Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. nóvember 1991
- , ■' Tíminn 3
Nýr ræðismað-
ur Finnlands
Utanríkisráðherra Finnlands hefur
útnefnt Þórarin B. Jónsson, um-
boðsmann Sjóvár-Almennra á Akur-
eyri, kjörræðismann Finnlands fyrir
Norðurlandsumdæmi. Þórarinn tek-
ur við embættinu af Friðrik Þor-
valdssyni, sem látið hefur af störfum
að eigin ósk.
Hákan Branders, sendiherra Finn-
lands á íslandi, gaf í fyrradag út skip-
unarbréf Þórarins í embættið og ut-
anríkisráðherra íslands gaf út viður-
kenningarbréf sama efnis.
Samstarfsnefnd um Bindindisdag fjölskyldunnar.
Fræðslu- og umræðufundur á Hótel Sögu í kvöld um:
Áhrif EES á stöðu
íslenskra kvenna
Borgfirskar húsmæður þurfa ekki að fara til Glasgow eða Newcastle. Þær njóta vildarkjara í KBB og
sérteyfishafinn Sæmundur sér um að sækja þær og skila þeim heim á ný að lokinni verslunarferð.
Tfmamynd: Jón Eggertsson
Kaupfélag Borgfirðinga býður félagsmönnum upp á lægra vöruverð:
KBB býður borgfirskum
húsmæðrum í heimsókn
Fræðslu- og umræðufundur Kven-
réttindafélags íslands um „Áhrif
Evrópska efnahagssvæðisins á
stöðu og hag íslenskra kvenna'*
verður haldinn í kvöld, 26. nóvem-
ber, í Átthagasal Hótels Sögu
klukkan 20.00.
Framsöguerindi flytja:
1. Stefán Már Stefánsson prófess-
or, um: Stofnanir EES og lagareglur.
Hvernig skorið er úr málum.
2. Berglind Ásgeirsdóttir ráðu-
neytisstjóri, um: Atvinnu- og bú-
seturéttindi. Prófaviðurkenningar,
almannatryggingar, dvalarleyfi, fé-
lagsleg réttindi og almennar hug-
leiðingar.
3. Rannveig Sigurðardóttir, hag-
fræðingur BSRB, um: Áhrif EES á
framtíðarmöguleika kvenna á ís-
lenskum vinnumarkaði.
Að framsöguerindum loknum
munu frummælendur ásamt eftir-
töldum svara spurningum fundar-
gesta.
Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmda-
stjóri Jafnréttisráðs, Hrafnhildur
Stefánsdóttir, lögfræðingur VSÍ,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþing-
ismaður, Lára Margrét Ragnarsdótt-
ir alþingismaður, Lára V. Júlíusdótt-
ir, lögfræðingur ASÍ, og Valgerður
Sverrisdóttir alþingismaður.
Umræðustjóri pallborðs verður
Sólveig Ólafsdóttir lögfræðingur, en
fundarstjóri verður Guðrún Áma-
dóttir, formaður Kvenréttindafélags
íslands.
Fundurinn er öllum opinn og að-
gangseyrir er enginn. -js
Kaupfélag Borgfiroinga Borgamesi hefur undanfama daga booið
húsmæðrum á félagssvæði sínu í heimsókn til að skoða starfsemi
félagsins, bragða á framleiðsluvörum og kynna sér verð og vöruúr-
val. Að lokinni kynningu hafa húsmæðumar þegið máltíð í Hyra-
unni og verið ieystar út með gjöfum. Kaupfélagið verður í byijun
desember og síðar með sérstök tilboð í gangi fyrir félagsmenn. Fé-
lagsmönnum í KBB hefur fjölgað
Þegar hafa um 200 húsmæður úr
sveitahreppunum komið í heimsókn
og í næstu viku verður konum úr
Borgamesi boðið að skoða fyrirtæki
kaupfélagsins. Mikil þátttaka er í
þessum skoðunarferðum. Rúta hef-
ur farið heim á hvern bæ og sótt
konumar að morgni og skilað þeim
heim að kvöldi.
,Með þessu emm við að hressa svo-
lítið upp á félagslegu hliðina í starf-
semi kaupfélagsins. Við viljum efla
félagsvitund meðal félagsmanna. í
þessum heimsóknum kynnum við
starfsemi félagsins, sýnum þeim
framleiðsluna og bjóðum þeim að
bragða á henni. Að lokinni heim-
sókn bjóðum við konunum í mat í
Hyrnunni og emm með tískusýn-
ingu þar sem sýndur er fatnaður
sem fæst í vefnaðarvöru- og spor-
tvörudeildum okkar," sagði Þórir
Páll. Hann sagði að þessi kynning
hefði tekist vel og mælst mjög vel
fyrir meðal félagsmanna. Hann
sagði með kynningunni vildi kaup-
félagið gera viðskiptavinum grein
fyrir því góða vömúrvali, sem er í
verslunum þess, og þannig hvetja til
þess að þeir geri innkaup sín í sinni
heimabyggð, en verslun á lands-
byggðinni á í mikilli samkeppni við
verslun á höfuðborgarsvæðinu og
reyndar verslun í útlöndum einnig.
„Eg held að það komi mörgum á
óvart hvað vömúrval er hér mikið
og verðlagið gott,“ sagði Þórir Páll.
Þórir Páll sagði að ákveðið hefði
verið að bjóða húsmæðmm í heim-
sókn núna, en hann útilokaði ekki
að körlunum yrði boðið í heimsókn
síðar.
Kaupfélagið hefur ákveðið að gefa
út sérstök kort fyrir félagsmenn.
Kortin gefa félagsmönnum rétt til
að kaupa vörur á sérstöku tilboðs-
verði. Þórir Páll sagði fyrirhugað að
mikið að undanfömu.
vera með þessi tilboð a.m.k. tvisvar á
ári. Fyrsta tímabilið verður frá 29.
nóvember til 7. desember. Félags-
menn geta þá keypt vömr í vefnað-
arvörudeild með 10% afslætti og
matvömr á 5% afslætti. Að auki
verða einstakar vömr í öðmm deild-
um á sérstöku tilboðsverði.
,Með þessu emm við að undirstrika
að það skiptir máli að vera félags-
maður í kaupfélaginu. Þeir, sem em
félagsmenn, hafa rétt til að mæta á
fundi og taka þátt í stefnumótun fé-
lagsins. En með þessum hætti koma
félagsmenn einnig til með að njóta
sérstakra viðskiptakjara umfram
aðra,“ sagði Þórir Páll.
Þórir Páll sagði að félagsmönnum í
kaupfélaginu hefði fjölgað mikið á
undanförnum vikum. Hann þakkaði
það m.a. þeirri kynningu, sem nú
stendur yfir, og félagskortunum. Fé-
lagar í KBB vom um 1300 um síð-
ustu áramót. -EÓ
Veistu að þriðja hver fjölskylda í land-
inu á um sárt að binda af völdum
áfengisneyslu einhvers eða einhverra
í fjölskyldunni?
Veistu að áfengisneysla hefur aukist
um 17-20% með tilkomu bjórsins?
Veistu hve mörg börn og unglingar
verða að öllum líkindum fórnarlömb
áfengis næstu árin?
Er ekki tímabært að staldra við og at-
huga sinn gang, barnanna vegna?
Bindindisdagur fjölskyldunnar — ekki
bara í dag.
'tTQCL
O:
£
Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda:
Ræðir stefnuna
Féiag rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda gengst dagana 29. til 30.
nóvember fyrir ráðstefnu um
stefnu framleiðenda og stjóm-
valda í þróun rækjuvinnslu á ís-
landi. Hún fer fram á Hótel KEA
á Akureyri og hefst kl. 14:00
fostudaginn 29. og stendur til kl.
14:00 daginn eftir.
Meðal þeirra, sem ávarpa gesti, er
sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn
Pálsson. Af málum, sem ber á
góma, er rétt að nefna að sérstak-
lega verður fjallað um vinnsluna
sjálfa, rannsóknir og nýjungar,
markaðsmál og afkomu greinar-
innar og verð á rækju, sem verið
hefur óvenju lágt.
Ráðstefnan er öllum opin. Ráð-
stefnugjald er 2.500 krónur fyrir
félagsmenn og 3.500 iyrir þá sem
standa utan félagsins. Þátttöku
ber að kynna fyrir kl. 12:00
fimmtudaginn 28. nóvember í
síma 91- 623530.
-aá.