með umfjölluninni í PR
Week, séu eiginkona menningar-
fulftrúans og aupair-stúlfca þeim
þó rámar hann í aö einhver maður
hafi barið sér taktfast á btjóst í ís-
lenskri pepsí-auglýsingu fyrir
nokkrum mlsserum. Bn það sem
kcmur Garra þó einna mest á óvart,
og eflaust mörgum fleirum, er að
samkvæmt grein Moggans uro um-
fjöllun PR Weefc er hér á íerðinni
listviðburður sem árætur sínar í ís-
lenskri alþýðumenningu. „f sam-
Hvort heldur sem menn vilja nú
kannast við þessa nýju þjóðsiði eða
etóá og hvort sem þeir gefe rauns-
anna mynd af íslenskrí menningu
eða eldd, þá er ljóst að menníngar-
fulltrúinn hefur komist í blöðin í
Bretíandi og vakið athygli á annars
athyglisverðri ísiandskynmngu.
Þegar menn velfa vegabréfum itm í
21. ðktíaa, þýðir ekld að vera
„púkó“ og hið nýja yfirbragð utan-
rðdsþjónustunnar er hreint ekld
púkó. Þar selja menn nú hatta og
þar stílla menn upp þjóðiegum sið-
um og ná athygtí fjölmiðla. Garri
VÍTT OG BREITT ÍíÍ .-''a'.íV 1.. -1 1
Þeir launþegar, sem ekki starfa hjá
opinberum stofnunum og fyrir-
taekjum, eiga 140-160 þúsund
milljónir króna í lífeyrissjóðum.
Fólk er skyldað með lögum til að
greiða í sjóðina af launum sínum
og allir atvinnuvegir sömuleiðis,
nema auðvitað þeir ríkisreknu og
fjármálaveldin sem mestan part eru
líka ríkisrekin. En þá er ríkissjóður
ábyrgur fyrir greiðslum, eins og
sannaðist svo áþreifanlega þegar 11
bankastjórafjölskyldur, sem sigldu
ríkisreknum Útvegsbanka í harða-
strand, fengu 280 milljónir úr sjóði
alira Iandsmanna sér til fram-
færslu. Það hét að staðið hafi verið
við skuldbindingar vegna lífeyris-
sjóðs bankastjóranna.
Þar sem launafólkið er skuld-
bundið samkvæmt lögum að borga
í lífeyrissjóði stéttarfélaganna, virð-
ist löggjafinn og framkvæmdavald-
ið halda að hið opinbera megi
ráðskast með sjóðina að vild og
þurfa ekkert samráð að hafa við eig-
inlega eigendur fjárins þegar þeir
sólunda því út og suður.
En vonum seinna virðast samtök
launafólks vera að byrja að átta sig á
hvemig sjóðir þeirra em leiknir og
hve gagnslitiir þeir em eigendun-
um, sem borga hverja krónu í þá af
launum sínum. (Hér er sleppt
blekkingarleiknum um 4% og 6%
og kemur umræðuefninu enda ekk-
ert við.)
Sambandsstjómarfundur ASÍ
mótmælti í vikunni harðlega
hversu langt stjómvöld ganga í að
nota bætur úr lífeyrissjóðum stétt-
arfélaganna til niðurgreiðslu bóta
almannatrygginga með skerðingu
tekjutryggingar þeirra sem fá smá-
ræði af Iífeyrisspamaði sínum á eft-
irlaunaaldrinum.
Þeir, sem ekki em skyldaðir til að
borga tíundina, geta lagt hana í
ávöxtun og fengið margfaldar tekjur
af sínu framlagi í fyllingu tímans,
allt tvisvar sinnum skattfrítt og
tekjutryggingu að auki.
Fáránleikinn í öllu þessu kerfisleysi
er ömurlegastur fyrir þá sök að þeir,
sem lægst hafa launin, fá tiltölulega
langminnsta lífeyrinn af sínum
sparnaði að starfsdegi loknum.
En gráðugt ríkið hirðir peningana
og útdeilir þeim með neikvæðum
og niðurgreiddum vöxtum og hafa
verkalýðsrekendur fram til þessa
talið það mjög til hagsbóta fyrir þá
efnaminni, og er sá aulamarxismi
fúrðufastur í kolli furðumargra enn
þann dag í dag.
Fyrir nokkmm vikum var tekið
undir orð verkalýðsleiðtoga í svona
pistli, þar sem hann hélt því fram
að verkalýðshreyfingin stæði á
brauðfótum. Þar var m.a. lífeyris-
sjóðafárið gert að umtalsefni og
sagt sitthvað ljótt um hvernig kau-
plágir launþegar eru leiknir, og
hvaða þátt lánlausir lífeyrissjóða-
rekendur eiga í þeirri fjárpynd sem
þama á sér stað.
Því var kastað fram að ástæðan
væri ekki síst sú að valdagírugir að-
ilar blanda sífellt saman rekstri
verkalýðsfélaga og stjómmála-
flokka og mgla jöfnum höndum
með landssjóð, almannatrygginga-
framlög og einkasjóði launþega,
sem em meiri að vöxtum en aðrir
sjóðir samanlagt. En varðhundar
valdsins sjá um að mgla sjóðaeig-
endur í ríminu og ráðskast með
eignir þeirra á mörgum vígstöðv-
um.
Bjöm Snæbjömsson, verkalýðs-
leiðtogi á Akureyri, tók þetta
óstinnt upp og sagði OÓ ástunda
skítkast í garð verkafólks og Iýsti
sérstakri fyrirlitningu á vinnandi
stéttum og samtökum þeirra.
Kæri Bjöm! OÓ þykist aldrei hafa
sýnt verkafólki og hagsmunum
þess óvild eða fyrirlitningu í skrif-
um, enda veitir láglaunafólki ekki af
að standa saman nú sem fyrr. En
margir forkólfar launþega hafa
staðið sig verr en illa í hagsmuna-
gæslunni, og þeim er meira en vel-
komið að taka til sín allt það skít-
kast sem að þeim er stefnt og á
þeim tollir.
Og nú er sambandsstjómarfund-
ur ASÍ farinn að kvarta yfir ná-
kvæmlega sömu meðferðinni á líf-
eyrissjóðum láglaunafólksins og
OÓ gerði og verða fundarmenn
vonandi ekki sakaðir um að sýna
verkafólki sérstaka óvild með þvf
tiltæki. OÓ