Tíminn - 21.11.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.11.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur21. nóvember 1991 Tíminn 11 Íslensk>ameríska tekur viö Old Spice íslensk-ameríska hefur nú tekið við dreifingu hér á landi á Shulton-vörum. Þar er um að ræða snyrtivörur fyrir herra og er Old Spice vafalaust þekktasta vörumerki þeirra. Old Spice hefur verið notað af íslenskum karlmönnum áratugum saman og ef hægt er að tala um ,4dassískar“ snyrtivörur er Old Spice merki fyrir herra, sem kemur upp í hugann á sama hátt og Chanel 5, þegar talað er um ilmvötn fyrir dömur. Old Spice rak- spírinn er sá mest seldi í heiminum, og í Bretlandi eru Old Spice vörumar með 11.7% markaðshlutdeild í herrasnyrtivörum. Það segir meira en mörg orð um gæði vörunnar. Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur Dagsbrúnar Dagsbrún heldur áríðandi félagsfund í dag, fimmtudaginn 21. nóvember 1991 kl. 16:30 í Bíóborg, Snorrabraut 37 (áður Austurbæjarbíó). Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kjaramál, skýrt frá gangi samningaviðræðna. 3. Tillaga um heimild til vinnustöðvunar. Mjög áríðandi er að Dagsbrúnarmenn fjölmenni á fundinn. Komið á fundinn beint af vinnustað. Stjórn Dagsbrúnar Starfskraftur Tíminn óskar að ráða strax starfskraft tímabundiö í sérverkefni á auglýsingadeild blaðsins. Þarf aö vera vanur. Upplýsingar gefur auglýsingastjóri í síma 680001. nnr • Timinn BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNlbÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRl 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent 0 9 Landsbyeeðar- ÞJÓNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinni. Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur léttfölki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5-108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavík Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-676-444 Listi yfir verst klæddu konur allra tíma kominn út: Cher slær allt út, hún er svo hallærisleg Elizabeth Taylor þarf ekki á fatahönnuði að halda, hún ætti að fá sér arkitekt. Marilyn Qua- yle, eiginkona Dans Quyale varaforseta, lítur út eins og bókasafnsfræðingur frá fimmta áratugnum og Imelda Marcos er eins og ýkt leikkona sem á þá heitustu ósk að leika Evítu. Og ef Joan Collins þrýstir brjóst- unum á sér enn hærra upp verður hún komin með þrjár hökur. Þetta er sú einkunn sem Ri- chard Blackwell gefur nokkr- um frægum konum, en hann er fyrrum fatahönnuður og verslaði með föt. Hann var ein- mitt að gefa út bók um ósmekklegustu og verst klæddu konur allra tíma. Blackwell var ekkert að spara lýsingarorðin og segist geta staðið við allt sem skrifað er í þessari bók. „Það er ótækt að konur, sem eru komnar yfir fimmtugt, skuli klæða sig eins og ung- lingsstelpur og þær, sem eiga sand af seðlum, ættu að hafa efni á að klæða sig smekklega," segir Blackwell. Hann segist ekki starfa við gagnrýni til að upphefja sjálfan sig, heldur sér til skemmtunar. Þar að auki telur hann sig vera femínista. Það var árið 1960 sem hann gaf fyrst út lista með nöfnum 10 verst klæddu kvennanna. í bókinni, sem hann var að gefa út, fær söng- og leikkonan Cher hæstu einkunn sem verst klædda kona allra tíma. Henni er lýst sem algjörum hryllingi. Á eftir henni koma þær Rose- anne Barr Arnold, sem flestir kannast við úr þáttunum Rose- anne, Elizabeth Taylor, Elísabet Bretadrottning, Shelley Wint- ers, DoIIy Parton, Mia Farrow, Jayne Mansfield og Madonna, að ógleymdri söngkonunni írsku Sinead O’Connor. Blackwell segir að Joan Collins reyni hvað hún getur að líkjast Alexis í Dynasty og hún minni helst á teiknimyndafígúru. Bette Midler minnir hann helst á afgreiðslukonu í þvottahúsi. Elísabet Bretadrottning er búin að vera á listanum síðan 1969 og Blackwell segir að allt, sem sé komið úr tísku, sé móðins hjá henni. Að lokum segir Blackwell: „Þú getur verið fræg, rík, voldug, hæfileikarík og frábær, en samt litið út eins og eitthvað sem jafnvel ketti dytti ekki í hug að draga í burtu af ruslahaugunum." Svo mörg voru þau orð. Ein ástæðan fyrir því hvers vegna Cher trónir á toppnum yfir verst klæddu konur allra tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.