Tíminn - 23.11.1991, Síða 6

Tíminn - 23.11.1991, Síða 6
6 Tíminn Laugardagur 23. nóvember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sviplausir statistar Davíð Oddsson forsætisráðherra lét svo ummælt í við- tali við fjölmiðla í fyrrakvöld að ríkisstjórnin færi með „aukahlutverk" í samningaviðræðum um kaup og kjör verkafólks og launamanna. Forsætisráðherrann bætti því við, að „aðalhlutverkin" væru í höndum samtaka vinnumarkaðarins, kjara- samningar réðust af því sem semdist milli vinnuveit- enda og launþega. Þótt þægilegt sé að slá fram slíkum samlíkingum, er það á hinn bóginn næsta raunsætt að leggja að jöfnu uppfærslur leikhúsverka og framgangsmátann í samn- ingamálum vinnumarkaðarins. Hér er alls engu saman að jafna. Samningar um kaup og kjör í flóknu nútíma- samfélagi eru aðeins að formi til tvíhliða gerningar milli vinnuveitenda og launafólks. Slíkir samningar eru að sínu leyti almennt stjórntæki í efnahagsmálum og þáttur í farsælum þjóðarbúskap, sem stilla verður saman við önnur stjórntæki efnahagskerfisins. Þetta er aðilum vinnumarkaðarins fyllilega ljóst, bæði vinnuveitendasamtökum og forystu launþega. Hins vegar virðist núverandi ríkisstjórn ekki bera það skyn- bragð á gang viðræðna um kjarasamninga og lok þeirra, að ráðamenn hennar sjái að stjórnvöld eiga þarna hlut að máli. Þrátt fyrir allt form um tvíhliða samninga á vinnumarkaði er raunin sú, að ríkisvaldið er þriðji aðili þessara mála, gegnir einu aðalhlutverk- inu í þessari uppfærslu, ef menn kjósa að líkja samn- ingamálum af þessu tagi við sviðsverk í leikhúsi. Það sem mest hefur tafið samningamál á vinnumark- aði er ráðleysi ríkisstjórnarinnar í aðkallandi efnahags- vanda. ÖIl þjóðin sér að þjóðarbúið horfir fram á áframhaldandi samdráttarerfiðleika. Almenningur er fús til að horfast í augu við vandann. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að launþegahreyfingin sé uppi við óraunsæjar og verðbólguhvetjandi kröfur. Þvert á móti vill launþegahreyfingin leysa samninga- málin í anda samráðsstefnu og þjóðarsáttar. Það kemur m.a. fram í því að Alþýðusambandið hafði frumkvæði að því að viðræðufundur yrði milli þess og stjórnvalda um efnisatriði samningamálanna. Hins vegar hefur einskis frumkvæðis gætt af hálfu for- sætisráðherra í því efni, eins og sést af tilvitnuðum ummælum hans um að stjórnvöld séu ekki annað en „aukaleikarar“, orðlausir og sviplausir statistar á þjóð- lífssviðinu. Skipaútgerðin Leiðrétting. Villur slæddust inn í texta forystugreinar í gær þar sem fjallað var um strandferðir og Skipaút- gerð ríkisins. Sá kafli greinarinnar, þar sem sagði frá fundi Starfsmannafélags Ríkisskipa, átti að hefjast með þessum orðum: „Þá er þess að geta að fjölmennur fundur á vegum Starfsmannafélags Ríkisskipa áfyktaði í fyrrakvöld að „vinna eigi að stofnun hlutafélags, er taki yfír þann rekstur er Skipaútgerðin annast nú.“ TíMABRÉFIÐ í DAG fjallar um málefni sem fullyrða má að beri hæst í íslenskri meginpólitík um þessar mundir, þ.e. hugsanlega staðfestingu Alþingis á samningi þeim sem ríkisstjórnin boðar að hún muni undirrita ásamt öðrum ríkisstjórnum aðildarlanda Frí- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um stofnun svonefnds Evrópsks efnahagssvæðis (EES) með þátt- töku Evrópubandalagsins. Bréf Eggerts í Laxárdal Tilefni þeirrar umfjöllunar um EES sem hér birtist að þessu sinni er með þeim sérstaka hætti, að hollvinur Tímans um áratuga- skeið, Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði, ritaði Ingvari Gíslasyni, öðrum ritstjóra þessa blaðs, bréf um þetta mál með spurningum og hugleiðingum sem bréfritari óskaði svara eða viðbragða við eftir því sem efni stæði til. Þótt Tímabréfið sé að formi ritstjómargrein þar sem lát- ið er liggja milli hluta hver höf- undur þess sé hverju sinni, verður nú brugðið út af þeirri venju að því leyti að birt er meginefni svar- bréfs ritstjórans til Eggerts í Lax- árdal og fært í búning venjulegrar blaðagreinar. Fyrst verður hugað að meginspurningunni: Hvað er EES? Evrópska efnahagssvæðið er ríkjabandalag. Það lýtur eigin stjórnkerfi með „yfirþjóðlegt" vald á bak við sig og er að sjálfsögðu pólitískt í eðli sínu. Þetta stjórn- kerfi skerðir þjóðlegt vald aðildar- ríkja að því marki sem „yfirþjóð- leg“ lög þess em æðri landslögum einstakra aðildarríkja, því að hjá því verður ekki komist. Hitt er annað að EES má kallast ríkja- bandalag um athafnafrelsi, kjarni máls er sá að stofna skal sameigin- legt markaðssvæði (í víðtækum skilningi), þar sem óhindmð við- skipti, verslun og atvinnustarf- semi fara fram án landamæra í anda óhefts kapítalisma. Skal nú vikið að nokkrum atrið- um sem eru upplýsandi um ytri grind, gmnn og innviði þessarar stofnunar. Til þess að átta sig á eðli EES er nauðsynlegt að skilja, að það grundvallast á „fjórfrelsi" Evrópu- bandalagsins með stoð í Rómar- sáttmálanum. Þar er að finna grundvöllinn. Að mínum dómi er Evrópskt efnahagssvæði eins og smækkuð útgáfa af Evrópubanda- laginu, keimlíkt Efnahagsbanda- laginu eins og það var í upphafi. Þótt auðvitað sé margs konar „út- litsmunur" á þessum bandalögum og innviðir að ýmsu ólíkir, J)á er grundvöllurínn næsta líkur. Ég sé ekki eðlismun þeirra, en viður- kenni stigsmuninn. En hvað er „fjórfrelsi"? Svarið er: a) óheftir flutningar á vöm, b) óheftir flutningar á þjónustu, c) óheftir flutningar á fjármagni, d) óheftir flutningar á vinnuafli. Af þessu leiðir að iðnaðarvöruvið- skipti eru óhindruð (sem þau reyndar em nú þegar í aðalatrið- um), rekstur þjónustustarfsemi á að vera hömlulaus, sem hlýtur að fela í sér að útlendingar mega reka banka, vátryggingarstarfsemi, verslanir og sölubúðir hvers kon- ar, verktakastarfsemi, læknisstof- ur, rakarastofur, bílaverkstæði, svo eitihvað sé nefnt af því sem ekki verður tæmandi talið. Heimilt verður hverjum manni að flytja fé sitt hvert sem honum sýn- ist til ávöxtunar hvar sem er á svæðinu. Fólk á að vera frjálst að því að leita sér atvinnu hvar sem það vill á efnahagssvæðinu. Um hvert þessara atriða mætti auðvit- að rita langt mál, en án málaleng- inga ætti að verða ljóst að fjór- frelsið er víðtækt, ef það er undan- þágulaust. Undanþágur Þegar hér er komið sögu að því er varðar fjórfrelsið í EES, ber að greina frá því að í vissum tilfellum er gert ráð fyrir takmörkun þess. Um sjávarútveg gilda mikilvægar undanþágur frá fjórfrelsinu. Það á einnig við um landbúnað í stórum dráttum. Ég skil málið þannig að landbúnaðarreglur Evrópubanda- lagsins eigi ekki að gilda í EES. Þar með er ekki sagt að aldrei geti komið fram krafa um frekari inn- flutning landbúnaðarafurða. Um það efni leyfi ég mér að vera tor- trygginn. Mér skilst á talsmönn- um ríkisstjórnarinnar að orku- geirinn sé undanskilinn eignar- haldi og rekstrarrétti útlendinga. Sama á að vera með lönd og jarðir, ár og vötn. Án þess að fara langt út í þessi mál ber þó að líta á þau með fullri aðgát, tortryggni vil ég segja. Hér er mikill vandi á höndum að búa vel um hnútana, eða réttara sagt: rimpa saman rifurnar, loka smugunum. En er það hægt svo að fullnægjandi sé? Enginn hefur svarað því svo að viðhlítandi sé. Út af fyrir sig eru þessar undan- þágur frá rétti útlendinga til við- skipta- og athafnafrelsis í landinu augljós kostur. En þær verða þá að halda. Mér virðist raunar að mál- svarar samningsins leggi höfuð- áherslu á í áróðri sínum að vinna þjóðina til fylgis við samninginn í heild út á þessar undanþágur. Slíkt verkar ekki vel á mig, enda hrein bragðvísi í málatilbúnaði. Hitt verð ég að viðurkenna, að þessi áróður gengur í marga, raunar fleiri en ég átti von á. Þar get ég því miður ekki undanskilið ýmsa framsóknarmenn. Menn segja sem svo, að úr því að útlend- ingar fá ekki að veiða frjálst í land- helginni eða leggja fé í útgerð og fiskvinnslu til þess að eiga og reka sjávarútveginn, þá sé ekkert að óttast þessa samninga. Bændur á að hugga með því að ekki verði flutt inn búvara í stríðum straum- um og takmarka eigi sölur lands, jarða og hlunninda og útlendingar eiga að vera útilokaðir frá orku- geiranum. Leppmennska Ég sé þetta mál allt öðruvísi fyrir mér. Ég afneita ekki því góða sem er í undanþágunum. En í ýmsu er ég tortrygginn á haldið í þeim. Ég vara auk þess við þessari áróðurs- aðferð að ætla mönnum ekki að vita neitt um efni þess samnings annað en það sem veit að undan- þágum, en umræður um samn- inginn snúast varla um annað. Þakka skyldi þeim að selja ekki fyrirvaralaust landhelgina, lönd og landnytjar, fallvötnin, jarðvarm- ann og orkuvirkin! Annars hef ég (og endurtek það) miklar efasemdir um að undan- þágur þessar standist ásókn pen- ingavaldsins og viðskiptahætti þess þegar til alvörunnar kemur. Hvers vegna efast ég um þetta? Vegna þess að engin lög á fjár- mála- og viðskiptasviði eru svo gegnheld að ekki leynist smugur til að smjúga f gegnum þau, að ekki finnist leiðir til að fara í kringum þau. Allt slíkt verður reynt, t.d. með leppmennsku ís- lenskra manna sem fúsir væru að vinna það til fjár að vera þess hátt- ar „gervimenn" og annarra dulur án þess að lög næðu yfir gerðir þeirra. Braskið spyr ekki um siðgæði. Braskarar viia ekki siðleysið fyrir sér, ef lög ná ekki til þeirra, enda byggjast hörð viðskipti oft á braski sem iðulega leikur nokkur ljómi um, ef ekki verður á því haft. Leppmennska í þágu útlendinga hefur áður þekkst á íslandi. Ég er illa svikinn (og þú skalt sanna til), að ef þessi EES-samningur verður samþykktur þá á leppmennskan eftir að verða drjúgur bjargræðis- vegur bröskurum í landinu. Ekk- ert mun koma í veg fyrir það. „Gagnkvæm réttindi“ En hvað sem öllum undanþágum líður á þeim sviðum sem hér voru talin, þ.e. sjávarútvegi, landbúnaði og orkugeira, þá ber að gaumgæfa þá þætti þar sem fjórfrelsið er hömlulaust. Er ekki nauðsynlegt að gefa gaum að þeim fjölmörgu sviðum fjármála og athafna sem samningurinn opnar útlending- um leiðir að og þeir mega athafna sig að vild? Þar á ég við frelsi í fjár- magnsflutningum, réttinum til að stunda rekstur fyrirtækja á þjón- ustu- og verslunarsviði (í víðtæk- um skilningi) o.s.frv. Þetta er stórt athafnasvið í nútímaþjóðfé- lagi. Nú veit ég vel að þessi réttur er gagnkvæmur samkvæmt samn- ingnum. íslendingar geta neytt athafna- semi sinnar í aðildarlöndunum eins og útlendingar mega starfa á íslandi. íslendingar mega flytja fé sitt úr landi, eins og útlendingar mega flytja sitt fé til Islands. Ef út- lendingar hafa hér atvinnurétt t.d. venjulegir launþegar), þá hafa slendingar þann rétt í aðildar- löndunum. En er ekki nauðsynlegt að átta sig á hvernig þetta kann að verka allt saman? Menn mega ekki falla fyrir fögr- um orðum. Þótt „gagnkvæmni" sé fallegt orð er það í þessu tilfelli eins og hver annar pólitískur orðaleppur. Ef við berum saman ríkin, sem að þessu bandalagi (EES) standa, fer því fjarri að þarna eigist jafningjar við. Ríkin verða a.m.k. 18 að tölu. í þessu efnahagsbandalagi (sem mér finnst það ætti að heita) munu verða 380 milljónir manna, þar af

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.