Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnamusinu v Tryggvogotu ® 28822 HARVANDAMAL? ’ Lausnin er: Enzymnl JNJýtt í Evrópu EUIJO-HAIR á Islandi < 'W 'M "Engin hárígræðsla ’'í-|» aEngin gerfihár BEngin lyfjameðferð ■ Einungis tímabundin notkun Eigið hár með hjáip lífefna-orhu P:0*Sx*Í88?1Z1 R»ik 8 91 ' 676331 e.kl.16.00 ■ ■■■■■■■■■■■■■ Áskriftarsími Tímans er 686300 Tímiim ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓV. 1991 Nærri helmingur af fituneyslu landsmanna úr smjöri, smjörlíki og olíum: Fituhlutfall fæðunnar ræðst á brauðbrettinu Mildl eða lítil fítuneysla íslendinga ræðst af engu öðru fremur en því hvernig þeir smyrja brauðið sitt. „Feita ketið“ er aftur á móti nær því að vera aukaatriði í þessu sambandi, en sá blóraböggull sem ætla mætti af almannarómi. Ýtarleg könnun á mataræði íslendinga hefur leitt í ljós að minna en 6. hluti (16%) af fítuneyslu landsmanna kemur úr kjöti og kjötvörum. Nærri helmingur allrar fítuneyslunnar (43%) kemur hins vegar úr viðbitinu, þ.s. smjöri, smjörhki, majonesi, olíu og annarri fítu sem fólk notar með mat eða í mat við matreiðslu. Það sem þó ræður úr- slitunum um það hvort fítuhlutfall í fæðu fólks er hóflegt (um 35%) eða óhóflegt (nær 50%) er það hvemig hver og einn smyr brauðið sitt. Margir undrast oft og jafnvel hneykslast á feita sauðaketinu og sýlspikaða hrossaketinu sem fólk ku hafa hámað í sig í „gamla daga“. í ljósi þeirrar fortíðar kemur kannski ýmsum á óvart að kynslóðin sem nú reynir oftast að plokka hverja ljósa ögn af kjötinu sínu skuli samt sem áður borða talsvert meira af fitu heldur en landsmenn gerðu sam- kvæmt könnun árið 1939. Neysla á kjötfitu hefur að vísu minnkað veru- lega. En það er líka eini fituflokkur- inn sem hefur minnkað í fæðu landsmanna. Þá minnkun hefur fólk líka meira en bætt sér upp með stór- aukinni neyslu annarrar fitu, fyrst og fremst meira viðbiti. Þessi eini fæðuflokkur á álíka stórann hlut í fituneyslu landans eins og öll fita úr kjöti og kjötvörum, mjólk og mjólk- urvörum og ostum samanlagt. Einstaklega athyglisverðar myndir, sem fylgja grein Laufeyjar Stein- grímsdóttur í ritinu Heilbrigðismál- um, segja meira en mörg orð um þýðingu þess hvemig við smyrjum okkar daglega brauð. Á annarri myndinni sýnir Laufey tvær hvers- dagslegar brauðsneiðar, aðra spar- lega smurða (með 3 gr. af smjöri/smjörlíki) en hina ríflega smurða (með 12 gr.). Hin myndin sýnir hve gífurlega miklu það getur munað yfir árið á hvorn veginn fólk smyr brauðið sitt. Sá sem smyr spar- lega notar 5,5 kg. af smjöri á brauð- ið sitt yfir árið, hinn þarf 22 kíló á jafn margar brauðsneiðar. Munur- inn er 16,5 kíló af viðbiti yfir árið, eða 54 box af smjöri/smjörlíki. Þessi 54 box innihalda í kringum 122.000 hitaeiningar. Sé miðað við einstak- ling sem neytir um 2.400 hitaein- Hvernig fólk smyr sitt daglega brauð veldur úrsiitum um hófiegt eða óhófiegt fituhiutfall í fæðunni. Og hér sannast það enn að safnast þegar saman kemur. Sá sem smyr brauðið sitt jafnaðar- lega álíka þykkt og brauðsneiðina sem hér er sýnd til hægri fer með 72 box, eða 22 kíló af smjöri/smjörlíki á ári einungis til að smyrja á brauðið sitt á ári. Þeim sem smyr þunnt duga 18 box, eða 5,5 kíló af smjöri á ári. inga á dag tekur það hann um 50 daga að innbyrða 122.000 hitaein- ingar. Og fyrrnefnd könnun á mataræði leiðir í Ijós að þetta atriði er afdrifa- ríkast hvað varðar fituhlutfall í fæði fólks. Þeir sem smyrja þunnt fá að jafnaði aðeins um 35% orkunnar úr fitu, eða álíka og að er stefnt sam- kvæmt manneldismarkmiðum. Þeir sem smyrja þykku lagi af smjöri eða smjörlíki á brauð og kex borða feit- asta fæðið og fá að jafnaði 48% ork- unnar úr fitu. Að þetta einfalda at- riði vegur svo þungt segir Laufey stafa af því að flestir borða brauð oft á dag. Það sem við borðum og drekkum dags daglega skipti nefni- lega miklu meira máli heldur en feitar krásir og „kaloríubombur" sem við látum oft freistast af á hátíð- um og tillidögum. Skipting fituneyslunnar á fæðu- flokka er þannig að meðaltali: Viðbit (smjör, smjörlíki og olíur) 43%, mjólk/mjólkurvörur 18%, kjöt/kjöt- vörur 16%, ostar 9% en 14% fitunn- ar kemur úr öðru. Að sögn Laufeyjar er það fitan sem fyrst og fremst veldur vandræðum í sambandi við mataræði karla. Þeir borði almennt feitari mat heldur en konur, þeir smyrja brauðið sitt þykkara en konur og drekka al- mennt feitari mjólk en konur. í neyslukönnuninni vakti t.d. sér- staka athygli, að tíundi hver karl á aldrinum 20-50 ára drakk meira en einn lítra af nýmjólk á dag. Mikil fituneysla karla er þeim mun meira vandamál að hún eykur líkur á hjartasjúkdómum, sem eru miklu algengari meðal karla en kvenna. Konur virðast aftur á móti margar of passasamar þegar kemur að mjólkurvörunum, sem ásamt með ostum eru uppspretta um 3/4 hluta alls kalks sem landsmenn neyta. Því í ljós kom að fjórðungur kvenna fær of lítið kalk úr fæðunni, sem eykur verulega hættuna á beinþynningu eftir miðjan aldur. - HEI Matthías Bjarnason og Halldór Ásgrímsson á fundl um byggðamál á Selfossí. Húsbréfakerfið hefur gleypt á 10 mánuðum jafn mlklð fé og farið hefur til uppbygginar á landsbyggðinni á 12 árum: Húsbréf og landsbyggð með 12 milljarða hvor „Ég vfl benda á að vanskUahlut- fali Byggðastofnunar er aðelns 11% sem er mjög lítið miðað vlð bankana í landinu, nema þá helst Búnaðarbankann,“ sagði Matthías Bjamason alþingismaður og stjómarformaður Byggðastofnun- ar á opnum fundi á Selfossi, þar sem hann og Haildór Ásgrímsson ræddu byggðamálin í landinu al- mennt Það var Framsóknarfélag Selfoss sem stóð fyrir þessum fund). „Heimdellingar kalla mig Fram- sóknarmann en ég er enn traustur Sjálfstæðismaður og ekkert á leið- inni yfir í Framsóknarflokkinn," sagði Matthías á fundinum. Hann sagði vissulega væru nú viðsjár víða úti á landsbyggðinn) og sífellt meira fjármagn og fleira fólk flytt- ist á Reykjavíkursvæðið. Við þessari þróun hefði Byggða- stofnun reynt að bregðast með ýmsum hætti: Á síðastliðnum 12 árum hefði Byggðastofnun varið 12 milljörðum tíi uppbyggingar á Íandsbyggðhwi og yfir þeirri upp- hæð sæju margir ofsjónum. Engu að síður væri þetta sama upphæð og varið hefði verið í húsbréfa- kerfíð á síðustu 10 mánuðum. Matthías sagði að vissulega hefðu ýmsar atvínnugreinar sem mikiö fé hefði verið sett í og bundnar heiðu verið vonir við, farið illa og nefhdi í því sambandi loðdýrarækt og fiskeldi. „En það er sífelit hiutverk stjórnvalda að byggja upp og bæta mannh'fíð og alitaf þarf að taka áhættu," sagði Matthías. Hann sagði að nú steðj- aði mikiil vandi að íslenskum þjóðathúskap vegna minnkandi flskveiðiheimiida. lUmögulegt væri talið að taka erlend ián vegna mlkillar skuldsetnlngar þjóðar- búsins. Samtímis væri slæmt að stöðva allar framkvæmdir á sam- dráttartímabilinu. Til dæmis nú væri það skynsamlegt að ráðast í umfangsmiklar vegaframkvæmd- ir. HaUdór Ásgrímsson alþingis- maður og fyrrv. sjávarútvegsráð- herra sagði að nú væru vissulega slæmir tímar í þjóðlífinu vegna minnkandi sjávarafla. „Hamingja fóiksins feist í því að hafa vinnu. Það á að vera forgangsverkefni stjómmálamanna að sjá fólkinu fýrir atvinnu. Ef svo er ekki, tel ég mig ekki lengur eiga erindi f stjóramálum," sagði HaUdór. Halldór sagði að ýmis gróðaöfl í þjóðfélaginu sýndu skeytingar- leysi um afkomu þess og spyrðu UI dæmis hvað þeim komi eigin- lega viö þótt ioðnubrestur verði. Á sama tíma töluðu þessir sömu að- ilar um að þeir ættu auðllndir hafsins og að þær beri að se|ja. Þá vék HaUdór, rétt eins og Matt- hías, að fiskeidi og loðdýrarækt og sagði: „Það var farið of geyst í sakimar. Þess vegna eigum við að taka upp sama hugsunarhátt og Japanir og hugsa í öldum en ekki í árum eða áratugum." Hvað varðaði þann vanda sem ís- lenskt þjóðarbú væri nú statt í sagði Halldór það forgangsmál að lækka vextí. Elnnlg yrði að draga úr útgáfu húsbréfa og útflutningi á óunnum físiá. „Ég hef eldd oft áður fundið þann tón sem ég finn nú þegar ég fer um mitt kjör- dæmi. Fólkinu sem vinnur alia daga frá morgni til kvölds er sagt aö sjóðimir sem hafa verið settir á fót tll að styrkja atvinnulíf á þess- um stöðum kosti svo mildð að Reykvíkingar séu alveg að kikna undan þeim,“ sagði Halldór Ás- grímsson. -SBS, Seifossi. Venjum unga hestamenn strax á að NOTA HJÁLM! | UrylFERÐAR S 23. nóv. 1991 (M (32Í Í){25)$jjjífP ^35j (§) VINNINGAR FJÖLDI V1NNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 2.343.067 2. 4^í E 6 123.400 3 . 4af5 150 8.514 4. 3af5 6.093 489 | Heildatvinningsupphæóþessaviku: kr. 12.026.178 m ÆB? 1 UPPLVSINGAR:SIMSVARl91 -681511 LUKKULINA991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.