Tíminn - 26.11.1991, Síða 8

Tíminn - 26.11.1991, Síða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 26. nóvember 1991 Þriðjudagur 26. nóvember 1991 Tíminn 9 Ef Islendingar kippa ekki umhverfismálunum í lag á allra næstu árum mun Island að margra áliti ná ákveðinni sérstöðu: Eftir Jakobínu Sveinsdóttur Ætlum við að skera okkur úr Evrópuþjóðum fyrir sóðaskap? Umræðu- og kynningarfundur um sophirðu og endurvinnslu var haldinn síðastliðinn fimmtudag. Til fundarins voru aðallega boð- aðir sveitarstjórnarmenn og heilbrigðisfull- trúar. Framsögumenn á fundinum var Arn- grímur Blöndahl, bæjarstjóri á Eskifirði, og sérfræðingur í sophirðu og endurvinnslu frá breska ráðgjafarfyrirtækinu LG Mouchel & Partners Ltd. Fundurinn var haldinn í boði Verkfræðistofu Sigurðar Sigurðssonar sem kynnti, ásamt breska ráðgjafanum, hvernig staða sorpmála í landinu er í dag og hvernig hugsanlega sé eðlilegast að standa að því að koma upp hag- kvæmri sorphreinsun í landinu. Sorphirðu- og endurvinnslunefnd Umhverf- isráðuneytisins, sem skipuð var 2. maí 1990, skilaði drögum að framtíðarskipan sorphirðu, meðferð úrgangsefna og endurvinnslu þann 17. febrúar 1991. Skýrslan var lögð fyrir Al- þingi á 113. löggjafarþingi 1990-1991. Sigurður segir í samantekt fyrir kynningar- fundinn: „í stuttu máli segir skýrslan, að óregla sé á sorphirðu, lítil eða engin endur- vinnsla eigi sér stað og því of mikið magn af sorpi og úrgangi til förgunar. Að lokum er í skýrslunni talið, að skýrari leikreglur og fræðslu vanti". í Sveitarstjórnarmálum kemur fram í út- drætti Birgirs Þórðarsonar, umhverfisskipu- lagsfræðings Hollustuverndar ríkisins, úr skýrslu Hollustuverndar um ástand sorp- brennslu á íslandi 1991, að einungis um tíu sorpbrennslustaðir á landinu hafi starfsleyfi frá viðkomandi yfirvöldum og mengun frá þessari starfsemi er umtalsverð. Flestir sorp- brennslustaðanna eru opnar, steinsteyptar þrær. Á nokkrum stöðum er brennt við opinn eld og mengunarefni í reyknum eru mörg. Efnin frá reyknum geta verið krabbameins- valdandi, valdið fósturskaða og áhrifum á ónæmiskerfi líkamans ásamt ýmsum óþæg- indum og öðrum sjúkdómum. Birgir segir enn fremur í grein sinni: „Víðast hvar í nágrannalöndum okkar hafa umhverf- is- og heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir þessari hættu og bannað brennslu úrgangs við opinn eld. í Bandaríkjunum var brennsla bönnuð 1967 og á Norðurlöndunum um 1970". Arngrímur Blöndahl, bæjarstjóri á Eskifirði, segir í erindi sem hann flutti á kynningar- fundinum um sorphirðu og endurvinnslu: „Eins og öllum er ljóst þá eru sorpeyðingar- vandamál sveitarfélaga um allt land í miklum ólestri. Leitað hefur verið að úrbótum, en sú leit hefur skilað litlum árangri til þessa. Þær úrbætur sem menn hafa séð fyrir sér t.d. hér á mið-austurlandi hafa reynst það dýrar og erfiðar í framkvæmda að málinu hefur hvað eftir annað verð slegið á frest, þrátt fyrir að það þoli enga bið. Með þetta í huga og nauðsyn þess að koma þessum málum í viðunandi horf, skorar bæj- arstjórn Eskifjarðar á Umhverfisráðuneytið að það taki forystu í að finna lausn á þessu mikla vandamáli. Ástæða þess að bæjarstjórn- in telur eðlilegt að Umhverfisráðuneytið hafi hér forystu, er hversu almennt þetta vanda- mál er hjá sveitarfélögum í landinu. Bæjar- stjórn Eskifjarðar telur því eðlilegt að Um- hverfisráðuneytið taki þessa undirbúnings- vinnu á sig, en hvert sveitarfélag standi ekki í kostnaðarsamri og handahófskenndri vinnu við að leita að lausn sem ríkisvaldið þarf síðan að samþykkja. Lausn á þessu vandamáli verð- ur að finnast sem fyrst og kostnaðurinn við hana verður einnig að vera viðráðanlegur fjárhagsgetu sveitarfélaganna. Ef slík lausn finnst ekki þá ríkir áfram það ófremdar ástand sem er í þessu máli í dag“, segir í ræðu Arngríms. Sigurður Sigurðsson, bygginga- og stjórn- unarverkfræðingur, segir í samtali við Tím- ann að viðbrögð hins opinbera hafi raunveru- lega ekki verið nein. ,Á meðan hefur sorpið hrannast upp. Þetta sem átti að gera í fyrra og hittifyrra, það er ekki farið að gera það enn. Menn segja að um neyðarástand sé að ræða t.d. eins og á Eskifirði", segir Sigurður. „Vandamálið virðist vera nokkuð margþætt og við komum að því að ísland er lítið og sveitarfélögin lítil. Það er náttúrulega ástæð- an fyrir því að Reykjavík og nærliggjandi byggðarlög sameinuðust um Sorpu. Allt í kringum þessi mál er dýrt, svo sem allar at- huganir og allar rannsóknir. Menn vita hvað hægt er að gera, hvað hægt er að gera við sorpið, en hver á að borga. Á að leggja auka gjöld á fólk eða eiga sveitarfélögin að borga úr þessum sjóði sem er fyrír hendi, án þess að hækka tekjurnar eða á ríkið að borga", segir Sigurður. Sigurður segir spurninguna vera þá, hvort ríkið eigi að greiða allt eða aðeins að greiða rannsóknir og undirbúningsvinnu, en síðan yrði það sveitarfélaganna að byggja stöðvarn- ar. Þessi mál eru alveg óljós enn þá. Menn geta ekki byrjað á neinu á meðan enginn veit hver á að gera hvað. Og eins og málin standa í dag þá virðist hvergi vera til peningur, hvorki hjá sveitarfélögum né ríkinu. „Að vísu hefur ríkið ekki úttalað sig um þetta. Sveitar- félögin hafa hins vegar sagt að ef þau settu allt framkvæmdafé sitt í þetta, þá gætu þeir gert þetta, en þá er ekki hægt að gera neitt annað. En sveitarfélögin eru náttúrulega mis- munandi stöndug", segir Sigurður. Vilhjálmur Grímsson, tæknifræðingur og fyrrverandi sveitastjóri, er sama sinnis og segir í nýjasta hefti Sveitarstjórnarmála: „Nú þarf svo sem engan að undra þótt ástand mála sé með þeim hætti sem við blasir. Verkefna- listi sveitarfélaganna annars vegar og lög- bundnir tekjustofnar þeirra hins vegar hafa leitt til þess að þessi málaflokkur hefur fallið milli tveggja stóla. En sá tími, sem við, íbúar þessa lands, höfum til að kippa umhverfis- málum okkar í lag, styttist óðum. Við viljum ekki vera þekktir fyrir það meðal grannþjóð- anna að skera okkur úr fyrir sóðaskap. Það er svo sjálfsagt, að það er leiðinlegt að þurfa að skrifa slíkt á blað. AUir eru svo sem sammála í orði um nauðsyn góðrar umgengni, en þegar til kastanna hefur komið - ja, þá hefur ekki verið hægt að leysa málið einmitt núna“, seg- ir Vilhjálms. Sigurður er inntur álits á því hvort sorpmál Reykjavíkur og nágrennis séu nú í þokkalegu horfi með tilkomu Sorpu? „Þó að Sorpa hafi verið myndarlegt átak og við getum sagt að það hafi ekki mátt seinna vera. Og við getum sagt að Sorpa sé bara fyrsta skrefið. Ég skoð- aði Sorpu um daginn og það má segja að Sorpa sé björgun fyrir horn, sorpmálin eru ekki komin lengra en það. Það sem búið er að gera er náttúrulega í góðu lagi, en það er ekki búið að stíga skrefið til fulls“, segir Sigurður. Hann segir endurvinnslumálin vera mjög erfið, ekki bara hér á landi heldur alls staðar. Bretar fá t.d. mikið fjármagn frá Evrópu- bandalaginu til þess að fjármagna rannsóknir á ýmsum þáttum endurvinnslu og verið er að skoða endurvinnslu á plasti, pappír o.s.frv. Að tveimur árum liðnum verður Bretum gert skylt að endurvinna 50% af sorpúrganginum. Til þess að ná niður kostnaði við sorpeyðingu, þá er eina leiðin að minnka sorpið. Auk þess er verið að fá almenning til að flokka sorpið inni á heimilunum, því það kostar alla vega minna heldur en að kaupa einhvern til að flokka það. „Sorpa stendur frammi fyrir því núna að vera að drukkna í sorpi og að það þarf að stækka húsið, sem er gífurlega stórt, en raun- verulega samt of lítið. í Sorpu vantar aðstöðu til að taka frekari skref og endurvinna sorpið frekar. Ef litið er inn í salinn í Sorpu, þá er verið að flokka sorpið með dráttarvélum. Þetta eru náttúrulega ekki flokkunaraðferðir sem menn nota almennt. Það vantar skipulag varð- andi endurvinnsluna og sú hlið sorphirðunn- ar virðist vera í erfiðri stöðu í Sorpu", er álit Sigurðar. Sigurður tekur fram að ráðgjöf sem sveitar- félögin á landsbyggðinni hafa fengið varðandi flokkun og endurvinnslu er engin. Það er al- veg strikað yfir þann þátt. Endurvinnsluþátt- urinn er dýr, en hann er enn þá dýrari í hönd- um manna sem vita lítið um hann og eru ekki búnir að brenna sig á þessu áður, því þá er ver- ið að borga fyrir mistök sem eiga sér stað aft- ur og aftur. Hann segist hafa heyrt að átak stæði fyrir dyrum í Sorpu varðandi endur- vinnsluþáttinn. Þá bendir Sigurður á að orkuvinnsla með sorpi virðist ekki vera neinn valkostur. Sú vinnsla virðist ekki vera samkeppnisfær við orkuver eins og Búrfellsvirkjun. Orkan fæst miklu ódýrari t.d. úr Blöndu heldur en út úr einhverri sorpbrennslu. Menn hafa verið að einblína á það á Austurlandi að þeir fengju ódýra orka með því að brenna sorpinu. „En það sýnir sig að fjárfestingin og öll vandamál sem fylgja þessu gengur ekki upp. Hins vegar var búið að segja þeim fyrir austan að dæmið gengi mjög vel upp. Þetta eru allt draumórar eða hvað við eigum nú að kalla það. Þeir sögðu mér á kynningarfundinum að þeir hefðu stefnt fullum fetum á orkuvinnslu, því þeir gætu grætt á því“, segir Sigurður. „Síðan kemur í ljós að úrgangur eins og úr sorpbrennslu Suðumesja er baneitraður. Þeg- ar búið er að brenna öllu er það sem eftir stendur baneitrað efni og ef til vill miklu hættulegra heldur en menn hafa áttað sig á. Það er ekki leyfilegt að henda þessu efni nema á mjög einöngruðum stöðum þar sem það er svona eitrað. Þessa hlið málsins hefur ekkert verð rætt um hér á landi, þ.e. að þetta væri eitthvert vandamál. Það er mjög dýrt að losna við þessa ösku og menn hafa ekkert athugað það. Kostnaðurinn sem sparast við það að framleiða einhverja orku, hann gæti farið í það að koma þessari ösku einhvers staðar fyr- ir. Þrátt fyrir það að menn hafi verið að velta sorpmálunum fyrir sér í nokkur ár, þá er verið að draga fram núna alls kyns staðreyndir, sem menn hafa ekki heyrt áður“, segir Sigurður. Sigurður er spurður að því hvort ísland þurfi að taka tillit til staðla Evrópubandalagsríkj- anna varðandi sorphirðu. „Það er eitt vand- ræðamálið. Verkfræðistofan Hönnun gerði skýrslu 1989 um sorphirðu. Þá var ekkert komið frá íslenska ríkinu um það hvaða kröf- ur yrðu gerðar. í skýrslu Hönnunar er byggt á evrópsku stöðlunum. Ríkið telur hins vegar í dag að þetta séu allt of harðar kröfur. En þá kemur aftur hin hlið málsins að ísland er ef til vill að sigla inn í þetta Evrópusamstarf, eftir kannski 5 eða 10 ár. Við verðum þá að uppfylla kröfurnar sem gerðar eru þar. Menn þurfa þá að fara að byggja allt upp á nýtt ef þeir hafa ekki byggt miðað við þessa staðla. Spumingin er því hvar á að draga mörkin? Eigum við að minnka kostnaðinn við þetta og hafa brennsl- ur og sorpvinnslur ódýrari og geta þá ekki uppfyllt þessa staðla. Eða eigum við að stíga skrefið til fulls, uppfylla staðlana og hækka kostnað. Það eru skiptar skoðanir á þessu máli“, segir Sigurður. Aðspurður segir Sigurður að það sé alveg skýrt að sveitarfélögin eiga að bera kostnað- inn. En það hefur komið í Ijós í öllum þeim skýrslum sem gerðar hafa verið fram að þessu að sveitarfélögin geta ekki borgað þetta. Þann- ig að þetta stangast á. Það er ekki nægilegt að segja sveitarfélögunum að borga ef þau eiga enga peninga. Og á því strandar málið raun- verulega. En það er ljóst að það neyðarástand í sorphirðu hjá sumum aðilum alla vega“, er álit Sigurðar. Birgir Þórðarson, umhverfisskipulagsfræð- ingur, segir í samtali við Tímann að hann álíti að íslendingar séu langt á undan Bretum í endurvinnslu- og sorpeyðingarmálum. Hann segir enn fremur að fyrir liggi í umhverfis- ráðuneytinu stefnumótun í sorphirðu og end- urvinnslumálum, sem frá yfirstandandi ári, sem unnið sé eftir. Nú eru öll sveitarfélögin í landinu að vinna að þessum málum í sam- vinnu við umhverfisráðuneytið og Hollustu- vemd. „Ég held að þessi mál séu á réttri leið, en þetta er spuming um peninga", segir Birg- ir. Starfsemi Sorpu markaði tímamót í meðferð sorps á Islandi. Var skreflð of lítið? Áætlaður kostnaður við að laga sorpmál landsmanna er 1 milljarður króna, sem gerðu 300 milljónir króna á ári á næstu 5 ámm. Birgir bendir á nauðsyn þessarar fjárfestingar með tilliti til umhverfis- og atvinnumála þjóð- arinnar, t.d. matvælaframleiðslu og ferða- mannaþjónustu. Þar er vaxtarbroddinn að finna og þá verða þessi mál að vera í lagi, seg- ir Birgir. Á heimsþingi Alþjóðasambands sveitarfélaga í sumar þar sem fjallað var um heilbrigða lífs- hætti í hollu umhverfi, kom fram við setning- Tímamynd: Áml Bjama arathöfnina, að vænlegasta leiðin til þess að vemda jörðina og tryggja heilbrigði manna og náttúru, væri að hver tæki til hendi í sínum heimaranni. -j*

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.